Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.02.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRUAR 1996 21 LISTIR Ljósmynd/Grímur Bjarnason ÚR Þreki og tárum Fertugasta sýning á Þreki og tárum ÞREK og tár, leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar, var frum- sýnt síðastliðið haust og hefur gengið síðan fyrir fullu húsi. Fimmtudaginn 22. febrúar er fertugasta sýning og hafa nú um 16 þúsund manns séð leikrit- ið. „Þrek og tár er Reykjavíkur- saga frá sjöunda áratugnum, ljúfsár og iðandi af lífsgleði, skreytt tónlistarperlum þessa tíma“, segir í frétt frá Þjóðleik- húsinu. Uppselt er á allar sýningar í febrúar og sala hafin á mars- sýningar. Hándel-hátíðir NÍTJÁNDA Hándel-hátíðin í London hefst 26. mars næstkom- andi og stendur til 30. apríl. Fjöldi tónleika verður haldin á hátíðinni, flestir með tónlist eftir Hándel en ýmislegt annað verður á boðstól- unum, svo sem Bach-tónleikar. Eftir Hándel mun London Hándel Orchestra undir stjórn Paul Nic- holson flytja La Resurrezione ásamt söngvurunum Ingrid Attrot, Catherine Denley, Julia Gooding, Charles Daniels og Richard Suart. Þessir tónleikar verða 12. apríl. Joshua eftir Hándel verður svo flutt 18. apríl af London Hándel Orchestra og London Hándel Cho- ir undir stjórn Denys Darlow ásamt einsöngvurunum Lorna Anderson, Jeni Bernm James Bowman, Charles Daniels og Nat- han Berg. I sumar verður svo haldin hátíð tileinkuð Hándel í Halle í Þýska- landi. Þar verður meira lagt upp úr fyrirlestrahaldi og ýmiss konar sýningum. Hátíðin stendur frá 6. til 11. júní. Overland og Brekke fulltrúar norskra bókmennta FYRSTA norræna bókakynningin í röð kynninga, sem sendikennarar í Norðurlandamálum við Háskóla Is- lands halda árlega í Norræna húsinu í samvinnu við bókasafn hússins, verður haldin laugardaginn 24. febr- úar kl. 16. Þá verða norskar bók- menntir til umfjöllunar og mun Jann- eke Overland, bók- menntafræðingur 'og ritstjóri, halda fyrir- lesturinn „Ute í verden og hjemme í Norge. Norske kvinnelige for- fattere ná“. Þá mun norski rithöfundurinn Toril Brekke kynna verk sín og lesa upp. Janneken överland (fædd 1946) er bók- menntafræðingur, fag- bókahöfundur og út- gáfustjóri. Hún hefur frá því snemma á átt- unda áratugnum verið eitt þekktasta nafnið á rannsóknasviði norskra kvennabókmennta. Janneke hefur gefið út bækurnar Frelsi til að skrifa 1981 ásamt Irene Engelstad, Cora Sandel um sjáfa sig 1983, bókmenntasögu fyrir fram- haldsskóla 1993 ásamt Espen Haa- vardsholm og Cora Sandel. Ævisaga 1995. Hún er meðritstjóri og greinahöf- undur þriggjabindaverksins, Saga norskra kvennabókmennta 1600- 1980, 1988-1990, og hefur ritstýrt Lausn 1993, Safnverki fagurbók- mennta eftir konur og smásagna- safninu Norskar perlur í óbundnu máli 3, 1993. Toril Brekke (fædd 1949) hefur gefið út sex skáldsögur, eitt smá- sagnasafn og fimm bækur handa börnum og unglingum. Síðasta ára- tug hefur hún skipað margar þær stöður sem mestu skiptir í norskum bókmenntaheimi; Formaður Rithöf- undasambands Noregs 1987-91 (fjórða konana í hundrað ára sögu samtakanna) og Norður-norska rit- höfundafélagsins 1978-80. Frá 1992 hefur hún stýrt norska PEN-klúbbn- um og frá 1994 hefur hún verið annar norskra fulltrúa í dómnefnd bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Eftir stúdentspróf lærði Toril Brekke prentiðn. Hún hefur unnið sem verksmiðju- kona, skólakennari, píanókennari og blaða- maður. Nú starfar hún sem bókmenntagagn- rýnandi við blaðið Aft- enposten og ráðgjafi hjá Cappelen-forlaginu. Toril Brekke kom fyrst fram sem rithöf- undur 1976 með skáld- sögunni Búið að reka Jenny. Fyrstu bækurn- ar fylgdu stefnunni í norskum bókmenntum á áttunda áratugnum - félagslegu raunsæi. Myndin um Cha- tilla 1983 var um stríðið og fjölda- morðin í Líbanon, séð með augum Palestínumanna. „Smám saman hef- ur pólítísk prédikun hennar dofnað og málið leitað í listrænni farveg“, segir í kynningu. Skáldsögurnar Silfurfálkinn, 1987, og Gegnum augu úr gleri, 1991, eru að formi til innhverfari en hinar, sú fyrri í fáránleikastíl, hin frekar sálræn tilraunasaga. Sú nýj- asta, „Gijót“, 1994, er ættarsaga í breiðum stíl. Bæði „Grjót" og unglingasagan, Leyndarmál gráa dvergsins, 1992, voru nefndar til Bragaverðlaunanna. Margar bóka hennar hafa verið þýdd- ar á aðrar tungur. