Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KYIKMYNDIR/Háskólabíó sýnir fljótlega bandarísku kvikmyndina Tónverk um lífið, Mr. Holland’s Opus. f aðalhlutverki er Richard Dreyfuss en hann hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Þrjátíu ára sinfónían VIÐ lok starfsævi Hollands tónlistarmanns tjá þakklátir nemendur honum tilfinningar sínar. GLENN Holland við píanóið í faðmi fjölskyldunnar. MYNDIN Mr. Holland’s Opus fjallar um ævistarf Glenn Hollands, tónlistarmanns, sem ætlaði sér að stunda kennslu í nokkur ár áður en hann tækist á við þá köllun sína að semja ódauð- lega tónlist. 1994 gengur Glenn Holland út úr skólanum sínum í síðasta sinn eftir 30 ára starf. Hann er laus við biturleikann yfír hlutskipti sinu, sem lengi nagaði sálina og hefur fengið staðfest- ingu á því að þótt hann hafi ekki samið tónlistina sem hann þráði að láta eftir sig í æsku lifir minn- ingin um kynni af frjóum og hvetj- andi lærimeistara í hugum þess íjölda nemenda sem Glenn Hol- land kenndi að meta töfra tónlist- arinnar. í fyrstu var kennslan Glenn Holland aðeins lifibrauð og leið til að safna nægu fé til að geta hætt að vinna og helga líf sitt tónsmíðum. Hann beið óþreyju- fullur eftir að hringt væri út úr síðustu kennslustund hvers dags svo hann kæmist heim til konunn- ar sinnar og píanósins en við það sat hann jafnan fram á nætur. Það var ekki við því að búast að framan af vaknaði áhugi nemend- anna á námsefninu enda státaði Holland sig af því að geta komið 32 unglingum til að so'fa með opin augun og hlustaði daufum eyrum á innblásnar ræður skóla- stjórans síns um þá köllun að vísa ráðvilltum unglingum veginn sem kennslan væri. En viðhorfið breyttist eftir að niðurbrotinn nemandi Hollands bankaði upp á dymar hans kvöld nokkurt, niðurbrotin yfir því að ná ekki valdi á hljóðfærinu sem hún var að læra á og óttaslegin við að játa ósigur sinn fyrir for- eldrum sínum. Þá var sem kvikn- aði eldur í bijósti Glenn Hollands. Með því að opna sig fyrir stúlk- unni og miðla frá hjarta sínu hvemig hann skynji tónlist tekst honum að telja í hana kjark til að halda áfram. Það er nýr maður sem mætir til tónmenntakennslu í John F. Kennedy framhaldsskólanum daginn eftir. Hann hendir út nótnaheftinu og kennslubókunum og dregur upp hljómplötur með Beach Boys, Bítlunum og Rolling Stones, allt sem getur auðveldað honum að vekja unglingunum ást á tónlist og skilning á því sem hún hefur að miðla. Það er eldhuginn Glenn Holland sem nú tekur að sér að stjórna lúðrasveit skólans og kemur ánægður heim úr skólanum til írisar eiginkonu sinnar og ungs sonar sem hlýtur nafn sem sæmir syni þess manns sem lifir fyrir tónlistina; Coltrane Gershwin Hol- land. Þess meira verður áfallið þegar Glenn Holland og kona hans fá þær fréttir að sonurinn sé heyrnarlaus og faðirinn skynjar að hann muni ekki geta deilt ástríðu sinni með syni sínum. í myndinni er fylgst með kenn- aranum eftir því sem árin færast yfir, sorgum hans og sigrum í starfí og einkalífí. Smám saman fjarlægist draumur tónlistarmannsins um að setja mark sitt á tónlistarsöguna. Þótt hann haldi áfram að miðla nemendum sinni af ást sinni á viðfangsefninu og sé óhræddur að nota til þess vinsælustu tónlist hvers tíma finnst honum innst inni að hann lifí til einskis og ásakar sjálfan sig fyrir að hafa gefíð sig brauðstritinu á vald. Þegar komið er fram á tíunda áratuginn á listkennsla í fram- haldsskólum í vök að veijast og þar kemur að Oregon-fylki telur fjármunum skattborgaranna bet- ur varið til annars en að greiða Glenn Holland Iaun. Og þegar ævistarfi hans er að ljúka fær hann staðfestingu á því að ekki var allt sem honum sýndist. Sin- fóníuna samdi hann þrátt fyrir allt og skráði í hjörtu nemenda sinna í gegnum árin sem koma saman til að tjá þakklæti sitt og vináttu. Auk Richards Dreyfuss, sem leikur titilhlutverkið, koma m.a. við sögu í myndinni Mr. Holland’s Opus Olympia Dukakis, sem leik- ur skólastjórann og Glenne He- adly, sem leikur eiginkonuna, Iris Holland. Myndin er gerð eftir handriti Patrick Sheane Duncans, en leik- stjóri er Stephen Hereks, sem m.a. leikstýrði Critters, Bill and Ted’s Excellent Adventure, Don’t Tell Mom the Babysitter’s Dead, The Mighty Ducks og The Three Musketeers. Eins og upptalningin ber með sér er myndin um ævi- starf Glenn Hollands býsna ólík fyrri verkum