Morgunblaðið - 04.04.1996, Síða 29
28 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
KRISTUR A
MEÐAL OKKAR
VAR JESÚS Kristur frá Nazaret til? Og ef hann var
til, var hann þá ekki aðeins einn af mörgum spá-
mönnum í Palestínu á öldum áður? Var hann sonur Guðs
eins og hann hélt sjálfur fram? Þannig spyrja gjarnan
þeir, sem draga kenningu Krists í efa og fylgja henni
ekki sjálfir. Aratugum og jafnvel öldum saman hafa
þeir leitað að sönnunum til þess að geta afskrifað tilvist
Krists sem sögulega staðreynd og rýrt þannig gildi krist-
innar trúar í nútímanum.
Sagnfræðingar, sem rannsakað hafa frásagnir Bibl-
íunnar og borið saman við aðrar heimildir, hafa hins
vegar komizt að því að guðspjöllin koma heim og saman
við ýmsar gyðinglegar og heiðnar heimildir frá fyrstu
áratugum tímatals okkar. Píslarsögu Krists, sem við rifj-
um upp nú í dymbilvikunni, virðist til dæmis bera í smá-
atriðum saman við aðrar frásagnir af réttarhöldum, af-
tökum og greftrunum í Palestínu á tímum Rómverja.
Fornleifafræðingar hafa jafnvel fundið stéttina í garði
hallar Pontíusar Pílatusar, þar sem dauðadómur Krists
er sagður hafa verið kveðinn upp.
Kristur er nefndur í ýmsum heiðnum samtímaheimild-
um og virðast hinir heiðnu sagnaritarar ekki hafa haft
ástæðu til að draga tilvist hans í efa. Strax á áratugun-
um eftir krossfestingu hans og upprisu vitna ýmsar heim-
ildir um öflug samfélög fylgismanna hans og hvernig
þeir bökuðu sér óvild Rómarkeisara.
Það virðist þess vegna ekki meiri ástæða til að draga
tilvist Krists sem sögulegrar persónu í efa en til dæmis
þeirra Davíðs konungs, Alexanders eða Sesars, svo dæmi
séu nefnd. Tilvist hans er raunveruleiki, enginn skáld-
skapur. Bandaríski sagnfræðingurinn Will Durant segir
í riti sínu um Rómaveldi: „Ef fáeinir einfaldir alþýðu-
menn hefðu á einum mannsaldri búið til svo máttugan
og hrífandi persónuleika, svo háleita siðfræði og svo
fijovgandi framtíðarsýn um bræðralag mannanna, þá
hefði það i sannleika verið enn meira undur heldur en
nokkurt þeirra kraftaverka sem sagt er frá í guðspjöllun-
um. Eftir tveggja alda Biblíurýni stendur ævisaga Krists,
einkenni hans og kenningar óhaggaðar, dýrlegasti þáttur-
inn í sögu vestrænna manna.“
Hér voru nefndir þeir Davíð, Alexander og Sesar,
persónur mannkynssögunnar eins og Kristur. Þeir hurfu
inn í grafhvelfingar sínar og ríkin, sem þeir reistu, hafa
öll hrunið. Ríki Krists hefur hins vegar aldrei verið víð-
feðmara en nú; aldrei hafa fleiri aðhyllzt boðskap hans
um alla heimsbyggðina. Það er þess vegna kannski auka-
atriði að leita sannana fyrir því að hann hafi fæðzt, lifað
og dáið. Við höfum fjölda sannana fyrir því, að hann lifir
á meðal okkar í dag. Hin fagra, sögulega persóna er um
leið áhrifaríkur nútímamaður, hluti af okkar eigin sam-
tíma og samfélagi.
Englarnir, sem Lúkas segir að hafi mætt konunum,
sem komu til grafhvelfingar Jesú á páskadagsmorgun
eftir krossfestinguna, sögðu við þær: „Hví leitið þér hins
lifanda meðal dauðra? Hann er ekki hér, hann er upp
risinn.“
Upprisan er einmitt lykilatriðið, sem greinir Krist frá
öllum öðrum spámönnum og stórmennum sögunnar.
