Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 33 þeim, sem vinna störf sín í kyrrþey að tjaldabaki. Án þeirra væri þó skjárinn auður og víst er að skjár Stöðvar 2 hefði oft verið auður og hljóður gegnum tíðina ef hún hefði ekki notið þeirrar tæknikunnáttu og útsjónarsemi, sem Marinó bjó yfir. Það var mikið lán fyrir Stöð 2 á sínum tíma að fá Marinó í sínar raðir. Hann var lykilmaður í þeim litla en einvala hópi tæknimanna, sem vann það þrekvirki að fleyta Stöð 2 inn á öldur ljósvakans við erfiðar aðstæður og skamman und- irbúningstíma. Allar götur síðan og þar til sjúk- dómurinn greip hann heljartökum vann hann Islenska útvarpsfélaginu af heilindum og samviskusemi. Marinó var afar greiðvikinn og þægilegur í samstarfi og átti dtjúg- an þátt í að skapa þann góða starfs- anda, sem alltaf hefur verið aðals- merki fyrirtækisins og snar þáttur í velgengni þess. íslenska útvarpsfélagið kveður Marinó Ólafsson í djúpri þökk og með virðingu og vottar fjölskyldu hans og ástvinum innilegustu sam- úð. Jón Ólafsson. í minningu góðs vinar og félaga langar mig fyrir hönd okkar sam- starfsmanna Marinós hjá íslenska útvarpsfélaginu að þakka honum fyrir allt sem hann var okkur, með þessum fátæklegu orðum. Það er erfitt að sætta sig við þá hugsun að einn sterkasti og traust- asti maðurinn í liðinu okkar sé far- inn fyrir fullt og allt. Það er skarð fyrir skildi. Við áttum eftir að gera svo ótal margt, enda spennandi tími framundan í tæknimálum Stöðvar 2. Það er ótrúlegt, en það er ekki liðið ár frá því Marinó kom til mín eftir langa vinnutörn og sagðist vera slæmur í baki og þyrfti að fara til læknis í rannsókn. Engan grunaði þá hvers eðlis bakverkurinn væri. Á komandi sumri hefði Marinó getað haldið upp á tíu ára starfsaf- mæli með okkur vinnufélögum sín- um ef honum hefði enst aldur til. Þáttur Marinós í uppbyggingu og rekstri tæknisviðs íslenska útvarps- félagsins verður seint metinn til fulls. Ég man þá tíð að Stöð 2 var ekki hugað langt líf og þeir sem réðu sig þar til starfa þóttu taka mikla áhættu er þeir yfirgáfu traustar stöður annars staðar. Ég minnist þess að Marinó þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar honum bauðst staða hljóðmeistara Stöðvar 2. Báðir höfðum við unnið hjá Ríkis- sjónvarpinu en vorum nú farnir frá „mömmu“ eins og við kölluðum það. Fyrstu mánuðirnir voru erfiðir, menn unnu myrkranna á milli og lyftu grettistaki. Marinó átti stóran þátt i að draumur okkar allra varð að veruleika. Aðrir njóta nú ávaxta af hinu þrotlausa starfi hans. Fag- kunnátta Marinós, metnaður og þrautseigja var okkur hinum hvatn- ing. Uppgjöf var ekki til í orðaforða hans. Hann bætti frekar nokkrum klukkustundum við sólarhringinn. Mér er enn í fersku minni þegar Marinó hringdi í mig af spítalanum þar sem hann var í rannsókn. Hann sagði mér að bakverkurinn sem við héldum að væri í versta falli bijósk- los væri illkynja mein. Ekki vottaði fyrir uppgjöf þá frekar en fyrr. Hann hélt ró sinni og skapinu góða, þá eins og alltaf. Eg veit að ég á aldrei eftir að sjá jafnhetjulega, markvissa og djarfa báráttu fyrir lífinu eins og ég varð vitni að í til- felli Marinós. Það er vegna þessa sem okkur sem þekktum hann svo vel finnst svo erfitt að viðurkenna að orrustan tapaðist. Við samstarfs- menn Marinós erum þakklátir fyrir að hafa notið þeirra forréttinda að hafa hann á meðal okkar meðan hans naut við. Ég veit að hans