Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 32
.. 32 SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaður minn, faðir tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST H. PÉTURSSON fyrrv. sveitarstjóri, Patreksfirði, Hjailabraut 33, Hafnarfirði, lést að morgni 1. mars. Ingveldur Magnúsdóttir, Helgi Ágústsson, Hervör Jónasdóttir, Hafsteinn Sigurðsson, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Emil Ágústsson, Bryndís G. Jónsdóttir, Ásgerður Ágústsdóttir, Guðmundur Bergsveinsson, Ásthildur Ágústsdóttir, Gunnar Ragnarsson, Magnús Friðriksson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KARL F. THORARENSEN frá Gjögri, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 28. febrúar sl. Kveðjuathöfn verður í Selfosskirkju mánudaginn 4. mars kl. 14.30. Sætaferðirfrá BSÍ íReykjavík kl. 13.00. Jarðarförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 9. mars kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Regi'na Thorarensen, Hilmar F. Thorarensen, Ingigerður Þorsteinsdóttir, Guðbjörg K. Karlsdóttir, Búi Þór Birgisson, Guðrún E. Karlsdóttir, Rúnar Kristinsson, Emil Thorarensen, Bára Rut Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTINN FRIÐÞJÓFSSON, Urðargötu 15, Patreksfirði, verður jarðsunginn frá Patreksfjarðar- kirkju miðvikudaginn 6. mars kl. 14.00. Sólrún B. Kristinsdóttir, Guðni Jónsson, Hauður Kristinsdóttir, Magnús Alfonsson, Þóra Sjöfn Kristinsdóttir, Anna M. Kristinsdóttir, Gfsli Reynisson og barnabörn. KATRÍN GUNNARSDÓTTIR + Katrín Gunnars- dóttir var fædd 15. des. 1901 að Hólmum í Austur- Landeyjum. Hún lést 13. feb. 1996. Hún lauk kennara- prófi 1925 og kenndi við barna- skólann í Vest- mannaeyjum 1926- 1942. Hún giftist 24. maí 1935 Arthuri Emil Aanes vél- stjóra, f. 3. sept. 1903, d. 8. nóv. 1988. Börn þeirra eru: Sigrún, f. 10. maí 1936, Gunnar, f. 30. okt 1939, Rannveig, f. 25. júlí 1942. Útför Katrínar fór fram frá Fossvogskirkju 22. febrúar. MIG langar til að minnast nýlátinnar heiðurskonu, Katrínar Gunnarsdótt- ur, og þakka fyrir gömul og góð kynni. Hún var um árabil kennari í Vestmannaeyjum og þar lágu leiðir okkar saman. Haustið 1934 réðst ég að Barna- skóla Vestmannaeyja til að hefja starf á nýjum vettvangi sem kennari. Það er ekki ofmælt að við Barna- skólann starfaði hópur vaskra kenn- ara. I þeim hópi var Katrín sem hér skal minnast. Það sem mér er einna minnisstæðast um fyrstu kynni okk- ar er rólegt fas og hæglát fram- koma, jafnvel hlé- drægni. En ekki þurfti löng kynni til að sjá að hún mundi fyllilega valda hveiju því starfi sem hún tók sér fyrir hendur. Hún kenndi oftast yngri bekkjum skólans og hafði kynnt sér þann vettvang á námskeiði í Svíþjóð. Það hefur áreiðan- lega verið hverju barni hollt að kynnast vinnu- brögðum Katrínar. Hvergi hef ég séð vand- aðri vinnubrögð við skólastarf. Ekki þarf að taka fram að færslur allar stóðust svo sem best gat verið, enda skriftin sérlega falleg. Teikningar barna voru oft furðu snyrtilegar úr hennar bekk. Og öll vinna sem frá hennar hendi kom bar vott um vandvirkni og snyrtimennsku. Þetta er mér minnis- stæðast um Katrínu Gunnarsdóttur,- En það var líka gott og gaman að blanda geði við hana. Eftir áratuga bil hitti ég hana eitt sinn fyrir tilvilj- un á sýningu Kjarvals hér í Reykja- vík. Það var eins og við hefðum kvaðst í gær. Lítið vissi ég um störf Katrínar utan skólans. Þó vissi ég að hún átti þátt í stofnun slysavarna- félagsins Eykyndils og var í stjórn þess á meðan hún bjó í Eyjum. Eft- ir að Katrín flutti til Reykjavíkur starfaði hún ekki utan heimilis. En t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KATRÍN