Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX MAGNÚSÍNA Olsen á ísafirði hefur fylgst með rækjuveiðum verða að næststærstu grein sjávarútvegsins. „EG GET GRATIÐ OG HLEGIÐ" LÍF mitt hefur mjög verið bundið rækjunni. Mér finnst þetta eins og mitt annað afkvæmi," segir Magnúsína Olsen. Hún er fædd á ísafirði 28. maí 1911 og hefur búið þar alla sína ævi, utan hvað hún flutti „inn í skóg“ á sumr- in meðan börnin voru lítil. Þá dvöldu þau í sumarbústað í Tungudal, inn af ísafjarðarkaupstað. Magnúsína og Simon Olsen eignuðust eina dótt- ur og þijá syni. Af börnum þeirra er dóttirin, Inga Rut Olsen, ein á lífi. Magnúsína á nú 11 ömmubörn og 15 langömmubörn. Ást við fyrstu sýn Simon Olsen kom til íslands frá Karmoy í Noregi á fiskiskipi. Hann ílentist hér og endaði á ísafirði, líkt og félagi hans og frændi Ole Syre. Ole Syre var fjölskyldumaður og sótti íjölskylduna til Noregs en Sim- on var einhleypur. Á ísafírði hitti hann Magnúsínu Stefánsdóttur Richter, sem var 13 árum yngri. „Simon var hér og ég var hér. Við hittumst nokkrum sinnum. Það var ást við fyrstu sýn og aldrei nema hann einn,“ segir Magnúsína með blik í augum. „Hann var hár, grann- ur og gullfallegur. Það var eftirtekt- arvert hvað hann var glæsilegur rnaður." Þau Simon og Magnúsína gengu í hjónaband 1931. Magnúsína segir að Simon hafi aldrei gengið atvinnulaus. „Hann bjó sér bara til vinnu ef því var að skipta og fékkst til dæmis við lifrar- bræðslu áður en hann fór í rækj- una,“ segir Magnúsína. Lifrar- bræðsla þessi var sett á stofn 1932 á Grænagarði, miðsvæðis í Firðin- um, og stóðu þeir Simon og Ole Syre báðir að henni. Þremur árum síðar leigðu þeir félagar bát til að reyna rækjuveiðar. í fyrra voru því liðin 60 ár frá því þessi atvinnuveg- ur hófst hér á landi. Ég hef fundið gullkistu „Simon sagðist vera viss um að það væri rækja hér í fjörðunum, „Hér hefur þú allan aflann,“ sagði Simon Olsen, frumkvöðull rækjuveiða á íslandi, þegar hann afhenti Magnúsínu eiginkonu sinni fyrsta rækjufarminn í litlum kassa sumarið 1935. Magnúsína tók virkan þátt í rækjuævintýrinu allt frá upphafi og sá það vaxa úr nokkurra kílóa feng í að verða önnur afurðamesta grein sjávarútvegsins. Veraldleg velgengni hefur þó reynst fáfengi- leg í skugga þeirra sorga sem yfír Magnúsínu hafa dunið á lífsleiðinni. Hún missti mann sinn og yngsta son í sjóinn, hina tvo syni sína á besta aldri og ungan sonarson. Guðni Einarsson og Ragnar Axelsson heimsóttu Magnúsínu Olsen á * Isafírði og fræddust um lífshlaup hennar. þeir væru þesslegir," segir Magnús- ína, þegar hún rekur upphaf rækju- veiðanna í ísafjarðardjúpi 1935. Á Karmoy voru mikið stundaðar rækjuveiðar og þekkti Simon þær frá fyrstu hendi. Hann tók með sér rækjuvörpu til íslands og fékk leigð- an lítinn bát fyrir vestan. Þegar þeir Simon og Ole Syre tóku til við rækjuna 1935 bytjuðu þeir leitina í Jökulfjörðum. Þeir urðu ekki varir og komu tómhentir eftir tvo til þrjá daga. „Það var ekki gefist upp og næst fóru þeir í Hestfjörð, sem er hérna megin í Djúpinu," segir Magnúsína. „Þeir voru tvo til þijá daga og þá fórum við konurnar á móti þeim inn að Grænagarði. Þar var lítil bryggja og nokkur hús, fiskihjallar og fleira. Simon kom til mín með svolítinn blikkkassa undir hendinni. Þá sagði minn maður: ,Hér hefur þú allan aflann!’ Þetta voru 4-5 kíló af rækju." Simon var glaður í bragði og lýsti því yfir að nú hefði hann fundið gullkistu. „Þetta er sannar- lega orðið gullkista, önnur stærsta útflutningsgrein sjávarútvegsins,“ segir Magnúsína. IJPPI í hillu eru myndir af þeim Simoni Olsen, Kristjáni Símoni Olsen og Kristjáni Ragnari Olsen. Þeir Simon og Kristján Ragnar fórust með rækjubátnum Karmoy 25. september 1961. Krislján Ragnar átti þá tveggja mánaða son sem var látinn heita eftir afa sínum og föður, Krislján Símon. Drengurinn fórst í umferðar- slysi aðeins 10 ára gamall. Simon og Ole höfðu engin sigling- artæki önnur en áttavita og engin fískileitartæki. Þeir tóku hárná- kvæm mið þar sem rækju var að finna og settu þau á minnið. Seinna meir kom dýptarmælir og þótti hann mjög til bóta, því ekki sást alltaf til fjalla'að taka miðin. Uppbygging atvinnuvegarins Þeir Ole og Simon keyptu sér bát til rækjuveiðanná 1936 og nefndú hann Karmoy. Síðar skiptu þeir með sér verkum. Ole fékk lýsisbræðsluna og Simon einbeitti sér að rækjunni. Eftir að veiðin komst í gang var aðalvandinn hvað gera ætti við afl- ann. „Menn vissu ekki til að þetta væri ætt og kunnu ekki með rækj- una að fara,“ segir Magnúsína. „Simon fékk að setja ílát með rækju í kaupfélagsgluggann á ísafirði. Eg fór með rækju til fólks í nágrenninu og leyfði því að smakka. Sumum þótti þetta gott og urðu hissa, aðrir sögðust ekki geta borðað þetta.“ Rækjuna þurfti að vinna og koma henni síðan í verð. Það reyndist erf- iðast við rækjuútveginn, að sögn Magnúsínu. „I Noregi dembdu sjó- mennirnir rækjunni lifandi í sjóð- andi sjó og suðu hana um borð. Svona var rækjan best. Rækja sem er fryst og þídd og síðan soðin nið- ur er ekki nærri eins góð og þegar hún er soðin fersk. Það sem hjálpaði okkur var að dönsku áætlunarskipin Drottningin og ísland komu á hálfs mánaðar fresti. Þegar skipin komu höfðu þeir alltaf til rækju. Um borð í skip- in mun hafa verið keypt þó nokkuð mikið af rækju og það voru föst viðskipti." Sósíalísk niðursuða Til að byija með var rækjan geymd í ís en fljótlega var farið að sjóða hana niður. Magnúsína segir að margir hafi viljað stofna félag um rækjuna. í bókinni Stóri kampa- lampi, eftir Högna Torfason, sem fjallar um upphaf og sögu rækju- veiða og vinnslu á Isafirði, kemur fram að þeir Simon Olsen og Ole Syre hafi stofnað hlutafélagið Kampalampa hf. ásamt fleirum um rækjuvinnslu. Þeir voru búnir að verða sér úti um vélar til niðursuðu sem þeir ætluðu að flytja til iands- ins. Vélarnar máttu þeir greiða með afurðum, en þeir rákust allstaðar á veggi. Þeim var neitað um innflutn- ingsleyfi, Fiskimálanefnd neitaði þeim um styrk og bærinn neitaði um lóð og vinnsluleyfi. „Það var kratastjórn hér bænum og bærinn setti upp fyrstu niður- suðuverksmiðjuna," segir Magnús- ína. Það var Rækjuverksmiðja ísa- ijarðar og tók hún til starfa í júní 1936. Félagarnir Ole og Simon lögðu afla sinn upp hjá verksmiðj- unni, enda ekki um aðra kosti að ræða. Þorvaldur Guðmundsson, síð- ar í Síld og físk, var á meðal starfs- manna, hann útbjó sósuna og sá um niðursuðuna. Þessi rekstur bæj- arins varð ekki farsæll og lagði upp laupana eftir tæp tvö ár. Það var algengt fyrstu árin að eitthvað vant- aði. Ef ekki var til sósa eða dósir, þá stoppaði allt. Rækjuvinnsla í þvottahúsinu Rækjuvinnsla lagðist þó ekki nið- ur og furðufljótt komu aðrir í kjöl- farið, að sögn Magnúsínu. Til að byija með var öll rækjan handpill- uð. Rekstur rækjuverksmiðjanna gekk skrykkjótt, en aidrei gafst Simon upp. Hann stundaði rækjuna og þau Magnúsína unnu úr aflanum, ef enginn annar var til að taka við honum. Sjálf vann Magnúsína alla tíð í rækjunni og er vafalaust engin íslensk kona sem á lengri starfsald- ur að baki en hún við þennan at- vinnuveg. „Við fengum ekki borgað nema fyrir það sem hægt var að vinna, hinu var hent. Það kunni enginn á þetta fyrst, en það lærðist. Mér var gefin mikil vinnugleði og góð heilsa. Eg vann alltaf með heimilinu til 78 ára aldurs. Ég tók hlé rétt á meðan börnin voru lítil. Það var ekki farið frá þeim í reiðileysi,“ segir Magnús- ína. Einu sinni gripu þau Simon til þess ráðs að verka rækju í þvotta- húsinu hjá Magnúsínu. „Ég málaði kjallarann heima á Tangagötu 6 I i I I I i > i i \ i \ \ \ l \ I i i) i I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.