verð- ur minnst um ókomin ár sem eins af frumheijum Stöðvar 2. Við vottum fjölskyldu Marinós, • og þá sérstaklega þeim Sigrúnu, Líneyju og Bent, okkar dýpstu sam- úð. Hannes Jóhannsson. Það er sárt að kveðja nú góðan vin. Marinó Ólafsson var mér góður vinur og var einstaklega traustur og skemmtilegur vinnufélagi. Þegar Stöð 2 tók til starfa árið 1986, var Marinó einn þeirra sem með bjart- sýni og áræðni lyftu grettistaki til þess að koma á fót fyrstu einka- reknu sjónvarpsstöðinni hér á landi. Á þeim tíma var ekki spurt hvað klukkan væri og var Marinó einn af þeim sem alltaf var á staðnum. Það verk sem vinna þurfti var klár- að - hvað sem tímanum leið. Þegar ég horfí til baka er margs að minnast. Marinó var glaðlyndur og hafði einstakt lag á að ræða af glettni um ýmsa hluti á þann hátt að þeir sem með honum voru áttu oft erfítt með að samþykkja hans álit. Hann hafði nefnilega álit á öllum hlutum, en stundum voru skýringar hans svo flóknar að ekki var mögulegt fyrir okkur hin að rökræða frekar. Hann hafði svör við öllu. Einfalt atriði eins og salat- barinn í mötuneytinu gat orðið upp- sjiretta heimspekilegra umræðna. Ég minnist þess eitt sinn þegar Marinó kom á skrifstofuna til mín og sá að tölvan hafði enn einu sinni tekið af mér völdin. Hann kveikti sér í pípu í mestu rólegheitum og sagði: „Gulla mín, eigum við ekki bara að kippa þessu í lag? Ef engin vandmál væru til þá væri nú ekk- ert gaman að þessu." Þegar hann hafði kippt öllu í lag, taldi hann mér trú um að ég hefði lagað allt saman. Marinó var meistari á sínu sviði. Hann var fróðleiksfús og lágði metnað sinn í að fylgjst vel með tæknimálum og flóknum skipulags- atriðum. Fyrirtækið og starfsmenn þess hafa notið ómetanlegrar þekk- ingar hans sem mun áfram verða þeim leiðarljós. Marinó var ætíð til- búinn að rétta þeim hjálparhönd sem til hans leituðu. Hann aflaði sér þekkingar á ýmsum málum sem lutu að hjálp til handa þeim sem þjáðust af ýmsum kvillum. Þegar samstarfsfólkið þjáðist af þreytu í vöðvum eða öðru, var viðkvæðið: „Hann Marinó lagar þetta.“ Við vinnufélagarnir höfðum oft á orði að læknisvottorðin hefðu nú orðið nokkru fleiri ef Marinó hefði ekki verið á staðnum. Hann var mann- vinur og lét sér ekkert óviðkomandi þegar aðrir áttu í erfiðleikum. Síð- asta ár var Marinó og fjölskyldu hans erfítt. Verkur í baki reyndist vera vegna ólæknandi sjúkdóms. Fyrir nokkru kom hann fársjúkur að hitta okkur vinnufélagana. Hann ræddi hispurslaust um veikindi sín og lét jafnvel í ljósi nokkra bjart- sýni. Hann talaði um að nú þyrfti hann að fara að koma og taka til, því það væri óttalegt að sjá draslið á borðinu hans og verkefnin biðu eftir honum. Honum var þó sjálf- sagt ljóst, eins og okkur hinum, að kraftaverk yrði að gerast til að svo mætti verða. Líklega var hann að draga úr okkar kvíða frekar en sín- um. Þannig var Marinó; engum mátti líða illa. Það eru forréttindi að hafa fengið að vera samferða honum. Um leið og ég kveð vin minn Marinó Ólafsson með þökk fyrir allt og allt, bið ég Guð að blessa fjölskyldu hans og veita henni styrk á sorgarstund. