Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samskipti lögreglu og um 40 ungmenna enduðu með notkun táragass og handtökum Táragas ertir efri öndunarveg Saka lög- regluna um valdníðslu og meiðingar Nemendur í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og gestir þeirra í teiti á veitingastaðnum Jakkar og brauð í Skeifunni að lokinni árshá- tíð aðfaranótt 21. febrúar saka lögreglu um valdníðslu og líkamsmeiðingar. Ómar Smári Armannsson, aðstoðaryfírlögregluþjónn, segir að þegar ásakanir af þessu tagi komi upp fari fram rannsókn innan lögreglunnar. í yfirlýsingu sem er undirrituð af varaformanni og gjaldkera nem- endafélags FB segir m.a. að lög- regla hafi ruðst með valdi inn á staðinn í óþökk þeirra sem höfðu hann á leigu. Ungmennunum hafi verið þröngvað út af staðnum, án nokkurra skýringa eða málamiðl- ana, með ruddaskap og líkams- meiðingum. Fyrir utan staðinn safnaðist hópurinn saman því lög- reglan hafi verið treg til þess að kalla á leigubíla. Lögregla hafi beitt kylfum til að þrýsta hópnum út um þröngar dyr á staðnum. Við kylfuhöggin hafi nokkrir fallið í jörðina og sumir þeirra verið hand- járnaðir og færðir í fangageymsl- ur. Ungmennunum hafi blöskrað aðfarirnar og reynt að tala um fyrir lögreglunni án árangurs. Missti meðvitund „Við teljum að þessar aðfarir beri vott um yfirgang, valdníðslu og óþarfa ofbeldi. Það er ónauð- synlegt að beita kylfum og tára- gasi gegn ungu fólki þegar það er að stunda skemmtun sem geng- ur mjög vel fyrir sig. Nú þegar hefur eitt foreldri kært aðgerðina þar sem ein stúlka fékk mikinn skammt af táragasi í andlit og ofan í lungu. Hún missti meðvitund og var send á bráðamóttöku. Þessu fylgdi slæmur krampi og særindi. Astand hennar, þegar þetta er rit- að, er þannig að hún á erfitt með öndun og hefur mikil særindi í augum. Hún getur m.a. ekki litið í ljós. Annarri stúlku, þekktri fyrir prúðmennsku, var fleygt í jörðina fyrir utan staðinn eftir að hafa fengið vænan skammt af táragasi í vitin og lungun. Hún fór að froðu- fella þar sem hún lá og voru lög- regfuþjónar beðnir um aðstoð en þeir virtu það ekki viðlits og gáfu það ráð að snúa andliti hennar upp í vindinn. Stúlkan fór ekki á bráða- móttöku en vinir hennar fóru með hana í heimahús þar sem kalt vatn var látið renna yfir hana.“ í yfirlýsingunni segir að stjórn nemendafélagsins harmi atburðinn og muni jafnvel kæra hann þar sem hún telji að notkun táragass og kylfa án viðvarana hafí ekki verið nauðsynleg. Varaformaður nem- endafélagsins varð vitni að atburð- inum og reyndi ítrekað og árang- urslaust að ná tali af lögregluvarð- stjóra á staðnum. Laminn og handjárnaður Hlynur Höskuldsson gjaldkeri nemendafélagsins segir að áfengissala hafi verið á veitinga- staðnum, öfugt við það sem nem- endafélagið hafði búist við, en gleðskapurinn stóð yfir eftir að vínveitingastöðum er lokað sam- kvæmt lögum, sem er kl. 1 á virk- um dögum. Um 40 manns voru í salnum og sagði Hlynur að lögregl- an hefði sýnt mikla óþolinmæði þegar verið var að rýma staðinn. „Sennilega hefur einhver gert eitthvað við einn lögregluþjóninn því allt í einu sá ég að það lá strák- ur í jörðinni. Svo hrundi fólkið bara niður en þá hafði lögreglan gripið til táragass. Einn strákur stokkbólgnaði á hendi þegar hann bar hana fyrir höfuð félaga síns sem lögreglan ætlaði að slá með kylfu. Síðan var táragasi úðað framan í hann. Öðrum strák var hrint út úr dyrunum og greip hann í lögreglumann í fallinu. Þá var hann laminn og handjámaður inni í lögreglubíl. Eg skil ekki hvers vegna lögreglan þurfti að beita táragasi þegar allir voru komnir út af staðnum," sagði Hlynur. Guðrún Margrét Kjartansdóttir, einn aðstandenda samkomunnar á Jökkum og brauði, segir að allt hafi farið vel fram þar til lögreglan kom á staðinn. Skömmu áður hafði Ríkissjónvarpið tekið gesti í teitinu tali og spurt þá hvernig til hefði tekist með árshátíð skólans. Sjón- varpsmennirnir voru nýfarnir þeg- ar lögreglu bar að. Guðrún sagði að ekki hefði verið selt inn á stað- inn heldur hefðu gestirnir slegið saman í sjóð til þess að greiða fyrir afnotin. Hún sagði að upphaf- lega hefði staðið til að um 20 manns kæmu á staðinn og alls ekki hefði átt að vera hátt í 40 gestir. Hins vegar hefði ekkert ónæði verið frá samkvæminu. „Þetta voru vinir mínir og ég hef haldið afmæli mitt hér á staðnum, enda rek ég hann. Mér fannst ég