Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 37 Það voru líka forréttindi að fá að kynnast þeim hjónum Bjarna og Maríu, og sjá hvernig þau unnu saman á öllum sviðum. í samein- ingu byggðu þau upp stærstu sport- vöruverslun landsins. Bjarni í Utilífi var í fararbroddi á sínu sviði og hróður hans náði langt út fyrir land- steinana. Við hjónin höfum margoft verið samferða á vörusýningum er- lendis og þar höfum við átt saman yndislegar stundir, nú síðast í byij- un febrúar. Þar lék Bjarni á als oddi og er það undarleg tilfinning að hugsa um að hann skuli nú vera allur svona stuttu síðar. Það er mikill harmur kveðinn að Maríu, sem nú sér á bak eigin- manni sínum og besta vini, en sam- rýndari hjón var ekki hægt að hugsa sér. Þau hjónin reistu sér nýlega sumarhús í Kerengi og á undraverð- um tíma var allt klappað og klárt, gróðursetningu nánast lokið, enda kvaðst Bjarni ætla að snúa sér að golfinu af fullum krafti í sumar. Því miður naut hann bústaðarins einungis skamma stund, en á þeim tíma kom skýrt í ljós hve það átti vel við Bjarna að hlúa að náttúr- unni og rækta. Bjarni var mikill áhugamaður um útivist og íþróttir en jafnframt bættist fyrir fáum árum við áhuga- málin hundarækt, en þau hjónin hafa ræktað upp af miklum mynd- arskap Cavalier King Charles Spaniel kyn, sem hefur veitt öllum mikla ánægju. Það er margt hægt að segja um vin okkar hann Bjarna í Útilífi, en hann var maður sem var ekki fyrir að berast á. Við söknum vinar í stað, vinar, sem alltaf var hægt að reiða sig á og sem gaf svo mikið af sjálfum sér. Elsku María, Tómas, Arnar og Unnar. Ykkar missir er mikill, en minningin um elskulegan eigin- mann og föður mun vera með ykk- ur alla tíð. Við sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum al- góðan Guð að veita ykkur styrk. Far þú í friði, kæri vinur. Anna Sigríður og Skúli. Þó að fundum fækki, er fortíð ekki gleymd. í mínum muna og hjarta þín minning verður geymd. Bjarni í Útilífi er dáinn. Bara þannig. Því er erfítt að kyngja. Bjarni sem ætíð var sprellfjörugur og frískur, útilífsmaður, hreystin holdi klædd. Hann var á skíðum í sólinni og langþráðum snjónum með Maríu sinni, þegar hann hné niður og var allur. Gífurlegt áfall fyrir fjölskyldu hans og aðstandendur alla. Þeim fækkar ört gömlu góðu vinunum úr Fróðaklíkunni, eins og við kölluðum okkur unglingahópur sem var óaðskiljanlegur á sjötta áratugnum. Ingi, Hannes, Viggó, Bói, Villi, Lolla, Addi og nú Bjarni. Þau koma öll upp í hugann við hvert fráfall sem verður, það er alltaf jafn sárt, það er bara þannig... Vináttuböndin hafa varðveist og verða æ mikilvægari með aldrinum. Þótt gamlir vinir hittist ekki upp á hvern dag, þá er svo gott að vita þá til, og ætíð finnst mér ég eiga þá svolítið að. Það treystir böndin við þau sem eftir lifa og minntng- arnar verða að fjársjóði sem enginn nær tangarhaldi á. Bjarni með sinn óborganlega „húmör“, skopskyn og orðheppni sem var viðbrugðið og ótal sögum fer af á vinafundum. Mér verður ógleymanlegur sá tími fyrir rúmum 30 árum er við unnum saman um skéið í Búrinu við Hjallaveg. Bjarni sá um kjöt- deildina, ég var honum til aðstoðar. Það var svo til látlaust glens og gaman upp á dag, allt tiltækt varð aðhlátursefni og man ég marga kúnna sem gerðu sér reglulega ferð í Búrið (án þess að vera í innkaupa- leiðangri) til að fá tilsvörin hans Bjarna til að lifga upp á hversdags- leikann. Það er rétt mánuður liðinn síðan Póri og Heiða í