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort ltf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri'en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E. Ben.) Guðrún Snæbjörnsdóttir. Einn frumheijanna á Stöð 2 er fallinn frá. Marinó Ólafsson hljóð- meistari er látinn og við starfsfélag- ar hans á Lynghálsinum sitjum eft- ir, þögulir og fátækari. Missirinn er mikill, enda vandfundnir menn annarra eins mannkosta og prýddu Marinó Ólafsson. Hann var gæddur snilligáfu á mörgum sviðum, en fór einatt hljótt með hana. í honum bjó jafnt dverg- hagur hugvitsmaður sem harðdug- legur áhlaupsmaður. Og hjálpsemin var slík og virðing fyrir viðfangs- efnum, að unun var hveijum og einum að leita hjá honum ráða. Það er haft á orði að fyrirtæki séu fátt annað en mannauður. Mar- inó var Stöð 2 gullnáma. Hann mótaði einn mikilvægasta þátt í starfsemi hennar, sjálft hljóðið. Á því sviði var hann göldróttur. Það sem virtist öðrum ómögulegt, var hans ögrun og yndi. Starfsfélagar til margra ára kveðja í dag mann, sem í þeirra huga verður alltaf mikilmenni. Hann var og mun í minningunni lifa sem samnefnari margs hins besta sem gerir manneskju þess verða að vera dáð, virt og elskuð. Sigmundur Ernir Rúnarsson. Vinur okkar Marinó Ólafsson hugarorku- og tækniséní hefur því miður kvatt þennan heim okkar eftir mikil og erfíð veikindi. Og ég sem var farinn að hlakka svo mikið til þess að hann gæti nú loksins farið að undirbúa væntanlegu kennsluna sína í skólanum okkar, þ.e. Sálarrannsóknarskólanum. Því Marinó Ólafsson var enginn venju- legur Marinó. Alla mína stuttu ævi hafði ég aðeins hitt tvo menn sem öllum öðrum mönnumm fremur geymdust á þeim stað í huga mínum að það væru fyrstu alvöru mennirn- ir sem á sinn hljóðláta en varanlega hátt gætu breytt helstefnu hnattar okkar í lífstefnu áður en um seinan yrði, með yfírburðaþekkingu sinni á virkni hugarorkunnar samfara ofurtækniþekkingu. En eigi að síður með báða fætuma á jörðinni og í raunsæi dagsins í dag sem næstum því þeim einum var og er svo lagið. Hinn Islendingurinn er að sjálf- sögðu Ævar Jóhannesson, tækja- vörður Háskólans og jurtaseyðir með mörgu öðru. Það er sárt að horfa á eftir vinum sínum og skyldmennum yfir móð- una miklu. Einkum og sérílagi þeg- ar allmikið er eftir af vorinu í fólki. En miklu sárara er eigi að síður að horfa upp á ótímabæran flutning úr heimi héðan, eins af þeim örfáu einstaklingum sem raunverulega gætu breytt þeirri atburðarás sem hér er í gangi, með ofurgreind sinni, ofurtækniþekkingu og ofurraunsæi samhliða ofurfórnfýsi fyrir framúr- stefnumál umhverfis síns og lífsins í heild. Einn slíkur var Marinó Ólafsson óumdeilanlega. Um það eru allir sammála sem þekktu grip- inn bara smávegis. Á svona stundu hljóta allir þeir guðir á himnum, sem aukningu og áframhald vilja á mótspyrnu hugs- andi mannúðlegs fólks gegn heimsku og illsku heimsins í dag, að vera í miklum vanda með að réttlæta svona ótímabært brottnám eða svona aðgerð af hálfu stjóm- andans eða skaparans sem hér er sagður eða sögð öllu ráða. Það held ég að hljóti að vera erfítt mál að réttlæta eða rökstyðja. Slíkur merk- ismaður var, eða hefði Marinó Ólafsson verið hefði honum enst aldur og heilsa til. Þess vegna drúp- um við öll höfði í dag með tár í huga og hugsjónum okkar og segj- um bara, til að sjá það jákvæða og besta: Gangi þér ferðin til morgun- landsins og umskiptin þangað vel, kæri vin. Guð sér um sína, hér sem annars staðar. Magnús H. Skarphéðinsson. Elsku pabbi. Þú ert algjör jaxl! Ég hef aldrei á ævinni hitt eins einbeittan, vilja- sterkan og jákvæðan mann. Þrátt fyrir allt sem gengið hefur á sein- asta árið hefur þú tekið á því með þvílíkri ró og skynsemi að það er með ólíkindum. Það var frábært