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Toril Brekke BOSCH •• OryggisinnköUun Robert Bosch GmbH eru að innkalla alla BOSCH rafmagns- handlampa af tegundinni MHL 220 og MHL 220 LL sem seldir voru á tímabilinu 1. nóvember 1994 til 30. september 1995. Vi5 gæðakönnun kom í liós að klóin á snúrunni var ekki fest nógu vel í sumum þessara lampa. Þessi galli getur hugsanlega leitt til slysa hjá notanda veana útleiSslu. Þess vegna mælum við eindregiS meS því aS viSskiptavinir hætti að nota lampana og komi með þá til okkar sem fyrst, svo viS getum skoðað þá oa afhent nýja í staðinn ef þörr krefur. R Æ Ð U R N I R DJ cmssm ehf. Lágmúla 8, Simi 553 8820- Eiginmenn - unnustar Munió konudaginn! Opið laugardag kl. 10-16 sunnudag kl. 13-17 Kringlunni Þrjár nýjar listsýningar opnaðar á morgun á Kjarvalsstöðum Myndverk og flöskuskeyti ÞRJÁR nýjar listsýningar verða formlega opnaðar á morgun, iaug- ardag, kl. 16 á Kjarvalsstöðum. í vestursal eru sýnd málverk eftir Kjartan Ólason, í vesturforsal verk eftir Philippe Richard og í miðrými eru sýndir skúlptúrar eftir Guðrúnu Hrönn Ragnarsdóttur. „Á meðan margir listamenn koma sér fyrir innan hefarinnar eru aðrir sem spyrna við fótum og spytja sig í sífellu spurninga um eðli og stöðu listarinnar," segir í kynningu. Guð- rún Hrönn Ragnarsdóttir (f. 1956), sem búsett er í Finnlandi, „fikrar einstigi persónulegrar sköpunar og dregur frumlegar ályktanir af þekkt- um liststefnum — minimalisma og ready made“. Á þessari sýningu kynnumst við nýjum verkum lista- konunnar þar sem stíllinn er orðinn enn knappari en áður „þó svo að aldrei sé langt í glingurskreyti (kitsch), sem ávallt hafa einkennt verk hennar í gegnum tíðina." Kjartan Ólason (1955) er einn fulltrúa Nýja málverksins sem kom fram beggja vegna Atlantshafsins í byrjun níunda áratugarins. Eftir nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands dvaldi Kjartan við nám í New York og flutti með sér heim viðhorf og andblæ ameriska nýmálverksins. Síðastliðinn áratug hefur Kjartan Ólason „þróað áfram persónuleg efnistök og stilbrögð í stórum mál- verkum sem oftar en ekki hafa vís- anir í goðsögur og heimspeki". Philippe Richard (f. 1963) er franskur inyndlistarmaður sem dvalið hefur á íslandi undanfarna mánuði. Hann sýnir myndir sem hann hefur gert hér á landi. Þær eru hluti af verkefni þar sem myndirnar eru sett- ar í hylki og verður hent á haf út í maí 1996. Ætlunin er að hafstraum- ar flytji myndirnar að ströndum Frakklands, en ráðgert er að þær vérði síðan hluti af sýningu í Fondati- on Cartier í París í vor. Listamaður- inn hefur undirbúið þetta verkefni í samvinnu við Hafrannsóknastofnun- ina. í austursal stendur enn sýning á verkum Kjarvals sem Helgi Þorgils Friðjónsson hefur valið. Kjaivalsstað- ir eru opnir daglega frá kl. 10-18. Saumsprettan s/f Veltusund 3B, við Ingólfstorg Fermingakjólar SíðirTTTTkr. 6.500,- Stuttir .kr. 4.500,- avarac OTRULEGA HAGSTÆTT VERÐ ÞÞ &CO LEITIÐ TILBOÐA BYGGINGAVÖRUR U. ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SÍMI553 8640 / 568 6100 Einnig afsláttur af: • Emile Henry leirvörum (20%) • Brabantia eldhúsvörum, strauborS ofl. (20%) • Ismet heimilistæki allt að 30% (Tbrabantiá ismet Afsláttur af öllum AEG vörum í verslun okkar í 10 daua! ■— ■iMiiiiliiii—rr— l’".... ’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.