Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF • FORSETAKJÖR ÍDAG Ég sting upp á Páli Skúlasyni Frá Kristjáni Kristjánssyni: MÉR skilst að þindarlaus leit standi nú yfir að verðugum arftaka þeirra Kristjáns Eldjárns og Vigdísar Finnbogadóttur á forsetastóli að Bessastöðum, manni sem beri með sér reisn Kristjáns og þokka Vigdís- ar en hafi þó af slíkum sérkostum að státa að hann verði meir en blá- ber tvígengill annars hvors þeirra. Um forsetann okkar má aldrei verða ort: „Af bragðvísri hagfræði blendingur var / og bókviti hugsun hans hver.“ Köttur má ekki komast í ból bjamar. Hinn eftirlýsti þarf að vera mæltur á framandi tungur og sjóaður í samskiptum við fjarrar þjóðir. Hann þarf að vera samein- ingartákn íslendinga inn á við, glæstur fulltrúi þeirra út á við. Umfram allt þarf hann að vera í blóðtengslum við sögu þjóðarinnar, náttúru hennar og tungu. Ég játa að hafa ekki fyrr lagt eyru við væntanlegu forsetakjöri en að nafn eins manns kom mér í hug, Páls Skúlasonar, heimspek- ings og prófessors við Háskóla Is- lands. Hann hefur þá kosti til að bera sem tilgreindir voru hér að framan en er laus við gallana. Hann er sómamaður sem ég hef hvergi heyrt orði á hallað þótt hann hafi lengi verið áberandi í íslensku menningar- og menntalífi. Slíkt er einstakt í samfélagi persónuvíga. Ég sting upp á Páli. Páll hefur verið óþreytandi við að koma málstað heimspekinnar á framfæri á opinberum vettvangi. Hann hefur ekki talað til fólks úr fílabeinstumi fræðanna heldur mælt röddu sem það skilur. Það er á vettvangi hversdagsins, ekki síst í baráttunni við náttúmöflin á sjó og landi, sem menn verða „frábær- ir umfram aðra“. Þetta veit Páll og skilur. Þegar hann heldur opinbera fyrirlestra á Akureyri fyllast salir ekki af búralegum fræðingum held- ur venjulegu fólki sem nemur speki hans. Það er íslenskur rótarkeimur af heimspeki Páls Skúlasonar, líkt og af kveðskap Stephans G. Stephans- sonar. Ég hlustaði nýverið á Pál flytja erindi um lífspeki hins síðar- nefnda á ráðstefnu í Kanada. Hann sló, sem oftar, í gegn. Ég heyrði Vestur-íslendinga pískra um það á göngum á eftir hvort hér væri ekki komið tilvalið forsetaefni. Minn- umst þess að frændur okkar þar eru einatt enn þjóðræknari en við hér heima, enn næmari fyrir hags- munum „gamla landsins". Einn vinur minn stakk því að mér fýrir skömmu að Pál mætti með réttu kalla þjóðspeking, ekki síður en heimspeking: heimssýn hans væri svo gegnsýrð af lensku hans, rótum hans í íslenskri mold. Lykilorðin í hugsun Páls nú um stundir eru einmitt þessi: alþjóð- rækni, þjóðrækni — náttúrusýn, umhverfi(ng). Er hægt að hugsa sér verðugri íhugunarefni fyrir forseta? Páll Skúlason hefur þegar í verk- um sínum lagt drög að nýrri, þjóð- legri og jarðbundinni heimspekihefð á Islandi og auðgað þá bókmennta- hefð sem svo lengi hefur verið stolt okkar og sómi. Hann yrði sannur íslendingur á forsetastóli. KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, dósent við Háskólann á Akureyri. Forsetaefni á heimsmælikvarða Frá Víði Sigurðssyni: í DAG er mikið Qallað um hver skuli taka við af núverandi forseta, ýmsir eru nefndir til sögunnar og sitt sýnist hverjum, en nokkrir eig- inleikar forsetaframbjóðenda er mikill meirihluti þjóðarinnar sam- mála um að eigi að vera til staðar svo að reisn og sómi forsetaemb- ættisins verði sem mestur. Verðandi forseti þarf að þekkja vel til lands og þjóðar, svo og ann- arra þjóða, menningar þeirra og sögu. Hann þarf einnig að hafa mjög glæsilega framkomu, það þarf að fylgja þeirri framkomu þroski sem er laus við allt yfirlæti en forsetinn þarf samt sem áður að hafa mikið sjálfsöryggi og tign- arleika. Sá einstaklingur hér á landi sem kemst hvað næst þessum skilyrð- um er án efa Ólafur R. Grímsson. Ólafur er fæddur 14. apríl árið 1943_og verður því 53 ára á þessii ári. Ólafur er doktor í stjórnmála- fræði frá University of Manchest- er. Hann er landsþekktur fyrir störf sín innanlands en erlendis hefur hann