Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 MINNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ BJARNI SVEINBJÖRNSSON + Bjarni Svein- björnsson fædd- ist í Reykjavík 14. mars 1941. Hann varð bráðkvaddur 11. febrúar síðastiið- inn, 54 ára að aldri. Foreldrar Bjarna eru Sveinbjörn Jóns- son og Elínborg 01- afsdóttir og var hann yngstur fjög- urra barna þeirra. Hin eru Haukur, Sigríður og Erna. Hinn 14. ágúst 1965 kvæntist Bjarni eftirlifandi eiginkonu sinni Maríu Tómas- dóttur og eignuðust þau þrjá syni: Tómas Björn, hann er kvæntur Guðnýju Björk Eydal og eiga þau tvo syni, Bjarna Gaut og Sigurð Jökul, Arnar Orra og Unnar Snæ. Bjarni lauk versl- unarprófi frá Sam- vinnuskólanum á Bifröst og var á framhaldsbraut þess skóla þegar hann hóf ásamt öðrum rekst- ur verslunarinnar Útilífs árið 1974. Bjarni lagði stund á fjölmargar íþrótta- greinar um ævina, t.d. körfubolta, knattspyrnu, skíði, seglbretti, köfun og fjallgöngu, og seinni árin stundaði hann einkum golf og skíðagöngu, auk þess sem hundarækt var mikið áhugamál þeirra hjóna. Útför Bjarna fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. FYRSTU bernskuminningar mínar eru tengdar Bjama frænda. Fyrstu æviárin mín bjó ég í sama húsi og Bjarni, í Drápuhlíð 15 - 17, húsinu sem afí minn Sveinbjörn (faðir Bjama) byggði, svo til einsamall. Við bjuggum í kjallaranum á 17 en amma og afi með Bjarna sinn á efri hæðinni á númer 15. Bjarni var reyndar nokkrum árum eldri en ég þannig að ég var eins og litli hvolp- urinn í húsinu, pg naut þess á marg- víslegan hátt. Ég fékk að sitja aftan á hjólinu hans Bjarna og stundum batt hann mig eins og Roy Rogers batt bófana, liggjandi á maganum með hendur fyrir aftan bak og ilj- arnar keyrðar upp að hnakka. Bjarni hafði nefnilega lært ýmislegt af Roy í bíóinu hjá föður mínum Arna, sem var forstjóri Austurbæjarbíós í rúm- lega 30 ár. Bíóin voru alger undra- verk í þá daga og sjónvarpið var algerlega óþekkt fyrirbrigði. Þá var fólki vísað til sætis eins og sið- menntuðu fólki sæmir, og það var mjög eftirsóknarvert starf að vera Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÓfEL LOFTLEIHIR Mómmíofa Fríðjuws Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík • Sími 5531099 Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. sætavísari í bíóunum. Það var auð- sótt mál fyrir Bjarna að fá að vísa til sætis í Austurbæjarbíói, en það gerði hann í sumarvinnu með skól- anum á táningsaldri. Ég man sérstaklega eftir því sem barn hvað ég var alltaf spenntur að opna jólapakkana frá Bjarna. Það var alltaf eitthvað sérstaklega spennandi og óvenjulegt sem hann gaf mér, og endurspeglaði áhuga- mál hans sjálfs. Eitt árið gaf hann mér ekta mótorhjólahanska með aurhlífum langt upp á olnboga. Og annað árið fékk ég svo mótorhjóla- gleraugu og þá lét ég mig dreyma um að næst kæmi nú mótorhjólið, en sem betur fer varð ekki af því. Við Bjami höfðum báðir mikinn áhuga á að fara á skíði, en áhuginn hjá okkur byrjaði á þeim árum þeg- ar engar alvöru skíðalyftur voru í nágrenni Reykjavíkur. Við vorum báðir Ármenningar og þess vegna var oftast farið á skíði í Jósepsdal. Þá var bara einn traktor í Jósepsdal sem togaði okkur upp með kaðli en maður þurfti að hafa sérstakt belti með krók til þess að hanga á kaðlin- um. Það var algengt í þá daga að menn gengju bara upp brekkumar með skíðin á öxlinni. Þetta gerðum við Bjarni oft og var hann þá aðal drifljöðurin í að labba upp brekkurn- ar enda átti hann alveg sérstaklega auðvelt með það. Það mátti vart á milli sjá hvort hann færi hraðar upp eða niður. Sjálfur var ég yfírleitt ekki kominn nema í miðja brekku þegar hann kom svífandi niður frá toppi. Við vorum oft saman í Kerl- ingarfjöllum