Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 25
Þér standa allar
dyr opnar
JAFNRETTI er undir
okkur komið. Stjórn-
valdsaðgerðir hafa og
geta leitt til aukins jafn-
réttis en einar og sér
tryggja þær ekki árang-
ur. Of mikil íhlutun hins
opinbera getur jafnvel
leitt til ábyrgðarieysis
einstaklinganna þar
sem treyst er á aðgerðir
annarra og valdboðun
að ofan. Þér standa all-
ar dyr opnar er yfir-
skrift sýningar Sjálf-
stæðra kvenna sem nú
stendur yfir í Kringl-
unni. Boðskapur sýn-
ingarinnar er að jafn-
rétti er á valdi okkar,
hvers og eins. Það viðhorf byggir á
trú á getu einstaklingsins og er það
ólíkt vinstrisinnuðum hugmyndum
sem ganga út frá því að konur séu
einsleitur hópur, veikburða og hjálp-
Jafnréttismál snúast
ekki um baráttu karla
og kvenna, segir Hall-
dóra Vífilsdóttir,
heldur um aukin rétt-
indi til handa öllum
einstaklingum.
arvana, sem þurfi á félagslegri að-
stoð að halda. Litið er á karla sem
ofjarla kvenna og konur sem fórn-
arlömb sem skilgreindar eru út frá
hlutverki sínu innan íjölskyldunnar.
Sjálfstætt fólk
Konur á að meta og virða sem
einstaklinga en hlutverk þeirra á
ekki að skilgreina út frá
líffræðilegum eiginleik-
um þeirra eða sambandi
við aðra einstaklinga.
Konur, ekki síður en
karlar, eiga að hafa
lagalegar, efnahagsleg-
ar og félagslegar for-
sendur til að taka sjálfar
ákvarðanir er snerta líf
þeirra og konur, jafnt
sem karlar, eiga að
njóta sömu tækifæra í
starfi og í einkalífi. Það
frelsi sem felst í því að
hver einstaklingur fái
að velja sér hlutverk,
hvort sem er á heimili
eða á vinnumarkaði,
tryggir að hæfileiki
hvers og eins fái að njóta sín sem
best.
Hvers konar jafnrétti?
Mikilvægt er að hafa í huga að
með jafnrétti er átt við lagalegt og
félagslegt jafnræði en ekki er átt við
jafnstöðu. Einstaklingarnir eiga að
njóta jafnra tækifæra en í raun
standa kynin frammi fyrir mismun-
andi væntingum, tækifærum og
kröfum. Að mæta viðhorfum sem
grundvallast á kynferði einu saman
er félagsleg mismunun og kemur sú
mismunun skýrast fram i ríkjandi
viðhorfum til hlutverka kynjanna.
Því er leið kynjanna til einstaklings-
frelsis ekki sú sama en það felur þó
ekki í sér að karlmenn séu andstæð-
ingar kvenna því að hagsmunir karla
og kvenna fara saman.
Viðhorfin fleyta
okkur lengst
Jafnrétti fæst ekki með lagasetn-
ingum einum saman. Viðhorfsbreyt-
ing er stærsta skrefið í þá átt að
útrýma kynbundnu misrétti. Fram-
tíðin er okkar
og árangur-
inn er undir
okkur komin.
Því þurfa
konur og
karlar að vinna saman að breytingum
sem tryggja frelsi og sjálfstæði allra
einstaklinga. Tryggja á körlum þau
réttindi sem konur hafa hingað til
haft gagnvart heimili og börnum og
jafnframt á að tryggja konum jöfn
tækifæri og sömu laun á við karla
fyrir sambærileg störf á vinnumark-
aðinum. Með bættri stöðu kvenna á
vinnumarkaði er leystur úr læðingi
sá kraftur sem að sumu leyti er í
fjötrum í dag. Eins mikil breidd er
á hæfileikum og getu hjá konum og
körlum en launamismunun leiðir til
þess að hæfir einstaklingar eru ekki
hvattir sem skyldi.
Jafnréttismál - þitt mál!