Laxnesi hóuðu saman gömlum vinum, og þar hitti ég Bjarna síðast, glaðan og reifan að vanda. Hann ítrekaði við mig margra ára þref okkar um skaðsemi reykinga, ég yrði að hætta áður en það yrði of seint. Þetta er ekki spurning um hræðslu við dauðann, heldur að láta sér líða vel til síð- asta dags, sagði Bjarni vinur minn, bara þannig. Ég bið Guð að styrkja Maríu, syni þeirra hjóna og ástvini alla. Anna Agnars. Ég var að búa mig undir að fara í vinnuna á mánudagsmorgni, þegar hringt var í mig og mér tilkynnt að Bjarni væri dáinn. Því var ekki hægt að trúa að jafnhraustur mað- ur og Bjarni var, væri ekki meðal okkar lengur. Upp í hugann komu margar minningar, allt frá því að ég var fjórtán ára gömul byijaði að starfa í Útilífi, þar sem ég hef unnið öll mín skólaár. Það má segja að Bjarni hafi nánst alið mig upp í vinnu og held ég að það hafi tekist ágætlega. Ég kynntist Bjarna og fjölskyldu hans vel, þar sem ég og Arnar son- ur hans höfum verið góðir vinir í öll þessi ár. Það var oft gaman að fylgjast með þegar þeir feðgar voru að tala samán og grínast, því Bjarni var alltaf svo ungur í anda. Allt átti að ganga hratt fyrir sig hjá Bjarna og lá best á honum þegar búðin var full af fólki. Það má segja að þessi síðasta vika hafi verið löng og erfið, því hvað er Útilíf án Bjarna. Með þessum fáu orðum vil ég þakka Bjarna allar góðu samveru- stundirnar. Elsku Maja, Arnar, Unnar og Tommi, guð gefi ykkur styrk í þess- ari miklu sorg, megi minningin um Bjarna Sveinbjarnarson ætíð lifa. Eva Úlla Hilmarsdóttir. Vináttan er yndislegasti eðlis- kostur mannkynsins. Eins og eitt orð getur dimmu í dagsljós breytt, svo getur öllu breytt að hitta vin sinn. Bara vitundin um tilvist hans getur létt lífið. Glaðlegt viðmót, hlustar þolinmóður meðan allt er tínt til, sem hvílir á sálinni. Þannig var Bjarni í Útilífí. Bjarni hafði sérstaka hæfileika til að leysa allra vanda. Bara svipur- inn á honum, meðan erindinu var stunið upp, var eins og á lækni, sem var búinn að praktísera í áratugi. Svo birti yfir ásjónu hans og hlý röddin kom með lausn, sem öllu bjargaði. í æsku voru fjöllin fyrir ofan Reykjavík töfraheimur. Hveradalir, Skálafell, Hamragil og Jósefsdalur, Bláfjöll og Heiðin há, þetta var ævintýraheimur, sem beið eftir helginnij skíðaferðinni eða ferða- laginu. I faðmi fjallanna var unað- ur, rómantík og fegurð. Þar dvaldi hugurinn við skólaborðið, í vinnunni og amstri dagsins. Þaðan kom fólk- ið endurnært á sál og líkama. Fáir menn á íslandi hafa viðlíka stuðlað að því að opna þennan töfra- heim fyrir almenningi eins og Bjarni. Urræðagóður, glöggur áþað sem vantaði, hollur í ráðum og umfram allt áhugamaður um þetta allt sjálfur. Þannig kom Bjarni hálfri þjóðinni í draumaheim útivist- ar og fjallaparadísar, þar sem hann svo sjálfur kvaddi þennan heim. Úti um allt land hélt fólk til fjalla, eða bara út á næsta tún til þess að ganga á skíðum eða hreyfa sig. Bjarni hjálpaði með rétta búnaðinn og studdi með ráðum og dáð. Andlát Bjarna kom svo óvænt, að í rauninni skil ég það ekki ennþá eða geri mér grein fyrir því. Hlýr persónuleiki og vinátta hans yljaði mér jafnan um hjartaræturnar. Þannig veit ég að ótalmörgum öðr- um er farið. Ég bið algóðan Guð að styrkja eiginkonuna og drengina, sem og ástvini alla og starfsfólk Útilífs. Yndislegur vinur öðlist frið í náðar- faðmi drottins. