Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.03.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MARZ 1996 33 BJARNE PA ULSON ■+■ Bjarne With * Paulson, fyrr- verandi sendiherra Dana á Islandi, fæddist í Kaup- mannahöfn 28. nóv- ember 1912. Hann lést í Ríkisspítalan- um þar aðfaranótt laugardagsins 3. febrúar. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur A. Paulson (Ólafur Ágúst Páls- son), f. 3. mars 1863, d. 13. apríl 1941 og Ellen Paul- son, fædd With, f. 24. mars 1883, d. 20. okt. 1971, og var Bjarne einkabarn þeirra. Ólaf- ur Pálsson var sonur Páls Ól- afssonar (1832-1910), hrepp- stjóra og dannebrogsmanns á Gilsstöðum í Vatnsdal, síðar á Akri í Þingi, og k.h. Guðrúnar Jónsdóttur (1832-1915). Ólafur lauk lögfræðiprófi í Kaup- mannahöfn 1891, settist þar að og var skrifstofusljóri í yfir- borgarstjórn Kaupmannahafn- ar. Systkini Ólafs voru sr. Bjarni, prófastur í Steinnesi, kvæntur Ingibjörgu Guð- mundsdóttur, Steinunn, gift Guðjóni Jónssyni á Leysingja- stöðum, Ingibjörg Margrét, gift Kristjáni Sigurðssyni að Reykj- um á Reykjabraut og Ingunn, gift Halldóri Bjarnasyni á Akri. Bjarne átti því fjölmennan frændgarð hérlendis. Bjarne Paulson varð stúdent frá Metropolitanskolen (Frúar- skólanum) í Kaupmannahöfn 1931 og cand.juris frá Hafnar- háskóla í janúar 1939. Hann hóf þá störf í dönsku utanríkisþjón- ustunni og starfaði þar í rúma fjóra áratugi. Hann var í Dan- mörku meðan á síðari heims- styijöldinni stóð, en að henni lokinni var hann sendur til Þýskalands til að aðstoða við heimflutning danskra og norskra stríðsfanga. Hann var sendiráðsritari við danska sendiráðið í París 1946-1949, verslunarritari í Lundúnum 1949- 1951, fulltrúi, síðar skrifstofustjóri í ut- anríkisráðuneytinu Kaupmannahöfn 1951-1957, og sendiráðunautur í Bonn 1957-1960. Hann var sendi- herra Dana á fs- landi frá febrúar 1960 til 1965, en þá varð hann sendi- herra í Argentínu með aðsetri í Buen- os Aires og jafn- framt sendiherra í Chile, Paraguay og Uruguay. Hann var aftur í ráðuneytinu í Kaup- mannahöfn 1973-1977, en starfsferli sínum lauk hann í Jóhannesarborg í Suður- afríska lýðveldinu, þar sem hann var 1977-1980. Bjarne var sæmdur mörgum heiðurs- merkjum fyrir störf sín, dönsk- um, íslenskum, norskum, sænskum, svo og frá þeim lönd- um þar sem hann gegndi störf- um. Bjarne Paulson kvæntist 15. maí 1936 Agnete Boeg, f. 10. apríl 1914. Foreldrar hennar voru Niels Vilhelm Boeg (1881- 1968), landsdómari í Kaup- mannahöfn og k.h. Clara Christ- iane, fædd Skovgaard (1882- 1934). Bjame og Agnete Paul- son áttu tvö börn. Sonur þeirra er Olaf Bjame, f. 22. júlí 1940, dr.med., prófessor og yfirlæknir í taugasjúkdómafræði við Kaup- mannahafnarháskóla. __ Kona hans er Elísabet Erla Ólafsdótt- ir, yfirlæknis á Vífilsstöðum Geirssonar og k.h. Erlu Egilson. Þau eiga þijár dætur og einn son. Olaf og Elísabet eiga tvö bamabörn. Dóttir Bjarne og Agnete er Brita Agnete, f. 1. október 1942. Hún er gift Luis Gowland Llobet, landeiganda í Buenos Aires. Þau eiga einnig þijár dætur og einn son. Bjarne Paulson var jarðsett- ur í kyrrþey í Kaupmannahöfn föstudaginn 9. febrúar. BJARNE Paulson og stjúpmóðir mín, Steinunn Bjarnadóttir frá Steinnesi, voru bræðrabörn. Kynni mín af Bjarne hófust, þegar hann varð sendiherra Dana á íslandi í febrúar 1960. Þá var ég í mennta- skóla og var fljótlega fenginn til þess að rifja upp með honum ís- lenskukunnáttu og hlaut á móti til- sögn í dönsku. Hann var ötull við að veita mér tilsögn í dönskum fram- burði og málnotkun. Oftast sátum við í „kahytten", þakhýsi