Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 24.03.1996, Blaðsíða 56
<B> AS/400 er... ...mest selda -r, fjölnotenda viðskiptatölvan í dag MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 24. MARZ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Þorkell LANDBURÐUR er af boltaþorski þjá netabátum frá Hornafirði. Kúariða og Creutzfeldt-Jakob veiki Gæludýrafóður bannað? V^BRYNJÓLFUR Sandholt yfirdýra- læknir segir vel koma til greina að setja tímabundið innflutningsbann á gæludýrafóður og matvæli sem innihalda nautakjöt frá Bretlandi. Hann muni kanna þennan innflutn- ing eftir helgi. Brynjólfur kveðst gera ráð fyrir að fara yfir innflutningsvottorð gæludýrafóðurs og unninna mat- væla sem innihalda nautakjöt og kanna hversu mikill þessi innflutn- ingur er. „Þegar smit af þessu tagi kemur upp er eðlilegt að fara yfír sviðið til að sjá hvemig staða okkar er gagn- vart innflutningi frá Bretlandi. Þarna er bæði verið að horfa til kúariðusmits og hugsanlegra tengsla þess við Creutzfeldt-Jakob sjúkdóminn, þótt svo að ég voni að enginn íslendingur leggi sér gælu- dýrafóður til munns,“ segir Brynjólf- ur. Hann segir nauðsynlegt að kanna hvernig landið liggur í þessu sam- bandi, athuga innflutningsvottorðin og kanna hvort varan samræmist ekki þeim kröfum sem gerðar eru til framleiðslu af þessu tagi. Hann segir möguleikann á sýkingu í fóðri alltaf vera til staðar og erlendis leiki t.d. grunur á að nokkrir kettir hafi veikst af þessum sökum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hinzta hvfldin SANDEY, sanddæluskip Björg- _ _unar hf., hefur verið dregin á land við Skarfaklett í Sundahöfn. Að sögn Sigurðar Helgasonar framkvæmdastjóra, er þetta hinzta hvíldin en skipið hefur verið selt til Skipbrots ehf., og er ætlunin að hluta það niður í brotajárn. „Þetta er fyrsta skipið sem þeir ætla að hluta í sundur,“ sagði Sigurður, en nú er bannað að losa sig við skip með öðrum hætti. Sandey kom til landsins árið 1962 og hefur dælt möl, sandi og skeljasandi i um þijátiu ár. -----» ♦ ♦---- Bamatil- _ skipunESB lögfest í vor PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra ætlar að flytja frumvarp á Alþingi um lögfestingu svokallaðrar bamatil- skipunar Evrópusambandsins sem leggur bann við vinnu barna í löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Félagsmálaráðherra sagði á Al- þingi, að ríkisstjórninni væri nauð- ugur einn kostur að leiða þessa til- skipun í lög í vor. Hann sagði að önnur tilskipun ESB um hámarks- vinnutíma þyrfti að öðlast gildi fyrir áramót en hana mætti taka upp í samningum milli samtaka vinnu- markaðarins. „Hún má því bíða haustsins og ég vona bara að aðilar vinnumarkaðarins taki þann kaleik frá mér að þurfa að bera það leið- indafrumvarp fram.“ -----»-■»-■♦-- Sveitarfélög- in jákvæð SAMBAND íslenskra sveitarfélaga hefur svarað bréfí kennarafélaganna og fallist á þau skilyrði sem þau setja fyrir því að fulltrúar kennara komi aftur til starfa í nefndum sem vinna að flutningi grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ekki enn svarað bréfí kennarafélaganna. Þau skilyrði kennarafélaganna sem snúa að sveitarfélögunum eru fyrst og fremst um gildistíma kjara- samnings kennara. Sveitarfélögin fallast á að ef breyting verði gerð á lögum um réttindi og skyldur kenn- ara og skólastjórnenda í andstöðu við samtök kennara sé þeim heimilt . að segja samningnum upp. Vilji kennarar losna undan samningnum verði þeir að segja honum upp með þriggja mánaða fyrirvara og eigi síð- ar en einum mánuði eftir gildistöku laganna. „ÉG reyni að hafa netin uppá til þess að fá minna en það er samt bunkað í dýpstu netunum. Eins og aflinn er núna væri auðvelt að gera 1.000 tonna vertíð ef maður mætti veiða eins og maður getur,“ sagði Bergvin Oddsson, skipstjóri á Glófaxa frá Vestmannaeyjum, í samtali við Morgunblaðið í gær- morgun. Hann var að draga netin í Kantinum og var Glófaxi eini báturinn á svæðinu þrátt fyrir að mikill þorskur sé búinn að vera þar í þijár vikur. Gríðarlegur þorskafli virðist vera hvar sem borið er niður á hefðbundna vertíðarsvæðinu, við Suður- og Vesturland. Víða er þó lítið sótt vegna kyótaleysis og menn telja ekki borga sig að leigja sér þorskkvóta vegna þess hvað verðið er orðið hátt. Margir eru að reyna við ufsann en gengur illa að finna hann. Sjómenn krefjast aukins kvóta, en eru þó vondaufir um að hann fáist. Sést ekki net í sjó „Það virðist vera mikið af þorski en allir eru í landi í dag,“ sagði Óttar Guðlaugsson, skipstjóri á Auðbjörgu frá Ólafsvík. Hann sagði að flestir bátarnir hafi klárað þorskkvótann fyrir áramót og væru hættir að leigja sér kvóta, það borgaði sig ekki lengur. Óttar sagðist hafa verið að rifja það upp að áður fyrr þegar hann var á netum og tók upp trossu til að flytja sig eitthvað hafi það iðulega komið fyrir að hvergi hafi verið hægt að finna pláss vegna þess að allt hafi verið pakkað og svo þegar hann hafi ætlað til baka til að leggja á sama stað hafi verið búið að leggja þar líka. Nú sjáist hvergi net i sjó þó að sjómenn muni ekki eftir jafnmiklum þorski. Auðbjörg er með snurvoð að leita að ufsa, skrápflúru og öðru drasli, eins og Óttar orðaði það, en sagði lítið af hafa. Karl Einarsson, hafnarvörður í Sandgerði, sagði að óhemjumikill þorskafli hafi verið alveg frá ára- mótum. Nefndi hann sem dæmi 50 tonna netabát sem hafi verið að fá 25 tonn eftir nóttina og væri nú sjálfsagt kominn með 450 tonn, þótt hann hafi verið að reyna að treina sér kvótann og sé oft kominn inn um hádegið og taki upp um helgar. Karl sagði að netin hefðu verið tekin upp fyrir helgina, sumir myndu leggja aftur fyrir páska en einhveijir væru alveg hættir vegna kvótaleysis. Þorskurinn hefur verið stór lengst af, en Karl sagði að hann hefði blandast meira eftir að loðnan gekk yfir. Þorski hent Bergvin Oddsson á Glófaxa sagðist óttast að þorski væri hent við þessar aðstæður. Sjálfur sagð- ist hann eiga nóg en erfitt væri að skilja hvernig þeir færu að sem reru daglega en kæmu ekki með neinn þorsk að landi. Karl Einars- son í Sandgerði sagðist einnig telja að smæsta þorskinum væri hent því vinnslustöðvarnar vildu bara kaupa stærsta fiskinn. Mikið af þorski á vertíðarsvæðinu sunnanlands o g vestan Bunkað í netunum Sjómenn krefjast aukins kvóta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.