Fyrirheit upprisunnar um sigur á dauðanum og eilíft líf
er mikilvægasta uppspretta trúar á Krist og kærleiksboð-
skap hans. Upprisan varð fyrstu fylgjendum Krists stað-
festing þess, að það sem hann hafði sagt var satt; að
hann var Guðs sonur. Hún heldur áfram að vera sú sama
staðfesting fyrir alla kristna menn. Þess vegna hafa
páskarnir, hátíð upprisunnar, sérstaka þýðingu fyrir
okkur.
Er við sækjum kirkju eða hugleiðum boðskap Krists
á páskahátíðinni, göngum við í raun á fund hins lifandi
Guðs okkar og hlýðum á boðskapinn, sem hann hefur
að flytja. Hinn endanlegi prófsteinn á þjóðkirkjuna, sam-
félag kristinna manna, er í raun hversu vel henni geng-
ur að koma þessum boðskap til skila. Átök innan kirkjunn-
ar eru af þessum heimi eingöngu, Kristi óviðkomandi.
Morgunblaðið óskar lesendum sínum og landsmönnum
öllum gleðilegra páska.
*
UA, KEA og Samherji vilja efla rannsóknir í matvælaframleiðslu
Vilja taka ábyrgð á rekstri
sem ríkið hefur áður sinnt
Þrjú stærstu fyrirtækin
á Akureyri sem eru með
um 1.800 manns í vinnu
hafa boðist til að taka
ábyrgð á rekstri sem rík-
ið hefur fram til þessa
haft á sinni könnu en þar
er um að ræða rannsókn-
ir á sviði matvælaiðnaðar
sem einkum hafa verið
stundaðar í Reykjavík.
Margrét Þóra Þórs-
dóttir og Kristján
Kristjánsson kynntu sér
málið.
ÞRJÚ stærstu fyrirtækin á
Akureyri, Útgerðarfélag
Akureyringa hf., Samheiji
hf. og Kaupfélag Eyfirð-
inga, hafa kannað möguleika á að
koma til samstarfs við opinbera að-
ila og önnur fyrirtæki í matvæla-
vinnslu um eflingu rannsókna á sviði
matvælaframleiðslu á sem víðtæk-
ustu sviði í bænum. Eins og komið
hefur fram í Morgunblaðinu, er hug-
myndin sú að stofnað verði fyrir-
tæki sem ásamt nýjum verkefnum
tengdum matvælaframleiðslu, taki
að sér verkefni á skyldum sviðum,
sem fram til þessa hafa verið á hönd-
um ríkisins.
í erindi sem Jón Þórðarson, for-
stöðumaður sjávarútvegsdeildar Há-
skólans á Akureyri, og Hjörleifur
Einarsson hjá Rannsóknarstofnun
fiskiðnaðarins fluttu á ráðstefnu um
menntun, atvinnu og framtíð sem
Eyþing, samtök sveitarfélaga í Eyja-
firði og Þingeyjarsýslum, og Háskól-
inn á Akureyri efndu til nýlega bentu
þeir m.a. á umfang matvælafram-
leiðslu á Eyjafjarðarsvæðinu. Áætl-
að er að heildarvelta í matvælafram-
leiðslu og matvælaiðnaði á svæðinu
sé um 20 milljarðar á ári og að um
2.500 ársverk séu við slíka fram-
leiðslu.
Matvælaframleiðsla
höfuðatvinnugreinin á
Eyjafj ar ðar s væðinu
„Matvælaframleiðsla er í raun
höfuðatvinnugreinin á Eyjafjarðar-
svæðinu og því afskaplega mikil-
væg,“ sagði Jón Þórðarson. „Við
verðum því að horfa til lengri tíma
og mynda okkur framtíðarsýn á
þessu sviði ef við ætlum að standa
okkur. Ætlum við okkur að verða
samkeppnisfær á mörkúðum í fram-
tíðinni er alveg ljóst að tengsl at-
vinnulífsins við skólakerfið verða að
aukast frá því sem nú er. Atvinnulíf-
ið verður í raun að skipta sér meira
af skólakerfinu og hafa áhrif á það.“
Jón benti á að í samkeppnislönd-
um okkar er fag- og verkmenntun
á mun hærra stigi en hér á landi,
lögð hefði verið mikil rækt við slíka
menntun víða erlendis en lítil áhersla
lögð á hana á íslandi. „Ef við ætlum
að standa okkur verðum við að kom-
ast á sama stig hvað þetta varðar
og okkar samkeppnislönd," sagði
Jón.
