Morgunblaðið - 04.04.1996, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 04.04.1996, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 13 Á meðan tennur og bein barna og unglinga eru að vaxa er kalkrík fœða afar nauðsynleg. Um 70% af því kalki sem börnfá úr fœðunni koma úr mjólk og mjólkurvörum. Þetta gerir mjólkina að mikilvægum þœtti í daglegri fœðu barna og unglinga. Eftir að fullorðinsaldri ogfullum tannþroska er náð gegna léttar mjólkurvórur áfram veigamiklu hlutverki í viðhaldi beina og tanna. Beinin eru í stöðugri endurnýjun og því þurfa allir kalk á hverjum degi. Mjólk og mjólkurvörur eru auðugri af kalki en nær allar aðrar fæðutegundir. Mjólkin er einnig próteinrík og góð uppspretta fyrir A-vítamín, B- vítamín (einkum B2, níasín og B12), joð og fosfór, sem öll eru líkamanum nauðsynleg. Eitt mikilvægasta framlag mjólkur til viðhalds og heilbrigðis tanna byggist einmitt á víðtæku hlutverki hennar í reglubundnu mataræði. Nart milli mála er einhver versti óvinur tannanna og því má halda fram að mjólkin stuðli að því beint og óbeint að draga úr slíku narti. í morgunverði allra og nesti skólabarna leggur hún grunninn að því að orkuþörf líkamans sé fullnægt með reglubundnum máltíðum yfir daginn. Og þegar líkaminn krefst viðbótarorku milli mála eru mjólkurglas og kornmatur, ávextir eða grænmeti mun betri kostur en þær „tómu" hitaeiningar sem gjarnan er gripið til. Harðasta efni líkamans Við 2 ára aldur hafa börn venjulega tekið allar barnatennurnar. Þær byrja að tína tölunni um 6 ára aldur. Þá hefst taka fullorðinstanna sem lýkur með því að endajaxlar koma í Ijós (oft með miklum harmkvælum!) um 20 ára aldur. Ráðlagðir dagskammtar (RI)S) af ýmstim nœringanfmtm 1-IOára aldur Hlutfallaf RDSI2 mjólkur- glösum 11 -20 ára aldur ii 21 árs ogeldrí Hlutfall af RDSI2 mjólkur- glösum A-vltamín 500 ng 50% 800 ng 31% 800 ug 31% Bi 1.0 mg 80% l,6rrig 50% 1,6 rng 50% nlasln 11 mg 21% 18 mg 13% 16 mg 14% B» 2,5M 92% 3,0 |l» 77% 3,0 Hp 77% fosfór 800 mg 60% 1200 mg 40% 800 mg 40% joð 90 100% 150 60% 150m9 60% kalk 800 mg 72% 1200 mg 48% 800 mg 72% Við gerð töflunnar er miðað við meðaltal næringarefna I nýmjólk og lóttmjólk. 1 glas af mjólk er 2,5 dl. Nlasln reiknast sem nlasínjafngildi (NJ). Framtennur Framjaxlar Glerungur tannanna er hálfgagnsær kalkríkur vefur sem þekur tannbeinið og ver það fy'rir sýklum og sliti. Hann er harðasta efni líkam- ans og endurkalkast afar hægt. Með réttri umhirðu, reglulegu eftirliti og nægilegu magni af kalki í fæðunni getur tannglerungurinn þó enst alla ævi. ? En jafnvel harðasta efni líkamans eyðist sé það látið liggja langtímum saman undir sýruskán. Eftir hverja máltíð - og í hvert skipti sem við drekkum súra eða sykraða drykki - lækkar sýrustigið í munninum. Munngerlar, sem mynda skán á tönnunum, breyta sykrinum í mat og drykk í sýru sem vinnur smám saman á glerungi tannanna. Gerlaskánin fær mestan vinnufrið á nóttunni. Á meðan við sofum er önnur starfsemi munnholsins í lágmarki og óvinir tannanna vinna skemmdarverk sín í mestum friði fyrir náttúrulegum vörnum líkamans. Því er grundvallaratriði í góðri tannhirðu að bursta tennurnar vel fyrir svefninn. Tannslit og tanneyðing Það er óhugnanleg staðreynd að hjá mörgum íslenskum unglingum er glerungur tannanna orðinn svo slitinn á stórum svæðum að tannbeinið stendur berskjaldað frammi fyrir öllu því álagi sem tennurnar þurfa að þola. Án glerungsins eiga sýklar greiða leið að tannbeininu sjálfu og þá eru tannskemmdir á næsta leiti. Og þar sem mjúku tannbeininu er ekki ætlað að þola álagið sem því fylgir að tyggja matinn er hröð tanneyðing óumflýjanleg þegar hans nýtur ekki lengur við. Þegar svo er komið getur þurft að smíða dýrar postulínskrónur sem koma í stað glerungsins - en jafnast þó aldrei á við hann. MJÓLK ER GÓÐ ÍSLENSKUR MJÓLKURtÐNAÐUR ■Kununglegur tímnur Barnatennurnar byrja venjulega að koma í Ijós við 5-8 mánaða aldur. Þó kemur fyrir að börn fœðist með tennur. Frœgast þeirra er líklega franski \ prinsinn Louis Dieudonne sem síðar varð Sólkonungurinn Loðvík 14. Hann fæddist 5. september 1638 með tvcer tennur í munninum. Shaun litli Keaneyfrá Newbury á Bretlandi er að vísu ekki afkonungaættum en varþó um tíma enn betur tenntur en Sólkonungurinn. Hann fœddist 10. apríl 1990 með lieilar 12 tennur. Svo bráð tanntaka erþó óheppileg og voru þcer allar dregnar úrpiltinum skömmu síðar. Til þess að tennurnar endist þér alla œvi þarftu að... ... fá nóg af kalki Glerungur tannanna er beinlínis búinn til úr kalksamböndum. Um 70% af þvi kalki sem við fáum úr fæðunni kemur úr mjólkurvörum og þar vegur mjólkin þyngst. Tvö til þrjú glös af mjólk á dag tryggja að þú fáir nóg af kalki. ... minnka nartið Öll þurfum við orku og oft er freistandi að hækka blóðsykurinn dálítið með narti milli mála. Hverskyns nart fer illa með tennurnar en sykurát og súrir drykkir eru þó verst hvað þetta snertir. Jafnframt því sem mjólkin er full af bætiefnum er hún líka orkurík og fækkar því aukabitunum. ... og muna svo að bursta! Allir þurfa að bursta tennurnar kvölds og morgna með flúortannkremi og nota tannþráð til þess að hreinsa vel á milli þeirra. Mikilvægast er að sofa með hreinar tennur. Helstu heimildir: „Drykkir valda tanneyðingu," Morgunblaðið 1. febrúar 1996. Manneldisráð Islands: Ráðlagðir dagskammtar 1991. Heimsmetabók Guinness, 1993. Tannverndarráð. ivö\ r Á DAG ** ■ - L - alla cevi! HVÍTA'HÚSIÐ / SÍA GSP ALMANNATENGSL L JÓSM .: LÁRUS KARL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.