Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn BJARNI í Brauðbæ og Þóra dóttir hans sem nú hefur að miklu leytið tekið völdin á Hótel Óðinsvéum GESTffiNIR BESTA FJÁRFESTINGIN VmSMPTI AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► BJARNI Ingvar Árnason er fæddur í Reykjavík 1942. Hann stofnaði fyrirtækið Brauðbæ-Óðinsvé árið 1964 ásamt öðrum, en hefur frá árinu 1967 rekið það einn. Starfsemin við Óðinstorg hefur tekið miklum breytingum þessi rúm- lega 30 ár, frá smurbrauðsstofu í veitingarekstur og síðan hótelrekstur frá 1984. Starfsmennirnir voru í upphafi fjór- ir en eru nú á bilinu 50-70 þegar best lætur. Rekstur Við- eyjarstofu er einnig snar þáttur í starfseminni. Eiginkona Bjarna er Sigrún Oddsdóttir og eiga þau þrjú börn. ► Þóra Bjarnadóttir er fædd árið 1967. Að loknu stúdents- prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1987 hóf hún nám í hótelrekstrarfræðum við Strathclyde University í Glasgow og útskrifaðist árið 1991. Þóra hefur starfað við fyrirtækið frá unglingsaldri í hinum ýmsu störfum og gegn- ir nú starfi hótelstjóra. Eiginmaður Þóru er Ólafur F. Haraldsson lögmaður. eftir Hall Þorsteinsson essa dagana er verið að stækka Hótel Óðinsvé við Óðinstorg um 10 her- bergi, auk þess sem tekin hefur verið í notkun ný gestamót- taka, nýtt skrifstofuhúsnæði, end- urnýjað þvottahús o.fl. Óðinsvé er þar með orðið 40 herbergja hótel, en Bjarni Ámason eigandi hótels- ins, sem kannski er þekktastur sem Bjami í Brauðbæ, segir að sú stærð sé hjá mörgum höfð til viðmiðunar um það hvort um „alvöru" hótel sé að ræða. Óðinsvé er nú til húsa í fjórum samtengdum húsum, þ.e. Þórsgötu 1, Þórsgötu 3, Týsgötu 7 og Týs- götu 5, sem Bjami keypti síðastlið- ið vor og byggði eina hæð ofan á, en þar er nú verið að innrétta nýju hótelherbergin. Herbergin í hverju húsi hafa sín sérkenni og er sérstak- ur litur allsráðandi í hverju hús- anna, en í hótelinu eru eins, tveggja og þriggja manna herbergi sem eru af margvíslegri stærð og lögun. Aðspurður um hvort hann ætli að leggja fleiri hús undir sig í hverf- inu fyrir hótelreksturinn segir Bjarni að sér liggi ekkert á í þeim efnum. „Hún verður þá að gera það, stelpan, en mig langar reyndar að byggja fundarsal ofan á Þórs- götu 1 þaðan sem útsýnið yrði geysilega gott,“ segir hann. „Stelpan" sem Bjarni talar um er Þóra dóttir hans, sem nú hefur að mestu tekið við daglegum rekstri hótelsins. Hún hefur reyndar starf- að við hótelið í fjölda ára en að loknu stúdentsprófí lærði hún hótel- rekstur í Strathclyde University í Skotlandi. Ný tegund af ferðamönnum Þau Bjarni og Þóra segja að við- skiptavinir hótelsins séu aðallega einstaklingar og smærri hópar. Yfir vetrartímann sé þetta aðallega fólk í viðskiptaerindum, en öðrum ferða- mönnum hafi þó fjölgað mikið á undanförnum 2-3 árum. „Þennan vetur hefur ferðamönn- um fjölgað ótrúlega og flestir hafa þeir komið frá Bretlandi, en við hófum samstarf við breska ferða- skrifstofu fyrir nokkrum árum og starf hennar hefur skilað sér svona vel. Þetta er yfirleitt fólk sem kem- ur hingað í eina viku á tímabilinu frá október og fram í apríl og það er þá í Reykjavík allan tímann en fer í stuttar dagsferðir út úr