Morgunblaðið - 20.02.1996, Page 12

Morgunblaðið - 20.02.1996, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Kaupþing vill kaupa bréf KAUPÞING Norðurlands hefur gert tilboð í hlutabréf Fram- kvæmdasjóðs Akureyrar í félaginu, en nafnverð þeirra er rúm 1,5 millj- ónir króna. Bæjarráð samþykkti á fundi í gær að heimila bæjarstjóra að semja um sölu bréfanna. Morgunblaðið/Kristján RÚSSNESKI sendiherrann og fylgdarmenn hans á fundi með Jakobi Björnssyni bæjarsljóra í gær. F.v. Árni Steinar Jóhannsson umhverfisstjóri, Júrí A. Resetov sendiherra, Jakob Björnsson bæjar- sljóri, Nikolai Piatkov sendifulltrúi og Sergei Guschin ritari. Sendiherra Rússlands í heimsókn á Akureyri Flugfélag Norðurlands Heimsókn frá Murmansk undirbúin Framkvæmdasjóður um sviðum, m.a. á sviði menningar- og menntamála en fyrst og fremst á efnahagssviðinu. Bæjarstjórinn á Akureyri hefur þegar . heimsótt Murmansk og það er áhugi fyrir því að borgarstjórinn í Murmansk endur- gjaldi þá heimsókn í sumar. I fram- haldi af þeirri heimsókn vonast ég til að Norðlendingar og Murm- anskbúar eigi eftir að eiga enn fjöl- breyttara samstarf á hinum ýmsu sviðum í framtiðinni," sagði Resetov. Kaup á rússafiski óeðlileg íslendingar hafa mikinn áhuga á að kaupa rússneskan fisk en Resetov sendiherra segir að þótt hann sé ekki á móti þeim viðskiptum, séu þau óeðlileg. „Fiskneysla í Rússlandi hef- ur farið minnkandi og Rússar eru neyddir til þess að flytja út fisk af ýmsum ástæðum, m.a. efnahagsleg- um. Ég vonast hins vegar til þess að í framtíðinni muni íslendingar veiða og framleiða fisk sem þeir geti selt til Rússlands. Rússar geta borðað miklu meira af fiski en þeir gera nú og Rússland e'r geysilega stór mark- aður,“ segir Resetov. Rússnesku gestirnir áttu einnig fund á Atvinnuskrifstofu Akureyrar- bæjar og í gærkvöldi var þeim boðið til kvöldverðar á Hótel KEA. Þar mættu m.a. fulltrúar ÚA, Samherja, Slippstöðvarinnar Odda, Iðnþróunar- félags Eyjafjarðar, KEA og atvinnu- fulltrúi Akureyrarbæjar. Heimsókn- inni lýkur í dag en áður munu rúss- nesku gestirnir funda hjá Iðnþróun- arfélagi Eyjafjarðar og fara í skoðun- arferð um Akureyri. Hagnaður um 30 milljónír HAGNAÐUR af rekstri Flugfélags Norðurlands var 30 milljónir króna á síðasta ári. Velta féiagsins nam um 300 milljónum þannig að hagn- aður er 10% af veltu. Eigið fé fé- Hættuleg gatnamót Tveir harðir árekstrar um helgina MJÖG harður árekstur varð á gatnamótum Hlíðarbrautar og Hörgárbrautar skömmu eftir há- degi á sunnudag. Þar lentu saman tveir bílar með þeim afleiðingum að annar þeirra kastaðist á þann þriðja sem beið á gatnamótunum og einnig á umferðarmerki. Þrjú 7-9 ára börn í einum bílnum voru flutt.til aðhlynningar á FSA. Eitt þeirra reyndist viðbeinsbrotið en hin tvö sluppu með mar og togn- un. Áreksturinn var mjög harður og þykir mesta mildi að ekki urðu frekari slys á fólki. Allir bílarnir þrír skemmdust mikið og voru óökufærir eftir áreksturinn. Þeir voru dregnir af vettvangi með kranabíl. Aðfaranótt laugardags varð harður árekstur á sömu gatnamót- um. Þá rákust þar saman tveir bílar og voru mennirnir þrír úr öðrum bílnum fluttir á slysadeild FSA til skoðunar. Helgina áður varð einnig harður árekstur á þessum sömu gatnamótum. Gunnar Jóhannsson rannsóknar- lögreglumaður segir að þessi gatna- mót séu ein af þeim hættulegustu í bænum. Þarna verði einna flestir árekstrar í bænum og einnig þeir hörðustu. Hann segir að til hafi staðið að setja upp umferðarljós á gatnamótunum en ekkert hafí orðið af því ennþá. Hins vegar hafi verið gerðar þar breytingar sem orðið hafi til batnaðar. lagsins í árslok var 111 milljónir króna. Aðalfundur félagsins var haldinn nýlega. Flugfélag Norðurlands stundar áætlunarflug