Þekking er lykilatriði í framtíðar-
þróun matvælavinnslunnar og segir
Jón að þar þurfi að hafa í huga
góða nýtingu hráefnis og einnig
þurfi að efla samstarf og tengsl við
MATVÆLAVINNSLA er mikilvæg á Eyjafjarðarsvæðinu. Myndin var tekin í vinnslusal Kjarnafæðis.
Reykjavík. Enda myndi slíkt hafa
veruleg áhrif á það sem verið sé að
reyna að gera við Háskólann á Akur-
eyri. Einnig kom þessi umræða upp
í kjölfar ákvarðana um stórfellda
uppbyggingu á sviði orkuiðnaðar á
höfuðborgarsvæðinu.
Jóhannes Geir segir að eftir að
forsvarsmenn fyrirtækjanna þriggja
hafi ákveðið að sameinast um að
kanna áðurnefnda möguleika, hafi
málið strax verið kynnt fyrir for-
mönnum stjórnarflokkanna, Davíð
Oddssyni forsætisráðherra og Hall-
dóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra.
Einnig hefur það verið kynnt fyrir
sjávarútvegs-, landbúnaðar- og iðn-
aðarráðherra sérstaklega og þá var
málið rætt í ríkisstjórn sl. föstudag.
Útspil sem ekki er hægt
að hafna
„Það er óhætt að segja að innan
ríkisstjórnarinnar eru jákvæðir
straumar gagnvart okkar hugmynd-
um en svo er að sjá hvernig tekst
að vinna úr hlutunum í framhaldinu.
Við höfum reynt að leggja þetta
fram sem útspil sem \ raun ekki
væri hægt að hafna. Ég veit hins
vegar að þetta hefur valdið óróleika
innan Háskóla íslands og í þessu
umhverfi þar. Við erum m.a. að tala
um að fá norður þætti úr rekstri
Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðar-
ins, Hafrannsóknastofnun og mat-
vælaþáttinn hjá Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins,“ segir Jóhannes
Geir. „Mín skoðun er sú að að þeir
þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessu
máli vegna þess að það eru næg
verkefni fyrir hendi tengd matvæla-
sviðinu. Það sem við þurfum hins
vegar að gera er að hafa verkaskipt-
inguna klára, hvað eigi að gera fyr-
ir sunnan og hvað fyrir norðan. Að
mínu mati ætti Háskóli íslands og
stofnanir hans að sinna frumrann-
sóknum en hér fyrir norðan yrðu
stundaðar rannsóknir sem eru nær
framleiðslunni."
Þorsteini Má Baldvinssyni, fram-
kvæmdastjóra Samheija hf., líst vel
á þær hugmyndir sem fram hafa
komið og því hafi fyrirtækið ákveðið
að taka þátt í þessu verkefni. „Þarna
er verið að leita leiða til að styrkja
atvinnulífíð á svæðinu og við erum
tilbúnir að leggja okkar af mörkum
til að það sé hægt. Ég hef trú á því
að þetta geti orðið góður stuðningur
við þá matvælavinnslu sem hér er
fyrir og jafnframt aukið líkur á að
nýjar hugmyndir komi fram varð-
andi vinnslu og rannsóknir,“ sagði
Þorsteinn Már.
Morgunblaðið/Kristján
RANNSÓKNARSTOFNUN fiskiðnaðarins er með útibú á Akureyri
og eru fjórar stöður við það, þar af tengjast tvær sjávarútvegsdeild
Háskólans á 'Akureyri. Helstu verkefni snúa að þjónustumælingum
í örveirufræði. Á myndinni eru frá vinstri Magnús H. Baldursson,
nemi í sjávarútvegsfræði, Svanhildur Gunnarsdóttir, starfsmaður
RF, og Arnheiður Eyþórsdóttir, útibússljóri RF.
HJÁ útibúi Hafrannsóknastofnunar á Akureyri eru nú fjórir starfs-
menn. Helstu verkefni snúa að rannsóknum á ígulkeijum í Eyja-
firði og hér er Steingrímur Jónsson útibússtjóri að skoða nokkur.
fyrirtæki í markaðslöndum okkar.