ekki þurfa að spyrja um leyfi hjá lögreglunni. Það var engin vínsala á staðnum," sagði Guðrún Mar- grét. Reglur sannarlega brotnar Ómar Smári Ármannsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn, kannaðist ekki við að kæra hefði borist vegna þessa máls. „Ef skiptar skoðanir eru um framkvæmd aðgerða þá látum við alltaf fara fram innri skoðun hjá okkur og það verður gert í þessu tilviki. Við látum kanna hver aðdragandinn hafi ver- ið, hvað hafi gerst og til hvaða aðgerða hafi verið gripið," sagði Ómar Smári. Hann segir að samkvæmt skýrslum hafí verið seldur aðgang- ur að' veitingastaðnum. Þarna hafí því verið um skemmtun án leyfis að ræða eftir að almennum skemmtunum, sem þó er leyfi fyr- ir, væri lokið. Samkvæmt upplýs- ingum sem liggi fyrir hafi áfengi verið á boð- stólum en óheimilt sé samkvæmt lögum að veita fólki undir tvítugu áfengi. Neitað hafi verið að hlýða fýrirmælum lögreglu og veist var að lögreglumanni við skyldustörf. „Það er hlutverk lögreglu að framfylgja gildandi lögum og regl- um. Þarna höfðu reglur sannarlega verið brotrtar. Lögreglumenn reyna að afgreiða fyrirliggjandi viðfangs- efni á eins viðunandi hátt og kost- ur er á hverjum tíma. Þeim þykir, eins og öðrum, leitt ef sár hljótast af á sál eða líkama," sagði Ómar Smári. Ómar Smári sagði að það giltu ákveðnar reglur um meðferð tára- gass en annað gæti lögreglan ekki gefið upp varðandi þessar verk- lagsreglur. Hann sagði þó að það væri sjaldgæft að táragas væri notað í tilfellum sem þessum. „Alla jafna, miðað við mála- fjölda, er sjaldgæft að táragasi sé beitt. Vissulega er því þó beitt og þá yfirleitt til þess að yfirbuga ein- staklinga sem sýna mótþróa, eins eða fleiri, með það fyrir augum að draga úr líkum á meiðslum. Táragas er viðurkennt tæki tilþess að gera menn óvíga,“ sagði Ómar Smári. Kæra mun varpa ljósi á atvik Ómar sagðj að ungmennin hefðu ráðist að lögreglumönnum með hrópum og köllum og síðan fylgt orðum sínum eftir í verki. Tólf lög- reglumenn voru á staðnum þegar mest var innan um hóp 40 ung- menna og þá væru þeir í þeirri stöðu að þurfa að veija sig. „Það er kannski ekkert óeðlilegt að þeir grípi til aðgerða sem dreg- ið geti úr líkum á því að þeir verði undir. Það er ekkert sem bendir til þess, enn sem komið er, að lög- reglan hafi gengið of hart fram. Ef álitamál koma upp látum við athugun fara fram,“ sagði Ómar Smári. Allir lögreglumenn við eftirlits- störf bera á sér úðabrúsa með tára- gasi. Einvörðungu lögreglu er heimilt að nota táragas. Anna Kristín Sigurðardóttir, nemandi í FB, sem missti meðvitund þegar hún fékk táragas ofan í lungu, hefur falið lög- manni sínum, Hilmari Magnússyni hdl, að kæra aðgerðir lögregl- I unnar. Anna Kristín vildi sjálf ekki tjá sig um þetta mál. Hilmar kveðst ekki hafa feng- ið nein gögn um þetta mál enn sem komið er. „Eins og ég horfi á þetta þá held að rétt sé að leggja fram kæru, þó ekki væri nema til þess að varpa ljósi á hvað hefur gerst þarna. Framhaldið er svo ekki í mínum höndum. Ég á von á því að málið verði kært,“ sagði Hilm- ar. Fyrirmælum ekki hlýtt og veist að lög- reglumönnum ÞORSTEINN Blöndal, yfirlæknir á lungna- og berklavarnardeild Landspítalans, segir að sér sé ekki kunnugt um að táragas valdi lungnasjúkdómum. Aug- ljóslega valdi það ertingu í efri öndunarvegi. Þorsteinn segir að viðtakand- inn geti verið afar næmur fyrir slíkum efnum. Vitað sé að 5% af Islendingum hafi astma, þ.e. að segja einn af hveijum tuttugu. I hópi 40 krakka ættu þá tveir að hafa astma. Táragas hafi mun sterkari áhrif á þá en aðra, en það gæti valldið astmakasti og leyst sjúkdóminn úr læðingi. Þorsteinn segir að táragas framkalli fyrst og fremst ertingu í efri öndunarvegi. Séu loftteg- undir sem menn anda að sér mjög vatnsleysanlegar leysast þær strax upp í vökva í slímhúð í nefi og munni og valda ertingu. Þar með gefa efnin frá sér við- vörun þannig að viðkomandi and- ar lofttegundinni ekki lengra niður. Lofttegundir sem valda ekki hósta eða ertingu í efri önd- unarvegi séu varasamari, því við- komandi andi þeim dýpra að sér án þess að gruna að um skaðlegt Morgunblaðið/Hilmar Þór NEMENDUR FB og gestir þeirra fyrir utan veitingastaðinn Jakkar og brauð þegar lögregla var að rýma staðinn. Skömmu eftir að myndin var tekin kom til átaka og beitti lögregla táragasi og kylfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.