Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 31 , SKOÐUN i ! > ► > í * I Wf § Það er eitt megineinkenni þess- arar málfærslu, að allt virðist sprottið með einhlítum hætti af lögmálum hagkvæmni og hvatn- ingar, svo að hvergi þurfi að efast og vega hagræn og félags- leg viðhorf hvor gegn öðrum til þess að setja sér meðvituð þjóðfélagsleg markmið. annars garð, sem áður taldist vera til staðar. Veiðileyfagjald kemur eftir sem áður til álita, einkum ef fiskveiðistjórnun skilar verulega auknum árangri, en sem málefni á vegum sjávarútvegs- og ríkisfjár- mála miklu fremur en sem gengis- og peningamál. Gengið og grundvöllur hagvaxtar Þorvaldur víkur ennfremur að sjávarútvegi og genginu í annars konar samhengi. I kafla 14, „Þjóð- sögur“, er margt látið flakka í gam- ansömum tón, m.a. um vægi sjávar- útvegs í útflutningi. Þar heldur hann því fram, að vægi hans nemi aðeins 53%, metið eftir vörum og þjónustu í heild, í stað um 80% af vöruútflutningi, sem venjulega sé miðað við. Þarna vottar ekki fyrir viðurkenningu þess, að vöruflutn- ingar, tryggingar og ýmis ferða- og viðskiptaþjónusta eru borin uppi af vöruútflutningnum og hefðu ann- ars ekki verkefni né tekjur. Það er helst ferðaþjónusta við útlendinga, sem stendur á eigin grunni, og hef- ur hagfræðideild bankans nokkuð reynt að greina milli háðs og óháðs þjónustuútflutnings. Þá örlar ekki í þessum kafla á skilningi þess, að útflutningurinn leggi viðskipta- og vaxtargrundvöll að framleiðslu- heildinni. „Takið eftir þessu: fimm sjöttu hlutar (83%) af þjóðartekjum okkar eiga upptök sín utan sjávar- útvegs,“ segir á bls. 119. Hér er næstum beinlínis sagt, að allt þetta háa hlutfall verðmætasköpunar stæði óhaggað, hvað sem yrði um sjávarútveginn. Með þessu er allri hagbyggingu þjóðarbúsins hafnað, öllu „organisku“ innra samhengi, þótt hvert mannsbarn skilji, að án gjaldeyrisöflunar fengjust ekki hrá- efni, né erlend matvæli, sem höf- undur leggur þó mikið upp úr, né upprunaleg og óháð kaupgeta til þess að byggja eftirspurn innlendra athafna á. Ut frá þessu er einnig óskiljanleg sú áhersla, sem höfund- ur leggur á lífvænlegt gengi krón- unnar. Við allt annan tón kveður í 12. kafla, „Heimur úr hafti“, þar sem segir, að gengið hér hafi „verið skráð of hátt áratugum saman, svo að iðnaður, verslun og ýmiss konar þjónusta hafa ekki náð að vaxa sem skyldi“. Þetta ber væntanlega að skilja í samhengi við kenninguna um auðlindaskatt, sem hamli ofsókn í sjávarútveg. Varla neitar höfundur því þó, að efnahagslífið greinist í tiltölulega opinn og lokaðan geira, og að gengið orki fyrst og fremst á hinn opna, sem leggi þannig vaxt- argrunn að heildinni. Varla verður því heldur neitað, að dollarar eða pund frá sjávarútvegi, og þ. á m. frá hækkuðu vinnslustigi afurða hans, séu eins góðir peningar að vaxa af sem frá öðrum greinum. Hugmyndin um, að íslensk stjórnvöld geti þvingað fram varan- lega lágt raungengi til þess að hrinda þjóðarbúinu á hraðvaxtar- braut í líkingu við hina asísku tígra, kemur fram í pfanrituðu og víða annars staðar. A yfirborðinu virðist þetta æskilegt, en við nánari athug- un sennilega hvorki framkvæman- legt né æskilegt. Slíka hagvaxtar- spretti tók ísland út á fyrstu ára- tugum aldarinnar og eftir seinna stríð, þegar fjöldi fólks sópaðist úr sveitunum og lagði mikið á sig fyr- ir láglaunavinnu. Nú orðið fellur enginn slíkur fjöldi til í mannafla- frekar greinar, og fólk er orðið menntað og vandfýsið, og hefur enda góða afkomu, hvað sem yfirborðs- kenndum talna- samanburði líður. Aðstæður í austr- inu fara óðum að tillíkjast þeim, sem her ríkja, fremur en á hinn bóginn, og þar með híýtur hag- vöxtur að lýjast. Hagvöxt er nefnilega ekki unnt að bera saman án tillits til hagstigs, en því fylgir hærra menningarstig og tregða