unnið mjög mikið starf á vegum alþjóðlegu þingmanna- samtakanna þar sem hann gegndi forsetastöðu, auk þess hefur hann setið lengi þing Evrópuráðsins. Ólafur hefur einnig hlotið fjölda verðlauna fyrir störf sín í þágu jöfnuðar og friðar. Þessi verðlaun hafa gert Olaf Ragnar mjög þekkt- an erlendis meðal ráðamanna enda ekki á hvers manns færi að ná slík- um árangri. Það myndi eflaust styrkja hann í allri þeirri umfjöllun sem fjölmiðlar skapa þegar hann heimsækir ráðamenn annarra þjóða. ísland getur með Ólaf sem forseta haslað sér völl á alþjóða- vettvangi sem þjóð friðar, jöfnuðar og samstöðu í heiminum sem gæti orðið mjög dýrmæt auglýsing og í samræmi við kristilegt hugarfar. Þegar ferill Ólafs Ragnars Gríms- sonar er skoðaður í heild sést glögg- lega að hér er á ferðinni maður mik- ill skörungur, Ólafur á auðvelt með að setja sig í spor fólks sem myndi nýtast honum þegar hann þarf að hvetja íslensku þjóðina til dáða. Þessi eiginleiki getur verið góður þegar forsetinn þarf að koma erlendum ráðamönnum í skilning um að virða mannréttindi, þar má því búast við góðum árangri þar sem Ólafur mun vefja þeim um fingur sér. Ölafur hefur einnig beitt sér í seinni tíð mjög fyrir því að afla markaða í Asíu fyrir íslenskar fram- leiðsluvörur bæði í sjávarútvegi og hugbúnaðarframleiðslu sem eru milljarða verðmæti fýrir íslenskan útflutning þegar til lengri tíma er litið. Verðmæti þessara viðskipta- sambanda munu aukast til muna ef Ólafur fengi stuðning þjóðarinnar sem forseti vegna þeirrar miklu virð- ingar sem embættinu fylgir á al- þjóðavettvangi. Eiginkona Ólafs heitir Guðrún Þorbergsdóttir, hún er afskaplega glæsileg og frambærileg kona með góðan orðstír. Það eina sem raun- verulega gæti komið í veg fyrir að þjóðin hafnaði Ólafi er að hann á pólitískan feril að baki, þannig er það í höndum þjóðarinnar að fyrir- gefa honum pólitíska fortíð hans þar sem hann hefur þurft á stundum að taka sársaukafullar ákvarðanir, og þar með að hæfasti einstakling- urinn geti sest að á Bessastöðum. Ég hvet hér með Ólaf Ragnar Grímsson til að gefa kost á sér til embættis forseta, íslensku þjóðinni til gæfu og farsældar hin komandi ár. VÍÐIR SIGURÐSSON, Auðbrekku 38, Kópavogi. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Hvítur leikur og vinnur STAÐAN kom upp í viður- eign tveggja stórmeistara á alþjóðlegu móti í Bern í Sviss, sem lauk á laugar- daginn. Dmitri Gurevich (2.535), Bandaríkjunum, hafði hvítt og átti leik, en Julian Hodgson (2.615), Englandi, hafði svart. 16. Rxd5! - cxd5 17. Dxd5+ - Kh8 18. Bd6 (Afleit staða svarta hróks- ins á a7 gerir aðstöðu svarts vonlausa.) 18. - b5 19. Bxf8 - Dxf8 20. c6 - ÉG veit að þetta er veiði- kort síðan í fyrra, en ég ætla bara að skjóta það sem ég náði ekki að veiða á síðasta ári. Rxc6 21. Dxc6 (Hvíta stað- an er auðunnin með skipta- mun yfir.) 21. - Bxd4 22. He6! - Bxf2+ 23. Khl - Rf6 24. Hfl - Bc5 25. Hfxf6 - gxf6 26. He8 og svartur gaf skömmu síðar. Fyrir þessa skák fékk Gurevich fegurðarverðlaun- in á mótinu. Ungveijinn Almasi sigr- aði í útsláttarkeppninni, vann Markowski frá Pól- landi í úrslitum. Röð næstu manna: 3.-7. Sadler og Gal- lagher, Englandi, Kortsnoj, Sviss, Dmitri Gurevich og Hickl, Þýskalandi, 3 '/2 v. af 5, 8.-11. Kharlov, Episín, Zvjagíntsev og Lagunov, allir Rússlandi, 3 v. 12.-21. Margeir Pétursson, Hodg- son, Englandi, Wojtkiewicz, Póllandi, Kengis, Lettlandi, Christiansen, Bandaríkjun- um, Kindermann, Þýska- landi, Brunner og Fejzull- ahu, Sviss, Pia Cramling og Lyrberg, Svíþjóð, 2 '/2 v. o.s.frv. Síðustu þijár umferðirn- ar í A-flokki í skákkeppni stofnana og fyrirtækja fara fram í félagsheimili TR, Faxafeni 12, í kvöld. HVERNIG dettur þér í hug að tala svona við pabba þinn? COSPER ÞEGAR þú gefur hundinum hálsól, þarftu líka að gefa mér eitthvað um hálsinn. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Tapað/fundið Úr fannst SVART tölvuúr fannst á Hagaskólalóðinni fyrir u.