Morgunblaðið - 04.04.1996, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 04.04.1996, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ UR VERIINIU 'i ÍL' ÆSfliiMj , V ^ \ - > I Jl"' 1 f 1| JL ygÉjljJÉM , M li /1 1 ^’MP ALLIR íslensku þátttakendurnir, sem voru á kynningarbás Útflutningsráðs, saman komnir. Islensku fyrirtækjunum gekk vel á Boston Seafood ISLENSKU fyrirtækjunum, sem sýndu á sjávarafurðasýningunni Boston Seafood, gekk vel þar. Katrín Björnsdóttir, starfsmaður Útflutningsráðs íslands, segir að betur hafí gengið nú, en á sýning- unni í fyrra og mikið hafi verið um fyrirspurnir. Þátttaka í sýningu af þessu tagi sé útflutningsfyrir- tækjunum mikilvægur þáttur í markaðssetningunni. íslenskur þjóðarbás Sjávarafurðasýningin í Boston var haldin fyrir skömmu, en það er stærsta sýning sinnar tegundar í heiminum. Þátttakendur voru rúmlega þúsund og komu hvað- anæva að úr heiminum. Alls sóttu um 25 þúsund manns sýninguna. Mörg íslensk fyrirtæki voru á meðal þátttakenda. Á íslenska þjóðarbásnum, sem Útflutningsráð skipulagði, voru fyrirtækin Um- búðamiðstöðiin, Eimskip, Marel, Fjárfestingaskrifstofa íslands, Kassagerð Reykjavíkur, Norfisk, 66 gráður norður, Sæplast og Sam- starfsvettvangur sjávarútvegs og iðnaðar. Einnig kynnti Útflutn- ingsráð starfsemi sína. Á eigin vegum voru m.a. Bor- garplast, sem sýndi með sínum umboðsmanni á svæðinu, íslenskar sjávarafurðir og Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, sem bæði tóku þátt í sýningunni ásamt dótturfyrir- tækjum sínum í Bandaríkjunum. íslendingar sýndu sýningunni mik- inn áhuga og er áætlað að fjöldi þeirra á meðal sýningargesta hafi verið vel á þriðja hundrað. Reynslunni ríkari „Það gekk mjög vel,“ segir Katr- ín Bjömsdóttir, sem sá um þátttöku Útflutningsráðs í sýningunni. „Það gekk betur í ár en í fyrra. Þá voru fímm fyrirtæki með í fyrsta skipti og þau mættu því reynslunni ríkari til leiks að þessu sinni.“ Hún segir að það hafí verið meira um fyrirspurnir núna, en einnig hafi verið stór þáttur í sýn- ingunni að treysta þau viðskipta- tengsl sem þegar eru fyrir hendi. Þarna séu fyrirtæki frá öllum heimshornum og því tilvalið fyrir fyrirtæki sem séu í samstarfi að halda fundi og ræða málin. j OFtCÉU)] m mm sj trade council OF ICELAND RAGNHEIÐUR Árnadóttir frá skrifstofu Útflutningsráðs í New York og Katrín Björnsdóttir, sem sér um þátttöku Útflutningsráðs í sýningum. Vitni saksóknara í Whitewatermálinu Segir Clinton hafa fengið hluta af sviksamlegu láni Little Rock. Reuter. LYKILVITNI í Whitewater-málinu svokallaða bar fyrir rétti í fyrradag, að Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, hefði fengið hluta af sviksam- legu 20 millj. kr. láni, sem hann hefði sjálfur komið í gegn þegar hann var ríkisstjóri í Arkansas fyrir 10 árum. David Hale, aðalvitni óháðra sak- sóknara í máíinu, sagði, að Clinton hefði lagt að sér að framselja lánið til eins viðskiptafélaga síns í Whitew- ater-fasteignaframkvæmdunum og fengið sjálfur hluta af því. Er þetta í fyrsta sinn, sem Clinton er beinlínis sakaður um að hafa hagnast á lán- veitingunni, sem var með ríkisábyrgð að hluta. Er ásökunin mjög alvarleg, bæði hvað varðar Whitewater-málið sjálft og vonir Clintons um endurkjör í forseta- kosningunum í haust. Dulbúið lán Hale, sem var með lítinn flárfestingar- banka á þessum tíma, kvaðst hafa hitt Clin- ton og kaupsýslu- manninn James McDougal í janúar 1986 til að ræða um lánið. Þegar aðalsaksóknarinn, Ray Jahn, spurði hann hvort hann hefði vitað hvert peningarnir færu, svaraði hann: „Til Jim McDougals og Bill Clintons.