Jafnréttismál snúast ekki um bar-
áttu karla og kvenna heldur um auk-
in réttindi til handa öllum einstakl-
ingum. Sú hugmyndafræði sem
byggir á frelsi einstaklingsins og
jöfnun tækifæra óháð kyni er væn-
legust til að ná fram raunverulegu
jafnrétti. Þær hugmyndir sem leggja
kynferði til grundvallar líta á konur
sem undirokaðan minnihlutahóp og
felast lausnirnar í félagslegum úrbót-
um og sérréttindum kvenna. Félags-
leg mismunum sem endurspeglast í
ríkjandi viðhorfum um verkaskipt-
ingu kynjanna, heftir frelsi einstakl-
inganna og nýtir ekki það afl sem
býr í fólki. Viðhorfsbreyting er
stærsta skrefið í átt að raunverulegu
jafnræði. Næsta skref er þitt. Dyrnar
eru ólæstar, gangið inn!
Höfundur er 1. varaformaður
Sambands ungra sjálfstæðis-
manna og starfar með Sjálfstæð-
um konum.
Halldóra
Vífilsdóttur
Erum við að tapa?
HVAÐ eru jafnréttis-
mál? Eru jafnréttismál
hagsmunabarátta kynj-
anna? Þar sem sigur
annars er tap hins?
Hafa aukin réttindi
kvenna í gegnum tíðina
þýtt að karlmenn hafa
verið á réttindalegu eða
kannski forréttindalegu
undanhaldi? Er það svo
að sú kynslóð karl-
manna sem undirritað-
ur tilheyrir hefur það
miklu verr en fyrri kyn-
slóðir karlmanna sem
bjuggu í þjóðfélögum
þar sem konur höfðu
ekki kosningarétt, ekki
tækifæri til að mennta
sig eða • vinna á hinum almenna
vinnumarkaði? Eg tel svo ekki vera
og efast um að margir séu á þeirri
skoðun. í það minnsta berst enginn
fyrir því að snúið verði til baka og
áunnin réttindi tekin af konum og
þau réttindi sem konur börðust fyrir
á sínum tíma, eru í dag talin sjálf-
sögð.
Út á hvað gengur
jafnréttisbaráttan
I dag er vart unnt að finna laga-
ákvæði sem kveða á um ríkari rétt
körlum til handa. Þrátt fyrir að kon-
ur hafi í dag lagalegt jafnrétti á við
karimenn njóta þær mun lægri launa
fyrir störf sín og eru í miklum minni-
hluta í ýmsum stjórnunarstöðum i
þjóðfélaginu. Hveiju er þá nauðsyn-
legt að beijast fyrir í dag? Jú, í dag
er þetta spurning um viðhorfsbreyt-
ingu. Viðhorfsbreytingu til hvers,
kynni einhver að spyija. Viðhorfs-
breytingu til hinna hefðbundnu kyn-
hlutverka og viðhorfsbreytingu til
jafnréttisbaráttunnar sem slíkrar. Til
að af henni geti orðið,
verðum við karlmenn-
irnir að verða þátttak-
endur í baráttunni.
Það er í raun rangt
að kalla þetta jafnréttis-
baráttu í dag, því í raun
erum við nú að fást við
vandamál sem komið
hafa upp í samskiptum
kynjanna vegna
breyttra aðstæðna í
þjóðfélaginu. Ein hliðin
á vandamálinu er vand-
inn sem snýr að konum,
því þrátt fyrir sama rétt
og í sumum tilfellum
meiri rétt, hefur hann
ekki skilað sér í aukinni
þátttöku kvenna í
stjórnunarstörfum í þjóðfélaginu og
markmiðunum um sambærileg laun
fyrir sambærileg störf, hefur síður
en svo verið náð. Hin hliðin á vanda-
málinu er að karlar í nútímasamfé-
lagi eiga augljóslega erfitt með að
fóta sig og má nefna fjölmörg dæmi
þess til staðfestingar.
