Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B 42. TBL. 84. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Serbar hunsa enn fund með NATO Sarajevo. Reuter. Franska þingið Velferðar- útgjöld takmörkuð París. Reuter. BÁÐAR deildir franska þingsins komu saman í Versölum í gær til að samþykkja stjórnarskrárbreyt- ingu sem veitir þinginu rétt til að setja skorður við útgjöldum til vel- ferðarmála. Tillagan var samþykkt með 681 atkvæði gegn 188. Markmiðið með breytingunni er m.a. að tryggja að Frakkar nái að uppfylla skilyrði Maastricht-samningsins um hámark íjárlagahalla. Sósíalistar og kommúnistar voru á móti, þeir sögðu að verkföllin fyr- ir áramótin hefðu sýnt andstöðu al- mennings við að ákvarðanir um út- gjöld til velferðarmála yrðu teknar úr höndum aðila vinnumarkaðarins og settar undir ríkisvaldið. Alain Juppé forsætisráðherra sagði stjórn sína staðráðna í að draga úr vax- andi skuldasöfnun vegna útgjalda til heilbrigðismála, eftirlauna og ýmissa bótagreiðslna. ----» ♦ --».-. „Lagskona tímans“ á geisladiski JEANNE Calment, elsta mann- eskja í heimi, kynnti í gær geisla- disk, sem gefinn verður út á morg'un, á 121. afmælisdegi henn- ar. A diskinum, sem heitir „Lags- kona timans", segir Calment frá sjálfri sér en undirleikurinn er rapptónlist. Ágóðann af sölunni á að nota til að kaupa litla rútu eða fólksflutningabifreið fyrir elli- heimilið þar sem hún dvelst. Cal- ment fæddist 10 árum eftir að Abraham Lincoln, forseti Banda- ríkjanna, var ráðinn af dögum og hún man vel eftir hollenska list- málaranum Vincent van Gogh, sem hún hitti a.m.k. einu sinni. Hún var gift kona í 54 ár, hefur verið ekkja í 50 og fór á eftirlaun 1940, sama ár og herir Hitlers réðust inn í Frakkland. EMBÆTTISMENN Atlantshafs- bandalagsins (NATO) og yfirmenn herja Bosníustjórnar og Bosníu-Kró- ata komu saman um borð í banda- ríska flugvélamóðurskipinu George Washington á Adríahafi í gær. Zravko Tolimir, undirhershöfðingi í her Bosníu-Serba, átti að sitja fund- inn en mætti ekki. Svíinn Carl Bildt, sem stjórnar uppbyggingunni í Bosniu, sagði óljóst hvað hefði vald- ið fjarveru Tolimirs, hvort um væri að ræða tímabundna erfiðleika eða til langs tíma. Forsetar Bosníu, Króatíu og Serb- íu samþykktu í Róm um helgina að viðræður múslima, Króata og Serba í Bosníu skyldu hefjast að nýju. Bosníu-Serbar höfðu hætt viðræð- unum til að mótmæla framsali tveggja serbneskra herforingja til stríðsglæpadómstólsins í Haag. „Hvernig geta einn eða tveir menn stöðvað friðarþróunina? Þetta er fyrir neðan allar hellur, það ætti að draga þá til ábyrgðar," sagði Leighton Smith flotaforingi, yfir- maður friðargæsluliðs NATO í Bos- níu. Hann sagðist þess fullviss að pólitískir yfirmenn Tolimirs hefðu viljað að hann mætti á fundinn. Seint í gærkvöldi var síðan tilkynnt að fulltrúi herliðs NATO myndi hitta Tolimir í Pale, höfuðstað Bosníu- Serba, fyrir hádegi í dag að ósk Tolimirs. Mostar sameinuð Embættismenn NATO líta á Tol- imir sem æðsta mann hers Bosníu- Serba þar sem yfirmaður hans, Ratko Mladic hershöfðingi, hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi og ætti að segja af sér samkvæmt frið- arsarhningunum sem náðust í Dayt- on í Bandaríkjunum. Alija Izetbegovic, forseti Bosníu, sagði í gær að í viðræðunum í Róm hefði tekist að afstýra nýju stríði í Mostar í suðurhluta landsins. Emb- ættismenn múslima og Króata náðu málamiðlunarsamkomulagi um stjórn borgarinnar fyrir milligöngu Evrópusambandsins á sérstökum fundi í Róm. Mostar verður samein- uð formlega í dag og íbúum hennar tryggt fullt ferðafrelsi. „Þetta merkir