og svo stóð Bjarni fyr- ir því að við fómm með konurnar okkar á skíði til Austurríkis en það var alveg hápunkturinn á mínum skíðaferli. Bjarni var hvers manns hugljúfi, kátur, gamansamur og alltaf gat hann séð spaugilegar hliðar á öllum málum. Ég man hreinlega ekki eftir honum mjög alvörugefnum og aldr- ei sá ég hann skipta skapi. Hann hafði greinilega léttu og Ijúfu lund- ina hennar ömmu Ellýjar og hand- laginn var hann eins og Sveinbjörn afi, en nú syrgja þau hjón yngsta barn sitt, hann Bjarna sinn. Elsku amma og afí, megi góður guð blessa ykkur og gefa ykkur styrk til að yfirvinna ykkar miklu sorg. Já, hver átti von á því að hann Bjarni yrði næst kvaddur burtu, fyrir fimm árum bárum við Bjarni 11 U 11 aiiiiiiarkiriii ■é Árna föður minn til hinstu bvílu. Ég tók þá eftir því þegar ég gekk frá gröf föður míns að Bjami stóð einn eftir og horfði niðurlútur á hvíta kistuna. Ég gekk til baka og lagði aðra höndina á öxl hans og þama stóðum við og börðumst við tárin. Þú varst þá næstur, Bjarni minn. Hvern skyldi hafa órað fyrir því? Bjarni var mjög frjáls í fasi og ófeiminn. Hann þurfti ekki að neyta áfengis til að verða kátur eins og flestir gera, honum var það svo eðlislægt að vera alltaf hress. Bjarni var mjög músikalskur og spilaði ágætlega á píanó og gítar. Það var oft stutt í grallarann í Bjarna enda var hann ávallt hrókur alls fagnaðar og alveg ómissandi í íjölskylduboð- unum. Hann sagði skemmtilega frá og átti jafnan til að krydda frásagn- ir annarra með spaugilegum inn- skotum. Það var því ávallt glatt á hjalla, mikið grín og mikið hlegið þegar Bjami var annars vegar. Eitt af þessum skemmtilegu at- vikum átti sér stað þegar Bjarni og María komu í stúdentsveisluna mína en þá gerði Bjarni sér lítið fyrir og sveiflaði í fang sér 30 kílóa blómak- ari sem stóð á útitröppunum með u.þ.b. 20 stjúpum, kom svo askvað- andi með þetta inn og kallaði: „Ég kom með nokkur blóm handa þér, Kristján.“ Leiðir okkar Bjama tvinnuðust þannig saman að ég leit á hann fremur sem bróður en frænda. Það vora mjög sterk bönd milli móður minnar Sigríðar og Bjarna bróður hennar og því var góður samgangur þar á milli. Bjarni sagði mér til á skíðum, tók út úr mér sígarettuna þegar.ég byijaði á því fíkti á ungl- ingsáram og sagði mér að hætta þessum viðbjóði, sem ég og gerði. Við hjónin áttum margar mjög ánægjulegar stundir með Bjarna og Maríu fyrr á árum, bæði hér heima og erlendis og m.a. fórum við saman í dansskóla og lærðum að dansa eins og Travolta. Þá vorum við Bjarni góðir saman sem og endra- nær. Það er ótrúlegt hversu stutt er milli lífs og dauða, aðeins eitt augnablik, eða það augnablik sem það tekur að hníga niður í silki- mjúka mjöllina, en þannig gerðist það hjá Bjarna. Bjarni hefði ekki getað hugsað sér betri dauðdaga en hann fékk, að deyja sársauka- laust á skíðum á sólbjörtum vetrar- degi, en tímasetningin var bara röng. Elsku María, Tómas og fjöl- skylda, Arnar Orri og Unnar Snær. Megi algóður guð gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg og krafta til að halda áfram því starfí sem Bjarni hafði byggt upp. Kristján Árnason. Það var fallegur dagur sunnu- dagurinn 11. febrúar sl. Sól skein í heiði á nýfallinn snjóinn. Allir sem áttu þess kost nutu útivistar og skíðaunnendur brugðu sér á skíði. Meðal þeirra var mágur minn Bjarni ásamt eiginkonu sinni Maríu Tóm- asdóttur. Ekki var sól sest, er okk- ur barst sú harmafregn, að Bjarni væri dáinn. Þetta var reiðarslag og jafnframt svo ótrúlegt að þessi káti og tápmikli maður hefði orðið bráð- kyaddur uppi í fjöllum. Ég kynntist Bjarna fyrir tæpum fjörutíu árum, er ég kom fyrst á heimili foreldra hans Elínborgar Ólafsdóttur og Sveinbjörns Jóns- sonar. Þá