til að fórna félags- og menningarlegu umhverfi og verð- mætum í þágu hraðvaxtar. Lánatöp og bankakreppur Skrif Þorvalds um þetta efni eru meginbomban í bókinni, sem mest hefur verið hampað. Þau birtast einkum í bókarhluta II, í 7. kafla, „Ábyrgð embættismanna", og 8. kafla, „Fyrst GATT, síðan OECD“. Raunar er örðugt að festa hendur á, hvað bankastjórn Seðlabankans er sökuð um. Ásakanir eru mest- megnis í óbeinni ræðu. Dregnar eru upp kröftugar myndir af því, hve mikið tjónið sé talið í raunverðmæt- um og látið að því liggja, að um allsendis óþarfa handvömm ef ekki saknæmt athæfi sé að ræða. Tekið er undir kröfur um opinbera rann- sókn á mistökum og misferli, sem hljóti að liggja tapinu til grundvall- ar. Hér talar „rannsóknarblaða- maður" fremur en rýnandi og skýr- andi hagfræðingur. Ekki örlar á skilningi á því, að þjóðarbúskapur- inn hafi gengið í gegnum alvarlega kreppu, sem gjörbreytti fjárhags- legum forsendum flestra atvinnu- greina. Ekki heldur á því, að sam- tímis kreppunni ruku raunvextir upp í áður óþekkta hæð, sem skuld- arar höfðu ekki reiknað með að þurfa að standa undir. Að veruleg- um hluta má því líta á afskriftir lána sem þvingaða eftirgjöf raun- vaxta, sem skuldarar risu ekki und- ir, en eigendum innlána var á hinn bóginn hlíft við töpum, og héldu þeir raunvöxtum sínum óskertum. Töpin héldu þó uppi kröfunni um vaxtamun. Þrátt fýrir þessar ströngu kröfur á lánastofnanir hafa þær getað mætt lánaafskriftum af eigin tekjum, en ekki lent með þær á ríkissjóði svo sem í hliðstæðum tilvikum erlendis, að vísu eftir að skuldir útflutningsgreina, sem urðu fyrir sérstökum áföllum, höfðu ver- ið teknar frá til sérstaks uppgjörs. Ennfremur hefur verið ráðist í meiri háttar hagræðingarátök í kjölfar lánatapanna. Með þessum orðum er ekki ætl- unin að draga úr því, að gerð háfi verið gagnrýniverð mistök og hugs- anlega misferli, sem ýmsir aðilar löggjafar- og framkvæmdavalds beri pólitíska eða embættislega ábyrgð á. Mergurinn málsins, að því er varðar ábyrgð Seðlabankans, er hins vegar sá, að bankinn hefur ætíð gegnt hlutverki viðvarandans og upplýsandans, eftir því sem hon- um hefur verið framast unnt, og verið í þvi efni langt á undan Þor- valdi og þeim öðrum, sem hann hrósar fyrir að upplýsa málið. Raun- ar hefur allt frumkvæði í að rýna í það og upplýsa og jöfnum höndum að skýra orsakir og veita aðhald verið á hendi Seðlabankans, einkum bankaeftirlits og bankastjórnar, en einnig að því er útgáfur greinar- gerða varðar á hendi hagfræði- og peningamáladeilda. Þá hefur bankastjórnin átt virkan þátt í til- lögugerð um skipulagsbreytingar lánakerfisins til aukinnar hag- kvæmni og skilvirkni, þ. á m. með hlutafjárvæðingu bankanna og væntanlega stefnu á einkavæðingu þeirra, þótt bankastjóm ætti að vísu ekki óskiptan hlut að því áliti. Atfylgi og ábyrgð Seðlabankans á öryggismálum lánakerfisins kem- ur fyrst og fremst fram í starfi bankaeftirlitsins, sem lengst af hef- ur takmarkast við innlánsstofnanir og aðeins frá því fyrir tveim árum hefur náð til fjárfestingarlánasjóða. Þau afskipti, sem eftirlitið gefur tilefni til, fara fram í trúnaði, en fyrir þeim er gerð árleg grein til viðskiptaráðuneytis, auk þess sem kærur fýrir vítavert atferli, sem varðar refsingu eða réttindamissi, ganga áfram til ákæruvalds eða ráðuneytis. Yfirlit bankaeftirlits um ársreikninga viðskiptabanka og sparisjóða hafa verið gefín út um langt árabil, með öllum helstu nið- urstöðum og kennitölum samkvæmt samræmdu uppgjöri. Árlegar grein- ar hafa verið birtar í Hagtölum mánaðarins um afkomu og eigið fé þessara stofnana öll ár frá 1986. Með haustskýrslu Seðlabankans í nóvember 1992 var athyglinni beint nánar að útlánaafskriftum frá árinu 1987 og þá bætt við úrvinnslu fjár- festingarlánasjóða, enda þótt þeir