B. EIRfKSDÓTTIR, Steinsstöðum, Öxnadal, áðurtil heimilis i'Espigerði 4, Reykjavík, sem andaðist 21. febrúar sl., verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudag- inn 5. mars kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Sigríður Eggertsdóttir, Þorsteinn Guðlaugsson, Gestur Eggertsson, barnabörn og barnabarnabörn. hún notaði sínar högu hendur og vann heima við prjón bæði í höndum og á vél. Og eins og áður bar fram- leiðslan höfundinum fagurt vitni og varð útflutningsvara. Gjarna hefði ég viljað hitta hana oftar en færi gafst. Þó bar fundum okkar nokkr- um sinnum saman. Og þótt Elli kerl- ing væri orðin nærgöngul hélt hún sér andlega til hinsta dags. Börnum hennar, Sigrúnu, Gunnari og Rann- veigu, votta ég samúð og óska þeim alls góðs. Sigríður Arnadóttir. Við fráfkll Katrínar Gunnarsdótt- ur kennara rifjast margt upp eftir 66 ára kynni. Mér er það minnis- stætt þegar hún kom fyrst til dyra og bauð mig velkomna, þegar ég fór í fóstur til skólastjórahjónanna í Vestmannaeyjum. Daginn eftir færði hún mér fallega brúðu að gjöf til að gleðja mig. Þannig hélt hún áfram, okkar löngu kynni, að gleðja mig og mína með góðum gjöfum og hjálpsemi. Katrín var einnig fyrsti kennari minn í barnaskóla, hún var frábær kennari, börnin báru mikla virðingu fyrir henni og fundu traust og hlýju í návist hennar. Þegar ég lít til baka til þessara tveggja vetra sem hún kenndi mér finnst mér að það hafi alltaf verið sólskin í kennslustofunni hennar. Það sem mér er minnisstæðast í fari Katrínar fyrir utan kennsluhæfileika hennar er hversu mikill dýravinur og rækt- unarmanneskja hún var. Óteljandi voru útilegukettirnir sem hún sýndi umhyggju í gegnum tíðina og aldrei gleymdi hún að gefa smáfuglunum á veturna. Meðan hún bjó í Efsta- sundi, hafði hún alltaf stóran mat- jurtagarð sem hún annaðist af mik- illi alúð og nutu margir góðs af því. Henni féll aldrei verk úr hendi, mikla og fagra pijónamuni töfraði hún fram svo að aðdáun vakti. Bernsku og æskuheimili Katrínar, Hólmar í Landeyjum, var að allra dómi mikið myndarheimili og báru systkinin þaðan þess fagurt vitni. Það er gæfa að hafa kynnst slíku fólki. Að lokum vil ég kveðja hana með þessu broti úr ljóði eftir Einar Benediktsson. Með tryggð til máls og manna á mátt hins góða og sanna þú trúðir traúst og fast. Hér er nú starfsins endi í æðri stjórnar hendi er það, sem heilt í hug þú barst. Hrefna Sigmundsdóttir. I.O.O.F. 3 = 177438 = Fl. □ HELGAFELL 5996030419 IV/V 2 □ GIMLI 5996030419 III 1 I.O.O.F. 10 = 176348 = Sp Hörgshiíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. íomhjólp I dag kl. 16.00 er almenn sam- koma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42. Mikill söngur. Samhjálpar- kórinn tekur lagið. Barnagæsla. Ræðumenn Björg Lárusdóttir og Þórir Haraldsson. Kaffi að lokinni samkomu. Allirvelkpmir. Samhjálp. §Hjálpræðis- herinn Kírkjustræti 2 Hjálpræðissamkoma kl. 20. Ingibjörg og Óskar Jónsson tala. Allir velkomnir. Mánudag 4. mars kl. 16. Heimilasamband. Sr. Pétur Þor- steinsson talar. Allar konur velkomnar. Samkoma í Breiðholtskirkju í kvöld kl. 20. Prédikari Friðrik Schram. Altarisganga. Lofgjörð. Allir hjartanlega velkomnir. Borg Ijóssins Samkoma í kvöld kl. 20.30 í Lækjargötu 2, Hafnarfirði (Dvergur, gengið inn bakatil Brekkugötumegin). Beðið fyrir sjúkum. Allir velkomnir. Félagið Svölurnar Félagsfundur verður haldinn þriðjudagagskvöldið 5. mars kl. 20.30 ( Síðumúla 25. Gestir kvöldsins verða tveir leikarar með leiklestur úr bókinni Konur eru frá Venus og karlar frá Mars. Stjórnin. Kriilið lamfélag Samkoma í Góðtemplarahúsinu, Suðurgötu 7, Hafnarfirði, í