Morgunblaðið - 04.04.1996, Side 45

Morgunblaðið - 04.04.1996, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 45 BREF TIL BLAÐSINS Frá Stefáni M. Stefánssyni: í RITSTJÓRNARGREIN yðar 30. mars sl. er fjallað um starfsaðstöðu Sinfóníuhljómsveitar íslands í hús- næði Háskólabíós. Þar gætir nokk- urs misskilnings sem undirrituðum þykir rétt að gera leiðréttingu á. Sáttmálasjóður er eigandi þess húsnæðis sem Háskólabíó hefur nú yfir að ráða. Sáttmálasjóður var stofnaður á grundvelli sambands- lagasamnings milli íslands og Dan- merkur og 14. gr. sambandslaga nr. 39/1918. Honum var á sínum tíma sett stofnskrá sem staðfest var og auglýst. Stofnframlag til hans í upphafi kom frá ríkissjóði Danmerkur en gert var ráð fyrir að það skyldi ávaxta með tilteknum hætti. Sambandslögin voru sett til að fullnægja þjóðrétttarskuldbind- ingu og verður að hafa það eðli þeirra í huga. Sáttmálasjóður hefur ávallt full- nægt öllum skilyrðum laga til þess að vera talinn sérstök sjálfseignar- stofnun. Hann hefur aðskilinn fjár- hag, bæði reikningslega og raun- verulega, ræður málum sínum sjálf- ur og hefur sérstaka stjórn. Hann Háskóla- bíó eign Sáttmála- sjóðs ber og einn ábyrgð á skuldbinding- um sínum. Sjóðurinn er hvorki eign íslenska ríkisins né Háskóla Is- lands. Hann var og stofnaður til að þjóna ákveðnu og sérstaklega skilgreindu langtímamarkmiði, einkum í þágu vísinda, sem ekki hefur breyst. Háskólaráð fer með yfirstjórn sjóðsins samkvæmt 3. gr. stofn- skrár Sáttmálasjóðs. Háskólaráð ákvað þann 17. október 1941 að Sáttmálasjóður skyldi eiga og reka kvikmyndahús það sem þá var ver- ið að setja á stofn, þ.e. Tjarnarbíó. Var þetta talin hagkvæm aðferð til að ávaxta fé sjóðsins. Háskólaráð hefur ávallt kosið sérstaka stjórn til að sjá um rekstur kvikmynda- hússstarfseminnar. Er Tjarnarbíó hætti rekstri var starfseminni hald- ið áfram í húsnæði því sem nú er Háskólabíó. Núverandi starfsemi fer fram í samkeppni við önnur fyrirtæki á markaðinum. I allri starfseminni gilda eingöngu venju- leg markaðs- og viðskiptalögmál. Allt húsnæði Háskólabíós er í eigu Sáttmálasjóðs og er Háskóli Islands þar sjálfur leigutaki ásamt Lands- banka íslands og öðrum aðilum. í ritstjórnargrein yðar segir m.a. svo: „Að sjálfsögðu er fráleitt, að Sinfóníuhljómsveitinni verði vísað á brott úr húsnæði, sem er í eigu Háskóla íslands. Ekki verður séð, að kvikmyndasýningar geti haft forgang umfram tónlistina." Svo sem rakið hefur verið hér að framan er tilvitnaður grundvöll- ur ritstjórnargreinar yðar á mis- skilningi byggður og því einnig þær ályktanir sem fylgja í kjölfarið og á honum eru reistar. f.h. stjórnar Háskólabíós, STEFÁN M. STEFÁNSSON. Stríðið gegn nú- tímanum Frá Jóni Kjartanssyni: NÚ ÞEGAR hin „séríslenska" hús- næðisstefna er löngu hrunin og helsta atvinnusköpunin er fólgin í stofnun ráðgjafarstöðva m.a. til að draga skuldaþræla húsnæðiskerfis- ins uppúr botnlausu feni og ungir sjálfstæðismenn hafa reiknað út að ungt fólk hefur ekki efni á að kaupa íbúðir, þá kemur í ljós að íslenska þjóðin hefur eignast Foringja með stórum staf. Húseigendafélagið í sóknarham, er fyrirsögn í Mbl. 15. mars sl. Sókninni virðist helst beint gegn þeim sem ekki eiga húsnæði, a.m.k. virðist hún ekki beinast gegn hreppaflutningum gjaldþrotamanna. Þótt allar skýrslur sýni að fjárfest- ing í húsnæði sé vonlaus, því hún skilar engum arði og ekki einu sinni endurgreiðslu kostnaðar, en fjöldi hagkvæmra kosta í boði, þá ríður Foringinn milli fjölmiðla og krefst þess að íbúðir landsmanna séu eigna- musteri líkt og var á gullöld verðbólg- unnar. Þannig er sókninni stefnt aft- urábak. Foringinn veifar lagagrein- um og heldur víst að lausn húsnæðis- vandans sé lagatæknileg atriði. Þar ríður hann einn í heilögu stríði gegn nútímanum, boðberi hruninnar stefnu og málsvari forréttinda. Helsta afrek Foringjans heitir „Lög um íjöleignarhús", þar segir í 56. gr.: „Réttindi og skyldur til þátt- töku í húsfélagi eru óijúfanlega tengd eignarrétti." Við ákvarðana- töku greiða menn atkvæði „bæði miðað við fjölda og eignarhluta“. (41. gr.) Aðrir hafa því engin áhrif á húsreglur eða framkvæmd þeirra og hvernig á að taka fyrir ágreinings- efni innanhúss milli annarra en eig- enda innbyrðis? Það er ekki nýtt í sögunni að for- ingjar heimti aðskilnað fólks eftir lit- arhætti, trú eða þjóðerni. Sigurður í sóknarham krefst aðskilnaðar eftir