borg- inni. Yfirleitt er þetta fólk sem hef- ur kynnt sér ísland vel áður en það kemur og það veit alveg upp á hár hvað það vill gera og sjá þegar það kemur hingað,“ segir Þóra. Bjarni segir að staðsetning hót- elsins sé mjög góð þar sem það er nánast í hjarta borgarinnar, en þó það langt frá miðbænum að þar sé friður og ró allan sólarhringinn frá skarkala skemmtanalífsins. Þetta segir hann skipta miklu máli fyrir þá sem gista á hótelinu. „Hjá okkur er nánast allt í göngufæri, stofnanir, bankar, pöb- bar og ótal veitingahús, Óperan og Þjóðleikhúsið, allt í ljögurra mín- útna fjarlægð. Við viljum meina að þetta sé best staðsetta hótel í Reykjavík þegar tillit er tekið til alls. Þá er hótelið ekki of stórt, en þetta er einmitt sú stærð þar sem fólk vill gjarnan gista,“ segir Bjarni. „Við leggjum mikla áherslu á að koma þannig fram við gestina að þeim finnist þeir vera eini gesturinn á hótelinu. Ánægðir gestir eru besta fjárfestingin, og þeir eiga ekki að fá það á tilfinninguna að þeir séu bara eitthvert númer og gleymist um leið og þeir eru farnir. Við höld- um gestalista og við náum því að senda öllum okkar gestum jólakort, og við skrifum sjálf á jólakortin sem eru sérhönnuð," segir Þóra. Hefur prófað sitthvað Bjarni hóf veitingarekstur í félagi við tvo aðra þegar þeir stofnuðu smurbrauðstofuna Brauðbæ á Þórs- götu 1 árið 1964. Tveimur árum síðar var hann einn eftir með rekst- urinn. „í um tvö ár baksaðist ég við að reka smurbrauðstofuna en fór þá að framleiða Brauðbæjars- ámlokur og síðan heitan mat. Við vönduðum til þess og opnuðum hérna grill og svo matsölustað. Þá var lögð minni áhersla á smurða brauðið, en það var og hefur verið með alla tíð svona baka til og er enn mjög stór þáttur í starfseminni ásamt veisluþjónustu. Þetta þróað- ist svo í það að verða mjög vinsæll veitingastaður og árið 1984 fórum við að selja gistingu. Þá breyttum við nafninu því það gat engan veginn gengið að kalla þetta hótel Brauðbæ. Oðinsvé varð fyrir valinu út af hverfinu sem kall- ast Goðahverfi, en Óðinn hlýtur að hafa búið héma og þe_ss vegna köll- uðum við hótelið vé Óðins. Fólk er reyndar alltaf að tengja okkur við Óðinsvé í Danmörku, sem heitir það reyndar alls ekki heldur er það ís- lenskun á Odense. Þetta er semsagt ríkisfang og h'eimili Óðins, en hann var fyrsti íbúinn við Óðinstorg," segir Bjarni og kímir við. Bjarni er í gegnum árin búinn að prófa sitthvað í veitingarekstri og því sem honum tengist. Þannig framleiddi hann gosdrykki um ára- bil í félagi við aðra, en það segir hann hafa komið til vegna þess að gosdrykkjaframleiðendur hafi ekki verið nógu liprir í viðskiptum. „Við settum því upp okkar eigin verksmiðju og framleiddum m.a. ís-kóla áður en Sól byijaði á því. Þetta var ótrúlega einfalt en það tók okkur 2-3 tíma að framleiða alla þá drykki sem við notuðum en Óðal og fleiri voru með mér í þessu. Svo rákum við um tíma Krána við Hlemmtorg og ítalska veitingastað- inn Mömmu Rósu sem var þar seinna, og ísbúðina þar en við byij- uðum með kúluís á Islandi. Þá vor- um við með kjúklingabitastaðinn Nessý í Austurstræti og Prikið í Bankastræti sem Silli og Valdi fólu okkur að varðveita 1978. Það hefur tekist ágætlega og þar er