dag kl. 16.30. Jón Þór Eyjólfsson predikar. Allir velkomnir. Miðvikudagskvöld kl. 20.30: Bibliulestur. Sltta ouglýsmgor Nýja postulakirkjan, Ármúla 23, 108 Reykjavík. Guðsþjónusta alla sunnudaga kl. 11.00. Verið hjartanlega velkomin í hús Drottins. Grensásvegi 8 Almenn samkoma og sunnu- dagaskóli kl. 11.00. Sjónvarpsútsening á Omega kl. 16.30. Ath.: Samkomur með Rani Sebastian nk. föstudag kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnirl Aðalstöðvar KFUMog KFUK, Holtavegi 28 Fjölskyldusamkoma í dag kl. 17.00. Fréttir og efni frá deildarstarfi KFUM og KFUK. Mikill söngur - fjölbreytt dagskrá. Veitingar seldar að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samkoma i' kvöld kl. 20.30. Ræðumaöur: Sr. Ólafur Jóhannsson. Þú er velkominn. Félag austfirskra kvenna Aðalfundur verður haldinn á Hallveigarstöðum mánudaginn 4. mars kl. 20. Mannræktin, Sogavegi 108, fyrir ofan Garðsapótek, sími 588 2722 Skemmtikvöld Fimmtudagskvöldið 7. mars nk. kl. 20.30 Sogaveig 108 (fyrir ofan Garðsapótek), verðum við með skyggnilýsingu „Ákall til áttanna 6 um leiðsögn", lesið í spil, sung- ið og trommað. Aðgangseyrir kr. 1.000. Ingibjörg Þengilsd. miöill, Jón Jóhann seiðmaður. 1,0 Á joriN Frá Sálar- rannsókna- ? félagi íslands Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Hinn trausti og sterki miðill og umbreytingamiðill, Diane Elliot, kemur til starfa hjá félaginu 11. mars nk. og býður upp á einka- tíma í sambands- og sannana- miðlun. Einnig verður boðiö uppá umbreytingafundi hjá Diane fyrir hópa. Upplýsingar og bókanir í síma 551-8130 milli kl. 10 og 12 og milli kl. 14 og 16 alla virka daga. Einnig á skrifstofunni, Garða- stræti 8, frá kl. 9-17. VEGURINN Krístiö samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Morgunsamkoma kl. 11.00. Brotning brauðsins. Barnabless- un. Hlaöborö. Allir koma með mat og borða saman. Kvöldsamkoma kl. 20.00. Samúel Ingimarsson predikar. Trúboössamkoma. Allir hjartanlega velkomnir! Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Kristín Karlsdóttir huglaeknir kemur til starfa hjá félag- inu 7. mars nk. Kristín sem hefur starfað með mjög góðum árangri mun bjóða upp á einkatíma. Upplýsingar og bókanir i síma 551-8130 milli kl. 10 og 12 og milli kl. 14 og 16 alla virka daga. Einnig á skrifstofunni, Garða- stræti 8, frá kl. 9-17. Sálarrannsóknafélag Suðurnesja Fjöldafundur Man'a Sigurðardóttir, skyggni- lýsingamiðill, verður með fjölda- fund i húsi félagsins á Víkurbraut 13, Keflavík, ( dag, sunnudag 3/3, kl. 20.30. Húsið opnaö kl. 20. Allir velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Stjórnin. í Risinu, Hverfisgötu 105. Samkoma í kvöld kl. 20.00. „Hvernig berjumst við trúarinnar góðu baráttu!" 1. Tim. 6.12. Predikari: Hilmar Kristinsson. Frelsishetjurnar, krakkakirkja kl. 10 sunnudagsmorgun. Allir velkomnir. Fimmtudagskvöld kl. 20: Biblíulestur og bænastund. Vertu frjáls - kíktu i Frelsið. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Brauösbrotning í dag kl. '11.00. Ræöumaður Hafliöi Kristinsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Mike Fitzgerald. Tekin veröur fórn til kristilegu útvarpsstöðvarinnar Lindin FM 102,9 í tilefni 1 árs afmælis hennar. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng. Barnagæsla fyrir börn undir grunnskólaaldri. Láttu sjá þig, þú ert innilega velkominn! Dagskrá vikunnar framundan: Þriðjudagur: Samvera fyrir eldri safnaðarmeðlimi kl. 15.00. Miðvikudagur: Lofgjörö, bæn og biblíulestur kl. 20.00. Föstudagur: Krakkaklúbbur kl. 17.30. Skrefið kl. 19.00. Unglingasamkoma kl. 20.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.