Morgunblaðið - 04.04.1996, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
List er gagn-
rýni á klisjur
Að vera mitt í hringiðunni en í miðju einsk-
is. Þessi orð franska heimspekingsins, Gilles
Deleuze, vildi svissneski sýningarstjórinn,
Hans Ulrich Obrist, hafa sem einkunnarorð
þess spjalls sem Þröstur Helgason átti við
hann og fer hér á eftir. Obrist er einn eftir-
sóttasti sýningarstjóri í myndlistarheiminum
þrátt fýrir ungan aldur en hann er hug-
myndasmiðurinn á bak við fýrirmælasýning-
una sem fram fer á Kjarvalsstöðum, í Dags-
ljósi og Morgunblaðinu þessa dagana.
að er oft gerður greinar-
munur á myndlistarheim-
inum og svo heiminum
þar fyrir utan. Að minni
hyggju þarf að byggja brýr á milli
þessara heima. Hinn kunni franski
myndlistargagnrýnandi frá fyrri
hluta aldarinnar, Felix Feneon,
sagði eitt sinn að gagnrýni væri
eins og göngubrú á milli listamanns-
ins og almennings og hið sama á
við um þessa sýningu á fyrirmæla-
verkum. Og með því að halda hana
hér á íslandi erum við kannski stödd
á brúnni miðri, á milli tveggja
heima. Á óteljandi flugferðum mín-
um yfir hafið hef ég alltaf séð ís-
land sem eins konar miðju, það
stendur hér eins og klettur mitt á
milli heimsálfanna í vestri og austri.
Það er því engin tilviljun að við
völdum að halda sýninguna hér en
þetta er heimsfrumsýning og í
fyrsta skipti sem fyrirmælaverk eru
sýnd í þremur miðlum í einu; í safni,
sjónvarpi og dagblaði."
Hans Ulrich Obrist er á þrítugs-
aldri og þegar orðinn einn eftirsótt-
asti sýningarstjóri í myndlistarheim-
inum. Hann starfar einkum fyrir tvö
söfn, Nútímalistasafnið í Pompidou-
listamiðstöðinni í París og Museum
in Progress í Vín en einnig hefur
hann starfað sem sjálfstæður sýn-
ingarstjóri víða um heim. Obrist
stýrir athyglisverðri sýningu sem
var opnuð hér á Iandi síðastliðinn
laugardag á þremur stöðum í einu.
Sýning þessi gengur undir heitinu,
„DO IT“ - fyrirmælaverk, og fer
fram á Kjarvalsstöðum (safna-„DO
IT“), í Dagsljósi Ríkissjónvarpsins
(sjónvarps-„DO IT“) og í Morgun-
blaðinu (heimilis-„DO IT“). AIls
hafa 54 erlendir listamenn sent fyr-
irmæli sín um listaverk á sýning-
una, þegar hefur verið farið eftir
nokkrum þeirra á Kjarvalsstöðum,
sum þeirra birtast á myndböndum
í Dagsljósi og í sérstökum sal á
Kjarvalsstöðum og sum þeirra munu
birtast hér í Morgunblaðinu með
reglulegu millibili og geta lesendur
farið eftir þeim á heimilum sínum.
Kaffihúsaspjall
Obrist segir að hugmyndin að
sýningunni hafí orðið til á Kaffihúsi
í París. „Ég sat að spjalli
við Bertrand Lavier og
Christian Boltanski,
myndlistamenn, sem báð-
ir eiga verk á sýningunni,
um fyrirmælalist sem
lengi hefur verið okkur
ofarlega í huga. Við kom-
umst að því að menn hafa oft notað
þessa hugmynd en aldrei hefur ver-
ið sett upp heil sýning sem byggði
alfarið á fyrirmælum. I framhaldi
af þessu spjalli kynnti ég mér sög-
una á bak við þetta fyrirbæri og í
ljós kom að fyrirmæli eru eins og
rauður þráður í gegnum listasögu
þessarar aldar. Upphafsmaður
þessa listforms var sennilega Marcel
Duchamp. Árið 1919 sendi hann
skeyti frá Argentínu til Frakklands
með fyrirmælum um svalalistaverk-
ið, ready-made malheureux. Á sjö-
unda áratugnum taka listamenn
eins og Yoko Ono og John Cage upp
þetta listform og á síðustu árum
hafa æ fleiri listamenn bæst í þenn-
an hóp.“ -
Sveimað yfir London
„Stuttu eftir samtal mitt við Lavi-
er og Boltanski", heldur Obrist
áfram, „fór ég fljúgandi til London.
