Morgunblaðið - 04.04.1996, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 04.04.1996, Qupperneq 46
46 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ TILBOÐ A FERMINGARVÖRUM Fermingarkerti - Kertahringir Fermingarservíettur frá 95 kr. pakkinn Sérprentum á servíettur * c| Avn X 1 V/ X d í bláu húsunum við Faxafen, sími 588 5250 Opið mán.-fos. kl. 12-18 og Lau. kl. 10-14. SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS Aðalfundur Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis verður haldinn í Þingsölum Hótels Loftleiða föstudaginn 12. aprfl 1996 kl. 16.30 . Dagskrá: 1. Skýrsla stjómar um starfsemi sparisjóðsins á árinu 1995. 2. Lagður fram til staðfestingar endurskoðaður ársreikningur sparisjóðsins fyrir á árið 1995, ásamt tillögu um ráðstöfun tekjuafgangs fyrir liðið starfsár. 3. Kosning stjómar. 4. Kosning endurskoðanda. 5. Tillaga um ársarð af stofnfé. 6. Tillaga um þóknun stjómar. 7. Önnurmál. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað í fundarbyijun. Sparisjóðsstjórnin. MikiII mannfjöldi samfagnaði þegar markaðstorg Kolaportsins flutti á nýja staðinn við Geirsgötu fyrir tveimur árum. Kolaportið 7 ára! -furðuverur gefa afmælisblöðrur í dag, skírdag, laugardag og annan í páskum Kolaportið verður sjö ára um þessar mundir og af því tilefni er efnt til mikilla hátíðarhalda um páskana. Opið verður á skírdag, laugardag og annan í páskum og boðið upp á kamivalstemmningu með skemmtilegum uppákomum. Ýmsar furðuverur verða á sveimi og gefa bömum helíumblöðrur í tilefni afmælisins. Meira en 200 seljendur á mark- aðstorginu taka þátt í afmælis- hátíðinni með sérstöku páska- tilboðum og Kaffi-Port verður með rjúkandi gott afmæliskaffi á könnunni. Ekki má heldur gleyma hinum sívinsæla Kolportbarnaís. Kamival stemmning Fjölmargt verður gert til skemmtunar þessa afmælisdaga og seljendur munu ekki láta sitt eftir liggja til að skapa sannkallaða karnival stemmningu með alls konar uppákomúm og tilboðum. “Við skorum líka á gesti að taka þátt í þessu með okkur” segir Guðmundur G. Kristinsson hjá Kolaportinu. “Allt frá upphafi Kolaportsins hafa þessar afmælis- hátíðir verið að þróast í þá átt að vera skemmtilegar uppákomur í borgarlífinu og ekki skaðar nú veðrið þessa dagana til að fagna vorinu rækilega”. Breskir og írskir seljendur “Að undanförnu hafa að vera að týnast hingað breskir og írskir seljendur sem svo sannarlega gefa Kolaportinu ennþá skemmtilegra yfirbragð” segir Guðmundur. “Þeir hafa verið að koma með margvíslegar nýjar vörutegundir og eru alveg himinlifandi með undirtektirnar. Það er á hreinu að þeir munu koma skemmtilega á óvart þessa þrjá afmælisdaga. Það er reyndar svo að salan hefur verið mjög góð í Kolaportinu síðustu helgar sem þýðir að margir hafa verið að gera góð kaup hjá okkur.” Opið á skírdag, laugardag og annan í páskum Markaðstorg Kolaportsins verður opið í dag, skírdag, laugar- dag og annan í páskum, alla dagana kl. 11-17. Sölubása á afmælis- hátíðinni er hægt að panta alla markaðsdaga í síma 561 70 63. ÍDAG VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is pT/\ÁRA afmæli. Á morgun 5. apríl, föstudaginn langa, tMJverður fimmtugur Hjálmar W. Hannesson, sendi- herra íslands í Kína. Kona hans Anna Birgis, varð fimm- tug 11. janúar sl. Þau hjónin eiga þrjátíu ára brúðkaupsaf- mæli á páskadag, 7. apríl. Þau taka á móti gestum í Rúg- brauðsgerðinni, Borgartúni 6, laugardaginn 6. apríl kl. 17-19. LEIÐRÉTT í Karíbahafi um páskana „AUK einstaklinga eru