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Við skyndilegt og ótímabært frá- fall góðs félaga og vinar í blóma lífsins hugleiðir hver og einn hin dýpstu rök og tilgang og órjúfan- lega birtast í huga minningar frá liðnum árum. Fyrir rúmum þijátíu árum settist á skólabekk á Bifröst föngulegur hópur æskufólks, að okkar mati þá og enn, sem horfði björtum augum til skólavistarinnar og þess náms og starfs sem framundan var næstu tvo vetur. í þessum hópi var Bjarni. Það fer eigi hjá því að í hópi sem deilir kjörum i lokuðu umhverfi svo lengi, takast kynni og vinátta sem ekki slitnar þótt leiðir skilji og ein- staklingarnir hverfi til mismunandi starfa. Glaðvær lund og hvatleg framkoma einkenndi Bjarna. Hann var hnyttinn í tilsvörum og féll vel inn í hópinn. Við bekkjarsystkinin litum e.t.v. lítið eitt upp til hans þar sem hann var nokkrum árum eldri en flest okkar og hafði öðlast þroska og reynslu umfram okkur hin en við skynjuðum líka að þar sem Bjarni var, mátti treysta skarp- skyggni hans á menn og málefni líðandi stundar. Bjarni var virkur í fjölbreyttu félagsstarfi sem ein- kenndi skólann í þann tíð, einkum í íþróttastarfinu og naut útiverunn- ar í rómuðu umhverfi Bifrastar. Hann var og einn af fáum nemend- um sem iagði á sig að leita uppi bröttustu brekkur í nágrenninu til að renna sér á skíðum. En með námi og dvöl á Bifröst uppskar Bjarni meira en verslunarfræðin, þar hitti hann Maju og þau stofn- uðu til kynna. Maja var í eldri bekknum og sat því einn vetur i „festum" meðan Bjarni lauk skóla, en það sama sumar leiddi hann Maju að altarinu til farsæls og ástríks hjónabands allt til að nú skilja leiðir. Það er sagt að þau kynni og vinátta sem stofnað er til á skólaár- unum sé sú sem lengst lifir og þó stundir samveru hafi verið stopular og stopulli með árunum þá höfum við ávallt fylgst hvert með öðru í starfi, leik og sorg. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með Bjarna og Maju og sameigendum þeirra í uppbyggingu verslunarinnar Úti- lífs, verslunar sem fullyrða má að stendur í fremstu röð á landinu í sölu á sport- og útivistarvörum. Á björtum vordegi á si. ári, að þijátíu árum liðnum, hittumst við flest á Bifröst og gengum á vit minninganna. Bjarni lét sig ekki vanta og við áformuðum að hittast fljótt aftur en þá munum við sakna vinar í stað. Með þessum stuttu kveðjuorðum sendum við þér Maja og börnunum okkar innilegustu samúðarkveðju. Megi góður Guð styrkja ykkur og aðra ástvini í sorg ykkar. Bekkjarsystkini frá Bifröst. þessum eiginleikum hans að þakka að hann réðst í stofnun Útilífs árið 1974. Þetta fyrirtæki var að stórum hluta hans fóstur og barn og upp- gangur þess og velgengni lýsti elju og þrautseigju Bjarna betur en nokkuð annað. Þegar fyrirtækið stækkaði og trúlega áhyggjunum fjölgaði, kann að hafa þyngst nokkuð yfirbragð Bjarna, en engu að síður var glettni hans og kímni ekki langt undan. Margar mínar skemmtilegustu stundir voru að koma í búðina til hans og taka nokkrar ærlegar grín- og hláturrokur með honum, á kostn- að annarra að sjálfsögðu. Á öðrum vettvangi kom til sam- skipta okkar þegar fram liðu stund- ir, þegar ég sem formaður Skíða- sambands Islands reyndi hann að skilningi og hjálpsemi við landsliðs- fólk íslands á skíðum. Um langan tíma var stór hluti landsliðanna útbúinn búnaði frá hans fyrirtæki og það er ekki á neinn hallað, þeg- ar sagt er að á vissu tímabili hafi hann verið ein aðalhjálparhellan við að haida úti vel útbúnum landsliðum íslands á skíðum. Fyrir vináttu þína vil ég þakka og fyrir