Þegar flugvélin ætlaði að lenda kom
í ljós að vegna mikillar umferðar
um flugvöllinn gat vélin ekki lent
strax; hún þurfti því að sveima yfir
vellinum í nokkum tíma. Þegar mér
varð litið út um gluggann sá ég
fjölda íbúðarhúsa og ég fór að velta
því fyrir mér að í hveiju þeirra
gæti verið eintak af sömu bókinni
eða sömu hljómplötunni en það var
útilokað að í þeim væri hægt að sjá
sömu ' myndlistarsýninguna. Á
sveimi yfir úthverfi London kviknaði
því þessi hugmynd um að nota sjón-
varp og dagblað til að koma fyrir-
mælasýningunni inn á hvert heimili.
Og það er einmitt megineinkenni
sýningarinnar að hún getur farið
fram á mörgum stöðum í einu. Þetta
er í raun eins og kvikmynd eða tón-
verk sem hægt er að leika í 1000
borgum á sama tíma. Safna-„DO
IT“ fer raunar fram í tveimur öðrum
borgum en Reykjavík þessa dagana,
í París og í Brisbane í Ástralíu.
Heimilis- og sjónvarpsútgáfan verð-
ur hins vegar aðeins sýnd hér á
landi."
List fyrir alla
„Belgíski listamaðurinn, Marcel
Broodthaers, sagði einu sinni að
listasafnið væri einn sannleikur sem
væri umvafinn öðrum sannleika sem
verður til þegar verk eru skoðuð.
Fyrirmælasýningin er tilraun til að
upphefja þann sannleika listarinnar
sem er óháður listasafninu. Það
þarf að bijóta upp ákveðnar deildir
sem myndast hafa í listheiminum
og gera listina fyrir alla. Þetta er
líka tilraun til að bijóta upp hina
hefðbundnu skynjun
áhorfandans eða njótand-
ans á listinni. Eg hef
haldið sýningar á mörg-
um ólíkum stöðum; í eld-
húsinu mínu, flugvélum,
á lestarstöðvum og kaffi-
húsum. Þessi sýning er
kannski angi af þessu en hún er
samt ekki beinlínis uppreisn gegn
listasafninu sem slíku, við erum
ekki á móti söfnum. Þetta snýst
miklu frekar um að bijóta upp hina
hefðbundnu upplifun njótandans á
listinni. Fólk kemur iðulega í lista-
safn með fyrirfram gefnar hug-
Listin skiptir
nú meira máli
en lista-
maðurinn
LISTIR
Morgunblaðinu/Ásdís
„FYRIRMÆLASÝNINGIN er tilraun til að brjóta upp hina hefðbundnu skynjun áhorfandans eða
njótandans á listinni", segir Hans Ulrich Obrist, sýningarstjóri um sýninguna, „DO IT“-fyrirmæ!a-
verk sem fram fer samtímis á Kjarvalsstöðum, í Dagsljósi og Morgunblaðinu.
myndir um hvað er list, við viljum
leysa upp þá klisju. Franski heim-
spekingurinn, Gilles Deleuze, sagði
að list væri gagnrýni á klisjur. Von-
andi á það við um þessa sýningu.
