Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX Á MILLI Skeiðarárjökuls til hægri og Jökulfellsins til vinstri vellur hlaupið í Skeiðará undan jökultungunni með miklum boðaföllum og sviptingum enda eins og stóru íbúðarhúsi skyti þar upp á hverri sekúndu. Hægra megin i jökultungunni stendur maður, en framundan sér inn í Morsárdalinn. Eins og 55 Hallgrímskirkjur á ferð niður Skeiðará -------------------r—------- 1,3 milljónir tonna af vatni úr Grímsvötnum HLAUPIÐ í Skeiðará hefur vaxið jafnt og þétt um 30-35% undan- farna daga og var í 1.100 rúmmetr- um á sekundu í gær en reiknað er með að það nái hámarki um helgina og verði þá á milli 2.000 og 3.000 rúmmetrar á sek. Vatnsmagnið sem þarna er á ferð er um 1,3 milljónir tonna sem hafa safnast fyrir í Grímsvatnakatlinum. Að rúmmáli er þetta eins og 55 Hallgrímskirkjur eða 35 Þjóðleikhús eða 85 Háskóla- bíó. Blaðamenn Morgunblaðsins fóru að Jökulfellinu við Morsárdal í gær þar sem Skeiðará bullar und- an jöklinum, en dýpi árfarvegsins þar er talið vera um 15 metrar og þó voru hlauphnútarnir í vatninu stundum margir metrar á hæð enda vatnsmagnið ámóta og að mjög stórt einbýlishús væri að bijótast fram á hverri sekúndu. Engar skemmdir hafa orðið á mannvirkj- um, hvorki brúm né varnargörðum, en þó unnu Vegagerðarmenn við það í gær að styrkja varnargarða við Sæluhúskvísl, sem var orðin all vatnsmikil 5 km vestan við Skeiðar- árbrú. Óvenjulegt er að Sæluhús- kvísl taki við verulegu vatnsmagni í Skeiðarárhlaupum, en eftir að jök- ullinn hljóp fram fyrir fáum árum hefur það aukist. Mikill hlaupfnyk- ur var af vatninu í gær. Starfsmenn Orkustofnunar, Snorri Zóphóníasson jarðfræðingur og Sverrir Hákonarson verkfræð- ingur, sem hafa verið við mælingar á hlaupinu undanfama daga, sögðu í samtali við Morgunblaðið í gær að hlaupþunginn hefði aukist sam- kvæmt spám, eða um 35% á sólar- hring. Undanfarin hlaup hafa stað- ið í 12-14 daga og er það breyting frá því fyrr á öldinni þegar Skeiðar- árhlaup ruddust fram á 3-4 dögum með miklum hamförum og jaka- burði. Vatnið ekki á villigötum Reynir Gunnarsson, rekstrar- stjóri hjá Vegagerð ríkisins á Höfn, segir að vandlega sé fylgst með hlaupinu með tilliti til hugsanlegra skemmda, einkum á Skeiðarárbrú ef möguleiki væri á að hlaupið græfi frá einhveijum stöpli hennar. Við eftirlit í gær kom ekkert nýtt í ljós. „Ennþá er allt eðlilegt og ekkert sjáanlegt sem bendir til að vatnið STARFSMENN Orkustofnunar, Snorri Zóphóníasson jarðfræð- ingur, nær, og Sverrir Hákonarson verkfræðingur við mæling- ar á Skeiðarárbrú í gær. sé á villigötum,“ segir hann. Stefán Benediktsson þjóðgarðs- vörður í Skaftafelli sagði í samtali í gær að slangur af fólki, sérstak- lega úr næsta nágranni, hafi gert sér erindi til að beija hlaupið aug- um, og að komið hafi kippur í pant- anir á -gistingu í þjóðgarðinum vegna hlaupsins, auk þess sem ferðafélög hafi bollalagt ferðalög að ánni um páskahelgina. Kvíslarn- ar í farvegi Skeiðarár á sandinum þéttast nú jafnt og þétt eftir því sem vatnsmagnið í hlaupinu eykst og rennur vatnið nú orðið allþröngt og kraftmikið undir brýrnar og fræsir á varnargörðum þar sem mest gengur á og í rífur. Islendingarnir í Danmörku sækja fast í danska félagsmálakerfið Kaupmannahöfn. Morgfunblaðið. Danir íhuga að herða reglumar DANSKA félagsmálaráðuneytið hugleiðir nú hvort grípa þurfí til hertra aðgerða vegna fjölda íslendinga, sem nýtir sér að auðvelt er að fá félagslegar bætur í Danmörku. Að sögn Per Lyngsie fulltrúa í danska félagsmálaráðuneyt- inu hefur ráðuneytið ekki á takteinunum tölur yfir íslendinga, sem leita ásjár félagsmálakerf- isins, en hann sagði að þeir gætu ekki annað en tekið eftir hve margir þeir væru. Því væri tímabært að hugleiða hvernig ætti að taka á málum þeirra. Aðstoð af þessu tagi getur num- ið allt að sjötíu þúsund íslenskum krónum á mánuði með öllum hugsanlegum bótum, en þessar tekjur eru líka skattskyldar. Róbert Trausti Árnasaon, sendiherra íslands í Dan- mörku, segir fjölda íslendinga hafa samband við sendiráðið til að spyijast fyrir um aðgang að danska velferðarkerfinu. í