Morgunblaðið - 04.04.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.04.1996, Qupperneq 1
144 SÍÐUR B/C/D/E/F/G 80. TBL. 84. ÁRG. FIMMTUDAGUR 4. APRÍL1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Heita þjóð- aratkvæði London. Reuter. BRESKI íhaldsflokkurinn hét því í gær að beita sér fyrir þjóðarat- kvæði verði ákveðið á næsta kjör- tímabili að Bretland gangi í Efna- hags- og myntbandalag Evrópu (EMU) og taki þar með upp mynt Evrópusambandsins (ESB) í stað pundsins. John Major forsætisráðherra kvaðst vonast til þess að þetta lof- orð gæti orðið til þess að brúa bil- ið milli Evrópusinna og ESB-and- stæðinga innan íhaldsflokksins. Evrópusambandið stefnir að því að EMU taki gildi í byijun ársihs 1999. Bretland hefur undanþágu frá þátttöku í myntbandalaginu, sam- kvæmt Maastricht-sáttmálanum, en margir ráðherrar í stjórn íhalds- flokksins, þ. á m. Kenneth Clarke fjármálaráðherra, telja að EMU- aðild sé í þágu hagsmuna bresks efnahagslífs. ■ íhaldsmenn lofa/22 Ron Brown talinn af í flugslysi í Króatíu Reuter RON Brown á flugvellinum í Tuzla í Bosníu í gær, við upphaf flugferðarinnar til Dubrovnik. Flugvél hans er í baksýn. Dubrovnik, Washington. Reuter. ALLAR líkur voru taldar á því í gærkvöldi, að Ron Brown, við- skiptaráðherra Bandaríkjanna, og um tugur yfirmanna bandarískra stórfyrirtækja hefðu látið lífið er bandarísk herþota, sem þeir voru farþegar í, fórst á leið frá Tuzla í Bosníu til Dubrovnik í Króatíu. Talsmaður bandaríska varnar- málaráðuneytisins útilokaði að um skemmdarverk hefði verið að ræða. Talsmaður flugvallaryfirvalda i Dubrovnik sagði, að flugskilyrði hefðu verið slæm er þotan átti að lenda þar, skyggni lélegt og steypi- regn. Þotan var í blindflugsaðflugi að flugvellinum er hún hvarf skyndilega af ratsjám. Samband við hana hafði verið með eðlilegum hætti og flugmennirnir ekki gefið neitt óeðlilegt til kynna. Fyrstu fregnir bentu til þess að þotan hefði farist í sjó í aðflugi til Dubrovnik og beindist leitin að henni að þeim slóðum. En þetta reyndist fjarri sanni því þremur tímum síðar kom í ljós að hún hafði rekist á Jóhannesarfjall, 10 km suðaustur af Dubrovnik og þremur kílómetrum norður af vest- urenda flugbrautarinnar. Land er erfitt yfirferðar í nágrenni slys- staðarins sem er í um 700 metra hæð yfir sjó. Króatískir lögreglumenn og læknar komust á slysstað í gær- kvöldi og franskar og bandarískar þyrlur freistuðu þess að flytja menn úr friðargæslusveitum Atl- antshafsbandalagsins þangað en úrhellisrigning, þoka og myrkur gerðu leitar- og björgunarmönnum erfitt fyrir. Kona fannst á lífi á slysstað í gærkvöldi en hún lést á leið á sjúkrahús. Með þotunni voru 27 farþegar og sex manna áhöfn. Hún var af gerðinni Boeing T-43A og svarar til 737-200 farþegaþotunn- ar. Bill Clinton forseti sagðist ekki vita nákvæmlega hver örlög Browns urðu en fór lofsamlegum orðum um hann í þátíð. Brown var 54 ára og átti einna stærstan þátt í sigri Bills Clintons í forsetakosn- ingunum 1992. Hann var kjörinn formaður Demókrataflokksins árið 1989 og er fyrsti blökkumaðurinn sem gegnir því starfi. Brown var í Bosníu ásamt bandarískum kaup- sýslumönnum að kynna sér mögu- leika á þátttöku bandarískra fyrir- tækja í endurreisn efnahagslífs landsins. Kraftur í Skeiðará JÖKULHLAUPIÐ úr Gríms- vatnakatlinum í Vatnajökli ryðst fram með miklum látum í Skeið- ará undan Skeiðarárjökli. Leir- litað vatnið með megnum hvera- fnyk þrýstist fram með gríðar- þunga. Fjær standa tveir menn uppi á jökultungu yfir útfallinu. 