Morgunblaðið - 04.04.1996, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 04.04.1996, Qupperneq 56
m <33> AS/400 er... ...þar sem grafísk notendaskil eru í fyrirrúmi OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 pjpVéctra^ MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 4. APRIL 1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Stjórn SVR Rafmagns- , vagn um Laugaveg STJÓRN Strætisvagna Reykjavíkur hefur skipað vinnuhóp til að kanna möguleika á að strætisvagn knúinn rafmagni verði í ferðum frá Hlemmi, niður Laugaveg og upp Hverfisgötu. Að sögn Arthurs Morthens, formanns stjórnar SVR, hafa rafmagnsvagnar ekki verið samkeppnisfærir við venjulega vagna til þessa. Arthur sagði að ennþá væri raf- knúinn. vagn heldur dýrari. Hver 24 farþega vagn kostar 10-11 mílljónir króna og er það svipað verð og þeir vagnar kosta sem nú eru í notkun. Að auki kemur til hleðslubúnaður, sem kostar 5-6 milljónir króna og settur yrði upp inni við Kirkjusand og á Hlemmi. Sagði Arthur að til þessa hefði förg- un á rafhlöðunum, sem endast í um tvö ár, verið vandamál en þær yrði væntanlega að flytja út til förgunar með þeim kostnaði sem því fylgdi. „Tækninni fleygir reyndar hratt fram,“ sagði hann. „Við þurfum ef til vill að bíða í eitt ár en hug- myndin er að kaupa einn slíkan vagn í tilraunarskyni." Arthur sagði að óskað yrði eftir viðræðum við umhverfisráðuneytið, iðnaðar- ráðuneytið og fleiri aðila til að kanna hvort áhugi væri fyrir slíkri tilraun. Hafísinn hopar frá ÚTLIT er fyrir að hafís þokist frá landi næstu daga_ vegna * hagstæðra vindátta. í gær- morgun voru ísjakar á dreif úti af Vestfjörðum, 1,8 sjómíl- ur frá Deild, og stakir jakar voru í mynni Önundarfjarðar. Þór Jakobsson, hafísfræð- ingur hjá Veðurstofu íslands, segir að hafís sé á siglinga- leiðum en þó sé vel greiðfært. Góðu fréttirnar séu þær að austanátt sem nú ríkir hreki meginjaðarinn vestur á bóg- inn frá landi. Útlit er fyrir austanáttir næstu sólar- hringa. Morgunblaðið/RAX VARÐSKIPIÐ Ægir fylgdist með rússneska togaranum Dmitríj Pokromovítsj þar sem hann var að veiðum í gær skammt fyrir utan 200 mílna mörkin á Reykjaneshrygg. Landhelgisgæslan hefur ekki sleppt togaranum úr augsýn frá því á þriðjudag. Rússnesk stjórnvöld beðin um afskipti Varðskipið með togarann í gæzlu VARÐSKIPIÐ Ægir fylgdi rúss- neska togaranum Dmitríj Pokromo- vítsj enn eftir skammt utan við 200 mílna landhelgismörkin á Reykjanes- hrygg um miðnætti í nótt. Fulltrúar Landhelgisgæslunnar áttu fundi með dómsmálaráðherra og starfsmönnum dómsmálaráðuneytis, utanríkisráðu- neytis og sjávarútvegsráðuneytis í gær. Af þeim fundum fengust ekki aðrar fréttir en þær að menn vonuðu að ekki kæmi til átaka. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra vildi ekk- ert segja um málið, né næstu skref í því, í samtali við Morgunblaðið seint í gærkvöldi. Sendiherra Rússlands var kallaður á fund í utanríkisráðuneytinu í gær- morgun. Samkvæmt upplýsingum blaðsins var sendiherrann beðinn um að fá rússnesk stjórnvöld til að beita sér fyrir því að togarinn færi að lög- um og hlýddi skipunum Landhelgis- gæslunnar um að sigla til hafnar á Islandi. Landhelgisgæslan hefur veitt tog- aranum óslitna eftirför frá því hann var staðinn að meintum ólöglegum veiðum um 2,4 mílur innan efnahags- lögsögunnar síðdegis á þriðjudag. Við eftirförina hefur verið beitt tveimur flugvélum og varðskipi. Samkvæmt hafréttarsáttmála Sam- einuðu þjóðanna hefur strandríki rétt til að taka landhelgisbijót, þótt hann sé kominn út fyrir lögsögu, hafi skip eða flugvélar strandríkisins veitt honum óslitna eftirför. Skipstjóri togarans hefur hunsað fyrirmæli skipherra varðskipsins um að stöðva togarann og hleypa varð- skipsmönnum um borð. Mun hann hafa sagt að hann tæki ekki „her- menn“ um borð. Síðdegis í gær sagð- ist togaraskipstjórinn hafa fyrirmæli frá útgerð skipsins um að