Fyrirtæki taki við
verkefnum frá ríkinu
Farsælast telja þeir Jón og Hjör-
leifur að breyting verði gerð á hlut-
verkaskiptingu milli ríkis og sveitar-
félaga. Á vegum ríkisins, í gegnum
ýmsar rannsóknarstofnanir sé verið
að vinna að ýmsum verkefnum sem
í raun eigi mun frekar heima hjá
fyrirtækjunum, en þar er um að
ræða framleiðslu, vöruþróun og jafn-
vel á sviði markaðsmála.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson,
bóndi og fyrrverandi þingmaður,
hefur unnið að samstarfi fyrirtækj-
anna þriggja við opinbera aðila en
hann situr í stjórn bæði ÚA og
KEA. Hann segir að menn á svæð-
inu hafi haft af því áhyggjur þegar
umræðan stóð sem hæst í vetur um
hugsanlega eflingu sjávarútvegs-
stofnunarinnar við Skúlagötu í
FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 29
Samskipti Vesturveldanna og ráðamanna í Kreml
D
ONNELLY hefur starfað
fyrir embætti fram-
kvæmdastjóra NATO í
sjö ár, hann er rússnesku-
mælandi og þekkir persónulega
marga ráðamenn í Rússlandi, jafnt
í stjórn og stjómarandstöðu. Hann
segist ekki hafa trú á því að síðasta
útspil Rússlandsforseta í málefnum
Tsjetsjníju, bann við frekari hern-
aðaraðgerðum af hálfu Rússa, sem
reyndar virðist ekki vera virt, og
fyrirheit um óbeinar samningavið-
ræður við uppreisnarleiðtogann
Dzhokar Dúdajev, muni leysa vand-
ann.
„Jeltsín er í afar erfiðri stöðu því
að Tsjetsjenar munu ekki sætta sig
við neitt minna en sjálfstæði og það
er nær ókleift fyrir hann að verða
við þeirri kröfu,“ segir Donnelly. „Ég
held að vandinn muni áfram verða
til staðar, að þetta sé ekki nein
lausn. Stefna Tsjetsjena byggist
á þeirri von að einhver annar en
Jeltsín sigri í forsetakosningunum í
júní og síðan verði hægt að semja
við sigurvegarann. Það er alls ekki
útilokað að þeir hagi beinlínis að-
gerðum sínum með þetta í huga.“
Að sögn hans telja Tsjetsjenar að
staða Jeltsíns, sem hóf stríðið gegn
þeim, útiloki raunverulegar tilslak-
anir af hans hálfu, þær myndu gera
hann að allt of auðveldum skot-
spæni andstæðinganna í kosninga-
baráttunni.
Donnelly segist halda að fyrir
venjulegan Rússa skipti það engu
máli hvort Tsjetsjníja verði áfram í
ríkjasambandinu, líklega gæti meiri-
hlutinn hugsað sér að sparka hérað-
inu út. Á hinn bóginn geti
stjórnvöld ekki hugsað sér
þá lausn, m.a. vegna hern-
aðarlegra hagsmuna Rússa
í Kákasus.
„Ætli Jeltsín sér sigur
verður hann að bjóða kjós-
endum að minnsta kosti
jafn mikið og kommúnistar
og þjóðernissinnar. Það er
hann að gera núna. Hann
á því talsverða möguleika,
vinsældir hans hafa síðustu
ijóra mánuði aukist mjög
hratt, ef marka má kannan-
ir. Það er vel hugsanlegt
að Jeltsín vinni, ég held í
raun að sigurinn verði mjög
naumur, á hvorn veginn
sem niðurstaðan í þessum
slag verður.
Jeltsín eykur fylgið með
því að höggva inn í raðir
stuðningsmanna Zjúg-
anovs, hann verður alltaf
að yfirbjóða Zjúganov á öll-
um sviðum. Hann er búinn
að gera þetta undanfarna
mánuði og mér sýnist að
hann geti náð í mark.
Rússar
kunna að
meta festu
Vestrænar þjóðir geta ekki vænst þess að
samskiptin við Rússland verði auðveld næstu
áratugina og þá skiptir ekki öllu máli hvort
Borís Jeltsín heldur velli eða kommúnistinn
Gennadí Zjúganov sest á forsetastól í sumar.
