Morgunblaðið - 04.04.1996, Side 16

Morgunblaðið - 04.04.1996, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Austur-Eyjafjöll Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson UNNIÐ við plægingfu. Plæging og sáning hafin Holti - Á Þorvaldseyri undir Eyja- fjöllum var plægt og sáð korni í síð- ustu viku og má með sanni segja að vorstörf hafi aldrei hafist fyrr hér undir fjöllum. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þor- valdseyri, sagði að kornrækt hefði verið stunduð á Þorvaldseyri í 35 ár með góðum árangri og aldrei mistekist með uppskeru. Oft hefði verið sáð í blauta akra síðast í apríl eða bytjun maí en það væri eins- dæmi að sá í frostlausa og þurra jörð síðast í mars. Núna í vor yrði sáð í um 23 ha á Þorvaldseyri eins og oft áður en ánægjulegust væri sú mikla aukning í kornrækt hjá bænd- um víða um land sem nú lægi fyrir. Undir Eyjafjöllum eru nú 20 bændur með kornrækt í um 100 ha og á land- inu öllu eru líklega um 180 bændur sem munu sá komi í um 800 ha lands og er það líklega um helmings aukn- ing frá í fyrra að sögn Ólafs. Ólafur sagði hækkandi kornverð í heiminum og góða nýtingarmögu- leika með súrsun hjá bændum gera það að verkum að kornrækt sé orðin fýsilegur kostur við fóðuröflun og endurvinnslu túna. Meðaluppskera í Mið-Noregi er um 3,8 tonn á ha og sagði Ólafur að meðaluppskera á Þorvaldseyri síðustu ár hefði verið meiri; uppskeran hefði verið léleg 1992 en ári síðar farið upp í 5,8 tonn á ha, 1994 rúm 5 tonn og um 4 tonn á ha í fyrra úr tilraunasveit- um. Ólafur sagði nýjar frætegundir gefa vonir um betri árangur, einkum nýjasta afbrigðið, x21-7. Tilraunir hafi hins vegar sannað nauðsyn þess að sá snemma og það gerði ekkert til þótt sáð væri í jörð á klaka því það tæki fraeið um þijár vikur að spíra, sagði Ólafur að lokum. Gamla íþróttahúsið á Akranesi rifið ' Akranesi - Gamla íþróttahúsið við Laugarbraut á Akranési hefur nú verið jafnað við jörðu og með því lýkur merkri sögu þessa húss, sem svo vel og lengi þjónaði íþrótta- fólki og skólum á Akranesi í fjöl- breyttri íþróttastarfsemi. íþróttahúsið þótti mikil bygg- ing þegar hún var reist en þetta var stærsta íþróttahús sem Islend- ingar höfðu byggt. Bygging þess hófst 7. október 1944 og það voru íþróttafélögin á Akranesi sem bundust samtökum um bygging- una og reis hún á mjög skömmum tíma og var húsið tilbúið og vígt 3. mars 1945. Byggingarvinna vár að mestu unnin í sjálfboðavinnu af bæjarbúum á Akranesi, aðeins yfirsmiðrium, Lárusi Þjóðbjörns- syni, sem lengi var húsasmíða- meistari á Akranesi, voru greidd laun. Ágúst Steingrímsson í Reykjavík teiknaði húsið. A árunum í kringum 1945 var að ganga í gegn'samstarf íþrótta- félaganna tveggja, Knattspyrnu- félagsins Kára og Knattspyrnu- félags Akraness, sem allt íþrótta- starf Akraness byggist á í dag. Árangur þessa samstarfs kom vel í Ijós við byggingu þessa húss. Er ekki nokkur vafi á að það sam- starf er eitt mesta gæfuspor sem stigið hefur verið í íþróttasögu Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon Leirdúfurn- ar sallaðar ; niður ‘ Grundarfirði - Fyrir nokkru hélt Skotveiðifélag Grundarfjarðar námskeið í leirdúfuskotfimi. Leið- beinandi var Einar Páll Garðarsson, valinkunn leirdúfuskytta. Námskeiðið var fjölsótt og mjög vel heppnað, enda Einar afbragðs | kennari