Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR Afnám aflahlutdeildar? MIKIL umræða hef- ur verið í samfélaginu undanfarin ár um það hvort taka beri gjald af handhöfum afla- kvóta í sjávarútvegi. Sú hugmynd hefur fengið sífellt meira fylgi og í nýlegri skoð- anakönnun kemur fram að mikill meiri- hluti þjóðarinnar er fylgjandi veiðileyfa- gjaldi í einhverri mynd. Veiðileyfagjald? Fylgjendur veiði- leyfagjalds færa bæði réttlætis- og hagfræði- leg rök fyrir skoðun sinni. Óréttlátt sé að handhöfum kvóta sé úthlutað þessum gæðum af sameign þjóðar- innar án þess að eigandinn, þjóðin, fái nokkuð fyrir. Ekki bæti úr skák að síðan versli „eigendur" kvótans með hann sín á milli og geti af því haft verulegan hagnað. Hvað hag- fræðileg rök snertir, benda menn á að slíkt gjald geti verið mikilvægt hagstjórnartæki til að jafna að- stöðumun á milli útgerðar og ann- arra atvinnugreina. Þannig lýsti Haraldur Sumarliðason í sjónvarps- þætti nýlega ótta sínum við að kom- andi uppsveifla í sjávarútvegi myndi hafa skaðleg áhrif á íslenskan iðn- að. Inn í þau mál blandast gengismál sem hafa löngum stjómast af afkomu útgerðarinnar án tillits til annarra útflutnings- greina. Andstæðingar slíkr- ar gjaldtöku segja hana hins vegar óréttl- áta skattlagningu á eina atvinnugrein, út- gerð, sem þar að auki leggist hvað þyngst á landsbyggðina. Út- gerðarmenn greiði sína skatta eins og aðrir atvinnurekendur og borgarar í þessu landi og að atvinnugreinin beri vegna skuldastöðu sinnar. engan veginn auknar skattaálögur. Þar að auki sé kvótakerfið í núverandi mynd hagkvæmt, skili útgerðinni hag- ræðingu og auknum hagnaði sem færi þjóðinni allri hagsæld. Hvað er kvótakerfið? Kvótakerfið felst með nokkurri einföldun í því að þeir útgerðar- menn sem stunduðu veiðar árin 1980-1983 fengu úthlutað ákveð- inni prósentu af árlegum heildar- afla þjóðarinnar í hlutfalli við það aflamagn sem þeir höfðu þessi þijú viðmiðunarár. Þetta hlutfall nefnist aflahlutdeild og út frá henni er ár- lega reiknað svokallað aflamark, kvóti útgerðarmannsins það árið í viðkomandi tegund. Rökin fyrir því að kvótakerfið var tekið upp voru þau að það hefði í för með sér rétta veiði og aukna hagræðingu. Segja má að þessum meginmarkmiðum hafi í höfuðatrið- um verið náð. Heildarafli í lágmarki Undanfarin ár hefur afli lands- manna í öllum helstu botnfiskteg- undum dregist verulega saman. Þannig var þorskafli á árunum 1985-1990 á milli 300 og 400 þús- und tonn en er í ár 155 þúsund tonn. Leyfilegur heildarafli ufsa, karfa og grálúðu hefur einnig dreg- ist saman þótt í minna mæli sé. Leyfður heildarafli botnfisktegunda í ár er þannig langt undir meðal- afla á Islandsmiðum. Því má ætla að afli sé í algeru lágmarki og muni aukast verulega á næstu árum. Slík aukning myndi að óbreyttu færa útgerðarmönnum aflaaukningu í hlutfalli við þeirra prósentu af heildarveiðinni. Oflug- ustu útgerðarfyrirtækin eru í dag flest rekin með góðum hagnaði og er það vel. Hins vegar yrði hagnað- ur þeirra gífurlegur ef þorskafli myndi tvöfaldast, svo dæmi sé 'nefnt, en slík aukning er engan Útgerðin getur til að byrja með haldið núver- andi aflamarki, segir Runólfur Agústsson. En aflaaukningin verði leigð á opnum markaði. veginn óraunhæf á næstu 5-10 árum. Slíkt myndi og skila