leikstjórans. Leikur Richard Dreyfuss hefur átt mestan þátt í þeirri velgengni sem myndin hefur notið. Það hvernig hann túlkar persónu tóri- listarkennarans í gegnum þau þijátíu ár sem myndin spannar, með dyggri aðstoð förðunarmeist- ara myndarinnar, þykir í frásögur færandi eins og Oskarsverðlaun- atilnefningin er til marks um. RICHARD Dreyfuss hefur, með hléum, verið framar- lega í flokki bandarískra kvik- myndaleikara undanfarna tvo áratugi. Eftir að hann hafði leik- ið í þremur af vinsælustu kvik- myndum áttunda áratugarins og hlotið óskarsverðlaun 1977 lenti ferill hans í djúpri lægð í nokkur ár en þeir tímar eru að baki. Þær undirtektir sem leikur hans í myndinni um tónlistarkennarann Glenn HoIIand hefur hlotið, jafnt meðal áhorfenda, gagnrýnenda og kvikmyndaakademíunnar, benda til þess að Dreyfuss, sem nú er 48 ára gamall, kunni að vera að nálgast hátind ferils síns og að önnur Óskarsverðlaun hans séu jafnvel innan seilingar. Richard Dreyfuss er fæddur í New York en fluttist 8 ára gam- all til Los Angeles með fjölskyldu sinni og fór þá strax að fást við leiklist í félagsmiðstöð gyðinga í sinni nýju heimaborg. Strákurinn ákvað barnungur að gera leiklistina að ævistarfi eftir að setur yfir svarthvítum myndum með Spencer Tracy, Henry Fonda og James Stewart í aðalhlutverkum, höfðu sann- fært hann um að í sporum leikar- anna vildi hann standa. Dreyfuss var á 19. ári þegar hann fékk sín fyrstu kvikmynda- hlutverk, annars vegar í Valley of the Doils og hins vegar í stór- mynd ársins 1967, The Graduate. 1973 varð andlit hans fyrst Fær hann aftur Óskarsverðlaun? þekkt en þá lék hann hlutverk bófans Baby Face Nelsons í myndinni Dillinger eftir John Milius og einnig eitt aðalhlut- verkið í hinni geysivinsælu mynd George Lucas, American Graff- iti. 1974 sýndi þessi ungi og upp- rennandi leikari fjölhæfni sína í aðalhlutverki kanadísku mynd- arinnar The Apprenticeship of Duddy Kravitz. Enn reis stjarna Richard Dreyfuss þegar hann lék í tveim- ur myndum Steven Spielbergs, Jaws, árið 1975, og Close Enco- unter of the Third Kind, árið 1977, en þrjár síðasttöldu mynd- irnar voru í hópi fjölsóttustu kvikmynda áttunda áratugarins. 1977 var gott ár fyrir Richard Dreyfuss því þá hlaut hann ósk- arsverðlaunin sem besti Ieikari ársins, 29 ára að aldri, og yngst- ur leikara til þess að hljóta þá vegsemd. Myndin sem í hlut átti var kvikmyndagerð Herberts Ross eftir leikriti Neil Simons, The Goodbye Girl. Jafnskjótt og þeim tindi var náð fór að halla undan fæti á leikferli Richard Dreyfuss. A árunum 1978-1984 lék hann í myndunum The Big Fix, Whose Life Is It Anyway?, The Compet- ition, og The Buddy System, en engin þeirra náði teljandi hylli. Það var ekki fyrr en 1986 sem næst var eftir Richard Dreyfuss tekið en þá lék hann í hinni geysi- vinsælu mynd Paul Mazurskys, Down and Out in Beverly Hills, á móti Bette Midler og Nick Nolte. En Richard Dreyfuss varð jafn- fljótur upp úr öldudalnum og ofan í hann. 1987 lék hann í mynd Barry Levinsons, Tin Men, hasar- myndinni Stakeout ásamt Emilio Estevez og á móti Barbra Strei- sand í Nuts en þessar þijár mynd- ir urðu hver annarri vinsælli. 1988 vann hann aftur með Paul Mazursky í satírunni Moon over Parador. Holly Hunter og Richard Dreyfuss kynntust bærilega árið 1989 þegar þau léku saman í tveimur kvikmyndum; Once Aro- und og þriðju Spielberg-mynd Dreyfuss, Always. Síðan lék hann einnig smáhlutverk í Postcards from the Edge og í kvikmynda- gerð leikrits Tom Stoppards, Rosencrantz and Guildenstern Are Dead. Richard Dreyfuss var einnig í stórum hlutverkum í tveimur myndum, sem voru meðal hinna vinsælustu árin 1991 og 1993, annars vegar í What about Bob, sem Frank Oz leikstýrði og hins vegar í framhaldsmyndinni Anot- her Stakeout, sem eins og hin fyrri var leikstýrt af John Bad- ham. 1983 kom Dreyfuss svo enn við sögu kvikmyndagerðar á leik- ritum Neil Simons þegar hann lék föðurinn í myndinni Lost in Yonkers. Mr. HoIIand’s Opus var frum- sýnd vestanhafs í vetur og hlaut strax feikigóðar undirtektir áhorfenda og gagnrýnenda, sem hafa lofsungið leik Richard Dreyfuss í aðalhlutverkinu. Hann er tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir myndina og margir hafa orðið til þess að spá honum vel- gengni við afhendingu verðlaun- anna í lok þessa mánaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.