kæmu ekki til kasta bankaeftirlits- ins fyrr en árum síðar. Kom í ljós, að afskriftirnar urðu ekki alvarlegt vandamál og hliðstætt þróaðri lönd- um fyrr en árið 1989. Reynt var þá þegar að skýra áföllin með al- mennum skilyrðum hagsveiflu og hagstjómar, en einnig bent á: „Auk þessara almennu skilyrða leiða rannsóknir ytra í ljós samhengi áhættunnar við misjafnlega skyn- samlegt atferli lánastofnana, tísku- sveiflur í lánveitingum og snöggar breytingar á opinberri íhlutun." Þannig var sett fram hlutlæg og hógvær gagnrýni, árum áður en þingmenn og Þorvaldur hófu upp raddir sínar. Það kom hvað markverðast í ljós við þessar athuganir, að útlánatöp voru sáralítil, meðan bankakerfíð var verndað á lokuðum lánamarkaði og verðbólgan fór ránshendi um lánastofn landsmanna, svo mjög sem hún hlýtur að hafa stuðlað að mistökum í lánveitingum. Opinská mynd afskrifta í reikningum var því síður en svo til marks um aukna sóun í lánakerfinu, heldur snögg afhjúpun þess, sem viðgengist hafði. Við þessu var varað með til- komu fullra raunvaxta og æ fyllri opnun íjármagnsmarkaðarins út á við. Því var fylgst grannt með þess- um málum í ritum bankans frá ári til árs, samanburður gerður við önnur Norðurlönd og reynt að graf- ast fýrir rætur vandans. í ágúst- hefti Hagtalna mánaðarins 1994 var vikið að „illa grunduðum þensluáformum og fjárfestingum í mörgum greinum" með ofrisi hag- sveiflunnar 1987. í grein eftir höf- und þessara lína í 2. hefti Fjármála- tíðinda 1994, „Útlánaafskriftir og -töp innlánsstofnana og fjárfesting- arlánasjóða", er rækilegast um þessi mál fjallað. Af samanburði við Norðurlönd var þar dregin þessi ályktun: „Af þessu má ljóst vera, að útlánatöp og afskriftir vegna þeirra eru hvorki sérstök fyrir hið íslenska lánakerfi né skýrast þau af sérstökum skipulagsveilum þess eða lélegri stjórnun." Þetta telur Þorvaldur ámælisvert og segir: „í greininni örlar sem sagt ekki á við- urkenningu á þeim skipulagsmein- semdum, sem eru undirrót útlán- atapsins að mínum dómi.“ (Bls. 76.) Þarna var þó aðeins jafnað til ástandsins á Norðurlöndum al- mennt, en ekkert staðhæft um, hvort skipulagsveilur ríki bæði hér og þar. Þó má geta þess, að þar var einkum eða eingöngu um einka- banka að ræða, og voru sumir þeirra yfirteknir af ríkinu þeim til bjargar. Ennfremur var vísað til annarrar greinar um bankakreppur á Norðurlöndum og víðar, og fylgdi hún næst á eftir í heftinu. í framhaldi umræddrar greinar var ennfremur staðhæft, að banka- kreppur á Norðurlöndum væru ekki einstæðar, þótt áberandi hafi verið, og síðan fjallað stuttlega um rann- sóknir á bankakreppum almennt og helstu skýringartilraunir, sem af þeim voru sprottnar. Fjallað var um málið með bæði skýrandi og gagn- rýnandi hætti með vísun til ógæti- Að fengnu sjálfstæði seðlabanka, sem tengt sé markmiðum stöð- ugleika, þrengist heldur betur um möguleika á beitingu gengis- stefnu til hraðvaxtar. Þá er treyst á, að hagstæðu raungengi sé komið á og því við haldið með stöðugleik kaupgjalds að tiltölu við launaþróun erlendis. legrar þenslu í útlánum, og loks reynt að ráða í úrlausnir vandans, eftir því sem takmörkuð þekking á svo flóknu viðfangsefni leyfði. Að sjálfsögðu var greinin rituð í var- kárum, fræðimannlegum stíl, en ekki æsifréttastíl eða með beinum ásökunum, sem staðreyndagrun- dvöllur var ekki fyrir. Telji aðrir sig geta gert betur, er eðlilegt, að þeir geri svo á eigin ábyrgð, en hafa þó tæpast ástæðu til þess að krefj- ast þess af Seðlabankanum, að hann fari fram úr þeim grundvelli, sem hann hefur að byggja á. í því sambandi má benda á, að hér má heita algjör skortur á háskólarann- sóknum á þessu sviði, og má hann teljast bagalegur. Sjálfstæði Seðlabankans og ráðgjafarhlutverk Seðlabankinn starfar enn á grundvelli laga frá 1986, þrátt