var Bjarni tápmikill og fjörugur unglingur að bytja lífs- göngu sína og unglingsárin senn að baki. Bjarni stundaði í fyrstu ýmis störf, er til féllu, fór á sjóinn og vann í frystihúsi. Um 1960 hóf hann nám í Samvinnuskólanum og var það ekki síst fyrir áeggjan syst- ur hans Ernu, sem lét sér alltaf ERFIDRYKKJUR JT P E R L A N sími 562 0200 mjög annt um hagi hans. í Sam- vinnuskólanum kynntist Bjarni sín- um lífsförunaut, Maríu Tómasdótt- ur, ættaðri frá Dýrafirði. Fyrstu árin eftir námið í Sam- vinnuskólanum stundaði Bjarni verslunarstörf og vann síðan hjá Samvinnutryggingum í nokkur ár. Hann bytjaði ásamt vini sínum, Arnóri, skíðaþjónustu í gamla Skátaheimilinu við Snorrabraut, en það var vjsir að versluninni Útilífi, sem hóf rekstur í litlu húsnæði í Glæsibæ, en með útsjónarsemi og styrkri stjóm hans og eiginkonu hans, óx vegur verslunarinnar og er hún í dag ein stærsta og virtasta sportvöruverslun landsins. Mikill harmur og sár söknuður er kveðinn að fjölskyldunni. María og Bjarni voru mjög samrýnd og gerðu alla hluti í sameiningu, jafnt í starfi sem ástundun áhugamála, og mikið er á aldraða foreldra Bjarna lagt að sjá á bak yngsta barni sínu, sem var þeim svo góður og lét sér svo mjög annt um hagi þeirra. Elsku María og börn, foreldrar og systkini, megi guð styrkja ykkur í sorg ykkar, en huggun er harmi gegn að þið eigið minningar um góðan dreng og ástríkan heimilis- föður. Við Erna og börnin þökkum Bjarna fyrir margar ógleymanlegar og ánægjulegar samverustundir. Halldór Sturla Friðriksson. „Bjarni frændi þinn er látinn,“ var sagt í símann að kvöldi eins fegursta dags vetrarins fyrir rúmri viku síðan. Harmafregn sem erfitt er að kyngja. Hugurinn leitar til baka og minn- ingar um óteljandi samverustundir fjölskyldna okkar streyma fram. Milli fjölskyldU' minnar á Hvann- eyri, þar sem foreldrar mínir stýrðu skóla og búi, og systkina móður minnar í Reykjavík var mikið sam- band og heimsóknir milli þeirra tíð- ar. Frændsystkini mín, börn Ellýjar og Sveinbjarnar, voru stundum sumarlangt á Hvanneyri eða dvöldu þar um skemmri tíma. Fjölskyldu- boðin kringum jól eða við önnur tækifæri falla heldur ekki úr minni, það var ætíð tilhlökkun að hittast. Tengsl okkar urðu því náin á þess- um árum og hafa haldist þótt sam- verastundum hafi fækkað eins og oft gerist þegar fjölskyldur stækka. Það sem einna helst einkenndi samskipti móðursystkina okkar var samheldni, giaðværð, elskulegt við- mót, væntumþykja og einstaklega jákvætt viðhorf til samferðamanna. Þessum eiginleikum var Bjarni gæddur í ríkum mæli og smitaði jafnan umhverfi sitt með ljúfri framkomu, glaðværð og hjálpsemi. Það er mér í fersku minni er hann flutti Sveinbirni föður sínum afmælisorð á Hótel Örk fyrir skömmu. Þar talaði elskulegur son- ur til foreldra sinna með sérstakri virðingu og þakklæti og rakti m.a. atburði og kafla úr lífi föður síns og gerði nokkurn samanbwrð á líf- inu áður fyrr og nú. Sýndi það óvenju góðan skilning ungs manns á breyttum tímum og gildi atburða í lífi eldri kynslóðarinnar. Öðru hvoru lá leiðin í Útilíf og aðeins er um mánuður síðan það gerðist síðast. Alltaf virtist Bjarni hafa tíma til að sinna viðskiptavin- um í versluninni þótt án alls efa væri mikið starf að stjórna fyrir- tækinu og öllu sem því tilheyrir. Öll þessi samskipti voru á ljúfu og notalegu nótunum. Þessi framkoma hans einkennir raunar aðra starfs- menn fyrirtækisins og átti hann þar áreiðanlega drjúgan hlut að máli. Bjarni var útivistarmaður, naut þess að vera í óbyggðum sumar sem vetur og á skíðum með fjölskyld- unni. í faðmi eiginkonu og íslenskrar náttúru eins og hún gerist fegurst lauk lífi hans óvænt og miskunnar- laust og er mikill harmur kveðinn að