1100 rúmmetrar ruddust fram á sekúndu í gær en reiknað er með að það verði allt að þrefalt meira í hámarki um helgina. ■ 1,3 milljónir tonna/6 Morgunblaðið/RAX Fágætur magaverkur Sao Paulo. Reuter. SEXTÍU og tveggja ára brasil- ísk kona hafði kvartað undan lítils háttar magaverk öðru hveiju. Við gegnumlýsingu kom í ljós beinagrind utanlegs- fósturs í kviðarholi hennar. Konan, Antonieta Hilario dos Prazeres, gekk í gegnum tíðahvörf fyrir áratug og því er talið að beinagrindin geti verið allt að 15 ára gömul. Grindin var í „eðlilegri“ fóstur- stellingu í kviðnum. Friðaráætlun Borís Jeltsíns í hættu Moskvu. Reuter. BARÁTTA Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, fyrir endurkjöri hófst formlega í gær þegar kjörstjórnin skráði hann sem frambjóðanda í for- setakosningunum í júní. Aðskilnað- arsinnar í Tsjetsjníju gætu þó dregið úr sigurlíkum Jeltsíns og leiðtogi þeirra, Dzhokhar Dúdajev, hafnaði í gær friðaráætlun forsetans og sagði að Tsjetsjenar myndu beijast til síðasta manns. „Örlög Rússlands ráðast af því hvern þjóðin kýs,“ sagði Jeltsín við kjörstjórnina og bætti við að kosn- ingarnar myndu ráða úrslitum um hvort Rússar héldu lýðræðinu eða glötuðu því. „Ég hef áhyggjur vegna þess að baráttan verður ekki auð- veld og andstæðingarnir eru öflugir. Ég er þó ekki hræddur og ætla að beijast af hörku.“ Sergej Fílatov, formaður hreyf- ingar sem berst fyrir endurkjöri Jeltsíns, sagði að hæfileiki forsetans til að tala mál sem rússneskur al- menningur skildi gæti ráðið úrslitum í kosningunum. „Því miður hafa flestir ráðamannanna glatað tengsl- unum við alþýðuna.“ Fílatov er enn hollur Jeltsín þótt forsetinn hafi vikið honum frá sem skrifstofustjóra sínum fyrr á árinu. Við embættinu tók Níkolaí Jegorov, sem er hallur undir afturhaldsöflin. Samningurinn um ríkjasamband Rússlands og Hvíta-Rússlands er talinn styrkja stöðu Jeltsíns meðal kjósenda sem hafa verið hallir undir kommúnista. Dagblaðið Pravda, sem styður kommúnistaflokkinn, fór í gær lofsamlegum orðum um samn- inginn og sagði hánn mikilvægt skref í átt að sameiningu fyrrver- andi lýðvelda Sovétríkjanna. Stríðið í Tsjetsjníju gæti þó dreg- ið úr sigurlíkum Jeltsíns og friðar- áætlunin, sem hann kynnti á sunnu- dag, er i hættu. Flóttafólk sagði að .Rússar hefðu gert sprengjuárásir á þorpið Shalaz- hi og lagt helming þess í rúst en yfirmaður hersveitanna neitaði því að þær hefðu verið að verki. Sprengjuárásir voru einnig gerðar á nálægt vígi aðskilnaðarsinna í Bam- ut og rússneskir hermerin sátu um sex þorp þar sem nokkur hundruð uppreisnarmanna búast. til varnar. ■ Kunna að meta festu/29

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.