hleypa varðskipsmönnum ekki um borð. Hann væri á opnu hafsvæði. Þá neit- aði skipstjórinn því að hafa verið með veiðarfæri í sjó innan lögsög- unnar. Veðurstofan spáir heldur versn- andi veðri á miðunum á Reykjanes- hrygg í dag eftir sólskin og blíðu undanfarna daga. ■ Tekekki/4 Kvörtun til ESA vegna útboös fyrir RÚY FRANSKA fyrirtækið Thomcast hef- ur sent Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) kvörtun vegna útboðs Ríkiskaupa á langbylgjusendum fvrir Ríkisútvarp- ið. Auk Thomcast buðu fyrirtækin Continental og bandaríska fyrirtækið Harris í verkefnið. Samþykkt var að ganga til samninga við Harris. Franska fyrirtækið telur að sam- keppnisreglur hafi ekki verið haldnar og vill að hlutlaus aðili meti hvort reynsla og kunnátta bjóðenda hafi verið rétt metin með tilliti til útboðs- gagna. Um var að ræða útboð, sem náði til alls EES-svæðisins, á 300 kílówatta langbylgjusendi, sem setja á upp á Gufuskálum ásamt fylgibún- aði, og endurnýjun langbylgjusendis og loftnets fyrir langbylgjustöðina á Eiðum, skv. upplýsingum Eyjólfs Valdimarssonar, yfirmanns tækni- sviðs RÚV. Eru þetta ein stærstu vörukaup íslenska ríkisins á árinu og er innlend- ur og erlendur kostnaður áætlaður um 300 milij. kr. að sögn Júlíusar S. Óiafssonar, forstjóra Ríkiskaupa. Samningaviðræður við Harris liggja niðri á meðan athugun ESA fer fram. Útboðið var birt í ESB-tíð- indum sl. sumar og tilboð opnuð í september sl. í lok janúar var ákveð- ið að ganga til samninga við Harris. „Við vonumst til að koma okkar skýr- ingum og svörum við fyrirspurn frá þessari stofnun út í næstu viku. Málið er brýnt vegna þess að stefnt er að því að iangbylgjusendirinn á Gufuskálum komist í gang fyrir jól,“ sagði Júlíus. Bæði Thomcast og Continental voru ósátt við hvað lagt var til grund- vallar við mat á tilboðunum og einn- ig gerir franska fyrirtækið athuga- semdir við að fyrir valinu hafi orðið fyrirtæki sem það telur að hafi enga reynslu í langbylgjusendingum. Júlíus sagði að bæði Harris og Thomcast hefðu langa reynslu á sínu sviði en litið hefði verið til fjöl- margra þátta þegar tilboðin voru metin, s.s. áreiðanleika í rekstri. Ríkiskaup hafa haldið fundi með fulltrúum fyrirtækjanna til að út- skýra niðurstöður útboðsins. „Cont- inental sætti sig við þær skýringar en franska fyrirtækið hefur af ein- hveijum ástæðum talið ástæðu til þess að láta athuga nánar hvernig að þessu var staðið," sagði Júlíus. Innbrotum í bíla fjölgaði um 142% INNBROT í bíla á Stór-Reykja- víkursvæðinu eru 152 fleiri fyrstu þijá mánuði ársins en á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Það er 142% aukning milli ára. Þá eru innbrot á heimili 59 talsins það sem af er árinu en voru 38 á sama tíma í fyrra. Það telst vera 55,3% aukning. Hinn 1. apríl í fyrra var búið að tilkynna 450 innbrot til lög- reglu, þar af voru 107 í bíla, 38 á heimili sem fyrr er getið, og fimm í sumarbústaði. Það sem af er þessu ári er búið að tilkynna innbrot á 59 heimili, í fimm sumarbústaði og 259 bíla, að sögn lögreglu. Samtals eru innbrot á starfssvæði lög- reglunnar það sem af er árinu 473 þegar allt er talið. Forvarnadeild lögreglunnar í Reykjavík ráðleggur þeim sem hyggja á ferðalög að leita að- stoðar nágranna til þess að auka öryggi heimilisins. Til dæmis má biðja nágrannann um að leggja í stæði við húsið, nota ruslatunnur og tæma póstkassa. Þá má skilja við gluggatjöld þannig að það líti út fyrir að einhver sé heima eða skilja lykil eftir hjá ein- hveijum í nágrenninu. Hvað bílinn áhrærir má alls ekki skilja lykil eftir í kveikju- lásnum eða skilja hann eftir í gangi. Fólki er ennfremur bent á að skilja ekki eftir í bílnum veski, töskur eða önnur verð- mæti. MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út miðvikudaginn 10. apríl. Morgunblaðið óskar lesend- um sínum gleðilegra páska.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.