til 9 staða innan- lands og til Kulusuk á Grænlandi. Auk áætlunarflugsins hefur félag- ið með höndum víðtækt leiguflug bæði innanlands og til útlanda. Fjöldi farþega í áætlunarflugi var svipaður og árið áður eða um 23.500. Þá voru flutt um 315 tonn af vörum og pósti. Aukning í leiguflugi Talsverð aukning varð í leigu- flugi en sú starfsemi félagsins á verulegan þátt í góðri rekstraraf- komu. Sjúkraflug voru 117 talsins á liðnu ári auk þess sem 17 sjúk- lingar voru fluttir í börum með áætlunarvélum félagsins. Brott- farir frá Akureyri til útlanda voru að meðaltali annan hvern dag á síðasta ári auk utaniandsflugs frá öðrum flugvöllum. Flugfélag Norðurlands á 5 flug- vélar með sæti fyrir samtals 75 farþega auk smærri flugvéla sem aðallega eru notaðar til flug- kennslu. Að meðaltali unnu um 30 starfsmenn hjá félaginu, en vegna árstíðabundinna verkefna voru þeir flestir yfir sumarmánuð- ina eða 40, þar af 18 flugmenn og 8 flugvirkjar. Viðhaldsdeild Flugfélags- Norð- urlands hlaut á síðasta ári svo- nefnda JAR 134 vottun sam- kvæmt samræmdum staðli evr- ópskra loftferðaeftirlita og sinnir deildip. öllu viðhaldi á flugvélum félagsins og fyrir nokkra aðra flugrekstraraðila. SENDIHERRA Rússlands á íslandi, Júrí A. Resetov, kom í heimsókn til Akureyrar í gær, þar sem hann átti m.a. fund með Jakobi Björnssyni bæjarstjóra. Á fundinum með bæjar- stjóra var m.a. farið yfir dagskrá vegna fyrirhugaðrar vinabæjarheim- sóknar frá Murmansk í sumar. Með Resetov í för voru Nikolai Piatkov sendifulltrúi og Sergei Guschin ritari. Borgarstjórinn í Murmansk hefur lýst yfir mikium áhuga á því að heim- sækja Akureyri og ræða möguleika á frekari samskiptum og slíkan áhuga er einnig að finna á Akur- eyri. Júrí A. Resetov sendiherra seg- ir að Murmansk sé með vinabæjar- tengsl við margar borgir og eru sum- ar þeirra mjög stórar. Hann kom að undirbúningi þess að Murmansk og Akureyri tóku upp vinabæjarsam- band á sínum tíma. „I vinabæjarsambandi eiga borgir og bæir í sameiginlegu starfi á ýms- Morgunblaðið/Kristján Fundur og þorrablót hjá Úvegimannafélagi Worfturlands Útvegsmannafélag Norðurlands boðar til félagsfundar föstudaginn 23. febrúar 1996 á Hótel KEA, Akureyri, kl. 16.00. Paqskrái Ástand og horfur helstu nytjastofna. Gunnar Steifánsson, Hafrannsóknastofnun. Úthafsveiðar - nýir möguleikar? Jóhann Á. Jónsson, Pórshöfn og Pétur Örn Sverrisson, LÍÚ. , Onnur mál. _________ Útvegsmannaféiag Noröurlands stendur íyrir þorrablóti á sama staö og hefst það kl. I 9.30. Niður á strönd að tína blóm „VIÐ viljum fara niður á strönd að tína blóm,“ sögðu vinkonurnar Helga Sif, Aldís Dagmar og Arney sem allar erú á Hlíðarbóli þegar þær voru spurðar hvað þeir helst vildu gera en til stóð að fara ut og viðra sig dálítið með fóstrunni Höllu Pálsdóttur. Hópurinn fór niður í Sand- gerðisbót og þar var hægt að finna svolítið af fölnuðum vall- humli og stráum. Loðnufrysting hjá SUA gengur mjög vel LOÐNUFRYSTING er í fullum gangi hjá fyrirtækinu SÚA hf. á Seyðisfirði og eru um 20 starfs- menn Útgerðarfélags Akur- eyringa hf. að vinna þar ásamt um 10 heimamönnum. SÚA hf. er í eigu ÚA og hlutafélagsins Sam- leiðar. Björgólfur Jóhannsson, fjár- málastjóri ÚA segir að loðnufryst- ingin gangi mjög vel, svo og hrá- efnisöflunin. SÚA hefur fryst um 60 tonn á sólarhring frá því vinnsl- an fór í fullan gang fyrir um hálf- um mánuði. Unnið er á 8 tíma vöktum allan sólarhringinn. „Við erum að ná okkur þarna í mjög dýrmæta reynslu og starfs- fólk UA kann vel við sig á Seyðis- firði,“ sagði Björgólfur. SÚA leig- ir frystihús SR-mjöls á Seyðisfirði og fær að auki flokkaðar loðnuaf- urðir til frystingar frá fyrirtækinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.