Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 11 FRÉTTIR Tugmilljóna tjón varð á loðnuskipinu Dagfara GK 70 eftir að skipið fékk á sig brotsjó „Alltaf tví- sýnt eftir á“ LOÐNUSKIPIÐ Dagfari GK 70 kom til hafnar í Keflavík kl 1 í fyrrinótt í fylgd varðskipsins Týs, en skipið fékk á sig brot í gærmorgun þegar það var statt í tólf vindstigum grunnt út af Reykjanesi með full- fermi af loðnu. Öll tæki í brú skips- ins eyðilögðust auk loðnuskilju og annars sem var á dekki, og er þar um tugmilljóna króna tjón að ræða að mati Guðmundar Garðarssonar skipstjóra á Dagfara. Hafist var handa þegar í fyrri- nótt um að skipta um tækjabúnað í brú skipsins, og heldur skipið vænt- anlega á veiðar innan fárra daga að sögn Guðmundar. Guðmundur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að tvö brot hefðu komið með stuttu millibili á Dagfara og brotið brúarglugga bak- borðsmegin og brúin fyllst af sjó alveg upp í loft. Einn háseti sat undir brúargluggunum þegar brotið kom og fannst hann síðan meðvit- undarlaus úti í horni á gólfinu í brúnni stjómborðsmegin, en fjórir menn úr 14 manna áhöfn á skipinu voru í brúnni þegar brotið kom. Meiðsl hásetans voru ekki talin mjög alvarleg. Ekki óalgengt að gluggar fari Átta vindstig voru þegar brotið skall á skipinu klukkan fjórðungi fyrir átta, en að sögn Guðmundar kom annað skömmu síðar þvert á skipið. Aðspurður hvort ekki hefði verið tvísýnt að leggja í Reykjanes- röstina í þessu veðri sagði Guð- mundur að svona væri alltaf tvísýnt eftir á. „Það er búið að vera að ferðast á þessum loðnuskipum í öllum veðr- um og flytja þetta á milli lands- hluta. Þegar verið er í þessari fryst- ingu þá byggist þetta mikið upp á því að geta komist með hráefnið á þá staði þar sem á að ianda. Ég hef ekki áður lent í svona miklu, en annars er það ekkert óalgengt að það fari gluggar og svoleiðis. Það er verið að þvælast á þessu í öllum veðrum," sagði hann. Gerðu vart við sig með GSM síma Eftir að síðara brotið reið yfir var Dagfari sambandslaus við umheim- inn að öðru leyti en því að áhöfnin gat gert vart við sig með GSM far- síma sem einn hásetanna var með. Guðmundur sagði að mannskapur- inn hefði þegar hafist handa við að bjarga því sem bjargað varð. „Við reyndum að byrgja fyrir glugga og ná skipinu upp í veður og vind og ná tækjum í gang til að halda þessu til í sjónum, en vélar skipsins gengu allan tímann. Sjórinn gekk niður í allar vistarverur og þar fór allt á flot,“ sagði Guðmundur. Hann hefur verið skipstjóri í 30 ár, en þetta er fjórða vertíðin sem hann hefur verið með Dagfara. Skipið var með fullfermi af loðnu, um 500 tonn, og var aflanum land- að í Keflavík í gærmorgun. Morgunblaðið/Þorkell GUÐMUNDUR Garðarsson, skipstjóri á Dagfara GK, í brú skipsins í gærmorgun en þá var verið að fjarlægja ónýt- an tækjabún- aðinn úr brúnni. Um 500 tonnum af loðnu var land- að úr Dagfara í Keflavík í gær. Skipið var með fullfermi þegar það fékk á sig brot. Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins Onóg reynsla af útboðum V ARN ARMÁLASKRIFSTOFA ut- anríkisráðuneytisins telur að ekki sé hægt að draga ályktanir um spamað af útboðum af því eina verki, sem hefur verið boðið út á vegum Mann- virkjasjóðs NATO hér á landi. í Morgunblaðinu í gær kom fram að ístak hefði boðið í og fengið „til- raunaverkefni" í ratsjárstöðinni á Stokksnesi og framkvæmt það fyrir upphæð sem var 15% lægri en kostn- aðaráætlun. Fá ekki að sjá kostnaðaráætlun Frá 1. apríl í fyrra hefur sú regla gilt að bjóða verði út allar varnar- framkvæmdir, sem kostaðar eru af Mannvirkjasjóði NATO. Áður