sendiráðs- ins við Hverfisgötu, en það var skemmtilega innréttað í káetustíl. Kennslan var einkum í því fólgin að lesa íslensk blöð. Bjarne var vel læs á íslensku er hann kom hingað, en hann var ófús til þess að tala hana, þar sem hann hafði nokkurn hreim. Orðaforði hans var af eðlilegum ástæðum einkum bundinn við bók- mál og bókmenntir, og spurði hann mig því mikið um ýmis nýyrði, upp- runa þeirra og merkingu. Oft var spjallað um heima og geima, og víkk- aði það sjóndeildarhring minn að kynnast svo fáguðum og víðförulum heimsmanni. Við gæddum okkur oftast á smurðu brauði yfir blöðun- um. Einhveiju sinni varð mér það á að fá mér fyrst brauðsneið með nautasteik og síðan brauðsneið með rækjum, og benti Bjarne mér þá kurteislega á að „en ægte fransk- mand spiser altid fisk for kod“. Bjarne kom fyrst til íslands sum- arið 1928. Dvaldist hann þá hjá frænda sínum, Ólafí í Brautarholti, en í Reykjavík hafði hann samastað á heimili Lárusar H. Bjarnasonar, hæstaréttardómara. Lárus og Ólafur Pálsson voru nánir vinir, samstúd- entar og luku lagaprófi á sama tíma. Bjarne og Steinunn, stjúpa mín, stofnuðu þá til ævilangrar vináttu, TRYGGVIEIRÍKSSON + Tryggvi Eiríksson fæddist á Utverkum á Skeiðum 26. september 1921. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 21. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fíladelfíukirkjunni 1. mars. KÆR bróðir minn er látinn, aðeins 74 ára. Hann varð fyrstur til að kveðja systkinahópinn af okkur sem urðum fullorðin. Minningarnar leita sterkt á hugann. Minningin um stóra bróður sem við dáðumst svo að og litum upp til. Hann var svo hávaxinn og glæsilegur. Það var stutt í glens og gáskafullan hlátur- inn þótt alvara lífsins væri líka tek- in til athugunar. Hann var eftirsótt- ur félagi og oft var glatt á hjalla í Langholtshverfinu björt sumar- kvöldin, þar sem margt var af ungu og kátu fólki, nágrönnum og kaupa- fólki. Var ekki líka alltaf sólskin í þá daga? Hann elskaði söng og hljómlist og Guð hafði gefið honum fallega söngrödd sem hann var óspar á, mér og öðrum til aðdáun- ar. Ég heyri enn innra með mér unga rödd hans syngja af tilfinn- ingu: Berðu mig þrá sem að öllu ofar bendir áleiðis heim þó að fenni í gömul spor. Eitt á ég þó sem að öllu veginn greiðir, ástina til þín, mitt hlýja vor. Mér finnst eins og hljómlist og bækur hafí verið hans hálfa líf. Það var alltaf bók innan seilingar. Við náttborðið, í tjaldinu, þegar hvílt var við engjasláttinn, þegar dælt MINNINGAR sem efldist er hún var nokkru seinna vetrarlangt á. húsmæðraskóla í Kaupmannahöfn. Bjarne hóf störf í danska utanrík- isráðuneytinu að loknu lagaprófi og var í Kaupmannahöfn öll stríðsárin. Bjarne og kona hans, Agnete, voru í París 1946-1949. Tóku þau miklu ástfóstri við land, þjóð og tungu, menningu og matargerð og stofnuðu til ævilangrar vináttu við marga Frakka. Þegar Bjarne var sendiráðu- nautur í Bonn komst upp að dansk- ur starfsmaður sendiráðsins var njósnari fyrir Sovétríkin. Bjarne veitti þá sendiráðinu forstöðu í fjar- veru sendiherrans. Njósnarinn náðist eftir æsispennandi eltingaleik. Frá- sögn Bjarne af því atviki er mér enn afar minnisstæð, gædd spennu og stígandi og jafnaðist í hvívetna á við reyfaralestur eða bíóferð. Bjarne var sendiherra Dana á ís- landi rúm fimm ár. Þau hjón voru afar vel látin hér, jafnt af Islending- um sem Dönum. Bjarne kynntist fjöl- mörgum embættis- og stjórnmála- mönnum. Nánust kynni hafði hann af Gylfa Þ. Gíslasyni, en á þessum árum var handritamálið mikið á döf- inni. Hann endurnýjaði tengsl við ættingja sína hér, og