Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 19 Bob Dole tvíeflist í árásum sínum á einangrunarhyggju Pat Buchanans Stríðið stendur um fram- tíð Repúblikanaflokksins Reuter PAT Buchanan á fundi við rætur Rushmorefjalls í gær. Hann lýsti því yfir, að hann væri hinn eini sanni arftaki forsetanna fjögurra, sem þar er minnst. Sioux Falls, New York, Jerúsalem. Reuter. BOB Dole herti í gær á árásum sínum á Pat Buchanan og á ein- angrunarhyggju hans og verndar- stefnu í viðskiptum. Sagði hann, að hætta væri á, að Buchanan klyfi Repúblikanaflokkinn og „steypti honum í glötun“. Á sama tíma lýsti Buchanan því yfir við rætur Rush- morefjalls, að hann væri hinn eigin- legi arftaki forsetanna, sem þar væri minnst. Viðbrögðin við sigri Buchanans í forkosningunum í New Hampshire hafa verið mjög hörð víða erlendis og í ísraelskum fjöl- miðlum var honum lýst sem gyð- inga- og kynþáttahatara og fasista. Dole sagði á fundi í Norður- Dakota í gær, að á næstunni yrði háð afdrifarík barátta fyrir sjálfri sálarheill Repúblikanaflokksins og hann kvaðst ekki mundu spara sig í því stríði, hvernig sem það yrði háð. Sagði hann átökin standa milli sín og Buchanans, öfgamanns, sem vildi færa ■ Bandaríkin aftur inn í haftaveröld fjórða áratugarins. „Þessar kosningar eru ekkert gamanmál. Þær snúast ekki um að velja mann til að stýra spjallþætti. Þær eru um það hver skuli móta stefnuna í utanríkis- og efnahags- málum þjóðarinnar,“ sagði Buchan- an. Annars flokks ríki Lamar Alexander, sem lenti í þriðja sæti og ekki langt á eftir þeim Buchanan og Dole í New Hampshire, var í Suður-Karólínu í gær og hélt því fram eins og Dole, að slagurinn stæði á milli sín og Buchanans. Sagði hann, að yrði stefna Buchanans ofan á myndi hún gera pandaríkin að annars flokks ríki í éfnahagsmálum heimsins. Buchanan boðaði í gær til fundar við Rushmorefjall í Suður-Dakota en þar eru risastórar andlitsmyndir af þeim forsetunum George Wash- ington, Thomas Jefferson, Abra- ham Lincoln og Theodore Roose- velt. Lýsti hann því yfir, að hann væri hinn sanni arftaki þeirra. „Þessir herramenn hér á Rush- morefjalli voru og á sama máli og Pat Buchanan. Allir töldu þeir, að bandarískt efnahagslíf væri fyrst og fremst fyrir bandaríska laun- þega og fjölskyldur þeirra. Allir voru þeir sammála um að setja tolla á erlenda vöru,“ sagði Buchanan. Mikilvægar kosningar 2. mars .Scott Reed, kosningastjóri Bob Doles, sagði í gær, að Dole yrði að sigra í forkosningunum í Suður- Karólínu 2. mars og einnig í Norð- ur- og Suður-Dakota til að kjósend- ur misstu ekki trú á honum. Marg- ir fréttaskýrendur telja hins vegar, að Buchanan eigi verulegar sigur- líkur í Suður-Karólínu þar sem kristnir hægrimenn muni fylkja sér um hann. Þá spá honum margir sigri í Arizona. Þar hefur áróður hans gegn innflytjendum fallið í góðan jarðveg og einnig sú krafa, að staða enskunnar sem eina opin- bera tungumálsins verði bundin í lögum. