Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Fjölmennasta Bridshátíðin til þessa heppnaðist vel Tvöfaldur ítalskur sigur í tvímenningnum BRIPS Ilótel Loltleidir BRIDSHÁTÍÐ 1996 Tvímenningskeppni Bridshátíðar og Flugleiðamótið í sveitakeppni dagana 16.-19. febrúar ÍTALJRNIR Massimo Lanzarotti og Andrea Buratti sönnuðu það á Bridshátíð að fáir taka þeim fram í tvímenningi, þegar þeim tókst að kornast upp fyrir félaga sína Lorenzo Lauria og Alfredo Versace í næstsíðustu umferð tví- menningskeppninnar. Sigurjón Tryggvason og Friðjón Þórhallsson náðu 3. sætinu. Leiðin á verðlaunapallinn var ekki þrautalaus fyrir ítölsku spil- arana. Þeir Lanzarotti og Buratti misstu af flugvél til íslands í Amst- erdam á fimmtudag og héldu þá áfram til Kaupmannahafnar í veg fyrir kvöldvélina þaðan. En vegna gangtruflana í flugvélinni varð sex tíma seinkun á fluginu. ítalimir komust loks til íslands um miðja nótt - en farangurinn varð eftir einhverstaðar í Evrópu. Buratti og Lanzarotti virtust þó býsna sprækir í upphafi tvímenn- ingsins á föstudagskvöld því í fyrstu umferðinni fengu þeir þijá nærri hreina toppa, eða 92% skor! Þeir leiddu mótið fyrstu tvær umferðim- ar en svo tók þeim heldur að fat- ast flugið og þegar komið var fram- undir miðnætti vora farin að sjást á þeim veraleg þreytumerki. Þeir fengu þó eitt og eitt gott. spil, þar á meðal þetta: Norður ♦ K93 ¥ Á3 ♦ D ♦ K1098753 Vestur Austur ♦ -- ♦ ÁD108642 ¥ K1086 ¥ G72 ♦ AG10742 ♦ 85 ♦ G42 Suður ♦G75 ¥D954 ♦ 6 ♦K963 ♦ÁD Lanzarotti opnaði á 2 laufum í norður, austur stökk í 3 spaða, Buratti doblaði til úttektar og Lanzarotti lauk sögnum með 3 gröndum. Hjartaútspil hefði sökkt þess- um samningi en austur fann næstbesta útspiliðý tíguláttu. Lanzarotti lét lítið og nú var kom- ið að vestri. Ef hann hefði farið upp með tígulás og spilað hjarta- kóng hefði Lanzarotti orðið að leggja niður vopnin, því hjartaás- inn var eina innkoman á laufalit- inn. Þetta var þó ekki augljós vörn og í raun gaf vestur fyrsta slaginn. Lanzarotti fékk á drottn- inguna, tók AD í laufi og fór heim á hjartaás til að taka lauf- slagina. En fyrir að vinna 3 grönd slétt fékk hann megnið af stigun- um. í búðum Á laugardagsmorguninn héldu hremmingar ítalanna áfram. Vegna misskilnings héldu þeir að spilamennska hæfist ekki fyrr en klukkan 13 og þegar allir aðrir voru sestir við spilaborðin kl. 11 kom í ijós að Buratti og Versace höfðu skroppið í búðir niður í bæ. Hjálpsamir áhorfendur hlupu í skarðið fyrstu tvær umferðirnar þar til ítalirnir mættu. Um tíma virtist ekkert geta komið í veg fyrir sigur Lauria og Versace sem höfðu lengst af yfir- burða forustu. En í síðustu um- ferðinum fór róðurion að þyngjast og Buratti og Lanzarotti saumuðu hægt og hægt að þeim og náðu efsta sætinu í næstsíðustu um- ferð. Verðlaun voru veitt fyrir 12 efstu sætin og í þeim höfnuðu eftirtalin pör: Andrea Buratti - Massimo Lanzarotti 6262 LorenzoLauria-AIfredoVersace 6174 Friðjón Þórhalls. - Siguijón Tryggvas. 6049 Guðm. P. Amarson - Þorlákur Jónsson 5972 Boris Baran - Mark Molson 5917 Zia Mahmood - Lars Blakset 5888 Guðl. R. Jóhannsson - Örn Amþórsson 5864 Guðm. Sveinsson - Valur Siprðsson 5836 Aðalsteinn Jörgens. - Matthías Þorvalds. 5834 ÓttarÁrmannsson-JónasÓlafsson 5812 Erlendur Jónsson - Þröstur Ingimarsson 5788 Magnús Mapússon - Siprbjöm Haraldsson 5763 Dobl eða 5 tíglar Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra setti mótið og sagði fyrstu sögnina fyrir Zia Mahmood í skemmtilegu skiptingarspili. Þeir Lars Blakset sátu AV en við Helgi Jóhannsson NS: Austur gefur, NS á hættu: Vestur ♦ Á106 ▼ K65 ♦ 87652 + G8 Norður ♦ 874 ¥1098743 ♦ D ♦ Á94 Austur ♦ K ¥ ÁG2 ♦ ÁK10943 ♦ 1063 Suður ♦ DG9532 ¥ D ♦ G ♦ KD752 Halldór opnaði á 1 tígli fyrir Zia á austurspilin, ég sagði 1 spaða, Blakset 1 grand, Helgi 2 spaða og Zia stökk í 3 grönd. Þótt við værum á hættu gegn utan fannst mér heldur klént að passa með suðurspilin og sagði því 4 spaða, sem ég taldi Iíklegt að færu ekki meira en 1 niður. En Blakset sagði 5 tígla sem Zia vann slétt og niðurstaðan var rúmur miðlungur til okkar. „Hvað hefðir þú gert ef 4 spað- ar hefðu komið til þín?