Dýr forréttindi
Ef karlmenn hafa, eins og haldið
hefur verið fram, meiri völd, aukið
frelsi og meiri valmöguleika í okkar
þjóðfélagi þá eru þau forréttindi dýru
verði keypt. Rannsóknir hafa sýnt
að þeir aðilar sem fremja sjálfsmorð,
ofbeldisverk og glæpi, eiga við áfeng-
isvandamál að stríða, sitja í fangels-
um, lenda í slysum og eiga í vandræð-
um í skólakerfinu, svo einhver dæmi
séu tekin, eru að langstærstum hluta
karlmenn.
Tökum þátt
Niðurstaðan hlýtur að vera sú að
jafnréttismál eru mál sem varða alla
og því er nauðsynlegt að hætt verði
Jafnréttismál varða
alla, segir Guðlaugnr
Þór Þórðarson, og
hætta verður að líta á
konur og karla sem and-
stæðinga.
að líta á konur og karla sem andstæð-
inga og við förum að ræða málin í
ljósi þess að skipan mála verði á
þann háttinn að hagur beggja kynja
verði bættur. Fyrir mér eru þrjár
mikilvægar ástæður fyrir því að karl-
menn ættu að taka þátt í þeirri
umræðu. í fyrsta lagi eru ekki mikl-
ar líkur á því að árangur náist í
málaflokki ef helmingurinn af þeim
sem málið varðar eru ekki þátttak-
endur í umræðunni eða baráttunni.
í öðru lagi varða jafnréttismál einnig
vandamál sem snúa fyrst og fremst
að körlum. Það væri fráleitt að reyna
að komast til botns í þeim málum
sem snúa nær eingöngu að körium,
án þess að karlar kæmu þar nærri.
í þriðja lagi eru jafnréttismál, eins
og öll önnur þjóðfélagsmál, pólitísk
og því takast þar á hugmyndir hægri
og vinstri manná. Á sama hátt og
deilt er um hvort treysta beri ein-
staklingnum eða hvort hverfa eigi á
vit forsjárhyggju í efnahags-, um-
hverfis- og menntamálum, takast á
sömu hugmyndapólar í jafnréttismál-
um. Því væri fráleitt að karlmenn
myndu láta þennan málaflokk sem
snertir alla í þjóðfélaginu afskipta-
lausan.
Höfundur er fornmður SUS.
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Var hægt að koma
í veg fyrir salmon-
ellu-sýkingxma?
í SÍÐASTA mánuði
kom upp salmonellu-
sýking í Reykjavík,
sem rekja mátti til
brotalamar í þrifum á
hrærivél í ákveðnu
bakaríi hér í borg. Þá
liggur beinast við að
spyija hvernig opin-
beru matvælaeftirliti
sé háttað, eftirlitinu
sem á að tryggja ör-
yggi neytenda.
Um allt land starfa
heilbrigðiseftirlit sveit-
arfélaga í umboði heil-
brigðisnefnda á hveij-
um stað. Heilbrigðis-
nefndir eru pólitískt
skipaðar og sitja 4 ár
í senn. Sumarið 1994 tók Reykja-
víkurlistinn við stjórn borgarinnar
eftir 12 ára setu sjálfstæðismanna.
Fljótlega varð okkur í Reykjavíkur-
listanum ljóst að Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur (HER) hafði verið í
langvarandi Ijársvelti og dregist
verulega afturúr hvað varðar nú-
tíma stjórnunarhætti og tækjabún-
að. Starfsfólki hafði gefist lítill
kostur á að nýta sér nýja tækni á
sama tírna og stjórnvöld bættu sí-
fellt við verkefnum og ábyrgð á
HER með setningu reglugerða í
kjölfar EES-samningsins.
gerðir ættu að skila
virkara eftirliti, sem
felst m.a. í því að hjálpa
fyrirtækjum við að
koma á eigin innra eft-
irliti. Ef HER hefði ekki
verið í langvarandi fjár-
svelti sjálfstæðismanna
hefði það t.d. verið
lengra komið með að
taka út innra eftirlit
matvælafyrirtækja.
Með innra eftirliti þessa
ákveðna bakaríis hefði
mátt koma í veg fyrir
að salmonella bærist í
ijómabollurnar sem
ollu einni mestu hóp-
sýkingu sem upp hefur
komið á landinu.