allt óbreytt frá upphafi. Svo rekum við Viðeyjarstofu, en þar er nú opið fyrir hópa fram eftir vorinu þegar opnað verður fyrir gesti og það verður þannig framundir jól. Þá er útibú frá okkur uppi á Öskjuhlíð [Perlan] sem Reykjavíkurborg fól okkur að reka, en það er alveg aðskilið frá okkar rekstri. Maður er því búinn að gera eitt og annað, en við leggjum meiri og meiri áherslu á hótelreksturinn eins og við getum og erum svo með þennan ágæta veitingastað hérna,“ segir Bjarni. Slagurinn um ferðamenn líkist prúttmarkaði Gistihúsum hefur fjölgað ört í Reykjavík undanfarin ár og oft haft á orði að framboð gistirýmis sé meira en markaður sé fyrir. Bjarni segir að sér finnist það eng- in stórkostleg stækkun þótt her- bergjum í Óðinsvé sé fjölgað um 10, og á meðan fólk vilji koma á hótelið sé markaður fyrir það. „Það má ekki gleyma því • að ferðaþjónustan á íslandi varð eigin- lega til út úr sjálfri sér og því hafa ekki verið mikil afskipti af opin- berri hálfu. Því reyndist það afar erfitt þegar hótelin fengu á sig virð- isaukaskatt. Þessi 14% virðisauki á hótelgistingu hérna uppi á norður- hjara veraldar skiptir gífurlega miklu máli. Það náðist ekki að koma þessu út í verðlagíð og þetta hefur komið alveg óskaplega illa við hótel- reksturinn. Viðærum t.d. að keppa við Finna um Breta eða Þjóðveija og kannski líka Frakka, og á þess- um nærmarkaði skiptir 14% hækk- un gífurlegu máli. En þetta urðu fyrirtækin að bera sjálf vegna þess að ef við hefðum sett skattinn út í verðlagið þá hefðum við alveg eins getað lokað,“ segir Bjarni. Þóra segir að það sem henni finn- ist helst há ferðaþjónustunni yfir vetrarmánuðina sé hve slagurinn um viðskiptavinina sé farinn að líkj- ast prúttmarkaði. Hótelin gefi út einhvern verðlista á haustin, en vegna samkeppninnar endi það oft- ast með því að gestirnir greiði ein- hveija smápeninga fyrir gistinguna. „Svo allt í einu kemur 1. maí og þá hækka allir verðið upp úr öllu valdi og þetta háa verð helst yfir sumartímann. Misræmið þarna á milli er orðið svo mikið. Það skiptir svo miklu máli fyrir hótelin að fylla vel yfir sumartímann en það er eins og hitt skipti ekki máli. Hlutfallið þarna á milli á að vera miklu lægra og gestirnir reka augun í þetta og finnst furðulegt. Maður ætlar sér aldrei að taka þátt í þessum slag eina ferðina enn, en svo bara geng- ur það ekki og maður neyðist til að taka þátt í þessu,“ segir Þóra. Röng verðlagning Hún segir skorta verulega á sam- stöðu þeirra sem stunda þennan atvinnurekstur hér á landi. Hún nefnir sem dæmi að þegar til stóð að leggja virðisaukaskatt á gistingu á Kýpur hafi hóteleigendur einfald- lega lýst því yfir að þeir myndu loka hótelunum og það hafi orðið til þess að stjórnvöld hurfu frá ákvörðun sinni. „Ef allir innan Sambands veit- inga- og gistihúsa myndu standa svona þétt saman og leggjast á eitt og grípa til aðgerða, þá myndi svona nokkuð ekki líðást,“ segir hún. Bjarni segir það hárrétt hjá Þóru að menn þurfi að standa betur sam- an í þessum atvinnurekstri, en þá séu þau ekki endilega að tala um að þeir ættu að standa saman um hátt verð, heldur aðgerðir til að t > i t i ! \ f I í I J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.