Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 14
h 14 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Vélstjóranám í Stykkishólmi Stykkishólmi - Farskóli Vestur- lands, sem er hluti Fjölbrauta- skóla Vesturlands, hefur staðið fyrir námi til 2. stigs vélstjómar í Stykkishólmi í vetur. í fyrra var boðið upp á vélavarðarnám og luku allmargir því námi. Kom ósk frá hópnum um að fá áfram- haldandi nám í þessum fræðum. Hægt var að verða við því og er verið að kenna í vetur námsefni sem er að hluta til 2. stig vél-' stjórnar. Kennd er eðlisfræði, raf- magnsfræði, rennismíði, kæli- tækni og áframhaldandi vél- gæsla og vélstjórn. Kennt er þrjú kvöld í viku og á laugardögum. Mikil ánægja er með þetta nám og þá ekki síst að hægt er að sækja það í heimabyggð. Þar hafa Fjölbrautaskólinn, kennar- ar, nemendur og nokkur fyrir- tæki hjálpast að og komið nám- inu á. Sérstaklega ber að þakka fyrirtækjunum Skipavík og Rar- ik í Stykkishólmi fyrir þeirra framlag. Aðalskipuleggjandi nám- skeiðsins og yfirumsjónarmaður er Ólafur Eiríksson. Ólafur gaf út á dögunum ásamt Þráni Sig- urðssyni handbókina íslensk töflubók fyrir málmiðnað og aðr- ar starfsgreinar. Þar er um að ræða lofsvert framtak og iðnað- armenn í þessum starfsgreinum og vélstjórar taka fagnandi að fá svona töflubók á íslensku. Búnaðarbankinn í Stykkishólmi gaf hverjum nemanda í vélstjóra- náminu bókina og þökkuðu nem- endur bankanum fyrir gjöfina og þann hlýhug sem bankinn sýndi þessu námi. Morgunblaðið/Árni Helgason KJARTAN Páll Einarsson afhendir nemendum og kennurum í 2. stigs námi í vélstjórn íslensku töflubókina að gjöf frá Búnaðarbankanum í Stykkishólmi. Sljarnan tekur til starfa Reyðarfirði - Nýtt fyrirtæki, heild- verslunin Stjarnan ehf., hóf starf- semi á Reyðarfirði nú í byijun febrú- ar. Fyrirtækið, sem keypti AM heild- verslun og Heild- og umboðsversl- unina G. Bjarnason, mun þjónusta Austfírðinga allt frá Höfn í suðri og norður til Vopnafjarðar. Eigendur fyrirtækisins eru Ásta Einarsdóttir, Guðmundur Bjarna- son, Hrafnhildur Ólafsdóttir, Þor- geir Sæberg og Austfragt hf. Það var hugur í eigendunum þeg- ar fréttaritari hitti þá að máli í glæsilegu húsnæði fyrirtækisins þar sem hillur voru hlaðnar óteljandi vöruflokkum. Þeir sögðust vera með tvo bíla í vörudreifingu og einnig gerðu þeir ráð fyrir að kaupa þjón- ustu af öðrum dreifingaraðilum. Kaupmenn og neytendur þurfa því ekki að kvíða vöruskorti á næstunni. Morgunblaðið/Hilmar Sigurjónsson EIGENDUR heildverslunarinnar f.v.: Þorgeir Sæberg, Hrafn- hildur Grímsdóttir, Guðmundur Bjarnason og Ásta Einarsdóttir. Morgunblaðið/Sig. Jóns. STJÓRN Ræktunarsambandsins, Ólafur Einarsson, Guðmundur Stefánsson, Ólafur Ben. Snorrason framkvæmdasljóri, Hörður Sigurgrímsson formaður stjórnar, Gunnar Ólsen, Guðmundur Sigurðsson og Guðmundur Lárusson. Ræktunarsamband- ið fagnar 50 árum Selfossi - Ræktunarsamband Flóa og Skeiða gerði sér dagamun á dög- unum í tilefni 50 ára afmælis fyrir- tækisins. Það var stofnað 22. janúar 1946 af búnaðarfélögunum í Flóa og á Skeiðum í kjölfar tækni- og atvinnubyltingarinnar sem hófst eft- ir stríð, um það leyti sem þjóðin lagði frá sér haka og skóflu. Fyrirtækið var gert að hlutafélagi 1993, en eig- endur þess eru sjö búnaðarfélög. Hjá fyrirtækinu starfa 25 manns og 1995 var ársvelta fyrirtækisins 225 milljónir króna. Fyrst unnið fyrir bændur í tilefni afmælisins gaf fyrirtækið út myndarlegt afmælisrit og þar segir stjórnarformaður fyrirtækis- ins, Hörður Sigurgrímsson: „Fyrstu 30 starfsárin var aðallega unnið fyr- ir bændur, en síðan fór starfið að þróast í þjónustu við Vegagerðina og allskyns opinberar framkvæmdir og nú síðasta áratuginn er Ræktun- arsamband Flóa og Skeiða komið út í fjölbreytta verktakastarfsemi. Vel- gengni þess byggist fyrst og fremst á góðum starfsmönnum undir ör- uggri stjórn og með viðeigandi véla- kost í