þ.b. viku. Upplýsingar í síma 562-3358. Göngnskíði tapaðist EITT gönguskíði tapaðist sunnudaginn 11. febrúar sl. af bíl á leiðinni frá Rauðavatni. Ekin var Breiðholtsbraut, Jaðarsel, að Hæðarseli. Finnandi vinsamlega hringi í síma 557-4997 eða 567-0647. Klói er týndur KLÓI fór að heiman frá sér fyrir 2 vikum. Hafi einhver orðið var við hann er hann vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 553-8184. Með morgunkaffinu ÞESSI er á mjög góðu verði, 12.750 krónur og við getum sett 32 þúsund kr. verðmiða á hann ef þú vilt, áður en við pökk- um honum inn. JÆJA, hvernig gengur? Víkveiji skrifar... AÐ hefur áreiðanlega komið mörgum á óvart, að svo mörg dæmi séu um símahleranir hér á landi, eins og fram kom í svari á Alþingi við fyrirspum frá Svavari Gestssyni. En jafnframt er ljóst, að heimild til símahlerunar hefur ein- ungis verið gefin í fíkniefnamálum. I Morgunblaðinu á laugardag vara tveir lögmenn við því, að heim- ildir til símahlerana verði rýmkað- ar. Ragnar Aðalsteinsson, hrl., seg- ir, að alls staðar þar sem slíkt hafi verið leyft hafí það verið misnotað og bendir á, að í Bandaríkjunum hafi þetta farið úr böndum. Sigur- mar K. Albertsson, varaformaður Lögmannafélagsins bendir á, að ef svonefnd herbergjahlustun yrði leyfð væri hætta á að farið yrði að hlera fleiri samtöl en þau, sem bein- línis tengjast rannsókn máls. Hér takast á tvö sjónarmið; ann- ars vegar grundvallaratriðið um friðhelgi einkalífs fólks, hins vegar spumingin um það, hvernig hægt sé að ná tökum á fíkniefnasmygli. Það er áreiðanlega rétt hjá lög- mönnunum tveimur að viss hætta er á ferðum, að heimildir til hlerun- ar verði misnotaðar. Þess vegna ber að fara varlega í að veita slíkar heimildir og, ekki síður mikilvægt; nauðsynlegt er að haft sé strangt eftirlit með framkvæmd þeirra. RJÁTÍU flugmenn Atlanta íhuga að flytja úr landi vegna þess, sem þeir líta á, sem ofsóknir skattayfirvalda á hendur þeim. Efni málsins mun vera það, að flugmennirnir eru starfsmenn er- lendra fyrirtækja, sem reka áhafnaleigu. Þeir hafa bersýnilega fengið ákveðna heildarsummu greidda sem laun en við framtal til skatts hafa þeir reiknað sér dagpeninga af þessari upphæð til þess að standa undir kostnaði við störf á erlendri grund. Yfirskatta- nefnd hefur úrskurðað í máli eins þeirra og gert honum að greiða skatta af þeim greiðslum eins og öðrum. Fram kemur í frétt Morg- unblaðsins um þetta mál sl. laugar- dag, að einn flugmannanna hefur nú fengið sundurliðun á sínum greiðslum frá viðkomandi áhafna- leigu. Nú er auðvitað ljóst, að skatta- yfirvöld hér verða að vera tilbúin til að mæta nýbreytni í fyrirtækja- rekstri á borð við þá, að Atlanta ráði flugmenn ekki beint til starfa hjá sér heldur í gegnum erlendar áhafnaleigur. En jafnframt má spyrja; þegar álitamál af þessu tagi koma upp, hvers vegna leita flugmennirnir ekki í upphafi til skattayfirvalda og óska eftir um- sögn þeirra um skattalega meðferð á umræddum greiðslum, þannig að ekkert fari á milli mála að hveiju þeir ganga? xxx IVIÐSKIPTABLAÐI Morgun- blaðsins sl. fimmtudag var frá því skýrt, að hörð samkeppni ríki milli greiðslukortafyrirtækja um viðskipti ungs fólks og að þau bjóði nemendum í útskriftarárgöngum framhaldsskóla m.a. að fella niður stofngjald og árgjald og jafnvel styrki'tíl utanferða til þess að fá þá í viðskipti. í DV í gær skýrir Gunnlaugur Sigmpndsson alþingismaður frá því, að hann hyggist flytja tillögu á Álþingi um að banna bönkum og greiðslukortafyrirtækjum að kreQ'- ast ábyrgða vegna útgáfu kredit- korta. Þingmaðurinn segir, að í Bandaríkjunum séu ábyrgðir vegna slíkra korta víðast hvar bannaðar. Bankar og kortafyrirtæki ákveði að veita kort eftir greiðslusögu við- komandi og byggi ekki á ábyrgðum ættingja. Þingmaðurinn setur fram í viðtal- inu við DV það athyglisverða sjón- armið, að kortafyrirtækin byiji á að gefa unglingum peninga ef þeir samþykki þar með að „verða áskrif- endur að því að byija að eyða“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.