forsíðufrétt danska blaðsins Politiken í gær er talað um ásókn útlendinga í velferðarkerfið sem vax- andi vanda og eru Islendingar sérstaklega nefndir í því sambandi. Lögin heimila heimsendingu { samtali við Morgunblaðið sagði Per Lyngsie að ráðuneytið fengi upplýsingar frá bæjarfélögunum um hveijir fengju félagsmála- bætur. Hann sagði að ráðuneytið hefði ekki á takteinunum tölur um fjölda íslendinga, sem leituðu til félagsmálakerfisins. Hins vegar hefðu þeir sem fjölluðu um þessi mál í ráðu- neytinu það á tilfinningunni að um nokkum hóp væri að ræða. Aðrir Norðurlandabúar sjást vart í þessum hópi. Því væri nú til umræðu hvernig ætti að taka á þessum málum. Samkvæmt útlendingalögun- um er heimilt að senda heim útlendinga, sem koma til Danmerkur án framfærslueyris og það er hægt að gera fyrstu þijú árin, sem fólk dvelur hér, en ekki eftir þann tíma. Einn- ig á ekki að greiða aðstoð til fólks, nema það kunni dönsku, en margir íslendinganna kunna litla eða enga dönsku þegar þeir koma. íslendingar móðgunargjarnir Venjan hefur hins vegar verið sú að fólk, sem snýr sér til félagsmálayfirvalda vegna bráðs vanda fær aðstoð. íslendingar geta einn- ig skákað í því skjólinú að norrænir ríkisborgar- ar á Norðurlöndum eigi allir sama rétt, hvort sem þeir séu heima eða heiman. Því snúa ís- lendingarnir sér til bæjar- og sveitafélaga á hveijum stað, ef þeir álíta sig þurfa aðstoð. Þeir virðast í mörgum tilfellum hafa rétt sinn á hreinu og taka það óstinnt upp, ef viðkom- andi yfirvöld eru treg til að samþykkja greiðsl- ur. Fyrir þann, sem ekki er aðalfyrirvinna nemur slík aðstoð rúmum sjötíu þúsund ís- lenskum krónum á mánuði. Af þeirri upphæð fer um þriðjungur í skatt, en sú upphæð getur að hluta komið aftur í öðrum bótum eins og leigustyrk og afslætti barnaheimilisgjalda. Lyngsie sagði að í þessum hópi væru áber- andi margir makar eða sambýlisfólk stúdenta. Stúdentarnir virtust hafa framfærslu með sér að heiman, en ekki makar þeirra eða sambýlis- fólk. í þessum hópi er fólk, sem snýr sér til félagsmálayfirvalda um Ieið og það flyst til Danmerkur og fer fram á hjálp, svo það virð- ist þekkja inn á danska kerfið. Venjan er að veita aðstoð strax, en meta síðan hvort og hversu lengi viðkomandi hafi þörf fyrir hana. Gert út á kerfið? Aðspurður sagðist Lyngsie ekki vilja segja neitt um hvort hluti þessa hóps gerði út á lið- legar danskar reglur. Hins vegar vekti það athygli hve íslendingarnir væru oft fljótir að fara fram á aðstoð. Sem dæmi nefndi hann að sambýliskona námsmanns hafði samband við félagsmálayfirvöld um leið og þau komu til landsins. Hún sagði að þau myndu verða í hálft ár og fór fram á framfærslueyri í hálft ár. Lyngsie sagði að svona beiðni kæmi undar- lega fyrir sjónir, þar sem helst mætti ætla að konan kæmi hingað í hálfs árs frí. íslending- arnir hefðu mikið samband sín á milli og það spyrðist fljótt í þröngum hópi hvað hver hefði fengið og á hvern hátt. Þessi ásókn hefur orðið til þess að félags- málaráðuneytið danska hugleiðir nú hvort ástæða sé til að framfylgja lögunum og senda þá heim, sem ekki geta framfleytt sér í stað þess að danska kerfið framfleyti þeim. Ef til heimsendingar verður gripið, verður jafnt sam- býlisfólk og makar sendir heim, ef þeir geta ekki framfleytt sér. Holskefla fyrirspurna í íslenska sendiráðinu hefur starfsfólkið orð- ið vart við mun fleiri fyrirspurnir um aðgang að danska velferðarkerfi undanfarið. Fólk hringir bæði frá íslandi til að spyijast fyrir um aðgang að kerfinu, en einnig koma þær frá íslendingum, sem þegar eru komnir hing- að. Mest er spurt um hvernig hægt sé að fá atvinnuleysisbætur, ódýrt húsnæði á vegum félagsmálakerfisins og framfærslueyri, svo- kallaðan „bistand". Róbert Trausti Árnason sendiherra sagði í samtali við Morgunblaðið að þeim, sem hringdu frá íslandi, væri bent á að hafa samband við danska sendiráðið á ís- landi. íslendingar í Danmörku geta fengið upplýsingablað í sendiráðinu, þar sem meðal annars er að finna heimilisföng og símanúmer félagsmálastofnana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.