Þetta segir Bretinn Christopher N.
Donnelly, aðalráðgjafi framkvæmdastjóra
Atlantshafsbandalagsins í málum Rússlands
og ríkja Mið- og Austur-Evrópu, í viðtali við
Kristján Jónsson,
Einkahagsmunir
ráðamanna
Jeltsín stendur sig vel
þegar eitthvað bjátar á en
ef hann vinnur eru umtals-
verðar líkur á að hann verði
værukær og sinnulaus á ný, láti æ
meira af daglegri stjórnsýslu í hend-
urnar á nánustu ráðgjöfum og redd-
urum, mönnum eins og Korzhakov,
Íljúshín. Þá geta fjárhagslegir hags-
munir orðið allsráðandi því að allir
eru þessir menn á kafi í viðskiptum.
Svo gæti farið að einkahagsmunir
þeirra yrðu helstu forsendur allrar
stjórnarstefnunnar.
Þetta er mál sem við höfum ekki
gefið nægan gaum á Vesturlöndum,
þessi samþætting persónulegra
hagsmuna og stefnu ríkisins út á við.
Kommúnistaflokkurinn veldur
mér áhyggjum vegna þess að liðs-
menn hans eru í reynd þeir sem
voru þriðja flokks menn í gamla
flokknum. Þeir sem eru við völd
núna í Rússlandi eru liðsmenn gamla
flokksins en af fyrsta og öðrum
gæðaflokki, Jeltsín og fleiri, þeir
voru í sjálfri nomenklatúrunni, hefð-
armannagenginu. Zjúganov og
menn á borð við hann voru leiðtogar
úti í héruðunum sem skyndilega
fylltu upp í tómarúmið þótt þeir
hefðu ekki hæfni eða nægilega
Reuter
JELTSIN Rússlandsforseti heilsar hvítrússneskum blómarósum í Kreml. Samningur
forsetans við Hvít-Rússa um ríkjasamband er öflugt vopn í baráttu hans gegn kommún-
istum og þjóðernissinnum sem saka hann um að hafa sundrað fornu heimsveldi Rússa.
kunnáttu til þess, þeir
voru bara smápeð.“
Donnelly minnir á að
lýðræði sé ekki fyrst og
fremst ákvæði um lög
og stofnanir heldur snú-
ist það um viðhorf, hefð-
ir og tilfinningar, um
trú á lýðræði sem
grundvallaratriði.
„Þetta veldur mér
mestum áhyggjum í
sambandi við Zjúganov.
Hann er með hugarfar
hins lágt setta héraðs-
leiðtoga á tímum
kommúnista. Það er að
verða til kerfi í Rúss-
landi núna þar sem sjá
CHRISTOPHER
N. Donnelly
kommúnistar áhrifa-
mestir í dúmunni gæti
svo farið að þótt ekki
væri um neina mark-
vissa tilraun í þá átt
að grafa undan þessu
kerfi myndi gamla hug-
arfarið taka völdin á
ný. Stjórnarstefnan,
allt stjórnmálalifið,
myndi þokast yfir á
vettvang flokksins og
hverfa úr stofnunum
sem til þess eru ætlað-
ar.
Flokkurinn yrði
sjálft valdatækið, ekki
dúman eða forsetaemb-
ættið, flokksræðið tæki
má vísi að lýðræði. Það ríkir ekki
einræði, dúma og forseti takast á
og þótt mest völd séu hjá embætti
forsetans þá hafa báðar stofnanirnar
áhrif. Það er barist á heilbrigðan
hátt á sviði stjórnmálanna. Kerfið
er langt frá því að vera fullkomið
en það er kominn grunnur sem
hægt er að byggja á.
Ef forsetinn væri kommúnisti og
við aftur, nánast fyrir slysni.“
Erfið sambúð
Hann er spurður um samskipti
Rússlands við vestræn ríki og fyrr-
verandi sovétlýðveldi eftir forseta-
kosningarnar.