í þessu samhengi er það líka
mjög mikilvægt að hafa það í huga
að fyrirmælin eru ekki valdboð, þau
eru ekki skipun heldur boð um sam-
vinnu. Þannig er ætlunin að gera
njótandann þátttakanda í sköpun-
inni. Með þessu móti opnast ýmis
ný’svið í smskiptum listamannsins
og njótandans sem hingað til hafa
verið lokuð. Eins og Duchamp sagði
þá verður njótandinn eða sýningar-
gesturínn helmingur verksins. Það
verður líka að hafa í huga að það
er ekki til ein rétt útfærsla eða túlk-
un á fyrirmælunum. Allar túlkanirn-
ar eru jafnréttháar, allar eru þær
jafngóðar. Um leið er það augljóst
að engar tvær túlkanir munu verða
eins.“
Gegn sérhæfingunni
Obrist segir að sýningin sé ekki
aðeins brúarsmíð á milli listamanna
og almennings heldur einnig á milli
ólíkra greina; „þannig koma þátt-
takendur úr öllum áttum, þarna eru
bæði vísindamenn, ljóðskáld, tónlist-
armenn, myndlistarmenn og mat-
reiðslumenn svo eitthvað sé nefnt.
Við viljum reyna að brúa bilið á
milli þessara ólíku greina. Þetta er
tilraun til andspyrnu gegn sérhæf-
ingunni sem hefur orðið meiri og
meiri á síðustu tveimur áratugum.
Sérhæfing nútímans er afskaplega
leiðinleg og heftir auk þess samræð-
ur á milli ólíkra greina. Ég held
reyndar að þetta eigi eftir að breyt-
ast á næstu árum; þess má meðal
annars sjá merki í myndlistinni
sjálfri þar sem sérhæfing er að
minnka, nútímalistamenn nota þá
aðferð eða tækni sem þeir þurfa í
hvert skipti til að koma hugsun sinni
á framfæri.
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga
á skörun ólíkra greina. Ég er mennt-
aður í stjórnmálafræði og félags-
fræði en þegar á háskólaárum mín-
um tók ég að setja upp myndlista-
sýningar á ýmsum stöðum; svo sem
í eldhúsinu mínu og á hótelherbergj-
um. Ég fór svo að vinna að sýning-
um fyrir Nútímalistasafn-
ið í París. Þar hef ég stýrt
átján sýningum undir
heitinu Farfuglarnir.
Þama hef ég fengið unga
og efnilega listamenn
hvaðanæva að úr heimin-
um til að setja upp sýn-
ingu.
„Þessi farfuglahugmynd tengist
rnjög því sem er að gerast í evr-
ópsku listalífí þar sem fólk er á stöð-
ugum þeytingi á milli landa, Evrópa
er orðin mjög opin og miðjan í henni
hefur færst út. Þetta á reyndar við
um listheiminn allan. Á níunda ára-
tugnum má segja að listheimurinn
hafi afmarkast af tveimur borgum,
New York og Köln. Sýningarstjór-
um þótti nægja að ferðast á milli
þessara borga til að leita sér að
hugmyndum og listamönnum í söfn-
in sín. Nú er þetta ekki svona auð-
velt; það eru að minnsta kosti á
milli 40 og 50 borgir í Evrópu sem
eru miðpunktar í listheiminum,
Reykjavík er ein þeirra, Helsinki -
líka, Kaupmannahöfn, Stokkhólm-
ur, Dublin, Belfast, Glasgó, Ham-
borg, Madrid o.s.frv. Ég er ekki að
segja að stóru borgirnar skipti engu
máli lengur; miðjan hefur einfald-
lega færst út.“
Listamaðurinn er nú
frumkvöðull
Obrist segist aðspurður vera mjög
illa við að tjá sig um það sem er
að gerast í listinni almennt vegna
þess að það sé svo auðvelt að verða
klisjunni að bráð en gerir samt und-
antekningu þegar gengið er á hann.