tveir hópar á vegum Heimsklúbbs Ingólfs komnir til Karíbahafsins að halda páska og sá þriðji á leiðinni. Þrjátíu manna hópur er nú á sigl- ingu milii eyja á lúxus- skipinu Sensation frá Camival skipafélaginu, en þegar siglingunni lýk- ur á páskadag koma flestir farþeganna hingað til vikudvalar í viðbót. Við erum búin að þræða slóð Kristófers Kólumbusar í höfuðborg- inni Santo Domingo og aka þessa undurfogru leið þvert yfir eyna í blíðskap- arveðri. Hér bíður okkar sældarlíf á Puerto Plata Village, þar sem allt er innifalið og ætlum við að eiga hér friðsæla páska í fegurðinni og veðurblíð- unni. Öllum líður vel og biðja fyrir bestu páska- kveðjur heim.“ Ingólfur Guðbrandsson. Hundaeigendur í Efra-Breiðholti VINSAMLEGAST hafið ekki hunda ykkar lausa á göngustígum við Vesturberg því þar eru böm að leik, og munið að taka upp hundaskítinn eftir hunda ykkar. Móðir í Breiðholti. Tapað/fundið Hestasvipa tapaðist GÖMUL hestasvipa með tréskafti og silfri og leðuról tapaðist fyrir nokkrum_ árum í Gmnd- arfirði. Áletmn á skafti er SH. Finnandi vinsam- legast hafi samband í síma 587-0144. Karlmannsúr fannst KARLMANNSÚR fannst í Bankastræti að- faranótt laugardagsins 30. mars. Uppl. í síma 552-8995. Gæludýr Þoka ertýnd PERSALÆÐA datt nið- ur úr glugga á Klepps- vegi í fyrradag. Hún gæti jafnvel verið slösuð. Læðan er grá með kopar- lit augu og gegnir nafn- inu Þoka. Hún er frekar stygg. Ef einhver getur gefið upplýsingar um Þoku vinsamlegast hringið í síma 588-3751. Köttur á flækingi ÞESSI svarti og hvíti fressköttur er búinn að vera á flækingi á Heiðar- vegi í Kópavogi í 2-3 mánuði. Hann er sýni- lega heimavanur, blíður og góður, en vill komast heim til sín. Upplýsingar í síma 554-4894. Sýning Önnu í Stöðlakoti Það misritaðist í fréttatil- kynningu að sýningu Önnu G. Torfadóttur í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg lyki 4. apríl. Hið rétta er að sýn- ingunni lýkur 14. apríl. Er beðist velvirðingar á þessari villu. Sala Andakílsárvirkjunar TVÖ nöfn féllu niður í myndatexta um undirskrift vegna samnings um eig- endaskiptj á Andakílsár- virkjun. Á myndinni voru auk þeirra sem upp voru taldir Einar Ole Pedersen, oddviti Álftárnehrepps, og Gunnar Bjarnason, oddviti Reykholtsdalshrepps. Beð- ist er velvirðingar á þesum mistökum Prestur, líttu þér nær! í Morgunblaðinu í gær, þriðjudag, er birt bréf til blaðsins, „Prestur, líttu þér nær“, frá Þórdísi Tóm- asdóttur, sóknarbarni í Langholtssókn. Villa slædd- ist inn í eina setningu bréfs- ins. Rétt er setningin svona: „Á hann [sóknarpresturinn] von á að í kjölfarið fari óánægt fólkið að sækja til hans embættisverk eða sálusorgun, sem spurning er [ekki yfirlýst eins og misritaðist] hvort sé hans hlutverk að veita“? Þetta leiðréttist hér með. Frestun Vegna rangra upplýsinga stóð í Morgunblaðinu í gær, að tillaga um stofnun rekstrarfélags um Fjöl- skyldu og húsdýragarð hafí verið samþykkt í borgar- ráði. Það er ekki rátt. Til- lögunni var frestað. Hallelújakórinn á páskadag Missagt var í frétt um tónlistarflutning í Lang- holtskirkju í blaðinu í gær að flytja hafi átt Hallelúja- kórinn eftir Handel við guðsþjónustu í Langholts- kirkju á föstudaginn langa. Hið rétta er að tónverkið átti að flytja á páskadag. Pennavinir ÞRÍTUGUR finnskur karl- maður með áhuga á mótor- hjólum, kraftlyftingum og ferðalögum: Sami Laurikainen, Box 20, 05401 Jokela, Finland. TVÍTUG japönsk stúlka með áhuga á kvikmyndum og tónlist auk þess sem hún safnar frímerkjum og póst- korum: Naomi