sér til útgerðarinnar í heild og mynda meiri hagnað í þeirri grein en menn hefðu kynnst áður. Afnám aflahlutdeildar? Þessi staða býður möguleika til málamiðlunar í deilunni um veiði- leyfagjald. Þannig væri hægt að afnema aflahlutdeildina en að út- gerðarmenn myndu, til að byija með a.m.k., halda núverandi afla- marki. Með slíku væri komið í veg fyrir að aflaaukningin fari endur- gjaldslaust til útgerðarfyrirtækj- anna, en yrði þess í stað leigð á opnum markaði. Á þeim markaði yrði útgerðin í svipaðri stöðu og sá hluti fiskvinnslunnar í dag sem kaupir fisk á fiskmörkuðum. Kostir þessarar hugmyndar eru þessir helstir: • Aukinn afli myndi skila arði Runólfur Ágústsson beint til eigandans, íslensku þjóðar- innar, og gefa þar kost á skatta- lækkunum. • Kaupendur myndu greiða mark- aðsverð fýrir afnotin af auknu afla- marki. • Aukið framboð á leigukvóta myndi lækka verð og draga úr hinu svokallaða kvótabraski sem hefur bitnað á sjómönnum. • Þetta myndi ekki hafa í för með sér auknar skattaálögur á útgerðina frá því sem nú er. Þeir sem ekki keyptu yrðu eins settir og í dag. • Útgerðiri myndi í heild greiða sannvirði fýrir aukninguna og upp- sveifla í sjávarútvegi myndi síður skaða stöðu annarra útflutnings- greina. • Nýjum aðilum yrði auðveldað að koma inn í útgerð, þar sem verð á aflaheimildum myndi lækka. í framtíðinni þyrfti þó að jafna að- stöðu þeirra og útgerðarmanna sem fengið hafa kvóta endurgjaldslaust í formi núverandi aflamarks. Samkvæmt þessu hefur ofan- greind leið marga þá kosti sem tald- ir hafa verið veiðileyfagjaldi til tekna, en er án þeirra galla sem andstæðingar þess hafa hampað. Hún gæti þannig verið fyrsta skref- ið í átt að því að útgerðin greiddi sanngjarnt gjald fyrir öll afnot sín af þjóðarauðlindinni. í öllu falli er hér um að ræða hugmynd inn í þá umræðu sem átt hefur sér stað um þessi mál. Höfnndur er lektor í lögfræði við Samvinnuháskólann á Bifröst. Aðgerðir í fíkniefnamálum NEYSLA og dreif- ing fíkniefna hérlendis hefur í meginatriðum þróast með sama hætti og í öðrum ríkjum Evr- ópu. Greinarhöfundur varaði viðkomandi stjómvöld við afleið- ingum útbreiðslu fíkni- efna fyrir aldarfjórð- ungi síðan (1970) og lagði þá fram fyrstu tillögur um aðgerðir. Því miður náðu þessar tillögur ekki fram að ganga, þeim var fálega tekið í viðkomandi ráðuneytum og stjórn- málamenn sinntu þeim í orði en ekki á borði. Þegar hins vegar kom í ljós við lögreglurann- sóknir og aðgerðir tollgæslu (1970 -1972) að veruleg fíkniefnaneysla hafði náð að festa rætur, einkan- lega meðal ungmenna á þéttbýlis- svæðum suðvestanlands, voru til- nefndir menn fyrir atbeina dóms- málaráðuneytisins til að gera tillög- ur um skipulagðar aðgerðir í fíkni- efnamálum. Sérstakur dómstóll í ávana- og fíkniefnum var stofnaður og fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Síðan þá hefur fjöldi opinberra nefnda og félagasamtaka fjallað um úrlausnir vandans. Sú staðreynd sem við okkur blas- ir í dag er þessi: Þúsundir ung- Fylgstu með í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsirn! menna hafa ánetjast þessum efnum, skipu- lagður innflutningur og dreifing fíkniefna og gífurleg aukning innbrota og ofbeldis- verka, sem tengjast beint fíkniefnaneyslu, er orðið stærsta samfé- lagsvandamál