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um sigur Buchanans í New Hampshire og fara næstum allir sem einn mjög hörðum orðum um hann. I Israel er honum lýst sem kynþáttahatar og fasista og full- yrt, að honum hafi tekist að snúa við straumi bandarískra gyðinga frá demókrötum yfir til repúblik- ana. Aðdáandi Francos í þýskum blöðum var Buchanan líkt við Mussolini og Zhírínovskíj og spænska dagblaðið E1 Pais rifj- aði upp, að hann hefði verið alinn upp í aðdáun á Francisco Franco, einræðisherra á Spáni. í sumum blöðum, til dæmis í The Financial Times, sagði, að lítil hætta væri á, að Buchanan kæmist í Hvíta húsið en hann hefði hins vegar vakið umræðu um málefni, sem nauðsynlegt væri að gefa gaum, ótta og óöryggi bandarísks miðstéttarfólks. SADDAM Hussein og fjölskylda hans þegar allt lék í lyndi. Fyrir miðju sitja forsetinn og kona hans. Lengst til vinstri eru tengdasynirnir, sem nú hafa snúið heim eftir að hafa gerst land- flótta, þeir Kamel-bræður Hussein og Saddam. Við hlið Saddams Kamel er eiginkona hans, Rana en Raghad kona Husseins Kam- el heldur á barni. Fyrir miðju er sonurinn Uday. á þann veg að Saddam hafi fyrir- skipað tveimur nánustu undirsát- um sínum að flýja land og leita eftir hæli í Jórdaníu. Með því móti hafi Saddam tekist að kom- ast inn í herbúðir íraskra stjórnar- andstæðinga, sem halda til á er- lendri grund. Hussein Kamel lýsti því þannig yfir á blaðamannafundi skömmu eftir að hann skaut upp kollinum í Amman að hann vildi helga líf sitt því verkefni að steypa Saddam Hussein af stóli. Þessar yfírlýsingar hans vöktu verulega athygli í röðum íraskra útlagahópa og vitað er að fyrstu vikurnar í Amman ræddi hann í síma við marga helstu hatursmenn tengda- föður síns. Höfundar þessarar kenningar segja að tilgangurinn hafi verið sá að kynnast beint og milliliða- laust hugsunarhætti og jafnvel áætlunum íraskra útlaga. Hussein Kamel hafi, eftir að hafa aflað þessara upplýsinga, getað snúið aftur til Baghdad þar sem sett hafi verið á svið opinber fyrirgefn- ing forsetans. Kamel í engum metum Á hinn bóginn er það svo að ýmislegt mælir gegn þessari kenn- ingu. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa sagt að Hussein Kamel hafi veitt mikilvægar upp- lýsingar um vígvæðingu íraka sem gert hafi eftirlitsmönnum samtak- anna kleift að bregðast við mót- leikjum og klækjum Saddams. Þá segja íraskir útlagar að sam- skiptin við Hussein Kamel hafi verið mjög takmörkuð auk þess sem þeir eru annálaðir fyrir sundurlyndi. „Mér er ljóst að klofningur í röðum okkar er djúp- stæður en við höfðum aldrei í hyggju að fylkja okkur um mann sem við vissum að hafði verið hægri hönd Saddams Hussein, sagði talsmaður ejns útlagahóps- ins í Lundúnum. Á Vesturlöndum hundsuðu menn tengdasoninn og töldu óhugsandi að hann gæti orð- ið leiðtogi írösku þjóðarinnar yrði Saddam steypt. Þá mun Kamel og fylgdarlið hans nánast hafa verið í stofu- fangelsi í höllu einni í eigu Huss- eins Jórdaníukonungs skammt frá Amman og er sagt að herforinginn hafi brugðist reiður við þessari skipan mála. Óstaðfestar fréttir fyrr í þessum mánuði hermdu að tengdasonurinn hefði fengið taugaáfall, eiginkona hans sakn- aði ákaft skyldmenna og ættjarðar og legði hún hart að honum að leita eftir fyrirgefningu Saddams. Vera kann að föstumánuður- inn Ramadan hafi gefið tækifæri til sátta en hefð er fyrir slíku sam- kvæmt heimspeki Araba. Saddam Hussein kann að