og nemendur áhugasamir, . því leirdúfuskotfimi er mjög góður ' undirbúningur úndir fuglaveiði með I haglabyssu. Skotveiðifélag Grundarfjarðar hefur komið upp aðstöðu til skotæf- inga rétt austan við þorpið og er þar hægt að æfa bæði riffil- og haglabyssuskotfimi. Þar eru tveir kastturnar fyrir leirdúfur og lítil díselrafstöð til að knýja kastarana. Til framkvæmdanna hefur félagið ) m.a. aflað fjár með því að sjá um | námskeið I meðferð skotvopna á . Vesturlandi í samvinnu við lög- ’ regluyfirvöld. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson STÓRVIRKAR vinnuvélar sáu um að jafna gamla íþróttahúsið við jörðu. Akraness fyrr og síðar og með tilkomu iþróttahússins skapaðist ekki aðeins frábær íþróttaaðstaða heldur ekki síður sú mikla sam- staða milli félaganna sem ekki hefur rofnað síðan. Húsið gegndi fjölbreyttu hlutverki því auk þess að vera íþróttahús var það oft einnig aðalsamkomustaður bæj- arbúa og var lengi notað til skemmtanahalds og minnast margir dansleikja bæði á sjó- mannadaginn og 17. júní svo nokkuð sé nefnt. íþróttahúsið var í notkun fram til ársloka 1975 þegar nýtt og fullkomið hús var risið og tók við hlutverki þess. Þá seldi Iþrótta- bandalag Akraness húsið til Skipasmíðastöðvarinnar Knarrar sem rak þar starfsemi sína þar til nú í vetur. Þar með var hlut- verki þessa merka húss lokið og það þurfti að víkja. Hvort nýtt mannvirki mun rísa á grunni þess gamla liggur ekki fyrir, en aug- ljóst þykir að lóðin verði notuð fyrr en síðar. Þess má að lokum geta að íþróttabandalag Akra- ness notaði söluandvirði gamla hússins til byggingar nýs íþrótta- húss sem það reisti á Iþróttasvæð- inu á Jaðarsbökkum á árunum 1985-1988. Þannig héldu nýjar kynslóðir uppi merki hinna gömlu og styrktu enn frekar þá íþróttaaðstöðu sem fyrir er á Akranesi. Morgunbiaðið/Sigurður Aðaistemsson , FJOLMENNI var á árshátíð Brúarárskóla. KRAKKAR í 7.-9. bekk sýndu leikrit. Þijú leikrit sett upp á árshátíð Brúarásskóla Vaðbrekku, Jökuldal - Nemendur Brúarásskóla héldu árshátíð sína nýlega, þar voru sett upp þijú leik- rit sem verður að teljast harla gott miðað við ekki stærri skóla, en nemendur við skólann eru alls fjörutíu. Fyrst sýndu krakkarnir í fyrsta til fjórða bekk Litla Kláus og Stóra Kláus í leikstjórn kennara síns Arnar Þorleifssonar, leikritið er gert eftir hinu kunna ævintýri H.C. Andersens. Því næst sýndu nemendur fimmta til sjöunda bekkjar Náttröllið í leikstjórn Dag- bjartar Kristjánsdóttur kennara. Að endingu sýndu krakkarnir í sjöunda til níunda bekk leikrit um krakka frá því þau eru í barna- skóla þar til þau eru komin í há- skóla, leikritið segir frá vandamál- um þeirra þegar þau eru á þessu viðkvæma aldursskeiði og pæling- um þeirra um lífið ogtilveruna. Leikstjóri var Gréta Sigurjónsdótt- ir kennari og tónlistamaður. Inn á milli leikinna atriða spilaði popp- hljómsveit skólans lög sem tengd- ust efninu í leikritinu. PRENT MESSA * % Éí * Prentmessa '96 verður haldin 4.-6. október í Iþróttahöllinni, Laugardal. Þema sýningarinnar verður: Márgmiðlun Fjölmiðlun, útgáfa, grafísk hönnun, prentun, bókband, margmiðlun, tölvur. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni eru beðnir að hafa samband við PRENTTÆKNISTOFNUN í síma 562 0720, fax 562 0758.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.