hvað þú varst alltaf jafn yndislega jákvæður og fullur af húmor þrátt fyrir erfíð veikindi. Ég man þegar við Birgitta heimsóttum þig einu sinni á spítalann og þú varst mjög kvalinn og áttir það til að fá hræði- lega verki, þetta var greinilega mjög mikill sársauki en það eina sem þú sagðir var „ansans vesen er þetta“. Þetta lýsir hversu yfir- vegaður þú varst, betur en margt annað. Þú varst frábær uppalandi, ég man eftir mér sem fróðleiksfúsum krakka sem kom oft inn í herbergi til þín þar sem þú varst að hanna alls konar rafeindatséki sem fram- kvæmdu alla ótrúlegustu hluti, og ég spurði þig margra spuminga hvað þú værir að gera, hvemig þetta virkaði, hvað þetta og hitt væri. Og þú talaðir við mig, smá- polla, eins og fullorðinn mann sem vissi jafn mikið um það sem þú varst að gera og þú sjálfur. Þetta var mjög fræðandi fyrir mig og ég man hvað mér fannst þetta gaman og spennandi. Þú hefur verið mér stoð og stytta allt mitt líf og hvatt mig til að gera það sem ég hef haft áhuga á. 12 ára gamall ákvað ég að ég vildi spila á gítar. Flestir pabbar hefðu bara farið í næstu hljóðfæraverslun og keypt einhvern ódýran magnara handa syni sínum, en ekki pabbi minn! Hann settist niður nokkur kvöld og bjó til minn fyrsta gítar- magnara! Það er mér ómetanlegt hversu mikla athygli og hvatningu þú hef- ur ávallt sýnt mér. Það er mér mjög minnisstætt þegar þið mamma mættuð oft á öldurhús bæjarins til að sjá mig spila með hljómsveitum. Ég man vel eftir kvöldum þar sem þú varst enn vakandi þegar ég kom heim eftir að hafa verið að spila og þú hrósaðir mér fyrir það sem þér fannst vel gert hjá mér. Slíkt hrós er ómetanlegt. Allt frá því ég var í barnaskóla man ég eftir að hafa átt mörg, mörg samtöl við þig um dauðann og það sem gæti mögulega tekið við eftir þetta líf. Við vorum oft mjög sammála í skoðunum okkar í þessu málefni og það er mér nú mikil huggun að hafa átt þessi samtöl við þig. Þessum samtölum mun ég aldrei gleyma. Ég hlakka til að hitta þig aftur og þá getum við haldið þessum samtölum áfram reynslunni ríkari! Ég elska þig. Bent + Faöir okkar, TRYGGVI EIRÍKSSON, Fannborg 1, Kópavogi, lést í Vífilsstaðaspítala að kvöldi 21. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Börn hins látna. t Móðir okkar og tengdamóðir, KATRÍN B. EIRÍKSDÓTTIR, Steinsstöðum, Öxnadal, (áðurtil heimilis í Espigerði 4, Reykjavík), andaðist aðfaranótt 21. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Gestur Eggertsson, Sigriður Eggertsdóttir, Þorsteinn Guðlaugsson. + Eiginmaður minn og faðir, KARL MAGNÚSSON, Jökulgrunni 9, Reykjavík, er látinn. Útförin fer fram frá Áskirkju í dag, föstu- daginn 23. febrúar, kl. 15.00. Sigurborg Guðmundsdóttir, Sigrún Karlsdóttir. + Eiginkona mín, JÓHANNA PÉTURSDÓTTIR, Dalbraut2l, lést i Vífilsstaðaspítala 14. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Helgi Þorláksson. + Ástkœr eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLÖF BERNHARÐSDÓTTIR frá Grafargili, Vogatungu 11, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum þann 20. febrú- ar sl. Útförin fer fram frá Digraneskirkju mið- vikudaginn 28. febrúar kl. 15.00. Guðmundur Hallgrímsson, Hallgrímur A. Guðmundsson, Erla Friðleifsdóttir, Garðar H. Guðmundsson, Gun Guðmundsson, Aðalsteinn Snævar Guðmundsson, Hrönn Kristjánsdóttir, Kristfn Salóme Guðmundsdóttir, Magnús Harðarson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.