hafa litið á endur- komu tengdasonarins og fylgdarl- iðs hans sem tækifæri til að endur- heimta stolt sitt eftir niðurlæging- una sem hann varð fyrir síðasta sumar er ættmennin ákváðu að svíkja hann. Hefndarhugur Uday Hvað sem þessu líður hljóta efasemdir að vakna um framtíð Husseins Kamels í írak. Hermt er að Uday, ofsafenginn sonur Saddams, sem ekki þykir föður- betrungur, hafi lagst gegn því að Kamel fengi að snúa aftur, vænt- anlega þá vegna þess að hann telur hann geta ógnað stöðu sinn og völdum. Þá hefur og- verið vakin athygli á orðalagi tilkynn- ingarinnar þegar skýrt var frá því að Hussein Kamel hefði verið náðaður með forsetatilskipun. í henni sagði að liann myndi fá „sömu meðferð og óbreyttur borgari.“ Með hliðsjón af því hver örlög þeir hljóta sem sýna and- stöðu við Saddam Hussein í verki kann svo að fara að Kamel iðrist þess að hafa snúið aftur til föður- landsins. Tyrkir kalla heim sendiherra TYRKIR kölluðu í gær sendi- herra sinn í Aþenu heim vegna þess sem þeir kölluðu „fjölda fjandsamlegra aðgerða gagn- vart hagsmunum tyrknesku þjóðarinnar." Þar mun helst vera átt við, að Grikkir hótuðu því á miðvikudag að hindra eðlilega starfsemi tollabanda- lags Evrópusambandsins (ESB) og Tyrkja og fá því frestað að afgreiða 487 millj- óna dollara efnahagsaðstoð, jafnvirði 32 milljarða króna, sem ætlunin er að Tyrkir fái frá ESB í því sambandi. George Simitis forsætisráðherra Grikk- lands hefur sagt, að láti Tyrkir ekki af fjandskap í .garð Grikkja eigi þeir síðarnéfndu erfitt með að stuðla að því að tollabandalagið gangi eðlilega fyrir sig. Reisa hreinsi- stöð á um- deildri eyju SUÐUR-Kóreumenn sögðust í gær áforma að setja upp vatnshreinsistöð á umdeildri eyju sem Japanir hafa gert tilkall til. Ætlunin er að hefja framkvæmdir í næsta mánuði, en ákvörðunin er talin til þess fallin að auka á spennu í þess- ari deilu grannríkjanna. Hálfbróðir Sihanouks dæmdur DÓMSTÓLL í Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu, dæmdi í gær Norodom Sirivudh prins, útlægan hálfbróður Norodom Sihanouks prins, í 10 ára fang- elsi vegna glæpsamlegs ráða- bruggs og ólöglegs vopnaburð- ar. Var dómurinn kveðinn upp að honum fjarstöddum. Meint afbrot á að hafa átt sér stað 26. október er hann er sagður hafa haft í hótunum við Hun Sen aðstoðarforsætisráðherra. Bill Clinton skipar Green- span á ný EMBÆTTISMAÐUR í Hvíta húsinu í Washington sagði í gær að Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, hygðist skipa Alan Greenspan í embætti seðlabankastjóra að nýju, en ráðningartími hans rennur út bráðlega. Clinton þarf að skipa tvo menn í stjórn seðlabankans á næstunni og embættismað- urinn sagði að forsetinn þyrfti að ráðfæra sig betur við ráð- gjafa sína áður en hann gæti ákveðið hveijir yrðu fyrir val- inu. F-14 þotur kyrrsettar BANDARÍSKI flotinn kyrr- setti í gær allar F-14 orrustu- þotur sínar í þijá sólarhringa. Fórst ein slík í flugtaki- í gær af flugmóðurskipinu Nimitz, önnur sl. sunnudag í Kalifor- níu og sú þriðja í síðasta mán- uði. Frá 1991 hafa 32 þotur af þessari tegund farist. Kyrr- setningin verður notuð til að kanna ástand þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.