kynntist þeim sem hann hafði ekki hitt áður. Börn hans, Olaf og Brita, voru hér á sumr- in, og hún stundaði einnig nám um tíma við Háskóla íslands. Þau eign- uðust hér fljótt fjölmennan vinahóp, og brátt felldu Olaf og ung mennta- skólastúlka, Elísabet Olafsdóttir, hugi saman. Vinahópurinn kom oft í sendiráðið, og var þá glatt á hjalla. Bjarne og Agnete höfðu einstakt lag á að umgangast ungt fólk. Þau komu ævinlega fram við það sem jafn- ingja, og þau báru virðingu fyrir skoðunum þess. Ég veit að margir jafnaldrar mínir, skólafélagar og vinir Elísabetar minnast Bjarne nú með hlýhug. Olaf og Elísabet giftust 1964. Mikil vinátta var með Bjarne og Agnete, og foreldrum Elísabetar, Ólafi Geirssyni lækni og Erlu Egil- son. Ólafur Geirsson lést sumarið 1965, skömmu eftir að Bjarne og Agnete fóru héðan, og var ótímabær dauði hans þeim mikið áfall. Móðir Bjarne, Ellen Paulson, var oft hér langdvölum á íslandsárum hans. Tante Ellen, eins og hún var jafnan kölluð, var óvenjuleg kona og ógleymanleg öllum þeim sem henni kynntust. Hún var þá um átt- rætt, en síung í anda og naut sam- vista við ungt fólk. Bjarne og Agnete voru í Argent- ínu 1965-1973. Þau kunnu afar vel að meta land og þjóð, ekki síst trygg- lyndi heimamanna. Ungur sonur vinafólks þeirra, Claudio að nafni, ólst að verulegu leyti upp hjá þeim og er hann búsettur í Danmörku. í Argentínu kynntist Brita eiginmanni sínum, Luis Gowland Llobet. Ég kom í fyrsta skipti til Dan- merkur sumarið 1977, heimsótti þá Bjarne og Agnete, og ævinlega síð- an, er ég átti leið um Kaupmanna- höfn. Sjötugsafmæli Bjarne í nóvem- ber 1982 er mér afar minnisstætt, hin veglegasta matarveisla á glæsi- legu heimili þeirra í Store Kong- ensgade. Það er prýtt munum og listaverkum frá mörgum löndum, og skipa málverk Jóns Stefánssonar öndvegi. Einnig kom ég í sumarbú- stað þeirra í Gilleleje nyrst á Sjá- var vatninu úr brunninum með ann- arri hendi, bók í hinni. Það var notuð hver stund. Þegar hann sem fullorðinn maður fór að vinna við bókaverslun og dreifíngu fannst mér hann vera í réttu umhverfi. Seinasta sumarið sem hann var heima kom falleg stúlka að heim- sækja hann. „Þetta er Fanney, unn- usta mín,“ sagði hann stoltur. Eftir þetta sumar hittumst við sjaldnar. Álengdar fylgdumst við hvort með öðru, og það var ekki fyrr en við vorum orðin roskin og lífsreynd að við ræddumst við af einlægni á ný. Þá komst ég að því hvað hann hafði miklu að miðla þrátt fyrir veikindi og erfiðleika. Lífið var stundum harðleikið við hann en það gaf honum líka mikið. Á kveðjustundinni er hugurinn fullur þakklætis fyrir góðan bróður. Megi þráin bera þig áleiðis heim. Sigríður Eiríksdóttir. landi, en þar dvöldust þau öll sumur. Bjarne var mikill gæfumaður í einkalífi sínu og þau hjón mjög sam- rýnd. Hann átti barnaláni að fagna og gladdist af því að tvær sonardæt- ur hans eru lögfræðingar eins og afi þeirra og langafi. Bjarne var stoltur af íslenskum uppruna sínum, ættrækinn, ættfróður og áhugasam- ur um persónusögu. Þau hjón sýndu þeim Islendingum sem heimsóttu þau höfðinglega gestrisni, enda var Bjarne afar trygglyndur og vinfast- ur. Bjarne var fríður maður sýnum, grannur og bar sig tiginmannlega. Á yngri árum var hann prýðilegur íþróttamaður, og þau hjón höfðu mikla ánægju af útiveru og göngu- ferðum. Hann naut góðrar heilsu, en undanfarin misseri hafði hann fundið fyrir hjartakvilla. Hann fékk hjartaáfall föstudaginn 2. febrúar og lést nokkrum tímum seinna. Að leiðarlokum er Bjarne Paulson kært kvaddur af ættingjum og vin- um hérlendis. Ég minnist hans með