Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ t FRETTIR Tillögur tilsjónarmanns til stjórnar Sjúkrahúss Akraness lagðar fram Takmarkið er að ná 30 milljóna spamaði á ári TILLÖGUR tilsjónarmanns Sjúkrahússins á Akranesi til stjórnar sjúkrahússins gera ráð fyrir um 30 milljóna króna sparnaði á ársgrund- velli árið 1996. Að sögn Sigurðar Ólafssonar, framkvæmdastjóra sjúkrahússins, er verið að vinna úr tillögunum og hefur öllum læknum verið sagt upp störfum frá og með 1. febrúar. Að sögn Ara Jóhannessonar yfirlæknis fylgdu uppsögnunum skilaboð um að læknum yrði fljótlega boðinn nýr samningur. „Við læknar erum tilbúnir að taka þátt í hagræðingaraðgerðum en við óttumst ákveðna þjónustuskerðingu. í og með vegna þess að þjónustan hefur aukist jafnt og þétt síðastliðin ár, sem að einhveiju leyti skýrir þennan aukna kostnað," sagði Ari. „Við ætlumst einnig til þess að heilbrigðisyfirvöld verði tilbúin að fara í viðræður við okkur um framtíðarþróun og hlutverk sjúkrahússins." Endurskipulagning um og betra skipulag á ferliverkum við stofn- unina.“ 5 millj. sparnaður í launakostnaði lækna Ari benti á að ekki væri verið að segja lækn- um alfarið upp störfum heldur væru uppsagn- imar hluti af endurskipulagningu innan stofn- unarinnar. Meðal annars væri unnið að stytt- ingu legutíma fyrir ákveðna sjúkdómaflokka og að auka sértekjur sjúkrahússins. Þá væri stefnt að því að taka upp markvissari rekstrar- áætlanir fyrir einstakar deildir. „Það á eftir að koma í ljós hvað nýi samn- ingurinn við lækna felur í sér,“ sagði hann. „Mér skilst að það verði einhveijar breytingar á stöðuhlutföllum einhverra lækna. Þá teng- ist þessu breytt vinnufyrirkomulag á spítalan- Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri sjúkrahússins, sagði að stofnuninni væri gert að spara um 30 millj. á ársgrundvelli. Þar af væri gert ráð fyrir 5 millj. sparnaði í launakostn- aði lækna. Þá gera tillögurnar ráð fyrir að 8,2 millj. sparnaður náist með því að fækka sjúkra: liðum um þrjá og ræstingakonum um tvær. í eldhúsi ætti að spara 5,2 millj., í almennum innkaupum ætti að spara um 2,5 millj. og 600 þús. ætti að spara í lyfjakaupum. Sagði Sigurð- ur að gert væri ráð fyrir 2% lækkun launa, sem gæfi 7 millj. í sparnað og loks ætti að reyna að auk^a sértekjur sjúkrahússins um 3,5 millj. 91%fallí lagadeild Háskólans AF 133 stúdentum á fyrsta ári í Iagadeild Háskólans, sem þreyttu próf í almennri lögfræði í janúar, féll 121 eða 91%. Ails voru 167 manns skráðir í prófið í almennri lögfræði, en 34 mættu ekki til prófs. Fall hefur verið mikið í al- mennri lögfræði undanfarin ár, en mun þó ekki hafa komizt yfir 90% áður. Fall í greininni hefur yfirleitt í för með sér að laganemar verða að sitja á 1. ári á nýjan leik, en þeim sem féllu nú gefst kostur á að endurtaka prófíð að vori. Tundurdufl í trollið TOGARINN Hoffell frá Fá- skrúðsfírði fékk tundurdufl í trollið út af svokölluðum Fæti á Austflarðamiðum á sunnu- dag. Á þeim slóðum mun vera talsvert um tundurdufl. Sprengjusérfræðingar Land- helgisgæslunnar koma til Fá- skrúðsfjarðar I dag til að granda duflinu, en togarinn er væntan- legur þangað um hádegi. Duflið er opið í annan endann og þyk- ir viðkvæmt, en þó er ekki mik- il hætta talin á ferðum. Morgunblaðið/Ásdis Fundur um tilflutn- ing grunnskólans Formaður KI mætti ekki EIRÍKUR Jónsson, formaður Kenn- arasambandsins, mætti ekki á fund verkefnisstjórnar um flutning grunnskólans frá ríki til sveitarfé- laga í gær. Eiríkur segir að með þessu séu kennarafélögin að undir- strika að þau séu hætt samstarfi við stjómvöld um þetta mál. Búist er við að ágreiningur kennara og stjórnvalda um flutning grunnskól- ans verði ræddur á ríkisstjórnar- fundi í dag. Kjararáð KÍ og hagsmunanefnd HÍK komu saman til fundar í gær til að fjalla um frumvarpsdrög fjár- málaráðherra um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og drög að frumvarpi um lífeyrissjóð opinberra starfsmanna. Engar formlegar ákvarðanir voru teknar á fundinum. Ákveðið var hins vegar að skipa sérstaka aðgerðarnefnd og hefja þegar í stað undirbúning að kröfu- gerð á hendur sveitarfélögunum um gerð nýs kjarasamnings. Eiríkur sagði að kennarafélögin litu svo á að kjarasamningar þeirra yrðu lausir 1. ágúst nk. ef Alþingi samþykkti þau frumvörp sem fjár- málaráðherra