höndunum. Ræktunarsam- bandið hefur kynnt sig af því að skila góðu verki." Starfsemi fyrirtækisins er mjög fjölþætt, það er með stórar og litlar vinnuvélar, bíla, jarðbor og tæki til að klæða vegi með olíumöl. Helstu verkefni síðustu tveggja ára eru lagning þjóðbrauta í Vestmannaeyj- um, gerð sorpurðunarsvæðis í Ölf- usi, vegagerð í Þjórsárdai, á Land- vegi, Gaulveijabæjarvegi, á Skál- holtsvegi og á Ölkeiduhálsi, klæðn- ingarlagning á Vesturlandi, gatna- gerð í Þorlákshöfn, gatna- og holræsagerð á Selfossi og rannsókn- arboranir í öllum landsfjórðungum, vatns- og jarðhitaleit. Margvísleg verkefni í takinu „Það eru mikil verkefni framund- an í landinu. En það eru margir um hituna og verðlag lágt en ég held að í vor skýrist hvort verð fari eitthvað upp og þar með hvort framtíð er í þessu, en það eru of margir í grein- inni,“ segir Ólafur Ben. Snor'rason framkvæmdastjóri Ræktunarsam- bandsins í viðtali í afmælisritinu. „Við erum fjölhæfir og störfum á mörgum sviðum, tökum að okkur margvísleg verkefni, allt frá því að helluleggja smá stétt upp í að leggja vegi í kílómetratali." Ólafur segist horfa til ýmissa verkefna næsta sumar svo sem vegarins yfir Gils- fjörð sem hann segir verk sem tveir til þrír verktakar þyrftu að samein- ast um. „Svo ætlar Landsvirkjun að láta vinna í Kvíslarveitum fyrir hátt í milljarð. En nú erum við með Skál- holtsveg og eigum eftir að vinna þar fyrir 30 milljónir. Ýmis samnings- verk eru framundan en ekki stór. Það er mikið leitað til okkar, bæði með lokuð útboð og tímavinnuverk, svo við höfum ýmsa möguleika. Vonandi verður afmælisárið gott, en það er þó aldrei hægt að segja það fyrirfram," segir Ólafur Ben. Snorrason framkvæmdastjóri Rækt- unarsambands Flóa og Skeiða. Blótað í skólanum Þórshöfn - Það eru fleiri en fullorðna fólkið sem nýta Þorrann til skemmt- anahalds en yngstu börnin í grunn- skólanum hér á Þórshöfn héldu þar sitt þorrablót fyrir skömmu. Foreldrum var boðið til samkom- unnar og höfðu börnin sinn þorramat meðferðis, en hann gat verið allt frá kartöfluflögum og kiwi upp í feitt sauðahangiket með öllu meðlæti, eft- ir smekk hvers og eins. Börnin sögðu brandara og „tóku foreldra sína upp“ og skemmtu sér konunglega á þeirra kostnað. Þorrablót barnanna var hin besta skemmtun og er gott tillegg í skólastarfið þar sem foreldrarnir komast inn á vettvang barnanna. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir TVEIR góðir frá börnunum: „Hvað er það sem liggur á eggjum og segir brandara?“ Svar: Fyndin hæna ..! Hvað er rautt og brúnt og flýgur um loftið? Svar: Jarðarber í brúnum nærbuxum. Nýtt ómskoðunartæki á sjúkrahúsinu Neskaupstað - Nú á dögunum var formlega tekið í notkun nýtt óm- skoðunartæki á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaupstað. Kvenfélög á Reyðarfirði, Breiðdalsvík, Egilsstöð- um og í Neskaupstað ásamt Krabba- meinsfélagi Austfjarða gáfu um 1 '/2 milljón til kaupa á tækinu sem kost- aði á fjórðu milljón. Guðmundur Arason kvensjúk- dómalæknir lýsti tækinu og notkun þess fyrir gefendum og öðrum gest- um sem viðstaddir voru athöfnina. Nýja ómskoðunatækið leysir af hólmi 15 ára sónartæki sem fyrir var á sjúkrahúsinu. Morgunblaðið/Ágúst Biöndal GUÐMUNDUR Arason lýsti tækinu fyrir gestum. wmmmmmmmmmmmmummm Launamunur kynjanna náttúrulögmál - eða mannanna verk? Opið málþing í Hlaðvarpanum í kvöld, 20. febrúar, kl. 20:30. Friðrik Sophusson f,am,aiaraahErra „ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri kynna launastefnu ríkis og borgar til jafnréttis. Þorgerður Einarsdóttir félagsfræðingur fiytur erindið „Hvað í veröldinni tefur jafnrétti kynjanna"? Fundarstjóri Kristín Einarsdóttir framkvæmdastjóri. il'JSíJíJíUJ í.ftiM , «'r I > " ‘ r ' > '■ 1 t' «, . 1 l> *\ >. -I, ' 1 , >..» 1 1 < ' \ ,\ ii« !i,i' ,t„ . ibtf'J'. \ ,W > >,tt\’\'i, í.'iVJJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.