Morgunblaðið - 04.04.1996, Page 14

Morgunblaðið - 04.04.1996, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ * Hagnaður af rekstri UA 141 milljón króna í fyrra Mesta framleiðsla í sögu útger ðarfélagsins HAGNAÐUR Útgerðarfélags Ak- ureyringa á síðasta ári varð 141 milljón króna, en árið áður nam hagnaðurinn 155 milljónum króna. A fyrri hluta síðasta árs varð tap á rekstrinum tæpar 100 milljónir króna. „Afkoman batnaði nokkuð á síðari hluta ársins eins og við höfðum gert okkur vonir um,“ sagði Gunnar_ Ragnars, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Ak- ureyringa. „Því er samt ekki að neita að þetta er lakari afkoma en árið á undan. Landvinnslan hefur átt í miklum erfiðleikum og til við- bótar kemur slakt gengi dollarans, en við seljum mikið af okkar fram- leiðslu til Bandaríkjann," sagði Gunnar, en hrun grálúðunnar og sjómannaverkfall á síðasta ári settu einnig sitt strik í reikninginn. Sala eigna bætti tapið A síðasta ári varð tap af reglu- legri starfsemi fyrirtækisins 20 milljónir króna. „Við erum með talsverðar tekjur af sölu eigna og það er aðalskýringin á útkomu lið- ins árs,“ sagði Gunnar, en félagið seldi m.a. togarinn Hrímbak og einnig töluvert af hlutabréfum sín- um í öðrum félögum. Metframleiðsla Heildarframleiðsla fyrirtækisins af frystum afurðum var 12.117 tonn sem er mesta framleiðsla í sögu félagsins, en framleiðsluaukn- ing milli ára var 500 tonn. „Þrátt fyrir aflaskerðingar hefur okkur tekist að halda uppi stöðugt vax- andi framleiðslu,“ sagði Gunnar. Eigið fé ÚA í árslok 1995 var 1,970 milljónir króna og eiginfjár- híutfall 37,7%. Hlutafé félagsins nam 767,3 milljónum króna og hækkaði um 133 milljónir á árinu vegna útgáfu jþfnunarhlutabréfa. Rekstrartekjur Útgerðarfélags Ak- ureyringa og dótturfélaga þess, Mecklenburger Hochseefischerei í Þýskalandi og Laugafisks í Reykjadal, námu 4,876 milljónum króna. Alls voru hluthafar 1.791 um síðustu áramót sem er svipaður íjöldi og var árið á undan. Aðalfundur ÚA verður haldinn mánudaginn 22. apríl næstkomandi í matsal frystihúss félagsins. Útgerðarfélag Akureyringa hf. Úr reikningum 1995 Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1995 1994 Breyt. Rekstrartekjur 3.267 3.251 +0,5% Rekstrargjöld 2.826 2.640 +7,1% Afskriftir 352 317 +11,0% Hreinn fjármagnskostnaður 109 185 -41,1% Tap/hagnaður af reglulegri starfsemi (20) 109 -118,4% Aðrar tekjur og gjöld 161 46 +250.0% Hagnaður ársins 141 155 -9.0% Efnahagsreikningur ' ' 1 Eianir: | Milljónir króna Veltufjármunir 1.233 1.191 +3,5% Fastafjármunir 3.995 3.842 +4,0% Eignir samtals 5.228 5.033 +3,9% 1 Skuiúir oa eiaið fé: 1 Milljónir króna Skammtímaskuldir 779 1.074 -27,5% Langtímaskuldir 2.479 2.116 +17,2% Eigið fé 1.970 1.843 +6.9% Skuldir og eigið fé samtals 5.228 5.033 +3,9% Kennitölur Eiginfjárhlutfall 4,7% -2,6% Veltufjárhlutfall 0,56 0,43 Veltufé frá rekstri Miiljónir króna 45 101 -50,0% z -J Gallerí ^ Listhúsinu í Laugardal Erimi við með bestu gjafavörurnar? Mjmdlist - Leirlist Glerlist - Smíðajárn Listspeglar - Vindhörpur F ermingargj afir NEMAR A HASKOLASTIGI Tækniþróunarsjóður auglýsir umsóknir um styrki í Nýsköpunarsmiðju í Tæknigarði Markmið með Nýsköpunarsmiðjunni er að opna farveg fyrir hugmyndir að afurðum eða nýjungum fyrir atvinnulífið, sem nemendur og/eða starfsfólk skóla á háskólastigi eru með í fórum sínum. Við val á verkefnahugmyndum verða eftirfarandi atriði höfð til hliðsjónar: Nýnæmi, markaðsmöguleikar, tæknileg útfærsla, væntanleg arðsemi og gagnsemi fyrir íslenskt atvinnulíf. Miðað er við að vinnan við verkefnið standi í þrjá mánuði frá byrjun júní til loka ágúst. Þær verkefnahugmyndir, sem verða fyrir valinu, fá 350 þús. kr. styrk ásamt rekstrarráðgjöf og aðstöðu í Tæknigarði. Þeir, sem áður hafa fengið styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna og vilja halda áfram með hugmyndir sínar, eru sérstaklega hvattir til að sækja um. Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk. Eyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá Rannsóknaþjónustu Háskólans íTæknigarði, Dunhaga 5 (sími 525 4900) og á skrifstofu Stúdentaráðs v/Hringbraut (sími 562 1080). Nýsköpunarsmiðjan er samstarfsverkefni Nýsköpunarsjóðs námsmanna, Útflutningsráðs íslands, Rannsóknaþjónustu Háskólans og Tækniþróunarsjóðs. Höfði II í Grýtubakkahreppi Morgunblaðið/J6nas Baldursson A NÆSTUNNI verður tekinn í notkun einn fullkomnasti mjalta- bás landsins á bænum Höfða II í Grýtubakkahreppi. A mynd- inni er Kristinn bóndi lengst til vinstri með Gunnari Gíslasyni þjónustufulltrúa Alfa-Laval á Norðurlandi og B.M. Andersen frá Alfa-Laval í Noregi. Einn fullkomnasti mjalta- bás landsins settur upp LOKIÐ hefur verið við að setja upp einn fullkomnasta mjalta- o ♦ 6 '00 Fersk blóm og skreytingar við öll tœkijœri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 I <* l 6 I 5 « bás landsins á bænum Höfða II í Grýtubakkahreppi. í vetur hefur verið gengið frá nýbyggðri viðbyggingu við fjósið á bænum, húsið, sem er hið snyrtilegasta, rúmar auk mjaltabássins og mjólkurhúss, biðbás og ungkálfauppeldi. Mjaltakerfið í básnum er sjálfvirkt, af Alfa-Laval gerð, og fylgist kerfið með nyt ein- stakra kúa og skráir með tölvuhugbúnaði. Að mjöltum loknum opnar kerfið básinn og sér um að önnur kýr komi í básinn í stað þeirrar sem fer, en alls eru sex kýr mjólkaðar í einu. í Höfða II búa hjónin Krist- inn Ásmundsson og Stefanie Lohmann og reka þau þar myndarlegt kúabú með 165 þúsund lítra framleiðslurétti. Jónínu F. Jóhannes- dóttur veitt lyf- söluleyfi JÓNÍNA F. Jóhannesdóttir hefur verið ráðin til að hafa á hendi faglega forstöðu í Stjörnu-apóteki en það er í samræmi við ný lög um lyfja- versiun og hefur hejlbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið veitt henni lyfsöluleyfi við Stjörnu-apótek. Baldur Ingimarsson lyfja- fræðingur mun áfram veita apótekinu stjórnunarlega og rekstrarlegá forstöðu þar til hann lætur af störfum vegna aldurs 31. ágúst næstkom- andi, en þá mun Jónína einn- ig taka við stjórn og rekstrar- legri ábyrgð apóteksins. Jónína er 34 ára, fædd á Akureyri og á hún eina dótt- ur. Hún fékk heimild til að starfa sem lyfjafræðingur 1987. Hún yann sem lyfja- fræðingur í Ólafsfirði, í útibúi apóteksins á Dalvík til ársins 1991. Á árunum 1991 til 1995 starfaði hún við rann- sóknir á Raunvísindastofnun Háskóla íslands og einnig sem kennari. Hún lauk meist- araprófi í efnafræði frá Há- skóla íslands í febrúar 1995 og hóf störf við Stjörnu-apó- tek 1. ágúst sama ári. Passíusálm- arnir lesnir í Akureyrar- kirkju PASSÍUSÁLMAR sr. Hall- gi'íms Péturssonar verða lesnir í Akureyrarkirkju á morgun, föstudaginn langa, og hefst lesturinn kl. 11.00. Áætlað er að lesturinn taki um fimm klukkustundir og taka um 50 manns þátt í honum. Björn Steinar Sól- bergsson organisti leikur á orgelið á klukkustundar fresti. Fólk getur komið í kirkjuna hvenær sem er með- an á flutningi stendur. Lest- urinn er helgaður minningu sr. Þórhalls Höskuldssonar. Kyrrðarstund 'við krossinn verður í kirkjunni kl. 21. ann- að kvöld. Kveikt verður í kert- um við stóran trékross, lesið úr píslarsögunni og Þráinn Karlsson leikari les sjö orð Krists á krossinum. Krossganga Krists DRAMAHÓPURINN Elí efn- ir til sýningar á Ráðhústorgi kl. 14 föstudaginn langa, en þar verður Krossganga Krists leikin. Hópurinn mun einnig minnast krossdauðans á sam- komu í Hvítasunnukirkjunni ki. 15.30 sama dag og loks verður opið hús í kjallara Hvítasunnukirkjunnar á laugardagskvöld, en þar er nýlega búið að opna félags- miðstöð fyrir ungt fólk á öll- um aldri. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.