þjóðar- innar. Umræður án virkra aðgerða hafa alltof oft einkennt stjórnsýslu- störf þessara mála. Skipulögð störf glæpa- manna í ávana- og fíkniefnum verða ekki stöðvuð nema til komi öflugt samstillt átak stjórnvalda, foreldra, kennara, félagasamtaka og þó sérstaklega ungmenna innan og utan skóla, sem geta áorkað mjög miklu innan sinna aldurshópa. Hvað er til ráða? Engar allsheijar úrlausnir eru til, en ýmsum skilvirk- um aðgerðum er þó hægt að beita með samvirkum og skipulögðum vinnubrögðum. Skulu hér tilgreind nokkur veigamikil atriði: 1. Vikulegir fræðsluþættir í sjónvarpi um skaðsemi fíkniefna, afleiðingar neyslunnar þ.á m. frá- sagnir þeirra aðila sem með einum eða öðrum hætti tengjast þessum málum (löggæslumenn, foreldrar og neytendur). 2. Rannsóknarheimildir til ýmissa lögregluaðgerða v/upp- ljóstrunar fíkniefnamála verði gerð- ar skilvirkari en nú er. í sumum tilvikum þarf að koma til lagabreyt- inga. 3. Refsingar fyrir brot varðandi ávana- og fíkniefni stórlega hertar. 4. Hækkun lögræðisaldurs. 5. Þeir sem sannir eru að sök um fíkniefnabrot séu strax dæmdir og afpláni sína refsingu í beinu framhaldi af dómsgerð. Komið sé þannig í veg fyrir að þeir geti hald- ið áfram iðju sinni. 6. Nemendur sem eru sannan- lega uppvísir að bjóða til sölu eða afhenda fíkniefni innan skóla og umhverfis hann séu umsvifalaust sviftir skólavist. Ákvörðun skóla- Kristján Pétursson stjóra og skólaráðs sé endanleg nið- urstaða, sem ekki sé hægt að áfrýja til annarra yfirvalda. 7. Gerð sé eins fljótt og auðið er langtímaáætlun fyrir sjúka fíkni- efnaneytendur sem m.a. taki til áætlaðs fjölda þeirra, lengd með- ferðaráætlunar og endurhæfíngar. Góða reynslu af dvöl fíkniefnaneyt- enda á bóndabýlum ætti að skoða betur sem einn þátt úrlausna á endurhæfingu þessa fólks. 8. Stóraukið fjármagn til lög- gæslu, fræðslu, læknis- og endur- hæfingar samkvæmt sérfræðilegri úttekt viðkomandi ráðuneyta, fag- fólks og annarra sem hafa öðlast mikla reynslu á þessu sviði. 9. Þeir aðilar hérlendis, sem falið verði að hafa frumkvæði og annast framkvæmd þessa málaflokks, leiti faglegrar ráðgjafar og upplýsinga erlendis frá hjá þeim þjóðum sem bestum árangri hafa náð á sviði lögregluaðgerða, fræðslu og endur- hæfingu og umönnun sjúkra. 10. Aðgerðum verði flýtt sem kostur er og verði viðurkennt sem forgangsverkefni alþingis og við- komandi ráðuneyta. . Þessar tillögur eru innlegg mitt í þær umræður sem framundan eru á þessum vettvangi. Ég hóf þessa fíkniefnaumræðu og reyndar að- gerðir líka ásamt áhugasömum og dugmiklum mönnum fyrir aldar- Flótta frá veruleikan- um, segir Krislján Pétursson, verður að stöðva. fjórðungi. Enn á ný hvet ég menn til samstöðu og tafarlausra að- gerða, þjóðinni blæðir, þúsundir manna hafa ánetjast fíkniefna- neyslu, fleiri tugir ungmenna hafa látist, hundruð manna fara árlega f meðferð. Á sama tíma og þessi vágestur ber dyra á þúsundum heimila í land- inu skipuleggja glæpamenn sífellt betur sín dreifingar- og sölukerfi. Daglega missum við fleiri og fleiri ungmenni í dauðagildru eitursins. Með endalausum vangaveltum um aðgerðir hafa stjórnvöld um áratugaskeið verið á sífelldu undan- haldi, þann flótta frá veruleikanum verður að stöðva. Fylkjum liði, stöðvum framrás eiturs dauðans, enn er tími til sigurs og