Tatsuzaki, 563-19 Wattsu, Hiroshima-cho, Sapporo-gvn, Hokkaido 061-12, 'Japan. FRANSKUR 24 ára ljós- myndari með áhuga á tón- list, dansi, ferðalögum, o.fl.: David Canneaux, Résidence l’Obiou, 19 Rue Eug?ne Sue, F-38100 Grenoble, Franee. Víkveiji skrifar... BÆNADAGARNIR svokölluðu og páskahátíðin ganga nú í garð. Þetta er lengsta fríhelgi árs- ins og er skírdagur í dag. Skírdagur er fimmtudaginn fyrir páska, en þá er minnst heilagrar kvöldmáltíðar og þess að Kristur þvoði fætur lærisveina sinna. Þenn- an dag var altari þvegið og olía vígð í kaþólskum sið og varð hann fljótt aflausnardagur syndara. Af slíkri hreinsun er skírdagsheitið dregið. Kirkjuklukkum var jafnan hringt á skírdagskvöld í kaþólskum sið, til messu, í síðasta sinn fram að páskum. í Sögu daganna segir dr. Árni Björnsson að heimildir séu fyrir því frá 18. og 19. öld, að þá hafi menn haldið föstulok í mat og taiað er um sérstakan gijónagraut, sem etinn var, skírdagsgraut. xxx ÖSTUDAGURINN langi er á morgun eða langifrjádagur, föstudagur fyrir páska. Þá er minnst pínu Krists á krossinum. Dagurinn var mesti sorgardagur ársins með strangri föstu í kaþólsk- um sið. Heimildir munu vera fyrir því að börn og jafnvel vinnuhjú hafi verið hýdd þennan dag til af- bötunar drýgðum syndum. Dr. Árni telur jafnvel staðfest að þetta hafi sums staðar verið tíðkað á 18. og 19. öld. Kynni í slíkri venju að eima eftir af yfírbótahýðingum úr ka- þólsku. Sú þjóðtrú var meðal ann- ars á föstudeginum langa að hann hentaði vel til að verða sér úti um huliðshjálmstein eða sögustein. xxx ÁSXADAGUR' er fyrsta sunnudag eftir fullt tungl að loknum voijafndægrum, þó ekki fyrr en 22. marz og ekki síðar en 25. apríl. Aðrar hræranlegar kirkju- hátíðir miðast allar við páska. Páska héldu gyðingar að fornu til þess að fagna sauðburði og fyrstu komuppskeru, en síðar tengdust páskarnir flóttanum frá Egypta- landi. Páskarnir eru aðalhátíð krist- innar kirkju og er þá minnst upp- risu Krists frá dauðum. xxx ÓTT ýmsum finnist kannski páskahátíðin löng, þá hafa páskar stytzt talsvert í gegnum ald- anna rás. Þannig var fj'órheilagt á páskum í kaþólskum sið á íslandi. Sést það bæði í Kristinna laga þætti Grágásar og Kristnirétti Árna biskups Þorlákssonar frá 1275. Við siðaskiptin varð hins vegar þríheil- agt og stóð svo fram til 1770 þegar þriðji í jólum, páskum og hvíta- sunnu voru felldir úr tölu helgidaga ásamt, nokkrum fleiri. IDAG ER 4. apríl. Sá dagur heit- ir Ambrósíusmessa, andlátsdag- ur Ambrósíusar biskups, sem dó 397 í Mílanó á Ítalíu. Hann var helzti fulltrúi kirkjunnar í skiptum hennar við Rómarkeisara og hélt uppi vörnum við Aríusarvillu eða stefnu, sem kennd var við Aríus prest í Alexandríu og talið er að hafi verið uppi á tímbilinu frá 250 til 336. Samkvæmt Aríusarstefnu er Guð af einu óskiptanlegu eðli og því væri Kristur, sonur Guðs, skap- aður af föðurnum en ekki fæddur, og því annars eðlis en faðirinn. Þessi stefna kom fram árið 315 en var hafnað af Nikeuþinginu 325. Ambrósíus var í hópi fjögurra helztu kirkjufeðra og eftir hann liggja predikanir og trúarljóð. Sálmasöngur í messu er rakinn til hans. Messa hans, 4. apríl, var lög- tekin á Alþingi 1179. Til er saga hans á íslenzku heil og í brotum frá 13., 14. og 16. öld Hann var aukadýrlingur í Höfða í Höfða- hverfi í Suður-Þingeyjarsýslu. xxx ÍKVERJI óskar að þessum fróðleik loknum um bæna- dagana, páska og Ambrósíusmessu lesendum sínum alls góðs og segir:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.