“ spurði Halldór Zia. „Ég hefði doblað," svaraði Zia. „Ég hefði sagt 5 tígla,“ sagði Halldór, og raunar hefði það gefist betur því að með vandvirkni fást-9 slagir í 4 spöð- um. Ekki í textavarpinu Alls tóku 120 pör þátt í mót- inu. Nýtt keppnisform var notað í tvímenningnum, svonefndur monradbarómeter, en þá spila alltaf saman pörin með hæstu Morgunblaðið/Amór ÍTALIRNIR ræða málin milli umferða. Frá vinstri eru Lorenzo Lauria, Massimo Lanzarotti, Alfredo Versace og Andrea Buratti. FJÖLMARGIR áhorfendur fylgdust með á Hótel Loftleiðum um helgina. Hér eigast við Boris Baran og Jón Baldursson. skor, hafi þau ekki spilað saman áður. Það er töluvert flókið að skipuleggja og stjórna svona móti, sérstaklega þar sem spilað var í mörgum sölum. Og raunar höfðu einhverjir á orði að Islend- ingar væru þeir einu í heiminum nógu bijálaðir til að detta í hug að nota þetta fyrirkomulag í móti af þessari stærð. En mótið tókst ótrúlega vel undir stjórn Sveins R. Eiríkssonar, Jakobs Kristinssonar og Elínar Bjarna- dóttur, skiptingar voru fumlitlar og styrkleiki paranna flokkaðist vel. Staðan í mótinu birtist alltaf jafnóðum í textavarpi Ríkissjón- varpsins. Vafalaust hafa margir verið óánægðir með árangur sinn og sinna nánustu. Þannig var því að minnsta kosti farið með einn lítinn mann, sem beið eftir pabba sínum utan við spilasalinn að mótinu loknu og sagði ásakandi: „Þú komst ekki einu sinni í texta- varpinu!" Ekkert gengur hjá Zia Flugleiðamótið í sveitakeppni hófst á sunnudag og því lauk í gærkvöldi. 100 sveitir tóku þátt. Eftir fyrrihlutann leiddi sveit VÍB með 128 stigum, en hún vann m.a. sveit Zia Mahmood 25-5. í öðru sæti voru ítalirnir með 128 stig, sveit Metró og sveit Hjálm- ars S. Pálssonar höfðu 119 stig, sveitTVB16 hafði 118, sveit Sam- vinnuferða 116, sveit HP köku- gerðar 115 og sveitir Búlka og Kanada 114 stig. Guðm. Sv. Hermannsson WtAOAUGL YSINGAR „Au pair“ „Au pair“ vantar á heimili í Þýskalandi um mánaðamótin maí/júní. Umsækjendur sendi nafn og símanúmer til Guðnýjar Hermannsdóttur, lllugagötu 46, 900 Vestmannaeyjum. Verður þagað lengi enn? Margrét Frímannsdóttir hefur á Alþingi spurt dómsmálaráðherra um störf dómara fyrir ráðuneyti og að stjórnsýslu, (mál 290). Hver verða svörin um leyndarbréf Hæstaréttar og „stjórnsýslu Hæstaréttar", sem bókin Skýrsla um samfélag upplýsir um? Útg. H NORDIC SCREEN Færiband árg. ’95 Lítið notað, en þarfnast lagfæringar. Lengdábandi: 16 m Breidd á bandi: 1m Lyftihæð: 6 m Riffluð reim, mótor: 3 X 380 V, 7,5 kW. Skútuvogi 12A, s. 581-2530. □ EDDA 59960222019 III 2 □ FJÖLNIR 5996022019 I 1 FRL □ HAMAR 5996022019 I Frl. □ HL(N 5996022019 Vl° 2 I.O.O.F. Ob. 1 = 17702208:30 = NK 1.0.0.F. Rb. 4= 1452208 - 8'h. 0. FERÐAFÉLAG ® ÍSIANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Miðvikudagur 21. febrúar Fræðslukvöld Ferðabúnaður til fjalla Annað fraeðslukvöld vetrarins í samvinnu við Landsbjörgu í félagsheimilinu í Mörkinni 6 og hefst það kl. 20.30. Fyrirlestur um klæðnað og ferða- útbúnað til fjallaferða. Ferðafélag islands. AD KFUK, Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30. Fundarefni: Kristniboö. Allar konur velkomnar. Skíðagöngunámskeið íaugardaginn 24. febrúar kl. 10.30. Nánar auglýst fimmtu- daginn 22. febrúar. Dagsferð sunnud. 25. feb. Kl. 10.30 Bessastaðanes. Bessastaðir-Skansinn-Seilan. Hringferð á Álftanesi, létt ganga. Helgarferðir 23.-25. feb. 1. Góuferð i Bása. Góð skemmtun fyrir alla fjöl- skylduna. Boðið upp á lengri og skemmri göngu- og skíðaferðir í stórbrotnu umhverfi. 2. Tindfjallajökull. Gengið á skíðum upp i Tindfjalla- sel og gist þar. Farið á helstu tinda í nágrenninu. isaxir og broddar .nauðsynlegir. Útivist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.