sóknar. Höfundur er fv. tollvörður. Sveitarstjórnarmenn hljóta að velta því fyrir sér þessa dagana hversu dýrt það verði fyrir sveitarfélögin að taka við grunnskólanum af ríkisvaldinu. Fram hefur komið hjá starfs- hópi, sem lagt hefur mat á kostnaðinn við tilfærsluna, að sveitar- félögin verði að fá 6,6 milljarða króna af tekj- um ríkissjóðs til rekst- urs grunnskólans. Út- svarið mun því þurfa að hækka um 2,5 pró- sentustig á kostnað tekjuskattsins. Á næstu árum mun kostnaður við rekstur grunnskólans hinsvegar aukast til mikilla muna vegna nýrra grunnskólalaga og markmiða um einsetningu. Viðbótar- kostnaður þessi er metinn af starfs- hópnum á um 2 til 3 milljarða á ári. Á næstu vikum verður tekist á um það hvort sveitarfélögunum verður gert að mæta þessum aukna kostn- aði með óbreyttum tekjum eða hvort ríkið færir einhveija af tekjustofnum sínum yfir til sveitarstjórnarstigsins. í þessum tölum hér að framan er ekki tekið tillit til þess að allflest stærri sveitarfélögin horfa fram á miklar og dýrar framkvæmdir við byggingu viðbótarhúsnæðis eigi ein- setningin að verða að veruleika. Einnig mun óhjákvæmilega lenda á sveitarfélögunum að bæta léleg laun kennara á næstu árum. Ekki má heldur gleyma því að gerð verður meiri krafa til skólanna eftir einsetn- ingu, um að starfssvið þeirra verði aukið. Eða m.ö.o. eftir að hefðbundn- um skóladegi lýkur, verði boðið upp á aukið tómstundastarf innan veggja skólanna. Þarna gæti orðið um tals- verðan kostnaðarauka að ræða. Fjárhagsstaða margra sveitarfé- laga er afar bágborin. Sum eru að kljást við háan rekstrarkostnað, á meðan önnur glíma við gífuriega skuldasöfnun síðustu ára. Til að sýna hve vandinn er í raun mikill má nefna að sveitarfélög með fleiri en 2.500 íbúa skulda samanlagt fast að 80% tekna sinna'. Það er ein- mitt hlutfall það sem félagsmálaráðuneytið hefur skilgreint sem hættumörk skuldsetn- ingar. Í ljósi bágrar fjár- hagsstöðu verður það ekkert smámál fyrir sveitarfélögin að taka alfarið við rekstri grunnskólans og í sömu mund að einsetja hann. Ef reiknað er með að- eins tveggja milljarða króna kostnaðarauka á landsvísu, þýddi það í mínu sveitarfélagi, Garðabæ, um 50 millj- ónir á ársgrundvelli. Ef ná ætti þeim umframtekjum þyrfti að hækka útsvar úr lágmarki, 8,4%, upp í hámark, 9,2 %. Það glamrar ekki í peningum í ríkiskassanum um þessar mundir og erfitt verður að ná nýjum tekjustofn- um þaðan. Ef markmið grunnskóla- laga eiga að nást verður annað tveggja að gerast: • Skattar verða að hækka. • Afnema verður einhveijar þjón- Það verður ekkert smá- mál, segir Einar Svein- björnsson, að taka alfarið við rekstri grunnskólans. ustugreinar sem veittar eru í sveitar- félögunum í dag. Sveitarstjórnarmenn komast ekki hjá þvi að svara þeirri spurningu hvernig ijármagna eigi rekstur grunnskólans með breyttri skipan og hvort fjárhagslegt bolmagn til þeirra hluta sé til staðar. Framtíð grunn- skólans má ekki undir neinum kring- umstæðum byggjast á skýjaborgum sem reistar eru án nokkurs raunsæis. ‘Kristófer Olíversson, Fjárhagsstaða sveitarfélaga, útg. nóv. 1995. Höfundur er bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokksins í Garðabæ. Tilfærsla grunn- skólans draumur eða veruleiki? Einar Sveinbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.