þakklæti og hlýhug og votta ekkju hans og fjölskyldu innilega samúð mína. Baldur Símonarson. Frá því að ég man fyrst eftir mér á æskuheimili mínu í Brautarholti, heyrði ég talað um frændfólkið í Kaupmannahöfn, en faðir minn og Bjarne voru bræðrasynir. Þó að Ólaf- ur Ágúst Pálsson settist að í Kaup- mannahöfn að námi loknu, var alla tíð mikið samband milli systkinanna frá Akri. Bjarni og Ingibjörg í Steinnesi eignuðust ellefu börn og voru þau hjón dugleg og áhugasöm um að mennta börnin. Á þeim tíma var það Kaupmannahöfn, sem helst var litið til með framhaldsmenntun. Guðrún Margrét, elsta dóttir þeirra, fór til kennaranáms í Kaupmannahöfn, og í kjölfar hennar fylgdu faðir minn, Ólafur, og fleiri. En lengst þeirra systkina mun Björn hafa dvalist í Kaupmannahöfn. Þau nutu öll mik- illar gestrisni og alúðar á heimili föðurbróður síns og konu hans Ellen- ar, eða Tante Ellen eins og hún var ávallt kölluð. Sumarið 1928 kom fjölskyldan til íslands í heimsókn og var Bjarne þá 15 ára. Við þessa heimsókn styrktust ættarböndin enn frekar, því að samgöngur voru þá með öðr- um hætti en nú er. Árið 1937 fóru foreldrar mínir, Ásta og Ólafur, til Kaupmannahafnar, „sigldu", eins og það hét á þeim tímum, og fengu þau góðar móttökur hjá frændfólkinu. Bjarne var þar við laganám og höfðu þau Agnete gifst árið áður, 1936. Foreldrar mínir rómuðu mjög þetta efnilega og elskulega unga fólk, sem horfði til framtíðarinnar björtum augum. En seinni heimsstyrjöldin var á næsta leiti og á stríðsárunum bárust engar fréttir. Ólafur, faðir Bjarne, lést árið 1941. Þegar ég fór til náms til Kaup- mannahafnar 1949 kynntist ég frændfólkinu og var ómetanlegt að eiga þetta fólk að. Móðir Bjarne, Ellen, var einstök kona og samband sonar og móður mjög innilegt. Þau höfðu bæði mikla kímnigáfu og nutu aðrir af. Bjarne var höfðingi heim að sækja og voru þau Agnete mjög samhent og samstiga í pllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Á seinni árum eignuð- ust þau griðastað í Gilleleje á Norð- ur-Sjálandi og dvöldust þau þar löngum. Við hjónin og Sigurður Bjarni sonur okkar heimsóttum þau þar sumarið 1992 og nutum þess í ríkum mæli. Dagurinn var að kveldi kominn áður en við vissum af. Bjarne Paulson átti litríka ævi og kom víða við á lífsleiðinni. Hann hlaut margar góðar gjafír í vöggu- gjöf og var óskabarn foreldra sinna. Frændrækinn var hann og kunni vel að meta íslenskan uppruna sinn. Hann naut þess að ferðast um Húna- vatnssýslurnar og sjá æskustöðvar feðra sinna. Máski var sendiherra- staðan á íslandi hans „anskepost". Bjarne var heilsuhraustur alla tíð og Elli kerling varð honum ekki erf- ið viðureignar. Ég kveð frænda minn með þakk- læti og söknuði. Við hjónin og fjöl- skyldan öll sendum Agnete, börnum þeirra og ættmennum öllum innileg- ar samúðarkveðjur. Hvíl í friði. Ingibjörg Ólafsdóttir. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARI AGNARSSON, Skipholti 26, Reykjavík, sem lést 27. febrúar, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. mars nk. kl. 13.30. Rúnar Arason, Gréta Björgvinsdóttir, Benedikt Arason, Sigrún Hólm Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Gullengi 15 - Grafarvogi Sölusýning ídag sunnudag kl. 13-15 Gullfallegar 3ja og 5 herb. íbúðir í mjög góðu nýju sex íbúða húsi sem er vel staðsett í Grafarvogi. íbúðirnar afhendast tilbúnar til innréttinga eða fullbúnar án gólf- efna. Hús að utan og sameign skilast fullfrágengin. Söluaðili: ÁSBYRGI fasteignasala, Suðurlandsbraut 54, sími 568 2444, fax 568 2446.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.