eignarformum á húsnæði. I anda nútímans, þar sem eignarfonn á hús- næði skiptir ekki máli, samþykkti borgarstjórn Rvk. að notaðar íbúðir skyldu keyptar fyrir húsnæðisnefnd- ina í stað dýrra nýbygginga. Sigurður Foringi breiðir sóknarhaminn gegn svo skynsamlegri ákvörðun með þeim t'ökum að þetta „falli ekki allskostar að fyrirmælum íjöleignarhúsalöggjaf- arinnar" auk þess sem þetta geri „íbúðir í viðkomandi húsum verð- minni“. Með öðrum orðum fyrst eru sett lög um „ijöleignarhús" og síðan eru þau lög notuð sem rök gegn eðli- legri og nauðsynlegri þróun og gegn hagsmunum þeirra sem ekki eiga húsnæði. Þar með hefur lagahöfund- urinn staðfest að gagnrýni mín á laga- smíðar hans er réttmæt. JÓN KJARTANSSON frá Pálmholti, formaður Leigjendasamtakanna. Opinber tillaga til þingmanna Islands Frá Jóni Trausta Halidórssyni: ALTALAÐ er, að stór hluti verka- manna nái ekki endum saman, þeg- ar að reikningar eru borgaðir og eftir er að eiga afgang, til fram- færslu heimilis, matar, húsnæðis, bíls. Ef viðkomandi er að reyna koma þaki yfir höfuð, sem er ekki auðvelt með um 70 þúsund á mán- uði. Ef til ætti að vera mannlegt rétt- læti, þá þarf þessi verkamaður að hafa mannsæmandi laun. Þegar að búið er að borga öll nauðsynleg gjöld, þá þarf að vera afgangur til að eiga fyrir húsnæði, bíl, fatnaði og mat. Þess vegna geri ég það að tillögu minni að þetta, að geta lifað af laun- um sínum, eftir að búið er að borga reikninga, afborganir af húsi og bíl og eiga þá nóg eftir til að kaupa í matinn, föt og frí í sumbarbústað yfir helgi og setja inná bankareikn- inginn, að þetta réttlætismál verði sett í stjórnarskrána svo að ríkið hirði ekki allt í vanskilaskuldir og viðkomandi verði ekki gerður gjald- þrota, og missi allt, sem er helm- ingi dýrara fyrir þjóðfélagið, þegar á heildina er litið. Að fólkið með þessu lágu laun sé ekki fangar rangrar stefnu i launamálum. Það getur ekki lifað lífinu lifandi með íjölskyldu og ætt- mennum. Er þetta sú framtíð sem við ætlum börnum okkar? Nei. Því setjum við þetta í íslensku stjórnar- skrána að allir í landinu verði að hafa mannsæmandi laun til að geta eins og áður segir haft fyrir því allra nauðsynlegasta þegar búið er að borga öll opinber gjöld af öllu. Og lagt inn á bankareikninginn afganginn. Vona að góð svörun við þessu opinbera bréfi til þingmanna lslands verði sem allra fyrst. Verkamaður sem vill sjá breyt- ingar í þessa átt í dag og næstu daga. JÓN TRAUSTIHALLDÓRSSON, Völlum við Breiðholtsveg, 109 Rvík. Vedurþolinn hand-farsími fyrir NMT-450 farsímakerfið freeway 450 RL Simonsen Freeway RL er rétti farsíminn fyrir allt útivistarfólk. - Vatns 00 rakavarnir. - Rykþéttur. - Höggvarinn. - Innbyggður símsvari. - 24. stafa skjár. - 255 númera minni. - Vaitextakerfi á skjá. -Veguraðeins 360 gr. - Ýmiss aukabúnaður fáanlegur t.d. tenging við faxtæki og módem. Verð kr, 99.964,- stgr. Innifaliá: Farsími, rafhlada, boró- hleáslutæki, loftnet og leiábeiningar. SIMONSEN MOBtUE TEIEPHONE ±1 hirA Síðumúla 37 Sími 588-2800 Nú höldum við til Kanada og N-Dakota, á slóðir íslenskra landnema. Gist verður á fyrirmyndarhótelum og fjölmargir áhugaverðir sögustaðir sóttir heim. Ferðin hefstí Winnipeg og þaðan haldið upp til sveita. Vestur-íslendingar taka á móti okkur af sinni alkunnu gestrisni. Við förum til Cavalier, Thunder Bay, Kenora og Gimli. Gist verður í þrjár nætur á Lakeside Resource Centre þar sem tími gefsttil að liggja í sólinni og baða sig í Winnipeg-vatni. Þetta er fróðleg og spennandi ferð sem sameinar skemmtun og hvíld. Bókanir hjá Bændasamtökunum í síma 563 0300 VerO: 87.500 kr. * Staðgreitt á mann. Innifalið: Flug, gisting, akstur skv. áætlun, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Síniiviiiiiiilerúii'-Laiiilsýii ftsfj OATIAS^ LESaj EUROCARD Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 569 1010 • Símbréf 552 7796 og 569 1095 Telex 2241 • Innanlandsferðir S. 569 1070 Hótel Sögu við Hagatorg • S. 562 2277 • Símbréf 562 2460 Hafnartjörður: Bæjarhrauni 14 • S. 5651155 • Símbréf 565 5355 Keflavík: Hafnargötu 35 • S. 421 3400 • Símbréf 421 3490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 431 3386 • Símbréf 431 1195 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 462 7200 • Símbréf 461 1035 Vestmannaeyjar: Vestmannabraut 38 • S. 481 1271 • Símbréf 481 2792 Einnig umboðsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.