Aukin hætta
Neysluvenjur hafa mikið breyst
undanfarin ár, meira er um tilbúnar
matvörur, áður sauð fólk sinn mat
sjálft heima. Meðhöndlun og
geymsla viðkvæmra matvæla og
matreiðsla í stórum einingum, sem
ætluð er beint til neyslu, eykur
Reykvíkingar þurfa að
geta treyst því, segir
Sigurborg Daðadótt-
Sigurborg
Daðadóttir
Matvælaeftirlit vanrækt
Þegar Reykjavíkurlistinn tók við
stjórn heilbrigðisnefndar voru 2,7
stöðugildi við matvælaeftirlit í borg-
inni. Til samanburðar má nefna að
3 stöðugildi voru við hundaeftirlitið.
Öllum má ljóst vera að innan við 3
starfsmenn anna ekki eftirliti með
öllum þeim fjölda fyrirtækja sem
eru í borginni. í þessu felst að sjálf-
stæðismenn hafa vanrækt stórlega
það hlutverk HER sem snýr að
matvælaeftirliti. Hundaeigendur
bera sjálfir allan kostnað af hunda-
eftirlitinu, e.t.v. er skýringanna á
þessu misræmi að leita þar. Við
ákváðum strax að láta hiutlausan
fagaðila gera úttekt á stjórnun og
störfum HER og koma með tillögur
til úrbóta. Samhliða var sett gjald
á öll eftirlitsskyld fyrirtæki í borg-
inni, eins og gert er ráð fyrir í lög-
um, sem standa skyldi að hluta
undir kostnaði heilbrigðiseftirlitsins
og tryggja þannig HER sértekjur.
Reykjavík var reyndar síðast sveit-
arfélaga til að setja gjald á mat-
vælafyrirtæki.
Uttektin hefur farið fram og
leiddi hún í ljós að mikilla úrbóta
var þörf, „stjórnskipulagið óskil-
virkt og upplýsingakerfi vantaði
sem gerði stjórnun og skipulagn-
ingu ómögulega" eins og segir í
úttektinni. Reykjavíkurlistinn
ákvað að fara eftir ráðleggingum
úttektaraðila og freista þess að rífa
þannig HER upp úr öldudalnum.
Reykvíkingar þurfa að geta treyst
því að opinbert heilbrigðiseftirlit
tryggi öryggi þeirra.
Nýlega samþykkti borgarstjórn
nýtt skipurit þar sem stofnað var
sérstakt matvælasvið. Löglærður
skrifstofustjóri hefur verið ráðinn,
tækjabúnaður verður endurnýjaður
og starfsfólk endurmenntað. Starfs-
fólki hefur verið fjölgað á matvæla-
og mengunarvarnarsviði. Þessar að-
ir, að opinbert heil-
brígðiseftirlit tryggi
öryggi þeirra.
hættuna á matarsýkingum og
matareitrunum. Þetta er vandi í
okkar vestræna heimi sem við
stöndum frammi fyrir og verðum
að taka á. Sjálfstæðismenn hafa
notað hvert tækifæri til að gagn-
rýna þá ákvörðun Reykjavíkurlist-
ans að leggja gjald á fyrirtæki sem
m.a. er ætlað til eflingar matvæla-
eftirlitinu. Þeir ættu fremur að sjá
sóma sinn í stuðningi við þá ákvörð-
un Reykjavíkurlistans að efla mat-
vælaeftirlitið og tryggja HER fjár-
magn til þeirra hluta. Almenningur
á kröfu á að öryggi matvæla sé sem
best tryggt og það næst aðeins með
góðu og skilvirku eftirliti, jafnt
innra eftirliti fyrirtækja sem og
opinberu eftirliti. Að þessu hefur
núverandi heilbrigðisnefnd unnið
og mun vinna áfram með stuðningi
meirihluta borgarstjórnar.
Höfundur er formaður heilbrigð-
isnefndar Reykjavíkur.
•bíS -systeme Laufenberg
J. ASTVniDSSON HF.
Skipholti 33,105 Reykjavík, sfai 552 3580.
Bruðhjón
Allw borðbúnaður - Glæsiloij gjalavara Bniðarhjóna listar
VERSLUNIN
Langavegi 52, s. 562 4244.