fýr- ir nokkrar breytingar á þeim og öðrum hliðstæðum lögum síðan, sem hníga einkum í átt aukins fijálsræðis á peninga- og fjár- magnsmarkaði og nokkuð aukins sjálfstæðis Seðlabankans. Nokkuð vantar þó enn á fullt sjálfstæði, sem víða er á komið eða stefnt að. Tillög- ur í þá veru hafa þó verið unnar og liggja fyrir í frumvarpsdrögum, sem hvorki hafa fengist flutt né breytt til þess horfs, að framgang fái. Á meðan er Seðlabankinn eins og milli vita, starfar í samræmi við breytt ákvæði og nýjan skilning á takmarkaðra og sjálfstæðara hlut- verki sínu, en getur ekki treyst á þá skipan. Frá upphafi bankans var gert ráð fyrir, að honum væri skylt að samræma stefnu sína sem einn þátt í fjölþættri heildarstefnu stjórnvalda. Til öryggis var sett það ákvæði, að bankanum væri rétt, en þó ekki skylt, að lýsa verulegum ágreiningi við ríkisstjórnina opin- berlega. Þótt ákvæðið sé almennt orðað, leiðir af eðli málsins og stöðu þess og samhengi við aðrar greinar í lögunum, að því er einkum ætlað að eiga við um aðgerðir eða að- gerðaleysi í peninga- og gengismál- um, sem bankinn hefur með hönd- um, eða bein skilyrði þess, að slíkar aðgerðir nái tilætluðum árangri. Þessu ákvæði hefur aldrei verið beitt með beinni skírskotun til þess, þótt oft hafi verið lagðar talsvert aðrar. áherslur en fram hafa komið hjá hlut- aðeigandi rík- isstjórnum. Skýring þessa mun annars vegar sú, að oftast hafi orð- ið málamiðlun fremur en op- inn ágreining- ur, hins vegar að reynt hafi verið að forðast að spilla samstarfi við ríkisstjórn. Sjálfstæði seðlabanka er yfirleitt skilgreint með skírskotun til ákveð- inna markmiða í peninga- og gjald- eyrismálum, einkum stöðugs verð- lags og gengis, sem bankanum sé skylt að keppa að og hafi yfir tækj- um að ráða til þess, enda væri víð- tækara vald varla lýðræðislegt. Það liggur í hlutarins eðli, að ríkisstjórn- in sé að sama skapi óháð seðla- banka í framkvæmd sinna mála- flokka. Hvor aðili um sig hlýtur þá að afla sér þeirrar sérþekkingar, sem við þarf á sínu sviði. Þegar farið er að lifa eftir þessari megin- reglu, þótt ekki sé fullmótuð í lög- v um, gerist því æ örðugra að láta sem seðlabanka beri að veita ráð- gjöf í hveiju máli, sem hagstjórn varðar. Að sjálfsögðu þarf einhvers staðar að vera fyrir hendi heildaryf- irsýn yfír þjóðarbúskapinn, og þá gjarnan hjá fleiri stofnunum og í samvinnu þeirra, sem og samþætt- ing í heildarstefnu hjá ríkisstjórn- inni. Það er því nokkuð langsótt, að Seðlabankinn eigi ætíð að geta vitað betur en aðrar stofnanir um málefni á þeirra sviði. Þó ætti hann að geta verið málsvari vissra heild- stæðra og heilbrigðra viðhorfa í efnahagsmálum almennt. Að fengnu sjálfstæði seðlabanka, sem tengt sé markmiðum stöðug- leika, þrengist heldur betur um möguleika á beitingu gengisstefnu til hraðvaxtar. Þá er treyst á, að hagstæðu raungengi sé komið á og því við haldið með stöðugleik kaup- gjalds að tiltölu við launaþróun er- lendis. Gengisfelling í hraðvaxtar- skyni væri þá háð altækum sátt- mála við launþegasamtökin, ef nokkur von á að verða um árang- ur. Þannig geta ekki heldur allar þjóðir farið að, heldur ein eða fáar í senn, þar sem gengislækkun einm_ ar er gengishækkun annarrarT Þannig verður ekki bæði sleppt og haldið, heldur verður í flestum til- vikum að velja milli stefnu hrað- vaxtar eða stöðugleika, en jafn- framt er mest hætta á, að hin fyrr- greinda færi úr böndunum, ef reynd væri. Höfundur er hagfræðilegur r&ðu- nautur bankastjómar Seðlabank- ans. Þúsundir íslenskra póstkorta: Kaupstaðir; kirkjur, sveitabœir, fólk, ár, fossar, brýr, vísnakort, jólakort ofl. Tilvalið fyrir byggða- og átthagasöfn. Kaupum einnig gömul póstkort Hjá Magna Ltiugavegi 15 • Sími 552 3011 • Fax 551 3011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.