Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 11 Utgerðarfélag Akureyringa hf. 30 ooo Verðmæti viðskipta í hverjum mánuði árið 1993-1995 þS, «93 1994 1995 n,.............r..1.:... 3,5 20,000 Viðskiptagengi i mánaðarins IgJ* 15,000 10,000 5,000 0 . I ‘ T 3,0 i-.IIIm■.11■l I JFMAMJJÁSONOJFMAMJJÁSONDJFMAMJJASOND 2.5 .....2,0 1.5 •1,0 •0,5 0,0 Mánaðarleg viðskipti 1995 í viðskiptakerfi Verðbréfaþings íslands 1995 Meðal- gengi Fjöldi viðsk. Verðmæti viðskipta Jan. 2,81 3 940 Feb. 2,89 3 1.887 Mars 2,94 8 8.946 Apríl 3,16 4 1.678 Maí 2,69 4 3.499 Júní 2,69 14 12.926 Júlí 2,76 22 17.846 Ágúst 2,83 17 11.384 Sept. 2,89 4 3.630 Okt. 3,10 5 19.334 Nóv. 3,12 4 1.182 Des. 3,09 16 15.505 Hlutafjáreign 10 stærstu hluthafa í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. 53,3% 1. Akureyrarbær 2. Kaupf. Eyfirðinga, KEA 8,2% 3. Hampiðjan hf. 4,9% 4. Lifeyrissj. Norðuriands 3,5% 5. Lífeyrissj. verslunarmanna 2,8% 6. Burðarás hf. 2,2% 7. Vátryggingarfélag íslands 1,7% 8. Verkalýðsfélagið Eining 1,2% 9. Hlutabréfasjóðurinn hf. 0,7% 10. Samvinnulífeyrissj. 0,7% Um 1800 smærri hluthafar: 20,8% Hlutafé 10 stærstu hluthafana er samtals 607.821.798 krónur Rekstrar- og efnahagsreikningur 1990 1991 1992 1993 1994 Rekstrartekjur 1.923 2.353 2.444 2.932 3.006 Rekstrargjöld (án afskr.) | 1.4681 1.921 j 1.910 | 2.256 I 2.395 j Afskriftir 184 230 278 320 317 Fjármunatekjur - gjöld 2I -123 I ’111 I -153 I -185 I Óreglulegar tekjur - gjöld -77 18 -136 -84 60 Tekju- og eignarskattur 9| 11 i 0 6 i 14 I I Hagnaður 186 87 10 112 155 1 Veltufjármunir 6101 590 1 637 1 939 1.191 Fastafjármunir 2.150 2.717 2.849 3.084 3.842 I Eiqnir samtals 2.760 3.307 3.487 4.024 5.033 I Skammtímaskuldír 436 578 478 648 1.074 Langtímaskuldir 1.010 j 1.251 1 1.433 | 1.542 1.996 j I Eiaið fé 1-318 1.478 ■ 1,876 1.833 1-963 I Ailar upphæðir eru i milljónum króna á verðlagi hvers árs. Risi í norðri? HUGMYNDIN um að öll hlutabréf Akureyrarbæj- ar í ÚA verði seld Sam- hetja, KEA og Lífeyrissjóði Norðurlands, gæti þýtt að á Akureyri yrði til langstærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og líklega í Vestur-Evrópu. Verði um nána samvinnu Sam- heija, ÚA og sjávarútvegsdeild- ar KEA, er þar kominn risi með aflaheimildir, sem svara til um 30.000 tonna af þorski, nær ein- göngu botnfisk og rækju, veltu yfir 10 milljarða og hagnað sem gæti numið um milljarði króna. Risinn myndi gera út nærri 20 skip við Islánd, eitt í Færeyj- um og 9 frá Þýzkalandi, þar sem aflaheimildir yrðu um 8.000 tonn og miklir möguleik- ar eru einnig á úthöfunum. Auk þess eiga þessi fyrirtæki hlut í öðrum fyrirtækjum víða um landið, svo sem Snæfellsbæ, Skagaströnd, Grenivík, Reyðar- firði og víðar. Slíkur risi yrði fáum háður hvað varðaði sölu afurða og flutninga. Vegna stærðar sinnar gæti hann leitað hagstæðustu tilboða hveiju sinni í flutninga og séð sjálfur um sölu afurðanna, eða nýtt sér allar fyrirliggjandi leiðir eftir því sem bezt er boðið hveiju sinni. Nú selur ÚA afurðir sínar í gegn um SH, KEA selur hjá IS og Samheiji er með fleiri járn í eldinum svo sem eigin sölu, ísberg í Hull og Royal Greenland. Fiskurinn frá ÚA fer utan með Eimskip og Jökl- um. Samskip flytja út fyrir KEÁ og Samheija. Samvinna þessara fyrirtækja myndi leiða af sér mikla hag- ræðingu í vinnslu og veiðum, þar sem sérhæfing á hvoru sviði fyrir sig gæti bætt reksturinn verulega. Samnýting á húsnæði og yfirstjórn myndi lækka