sátu íslenzkir aðalverktakar og Keflavík- urverktakar einir að þessum fram- kvæmdum. Að sögn varnarmála- skrifstofunnar fá Aðalverktakar og Keflavíkurverktakar ekki að sjá kostnaðaráætlun frá varnarliðinu, þegar samið er við fyrirtækin um verk. „Einungis liggur fyrir að samið verði við verktaka á tilteknu verð- bili. Ef tilboð er hærra en kostnað- aráætlun er þessum verktökum til- kynnt að það sé yfir kostnaðaráætlun og því verði ekki samið á þessum grundvelli. Ef verktakarnir bjóða undir kostnaðaráætlun hafa þeir ekki fengið upplýsingar um slíka áætlun. Því má fastlega gera ráð fyrir að verk séu iðulega unnin undir kostn- aðaráætlun vamarliðsins,“ segir í svömm varnarmálaskrifstofunnar við spurningum Morgunblaðsins um þetta efni. Þar kemur einnig fram að Kefla- víkurverktakar hafi boðið í fram- kvæmdirnar á Stokksnesi og verið „vel undir kostnaðaráætlun“. Þar sem verkið hafi verið unnið fjarri höfuðstöðvum fyrirtækisins hafi bætzt við 20-40% álag, dagpeningar, ferðakostnaður og fleira, sem innifal- ið hafi verið í tilboðinu. „Tilboð fyrir- tækisins hefði því væntanlega orðið mun lægra ef verkið hefði verið unn- ið í Keflavík," segir í svari varnar- málaskrifstofunnar. Ekki hægt að álykta um sparnað Að mati skrifstofunnar er ekki hægt að draga ályktanir af útboðinu um hagræðingu í verktöku. Verkið hafi verið einfalt í sniðum og ekki gert neinar sérkröfur til tækjakostar eða þekkingar, eins og algengt sé varðandi verk fyrir varnarliðið. Því verði „í fyrsta lagi eftir nokkur ár“ hægt að draga ályktanir um reynsl- una af útboðum. Borgarstjóri um fund slökkviliðsmanna um Neyðarlínuna hf. Ekki stefna borgarinnar að meina mönnum fundarsókn „ÞAÐ er ekki stefna núverandi borgaryfirvalda að meina mönnum að sækja fundi, þar sem koma fram sjónarmið sem eru andstæð stefnu borgarinnar en ég get ekki sætt mig við að þeir sæki slíka fundi án samráðs við yfirmenn," segir Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstóri. Þrettán slökkviliðsmönnum frá Slökkvilið Reykjavíkur, sem ætluðu á fund Landssamtaka slökkviliðs- manna um Neyðarlínuna hf., s.l. þriðjudagskvöld, var skipað að snúa aftur til vinnu. Var haft eftir Hrófli Jónssyni slökkviliðsstjóra í fétt Morgunblaðsins í gær, að greinilega hafi verið boðað til fundarins til að beijast gegn yfirlýstri stefnu borg- aryfirvalda og yfirmanna slökkvi- liðsins. Sagði hann að afstaða borg- aryfirvalda og liðsins hafi verið að menn væru ekki í vinnutímanum að hamast gegn stefnu yfirboðara sinna. „í mínum huga koma skoðanir borgaryfirvalda eða skoðanir slökkviliðsmanna þessu máli ekki við,“ sagði borgarstjóri. „Þetta er ákvörðun sem Hrólfur tekur sjálfur en hins vegar finnst mér að slökkvi- liðsrnenn sem sinna öryggisgæslu geti ekki einhliða ákveðið hvort og hvaða fundi þeir sækja í sínum vinnutíma. Þeir hljóta að þurfa að hafa um það samráð við sinn yfir- mann og það var ekki gert í þessu tilviki. Þeir hafa fengið að fara í þrekþjálfun og á fræðslufundi í vin- nutíma en það er þá alltaf í sam- ráði og með fullri vitund og vilja yfirmanna. Mér finnst það ekki ganga að þeir ákveði það einhliða." Kanebo art Through Technology Snyrtivörur fráJapan sem njóta virðingar um víða veröld. KYNNING Fimmtudaginn 22. febrúar kl 13-18 snyrtivörudeildin í Laugavegsapóteki. Föstudaginn 23. febrííarkl 13-18 snyrtivörudeildin í 17, Laugavegi. Laugardaginn 24.febrííar snyrtivörudeildin kl 13-18 í Hagkaupi, Kringlunni. Sérfræðingar hjá Kanebo farða og aðstoða Karl Berndsen förðunarmeistari. Margrét Ása snyrtifræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.