hefur kynnt því að þar með væri verið að bijóta samkomu- lag sem gert var um flutning grunn- skólaijs í tengslum við gerð kjara- samninga í fyrra. Samkomulagið gerir ráð fyrir að kennarar haldi efnislega óbreyttum réttindum við flutninginn. Félögin yrðu að búa sig undir að þessi staða gæti komið upp. Opinberir starfsmenn funda Frumvarpsdrög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins hafa undanfarna daga verið kynnt fyrir samtökum opinberra starfsmanna, BSRB, BHMR og kennarafélögun- um. Hugsanlegt er að forystumenn félaganna haldi fund í dag þar sem viðbrögð þeirra við drögunum verða rædd. og baunir í DAG er sprengidagur og þá seðja menn sig gjarnan á salt- kjöti og baunum. Töluvert amstur var í kjötbúðum í gær og má segja að saltkjötið I Nóatúnsversluninni í Austur- veri hafi verið býsna lystugt. Morgunblaðið/Kristinn Undirstöður gáfu eftir UNDIRSTÖÐUR undir teinum í dráttarbraut Stálsmiðjunnar hf. gáfu sig þegar verið var að draga togarann Otto Wathne upp í slippinn til viðgerðar, en til stendur að selja skipið. Að sögn Karls Lúðvíkssonar, verkfræð- ings hjá Stálsmiðjunni, rann skip- ið til hliðar á dráttarsleðanum. Tjón á sleðanum er verulegt, en ekki er vitað um skemmdir á skipinu enn sem komið er. Stefnt er að því að reyna að ná skipinu út á flóði síðar í vikunni. Menntamálaráðherra um flutning grunnskólans Ekki er gengið á réttindi kennaranna MENNTAMALARAÐHERRA segir rangt að gefa í skyn að flutn- ingur grunnskólans til sveitarfé- laganna 1. ágúst næstkomandi tefjist vegna þeirra deilna við kennara sem upp hafi komið. Ekki sé með nokkru móti gengið á rétt- indi kennara við flutning grunn- skólans og deilurnar sem upp hafi komið snúist um önnur mál. Þetta kom fram við utandag- skrárumræðu á Alþingi í gær um flutning grunnskólans til sveitarfé- laganna. Svanfríður Jónasdóttir, Þjóðvaka, hóf umræðuna og sagði að flutningur grunnskólans væri í uppnámi eftir að kennarafélögin hefðu lýst því yfir að þau tækju ekki þátt í frekari vinnu vegna yfirfærslu grunnskólans. Beindi hún nokkrum spurningum til menntamálaráðherra af þessu til- efni og spurði hvort ríkisstjórnin væri ekki áhugasamari um þetta verkefni en svo að hún stofnaði því í hættu með flutningi þriggja frumvarpa sem breyttu réttindum launafólks til hins verra, en þessi þrjú frumvörp væru frumvarp um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, frumvarp um Lífeyrissjóð Flutningurinn í uppnámi, segir Svanfríður Jónasdóttir starfsmanna ríkisins og frumvarp um samskiptareglur á vinnumark- aði. Spurði hún hvort um vanmat á stöðunni hefði verið að ræða af hálfu ríkisstjórnarinnar í samskipt- um við kennarana eða hvort þessi mál yrðu keyrð í gegn hvað sem það kostaði. Ekki gengið á rétt kennara Björn Bjarnason menntamála- ráðherra sagði að fyrir þingmönn- um lægi nú frumvarp til laga um réttindi og skyidur kennara og skólastjórnenda grunnskóla. Þar væri tekið af skarið um hvernig réttindum og skyldum þessara hópa yrði- háttað við flutning grunnskólans til sveitarfélaga og um þetta frumvarp væri samstaða allra sem að þessu máli kæmu. Fyrrnefnd þijú frumvörp snertu ekki flutning grunnskólans til sveitarfélaga. Hins vegar kæmi fram í athugasemdum við frum- varp um réttindi og skyldur kenn- ara og skólastjórnenda grunn- skóla, sem hefðu verið kynntar öllum sem að málinu komu, að lög- in um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins væru í endurskoðun og ætlunin væri leggja fram frum- varp á vorþingi nú. Það mál væri nú til umræðu á tilskildum sam- ráðsvettvangi og hann teldi að öll von væri ekki úti um að þar yrði komist að niðurstöðu sem kæmi til æóts við sjónarmið kennara. Ef litið væri á efnisatriði málsins teldi hann með öllu rangt að halda því fram að með nokkrum hætti væri gengið á rétt kennara við flutning grunnskólans. Þvert á móti væri rétturinn mjög vel skil- gi-eindur og tryggður með fyrir- liggjandi frumvarpi. Samstarfið við kennara hefði verið mjög gott til þessa og hann vonaði að það héld- ist. Deilur hefðu komið upp um önnur málefni sem þyrfti að ræða °g komast til botns í, en það væri alrangt að gefa það til kynna að það sem nú hefði gerst yrði til þess að tefja fyrir flutningi grunn- skolans til sveitarfélaganna. p I I I ( I I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.