„Það skiptir ekki máli hver vinn-
ur, samskipti við Rússland verða
erfið næstu áratugina. Ég tel að fái
Rússar að búa við pólitískan stöðug-
leika og efnahagslegar framfarir í
fimm ár í viðbót verði sambúðin þó
auðveldari með tímanum, það munar
um hvert ár. Umskipti geta orðið
snögg og fyrirvaralaus í landinu en
það er ekki óhjákvæmilegt að þar
endi allt á versta veg.“
Donnelly minnir á aukið vald rúss-
neskra sjálfstjórnarlýðvelda og hér-
aða á kostnað miðstýringarinnar í
Moskvu og vandann við að meta
efnahagsástandið í landinu vegna
skorts á áreiðanlegum upplýsingum.
Stjórnvöld í Kreml geti það ekki einu
sinni sjálf, kunni það ekki.
Ljóst sé að gömlu fyrirtækin og
samsteypurnar séu á brauðfótum en
ný fyrirtæki og atvinnuvegir vaxi
hratt, það sé hins vegar ekki hægt
að slá neinu föstu um viðgang
þeirra. Rússland sé að verða eins
og bútateppi í efnahagslegum skiln-
ingi, ýmis kerfi séu í notkun, ger-
ólík innbyrðis og með rætur hvert í
sínu héraði eða svæði.
Spurt er um stórveldishagsmuni
Rússa. Hann segir að öflugur hópur
manna í Moskvu álíti að Rússar
verði að tryggja sér áhrifasvæði í
Mið- og Austur-Evrópu á ný. Ella
geti ríkið ekki verið stórveldi. Þeir
líti ekki á Japan eða Þýskaland, sem
séu stórveldi vegna efnahagslegra
yfirburða sinna, sem neinar fyrir-
myndir.
Hugsunin byggist á forsendum
stórveldakapphlaups á 19. öld og
kalda stríðinu. „Á Vesturlöndum eru
einnig menn sem líta heiminn sömu
augum, það er fólk með forneskju-
legt hugarfar okkar megin ekki síð-
ur en hjá þeim. Hættan
er sú að hóparnir styrki
hvor annan, að þessi gamli
hugsunarháttur átakanna
verði eins konar gagn-
kvæmt eldsneyti úlfúðar
ef við förum ekki várlegaA
Donnelly andmælir því
útbreidda viðhorfi að
Rússar beri aðeins virð-
ingu fyrir valdinu og ráða-
menn þeirra gangi eins
langt og þeir þori í hags-
munagæslu þar til Vestur-
veldin setji hnefann í borð-
ið. Hann segir þá bera
virðingu fyrir festu en
fyrirlíta viljaleysi sem
stundum einkenni við-
brögð annarra þjóða við
stefnu þeirra. Best sé að
koma fram við þá af hrein-
skilni og einurð, þá bregð-
ist þeir vel við en þeim sé
illa við óhreinlyndi og póli-
tískar brellur.
„Þetta merkir ekki að
steyta eigi hnefann gegn
þeim. Rússar eru jafn
mannlegir og annað fólk.
Þeir bregðast illa við hót-
unum, þær valda oft enn
harkalegri viðbrögðum en
ella hefði verið raunin, telji
þeir að hótunin hafi ekki
verið réttlætanleg. Það er
hins vegar nauðsynlegt að
vita hvað maður vill í samskiptum
við Rússa, að það sé á hreinu.“
Skriðdrekar
og viðskipti
Donnelly telur mjög ólíklegt að
ráðamenn í Rússlandi freisti þess
að fara út í hernaðarævintýri utan
landamæranna. Hann er spurður
hvort Rússar gætu reynt að róa
undir uppreisn hjá rússnesku þjóða-
brotunum í Eystrasaltsríkjunum og
notað ástandið sem átyllu fyrir inn-
rás, hver viðbrögð Vesturveldanna
yrðu.
„Þetta er hugsanlegt en ef þeir
gerðu þetta myndu siðmenntaðar
þjóðir svara með algerri einangrun,
með öllu sem því fylgir. Mér fínnst
þetta því mjög ólíklegt, þetta værí
svo heimskulegt.
Það er líklegra að Rússar reyni
að treysta áhrif sín í Mið- og Austur-
Evrópu með sókn í viðskiptum. Ég
er ekki viss um að rétt sé að nota
orðið hótun í þessu sambandi en ég
held að menn á þessum slóðum ættu
fremur að óttast hótanir rússneskra
viðskiptajöfra en vígdreka!