„Níundi áratugurinn var tími ein-
staklingshyggju; listamenn upphófu
sína eigin persónu á kostnað verka
sinna. Þetta endurspeglaðist mjög
skýrt í ýmsum menningartímaritum
þar sem maður sá myndir af andlit-
um listamanna en aldrei af verkum
þeirra. Þetta hefur breyst á tíunda
áratugnum; listin skiptir nú meira
máli en listamaðurinn, ef til vill
erum við að færast nær hugsunar-
hætti miðaldamanna þar sem höf-
undar listaverka skiptu engu máli
og voru í mörgum tilfellum ekki
einu sinni nefndir á nafn. Þessi
breytta áhersla sést meðal annars
í því að á síðustu árum hefur það
orðið æ algengara að listamenn
starfi í hópum, hópum sem hafa auk
þess enga sérstaka lögun heldur eru
nánast í fljótandi formi, hver sem
er getur tekið þátt. Þessi hópvinna
tengist dálítið andspymunni við sér-
hæfingunni; menn með ólíkan bak-
grunn, með ólík áhugasvið og
menntun era farnir að tala meira
saman. En um leið era listamenn
líka að verða sjálfstæðari að því leyti
að þeir eru ekki jafnháðir söfnunum
og á níunda áratugnum; þeir era
famir að skapa sitt eigið rými, sínar
eigin aðstæður. í dag er listamaður-
inn framkvöðull.
Það era líka miklu
færri tabú en áður. Menn
geta unnið með hvaða
tækni sem þeir vilja og
með hveijum sem er; það
er ekki lengur litið horn-
auga ef listamaður vinnur
til dæmis með Macdonalds-hamborg-
arakeðjunni sem þótti glæpur fyrir
fáeinum áram síðan. Listamenn era
að færa út kvíamar, að skapa sér
nýjan vettvang. Um leið era þeir að
færa sig nær fólkinu eins og sýning-
in á fyrirmælaverkunum gefur skýrt
til kynna.“
Seiðband
og hópur
skálda
Á ANNAN í páskum, mánudag-
inn 8. apríl, verður upprisuhátíð
í Rósenbergkjallaranum. Þar
gefst fólki kostur á að Jafna
sig á drunga og erli hvíldarhá-
tíðarinnar eftir sigur andans á
holdinu við unað tóna og orða“
að sögn aðstandenda hátíðar-
innar. Þeir segja upprisuhátíð-
ina vera „í tilefni endurfæðing-
ar og hringrásar náttúrunnar
og sérstaklega tileinkaða þeim
mörgu guðum sem hafa fórnað
sér sjálfir og risið upp aftur".
Hátíðin hefst á Tryggva
Hansen og Seiðbandinu, en
hann á fertugsafmæli þennan
dag. Dagskráin samanstendur
af söng og gleðisveitum og upp-
lestri skálda. Þeir sem koma
fram eru Agnaríus, Kokkur
Kyijan Kvæsir, Súkkat, Steinar
Vilhjálmur, Þorri, GG Gunn,
Kjöttromman og fleiri.
Upprisuhátíðin hefst kl.
22.30.
Aukasýning
á Bar Pari
AUKASÝNING á leikritinu
Bar Pari eftir Jim Cartwright
verður laugardaginn 13. apríl
kl. 23.30.
Sýningin hefur gengið fyrir
fullu húsi síðan í október á
Leynibarnum í Borgarleikhús-
inu, en þar situr fólk við borð
og getur notið veitinga á með-
an á sýningu stendur.
Það eru Saga Jónsdóttir og
Guðmundur Ólafsson sem fara
með öll hlutverkin, en þau eru
14 að tölu. Leikstjóri er Helga
E. Jónsdóttir, leikmynd og
búninga gerði Jón Þórisson,
en lýsingu annast Lárus
Björnsson.
Síðasta
sýningar-
helgi Gólu
SÝNINGU GÓLU (Gunnhildar
Ólafsdóttur) í Listasetrinu
Akranesi lýkur mánudaginn
8. apríl, annan í páskum.
Þar sýnir hún tréristur,
steinþrykk og mezzotintu.
Listasetrið er opið virka daga
frá kl. 16-18 og um helgar frá
kl. 15-18. Lokað er á föstudag-
inn langa og páskadag.
Sérhæfing
nútímans er
afskaplega
leidinleg