eiginkonu og börnum og fjöl- skyldunni allri. Elsku María og fjölskylda, Ellý og Sveinbjörn og fjölskyldur. Guð verði með ykkur í djúpri sorg. Bjarni var gleðigjafi í lífi ykkar. Megi minningin um þann góða dreng ylja ykkur um ókomna tíma. Faðir minn, fjölskyldur Ólafs, Sigurðar, Sólveigar og okkar Sirrýj- ar biðja ykkur blessunar. Ásgeir Guðmundsson. Bjartasti og fegursti dagur vetr- arins, sunnudagurinn 11. febrúar, breyttist skyndilega í dimmasta dag ársins, þegar sú sorgarfregn barst, að ljúflingurinn Bjarni Sveinbjörns- son hefði orðið bráðkvaddur á skíð- um þá um daginn. Allra síst hefði það hvarflað að þeim sem þekktu þennan léttvaxna og lipra mann, að hjartaáfall yrði honum að aldurtila á besta aldri. Þar reyndust orð að sönnu, að ekki er allt sem sýnist. Mig grunar að sú mikla spenna sem fylgir upp- byggingu og rekstri fyrirtækis, í sífelldri óvissu um framtíð þess, þrengi kransæðar samviskusamra manna meir en nokkurn grunar. Bjarni Sveinbjörnsson var einnig sú manngerð sem aldrei gat neitað nokkrum manni um bón væri það á hans valdi að leysa vanda þess sem í hlut átti. Gekk hann því oft meir en góðu hófi gegndi á nauð- synlegan hvíldartíma sinn. Þegar góður vinur er kvaddur leitar hugurinn til liðinna samveru- stunda. Ég man fyrst eftir Bjarna í hópi ungra og upprennandi skíða- manna í Ármanni. Raunveruleg kynni tókust ekki fyrr en í heim- sóknum hans og Maríu á skíði í Kerlingarfjöll. Mest og best kynnt- ist ég Bjarna eftir að hann gerðist skíðakennari hjá okkur þar efra um tíma. Hið létta og góða skap hans, lipurð og hjálpsemi nutu sín vel í skíðakennslunni og öfluðu honum verðskuldaðra vinsælda meðal nem- enda hans og okkar sem unnum með honum. Þegar Bjarni og Arnór Guð- bjartsson, sem einnig var góðkunn- ingi okkar Kerlingarfjallamanna, voru að hugleiða að setja á stofn skíðavöruverslun, vildi svo vel til að ég gat liðsinnt þeim með Blizz- ardskíðaumboðið. Við Haukur, bróðir Bjarna, áttum einnig þátt í því, að aðstaða fékkst í Glæsibæ, þar sem Hákon Jóhannsson í Sport hafði áður rekið verslun. Þar hefur verslunin Útilíf vaxið og orðið ein besta íþróttavöruverslun á landinu undir farsælli stjórn Bjarna. Naut hann ómetanlegs stuðnings Maríu konu sinnar og hjónanna Arnórs og Dóru, sem öll inntu af höndum feikna starf við uppbyggingu og rekstur verslunarinnar. Það var mikil gæfa fyrir Bjarna að eignast Maríu Tómasdóttur fyrir konu. Þar hitti hann traustan og góðan lífsförunaut. Svo náin voru þau í lífi og starfi, að þau voru sem einn maður í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. . Synir þeirra þrír bera þeim gott vitni, eru hlýir, nærgætnir og tillits- samir og dýrmæt huggun móður sinni á erfiðri sorgarstundu. Þessi fátæklegu kveðjuorð eiga að flytja þeim og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur mínar og minna. Valdimar Örnólfsson. Það er eitthvað svo undarlega óraunverulegt að hann Bjarni skuli vera horfinn sjónum okkar. En á einu augabragði er hann allur, en samt finnst okkur eins og að hann hafi aðeins rétt skroppið frá. Við hjónin urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Bjarna og Maríu fyrir u.þ.b. áratug, er við stofnuðum okkar fyrirtæki og hóf- um að eiga viðskipti við Útilíf. Það myndaðist strax góð vinátta okkar á milli, sem aldrei hefur borið skugga á allan þann tíma. Bjarni var einstaklega duglegur ög jákvæður. Hann sá alltaf björtu hliðarnar á öllu og var einstaklega ráðagóður í öllum málum. Þrátt fyrir mikið annríki gaf hann sér alltaf tíma til að aðstoða og ráð- leggja í stóru sem smáu, og engan mann höfum við þekkt sem hafði til að bera jafn ríka þjónustulund og hann Bjarni í Útilífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.