hönd skíðahreyfmgarinnar leyfi ég mér að þakka þitt framtak og áhuga til framgangs þeirri ágætu íþrótt. Maríu, sonum og aðstandendum öllum vottum við hjónin okkar dýpstu samúð. Guð styrki ykkur á sorgarstundu. Sigurður Einarsson, fyrrv. formaður Skiðasambands íslands. Kveðja frá skíðadeild Armanns Ollum sem starfa að íþróttamál- um er vel kunnugt um hve erfitt er að halda úti öflugri íþróttastarf- semi, þegar miklar kröfur eru gerð- ar til íþróttamanna og félaga. íþróttafélög eiga mikið undir þeim einstaklingum og fyrirtækjum kom- ið sem styðja við bak þeirra._ Einn þessara manna var Bjarni í Útilífi, eins og hann var alltaf kallaður. Skíðadeild Ármanns átti því láni að fagna að eiga Bjarna að sem einn sinn besta velgjörðarmann til margra ára. Má með sanni segja að aldrei væri komið að tómum kofunum hjá honum, og var hann ávallt reiðubú- inn að greiða götu félagsins væri til hans leitað. Stjórn og félagar Skíðadeildar Ármanns hafa til margra ára mætt velvild og skiln- ingi af hans hálfu. Sérstaklega ber að þakka hinn mikla stuðning sem hann sýndi keppendum Ármanns, sem undanfarin ár hafa stundað mjög kostnaðarsamar skíðaæfingar erlendis. Verður seint hægt að þakka fyrir allan þann stuðning sem hann hefur sýnt okkur. Félagar í skíðadeild Ármanns senda fjölskyldu Bjarna Svein- björnssonar innilegar samúðar- kveðjur. Haraldur Haraldsson formaður. • Fleiri minningargreinar um Bjama Sveinbjörnsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Okkar elskulegi eiginmaður, faðir og afi, KRISTJÁN S. JÓNSSON, lést í Landspítalanum 17. febrúar. Útför hins látna fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 22. febrú- ar kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja og vandamanna, Rósa, Bergþóra, Egill, Ragnar. t Hjartkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, ERLINGUR KLEMENSSON, Hrafnistu, Reykjavík, sem lést 14. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. febrúar kl. 10.30. Klemens Erlingsson, Sigríður Erla Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Trúlega var öllum brugðið að heyra af ótímabæru andláti Bjarna Sveinbjörnssonar, en þannig var því einmitt farið með mig þegar ég heyrði þessa voðafregn mánudag- inn 12. febrúar sl. Við Bjarni höfðum þekkst síðan seint á sjöunda áratugnum þegar við báðir vorum enn keppendur á skíðum. Við fórum oft saman á skíði og á skíðamót og þó að árang- ur okkar hafi sjaldnast orðið efni í forsíðufrétt var ævinlega gaman í þessum ferðum. Bjarni var einstaklega gaman- samur og skemmtilegur náungi á þessum áhyggjulitlu árum og það var stutt í hlátur hans og gjarnan annarra og þá helst af hans völdum. Hann var bjartsýnn og djarfhuga og það var áreiðanlega ekki síst SafnaðarheimiH Háteigskirkju ^ iífflí:- §§i t Hjartkær eiginmaður minn, Kristján AGNAR ÓLAFSSON, Eiríksgötu 21, Reykjavík, sem andaðist 12. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 22. febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið, heima- hlynningu. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Eyja Pétursdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN ÁGÚST JÚLÍUSSON, Sogavegi 202, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur Borgarspít- ala þann 16. febrúar sl. Maria Helgadóttir, Þorkell Stefánsson, Ragnheiður Stefánsdóttir, Stefán Stefánsson, Anna Guðfinna Stefánsdóttir, tengdabörn, barnabörn og langafabarn. i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.