að allir vegatálmar og eftirlitsstöðvar heyra sögunni til,“ sagði Izetbegovic. Lögreglu- sveit, skipuð múslimum og Króöt- um, á að halda uppi lögum og reglu í borginni með stuðningi lögreglu- manna frá Króatíu og undir eftirliti fjölþjóðlegrar sveitar. Borgarstjóri hverfis múslima í Mostar sagði af sér í gær í mót- mælaskyni við niðurstöðuna í Róm, sagði að of langt hefði verið gengið til móts við kröfur Króata. ■ Hefjaaðnýju viðræður/18 Reuter Hart barist í New Hampshire ÓGERNINGUR er að spá um úrslit forkosninganna, sem haldnar verða um frambjóðend- ur Repúblikanaflokksins til for- setaframboðs í New Hampshire í dag. Litlu munaði milli þriggja frambjóðenda samkvæmt skoð- anakönnun sjónvarpsstöðvarinn- ar CNN. Samkvæmt könnuninni hefur Pat Buchanan, dálkahöf- undur og sjónvarpsfréttaskýr- andi, 25%, Bob Dole, leiðtogi meirihluta repúblikana í öld- ungadeild Bandaríkjaþings, 24% og Lamar Alexander, fyrrver- andi ríkissljóri Tennessee, 20%. Onnur könnun sýndi naumt for- skot Doles á Buchanan. Phil Gramm, sem hætti, lýsti á sunnudag yfir stuðningi við Doie, gaf þá ástæðu að hann vildi koma í veg fyrir að Buchanan færi með sigur af hólmi í New Hampshire. „Ef Dole væri kosinn með stuðningsyfirlýsingum væri hann nú þegar orðinn kóngur,“ voru viðbrögð Buchanans. Sigurvegarinn í prófkjöri New Hampshire-manna þykir ávallt sigurstranglegur. Forkosningar þar hafa tvívegis bundið enda á framboð Doles, 1980 og 1988. Fyrir nokkrum vikum virtist Dole, sem hér sést á vinnustaða- fundi í New Hampshire í gær, geta bókað sigur en nú virðist allt geta gerst. ■ Alexander áskrið/17 Reuter LEIGHTON Smith og Carl Bildt sýna spjald með myndum af 17 eftirlýstum stríðsglæpamönnum, þ. á m. Radovan Karadzic og Ratko Mladic, í gær en alls er Iýst eftir 51 manni. Spjaldinu var dreift meðal gæsluliðanna er eiga að handtaka mennina ef þeir rekast á þá. Rcuter Kohl segir lausn á deilu um stækkun NATO verða að bíða Hrósar umbótum Jeltsíns Moskvu. Reuter. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær að hann myndi ekki víkja frá umbótastefnu sinni og fagnaði Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, sem er í opinberri heimsókn í Moskvu, orðum hans. „Það er ekki hlutverk mitt að fjalla um forsetakosningarnar í Rússlandi, en sem kanslari Þýska- lands fagna ég því að Borís Jelts- ín skuli nú hafa tengt ósk sína um að sitja annað kjörtímabil umbótastefnunni," sagði Kohl. Jeltsín og Kohl ræddust við í gær og var framtíð Atlantshafs- bandalagsins (NATO) m.a. á dag- skrá. Rússar hafa lýst sig andvíga því að hleypa ríkjum Mið- og Aust- ur-Evrópu inn í bandalagið. „Við erum sammála um öll al- þjóðleg mál, en við erum algerlega andvígir stækkun NATO,“ sagði Jeltsín á blaðamannafundi. „Rúss- ar vita hvað NATO rnerkir." Kohl andmælti Jeltsín ekki og lét nægja að segja: „Eg er viss um að við munum finna lausn, en það mun örugglega ekki gerast nú.“ Kohl kanslari sagði að hægt yrði að finna leiðir til að taka tillit til öryggishagsmuna Rússa og tryggja um leið réttindi ríkja, sem vildu ganga í bandalagið. Þýskir jafnaðarmenn (SPD) hafa gagnrýnt Kohl fyrir að snið- ganga andstæðinga Jeltsíns í ferð sinni og segja hana jafnast á við stuðningsyfirlýsingu við forset- ann. Þýska stjórnin hefur verið undir þrýstingi um að gagmýna Jeltsín vegna átakanna í Tsjetsjníju, sem hafa staðið yfir með hléum í 14 mánuði. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýska- lands, vísaði gagnrýninni á bug í gær og sagði Kohl myndu ræða við „öll pólitísk öfl, sem máli skipta“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.