kostnað, útboð á viðskiptum myndu einnig lækka kostnað og viðskipti við lánastofnanir yrðu væntanlega greiðari og ódýrari en áður. Á hinn bóginn er líklegt að mörgum þætti nóg um slík umsvif og legðust gegn því að eitt fyrirtæki réði yfir svo mikl- um aflaheimildum. Hér er reyndar aðeins um hugmynd að ræða, en hún er vissulega allrar athugunar verð. vegi og því séu aðrir kostir betri til að ávaxta fé sitt. Samvinna gæti skilað miklu Hins vegar gæti náin samvinna eða samruni sjávarútvegfyrirtækj- anna þriggja skilað þeim öllum mik- illi hagræðingu og bætt afkomu þeirra. Það geti réttlætt fjárfest- ingu af þessu tagi, en þá verði KEA að kaupa stóran hlut til að tryggja sér nægileg áhrif. Kaupfélagsmenn líta líklega á hugsanleg kaup á hlutabréfum í ÚA fremur sem hreina fjárfestingu en leið til áhrifa og breytinga á því hveijir selji af- urðir fyrirtækisins. Ávöxtunin skiptir mestu Hjá Lífeyrissjóði Norðurlands er spurningin fyrst og fremst hvort kaup á hlutabréfum í ÚA séu væn- legur fjárfestingarkostur eða ekki. Málið hefur ekki verið tekið sérstak- lega upp hjá stjórn sjóðsins. Þar bíða menn, eins og annars staðar, eftir því hver ákvörðun bæjaryfir- valda verður. Að vísu skiptir það sjóðinn máli að Útgerðarfélagið veiti sem flestum vinnu og skili um leið góðum arði af fjárfestingunni. Sjóðurinn kaupir ekki hlutabréf í ÚÁ til að ná þar áhrifastöðu, enda er sjóðum ekki leyfilegt að veija svo miklu af ráðstöfunarfé sínu til að kaupa hlut í einu fyrirtæki. Þá benda menn þar á bæ á, að hæpið sé að krefjast minna en 10% ávöxt- unar af UA. Miðað við að gengi hlutabréfanna sé 3,6 verður fyrir- tækið því að skila að minnsta kosti 270 milljóna króna hagnaði. Gengi upp á 6,2 sem eins konar slátur- verð gangi ekki upp, enda séu menn ekki að kaupa hlut í ÚA til að leysa það upp. Nokkur þrýstingur hefur verið á Lífeyrissjóðinn að leggja fé í ÚA, en sjóðsstjórnin er alls ekki hrifin af því að verða þá leidd út í eins konar baráttu um blokkarmyndun milli kolkrabba og smokkfisks. Það þarf því margt að skýrast áður en stjórn Lífeyrissjóðs Norðurlands tekur ákvörðun um það, hvort hlutabréf í Útgerðarfélagi Akur- eyringa verða keypt. Vildu komast til áhrifa Uppgangur Samheija hefur verið mjög mikill undanfarin ár. Hagnað- ur á síðasta ári er yfir hálfan millj- arð króna, veltan um 7 milljarðar. Umsvifin aukast stöðugt og líta margir heimamanna til þess að krafturinn hjá þeim gæti komið Útgerðarfélaginu vel, keypti Sam- heiji þar hlut og fyrirtækin hæfu samvinnu eða rynnu að einhveiju leyti saman. Á hinn bóginn þykir sumum meira en nóg um uppgang Samheija og óttast aukin umsvif þeirra frændanna. Samheijamenn hafa að undan- förnu haft allan hugann við kaupin á hlutnum í þýzku útgerðinni DFFU og því ekki tekið ákvörðun um það hvort þeir hafi áhuga á kaupum á hlut í ÚA. Þeir hafa mikið bol- magn, en það er Ijóst að þeir sjá lítinn tilgang í að leggja fé í Útgerð- arfélagið, nema komast þar til áhrifa. Séu þeir aðeins að hugsa um ávöxtun fjár síns, sé einfaldlega betur að fara með peningana eitt- hvert annað. Það er reyndar einnig ljóst að náin samvinna eða samruni gæti skilað báðum fyrirtækjunum miklu, bæði í útgerð og vinnslu. Óvissan þyrnir í auga Stjórn og stjórnendum Útgerðar- félagsins er þessi óvissa um fram- tíð félagsins þyrnir í auga. Meðal annars vegna þessa hefur ekki verið hægt að nýta þá heimild til hlutafjárút- boðs, sem hefur legið lengi