“ Hale sagði, að fjárútvegunin hefði verið dulbúin sem lán til markaðsfyr- irtækis í eigu Susan, fyrrverandi eiginkonu McDougals, en þau McDo- ugalshjónin voru á þessum tíma fé- lagar Bills og Hillary Clintons í Whitewater-fyrirtækinu. Hale sagði einnig, að Clinton hefði reynt að sjá til, að nafn hans kæmi hvergi fyrir á neinum skjölum um lánið, sem var upphaflega upp á 10 millj. kr. en var tvöfaldað þegar fyr- irtæki Hales uppfyllti skilyrði fyrir opinberu láni að auki. „Nafn mitt má ekki sjást á þessu,“ hafði Hale eftir Clinton og sagði, að McDougal hefði þá fullyrt, að nafn hans myndi hvergi koma fram. „Tómur þvættingur" Clinton hefur sagt, að fullyrðingar Hales um, að hann hafí tvisvar lagt að honum að svíkja út lánið, séu „tómur þvættingur“ og mun bera um það vitni eða halda því fram á myndbandi, sem sýnt verður í rétin- um. Bandamenn Clintons og sakborn- ingarnir þrír, McDougalshjónin fyrr- verandi og Jim Guy Tucker, núver- andi ríkisstjóri I Ark- ansas, segja, að rann- sókn Whitewater- málsins og allur mál- atilbúnaður séu ekk- ert annað en norna- veiðar repúblikana og tilgangurinn sá einrt að koma höggi á Clin- ton. Bobby McDaniel, lögfræðingur Susan McDougals, sagði eftir vitnisburð Hales á þriðju- dag, að þar hefði hann aðeins verið að uppfylla samning við saksóknar- ana um að færa þeim höfuð Clintons á silfurfati gegn því að fá vægari dóm sjálfur. Hale var dæmdur í 28 mánaða fangelsi í síðustu viku fyrir að hafa svikið út opinbert fé og hafði þá fallist á að vitna gegn öðrum sak- borningum. Hafa saksóknararnir haft hann í felum í tvö ár. Lögfræðingar varnarinnar segja, að Hale hafi margoft verið staðinn að lygum og segjast þeir munu tæta hann í sig lið fyrir lið við réttarhöld- in í næstu viku. Verjendur segj- ast munu tæta framburð vitnis- ins í sundur lið fyrir lið Getnaðarvörn fyrir karlmenn lofar góðu Jafn áreiðanleg og p-pillan London. The Daily Telegraph. GETNAÐARVÓRN fyrir karl- menn, sem reynd hefur verið á 400 karlmönnum í Bretlandi og átta öðrum ríkjum fyrir tilstilli Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), er jafn áreiðanleg og p- pillan sem konur taka. Getnaðar- vörnin er fólgin í testósterón- stungulyfi sem sprautað er í not- andann vikulega. Aðeins fjórir karlanna þunguðu konur sínar á 12 mánaða tímabili sem tilraunin stóð yfir en það eru sömu öryggismörk og hjá konum og mun minni þungunaráhætta en hjá körlum sem nota smokk. Árangur rannsóknanna hefur orðið til þess að breskir vísinda- menn hafa að nýju hafíð tilraunir með getnaðarpillu fyrir karlmenn. Margir karlmenn virðast treysta betur stungulyfi en pillu en finnst óþægilegt að fá sprautu vikulega. Verið er að gera tilraunir með annað stungulyf sem ætlunin er að dugi í ijóra mánuði. Af mönn- unum 400 sem þátt tóku í rann- sóknunum reyndist sæðishlutfallið hafa fallið niður í núll hjá 60% þeirra með vikulegri lyfjagjöf, og hjá 38% til viðbótar fór það niður fyrir þijár milljónir sæða á millilít- er, en undir þeim mörkum þarf sæðistalan að vera til að getnaðar- vörnin geti talist áreiðanleg. Fred Wu, vísindamaður við há- skólann í Manchester á Englandi, sagði að litlar sem engar aukaverk- anir hefðu komið I ljós við tilraun- imar með nýju getnaðarvömina. i —■ i f ■ f ■ f- ■— -i- i f ■ t. _ ■ **r. ■ i. ■ f. ■ -r- -f—■ ■ -r- ■ «-»- ■ -r ■ ■ t1 ■ A ■*! I . I I .WlW ,1 1 |W ,JV|Vk (|W ,«r|U|| HEIMILISIÐNAÐARSKOLINN, laufásvegi 2, reyktavík, sími 551-7800 fax 5515532 ALLAR UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ Á SKRIFSTOFU SKÓLANS f SÍMA 551 7800 MÁNUDAGA TIL FIMMTUDAGA KL. 10.00 - 15.00 OG FÖSTUDAGA KL. 13.00 -17.00. FAX 551 5532. í í i I i i ÚTSAUMUR NYT4AHLUTIR ÚR LOÐSKINNI ALM. VEFNAÐUR SPJALDVEFNAÐUR 9. til 12. apríl kl. 19.30-22.30. Kennarar: Anna, Sigríður og Ragnheiður. 15. aprll-13. maí mánudagarkl. 19.30-22.30. Kennari: Lára Sigurbjörnsdóttir. 15. aprll-8. mal mánu- og miðvikudagar kl. 19.30-22.30. 16. aprll-30. apríl þriðju- og miðvikud. kl. 19.30-22.30. Kennari: Ólöf Einarsdóttir. ÞJÓÐBÚNINGASAUMUR PAPPÍRSGERÐ DÚKAPRJÓN PRJÓNTÆKNI 11. apríl-13. júní fimmtudagar kl. 19.30-22.30. Kennarar; Vilborg og Oddný. 15. apríl—13. maí mánudagarkl. 19.30-22.30. Kennari: Þorgerður Hlöðvers. 15. april-13. maí mánudagar kl. 19.30-22.30. Kennari: Ragna Þórhallsdóttir. 17. aprfl—22. maí S miðvikudaga kl. 19.30-22.30. Kennari: Ragna Þórhallsdóttir. UTSKURÐUR 23. aprll-21. maí þríðjudaga kl. 19.30-22.30. Kennari: Bjarni Þór Kristjánsson. PERLUSAUMUR amkvasmisveski, skreytingar á föt og fl Ótimasett. Skráningu lýkur 22. apríl. Kennari: Elin Jónsdóttir. FYRIRLESTRAR í NORRÆNA HÚSINU KEMBING - SPUNI - SNÆLDA - ROKKUR 28. apríl kl. 16.00. Elínbjört Jónsdóttir og Marta Hoffmann. SÝNING í ANDDYRI NORRÆNA HÚSSINS í TENGSLUM VIÐ FYRIRLESTRANA. ,1,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.