fyrir. Óvissan um fyrirkomulag sölu afurð- anna sem skapaðist í fyrra hafði einnig sín áhrif og ef það verður niðurstaðan að selja bakhjörlum í heimabyggð meirihlutann í félag- inu, getur sú óvissa magnast enn á ný. Gert upp með hagnaði í ár Stjórnendur ÚA vilja að mótuð verði ákveðin stefna sem fyrst og því hefur það verið lagt til að ÚA kaupi um 10% hlut í fyrirtækinu og leysi þannig brýnustu fjárþörf sjóða bæjarins. Rekstur útgerðarfé- lagsins hefur skilað nokkrum hagn- aði undanfarin ár. Endanlegar tölur fyrir síðasta ár liggja ekki fyrir. Um mitt ár var tap á rekstrinum um 90 milljónir króna, en heimildir Morgunblaðsins herma að það verði gert upp með hagnaði eftir allt síð- asta ár. Salan á togaranum Hrím- bak hefur þar mikið að segja, en hann var seldur á tæplega 170 milljónir króna. Það er Útgerðarfé- laginu og starfsemi þess fyrir beztu að niðurstaða í málinu fáist sem fyrst. Almenningur vill tryggja framtíð ÚA Almenningur á Akureyri er hræddur um framtíð Útgerðarfé- lagsins síns, sem hefur reynzt bæj- arbúum svo vel hin síðari ár, eftir mikla erfíðleika á árum áður. Þá fór nánast allt framkvæmdafé bæjarins til að halda ÚA gangandi og bitnaði það vemlega á ijárhag bæjarins. Nú, þegar betur gengur, vilja bæj- arbúar fá að njóta þess. Þeir óttast að kvótinn kunni að ganga þeim úr greipum, verði stór hlutur félagsins seldur aðilum utan heimabyggðar- innar og þeir vilja einnig að vegur landvinnslunnar verði sem mestur. Fram hefur komið sú hugmynd að öllum bæjarbúum verði sent hlutabréf í félaginu, en líklega vilja bæjarbúar fara varlega. Hugmynd- in um kaup ÚA á hlutbréfum bæjar- ins yrði líklega flestum þeirra að skapi. Bæjarbúar virðast einnig vera á móti því að pólitísk sjónar- mið ráði ferðinni. Þeir vilja að hags- munir Útgerðarfélagsins verði hafðir að leiðarljósi við sölu hluta- bréfa bæjarins og mikið fylgi virð- ist einnig við það að bærinn haldi áfram að eiga verulegan hlut, þó ekki sé um meirihluta að ræða. Mikið kapphlaup væntanlegt Að öllum líkindum verður mikið kapphlaup um þau hlutabréf, sem fara á markað, hvort sem er í hluta- fjárútboðinu eða ekki. Hluthafar munu líklega nýta sér forkaupsrétt, aðrir en Akureyrarbær. Þar eru KEA, Hampiðjan og Lífeyrissjóður Norðurlands stærstu aðilarnir. Líklegt má telja að blokkirnar tvær, kolkrabbinn og smokkfiskur- inn, beiti sér mikið í þeirri baráttu, enda miklir hagsmunir í húfi. Þar er um að ræða sölu afurðanna, flutninga á þeim, olíusölu og margt fleira. Sölumiðstöðin á mikilla hags- muna að gæta. Hún hefur varið um 120 milljónum króna vegna flutn- inga hluta starfsemi sinnar til Akur- eyrar til að tryggja sér áframhald- andi sölu á afurðum ÚA. Sölumið- stöðin hefur enga tryggingu fyrir því að halda þessum viðskiptum með breyttri eignaraðild að ÚA. Það myndi þó tæpast flokkast undir gott viðskiptasiðferði, beitti Akur- eyrarbær sér fyrir því að sala afurð- anna væri færð til annarra aðila. miMtnmtii Ef þu ert að hugsa um að styrkja rig, LETTA RIG, AUKA UTHALD DG KRAFT EÐA BARA AÐ HRESSA UPP A LIKAMA DG SAL, ÞA ER RETTI TIMINN FYRIR PIG karl SlGUROSSON AÐ HAFA SAMBAND VIÐ DKKUR F A F HJA AERDBIC SPDRT Fimmtudaginn / ,Mars HEFST NYTT NAMSKEIÐ FYRIR KARLA A DLLUM ALDRI. LÉTTLEIKI ÁVALLT í FYRIRÚMI Pers D LEG RAÐ □ J N ÆR GARRAÐ Æ Fl GAAÆTLU TÆKJASAL MÆL GAR S KRANING I SIMAI MA FÓ N U KVEN LKIÐ Sala afurð- anna enn til umræðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.