Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR KROSSAR PÍSLARSÖGUNNAR MYNPOST Stödlakot/Hall- grímskirkja GRAFÍK/MÁLVERK Anna G. T orfadóttir/Magnús Kjart- ansson. Stöðlakot: Opið kl. 14-18 alla daga til 14. apríl. Hallgrimskirkja: Opið alla daga til 14. apríl. Aðgang- ur ókeypis Á PÁSKUM er eðlilegt að kristnir menn iíti til baka og hugleiði að nokkru þann grunn trúar sinnar, sem píslarganga Krists skapaði; grimmd mannsins annars vegar og von trúar- innar hins vegar eru þær undirstöð- ur, sem kirkjan byggir helst á. Lista- menn jafnt sem aðrir nota þennan tíma ársins - sem jafnan fellur sam- an við eitt síðasta óveður vetrarins - til slíkra hugleiðinga, og þær sýning- ar sem hér er fjallað um takast á báðar með beinum hætti á við þennan lykilatburð kristinnar trúar. Anna G. Torfadóttir Í Stöðlakoti hefur Anna G. Torfa- dóttir sett up sýningu sem hún nefn- ir „Krossferilinn", en þar vísar hún til kaþólskrar myndhefðar um að sýna píslargöngu Krists, áfanga hennar og atvik, með samfelldri röð íjórtán mynda, allt frá því hann er dæmdur til þess að hann er lagður í gröfína. Þessi myndhefð er ein hin elsta í kristninni, en heimildir eru fyrir henni allt frá 5. öld, og breiddist hún út með miklum hraða í kjölfar krossferð- anna á 12. og 13. öld. Kaþólskir menn nota slíka myndröð með mark- vissum hætti í helgihaldi föstudagsins langa, enda ætluð til að rekja þennan örlagadag með ljóslifandi hætti. Anna vinnur einkum í grafíklist, og hér er grunnurinn lagður í grófum dúkristum. Myndmálið er skýrt og byggir á grunnfleti krossins, og að baki honum koma fram bæði hefð- bundin tákn kirkjunnar (fiskar, þyrnikórónan, kornöx o.fl.) svo og ýmis myndform úr menningu Kelta og víkinga (slönguskraut o.fl.), sem Ijá heildinni ákveðinn norrænan blæ. Myndmálið er einfalt, eins og hæfir í litlum flötum, og viss grófleiki á einnig mikinn þátt í að skapa hverri mynd þann styrk, sem gerir hana að sjálfstæðu myndverki. Uppsetning verkanna er með nokkuð sérstökum hætti, en hvert þeirra minnir helst á helgigrip eða tvíþætta altaristöflu, sem hægt er að loka og bera með sér á nýjan til- beiðslustað. Þar er útskorinn dúk- urinn á öðrum vængnum en prentuð myndin á hinum, þannig að hvoru tveggja fellur saman í eina órofa heild, þar sem öil verkin eru í sömu stærð. Til viðbótar heildinni hefur lista- konan einnig gert stærri ímynd af einu mikilfenglegasta myndefni kristninnar, „Piet“ (Jesús tekinn af krossinum og lagður í fang heilagrar móður sinnar, nr. 13B), og fær það verk sess í öndvegi. Þarð er myndmál- ið öllu formfastara og um leið fínlegra og nær þeirri hefð sem þekkt er í slík- um myndröðum; hér nýtur litun mynd- arinnar sín sérstaklega vel. Á efri hæðinni hefur Anna sett upp nokkrar dúkristur, þar sem eink- um er að finna leikni með mynstur og liti. Þetta eru lítil þrykk en oft skemmtileg, og er einkum áberandi hversu vel tekst til þar sem gylltum blæ bregður yfir fletina. Að öllu sögðu er þessi Iitla sýning vel ferðarinnar virði, og óhætt að mæla með henni við almenna listunn- endur jafnt sem hina trúuðu. Magnús Kjartansson Þjóðkirkja Islendinga hefur verið umsetin deilumálum undangengna mánuði, en kirkjur landsins eru engu að síður oft miðstöðvar í menningar- starfi, sem vert er að veita athygli. Á föstunni og framyfir páska hafa Listvinafélag og Listasafn Hall- grímskirkju staðið fyrir sýningu í anddyri kirkjunnar á nokkrum mál- verkum Magnúsar Kjartanssonar, sem helguð eru píslarsögu Krists. Þessi verk voru fyrst sýnd á Kjarvalsstöðum í ársbyijun 1994 og vöktu gífurlega eftirtekt, enda sjald- gæft að samtímalistamenn okkar VERK eftir Hjört. Fjöregg físka HJÖRTUR Marteinsson opnar sýningu á lágmyndum og þrívíðum verkum í sýningarsalnum Við Hamarinn í Hafnarfirði á laugarag kl. 14. „Hugmyndin að verkunum á sýningunni kviknaði yið lestur Icthyographia Islandica eða Fiskafræði íslands eftir Jón Ólafsson frá Grunnavík (1705- 1779). Flest af ritum Jóns bera vott um óslökkvandi þrá hans eftir því að skyggna og skýra eðli þeirrar veraldar sem hýsti hann. Enda þótt rit Jóns kunni að þykja fullkomlega merkingarlaus í okkar augum þá fela þau í sér háleitasta markmið allra lista: að skerpa, skýra og umskapa sýn okkar á eðli hlut- anna,“ segir í tilkynningu listamannsins. Sýningin stendur til sunnudagsins 28. apríl og er opin frá kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. Sama dag, 13. april, gefur Hjörtur Marteinsson út ljóðabókina Ljóshvolfin, sem verður til sölu hjá höfundi á sýningarstað, heima hjá honum sem og í bókabúðum. TONHST Glerárkirkja REQUIEM Tónleikar í Glerárkirkju, Akureyri, miðvikudaginn 3. apríl kl. 20.30. Flytjendur: Kór Glerárkirkju, Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands og ein- söngvararnir Signý Sæmundsdóttir, Þuríður Baldursdóttir, Guðlaugur Viktorsson og Michael Jón Clarke. Kórstjóri Jóhann Baldvinsson, stjóm- andi Guömundur Óli Gunnarsson. MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um tilurð sálumessu Mozarts og víst er að sagan í kringum verkið hefur sveipað það dulúð sem vekur spennu og eftirvæntingu meðal tónleika- gesta. Sálumessan er tvímæialaust hápunktur kirkjuverka Mozarts og þó lokakaflamir, sem samdir vora af nemanda hans Sússmayr, séu ekki í sama gæðaflokki og hinir fyrri þá eru þeir svo sannarlega í anda meistarans. Undirritaður gat því miður ekki verið viðstaddur fyrri flutning efnis- skrárinnar í Blönduósskirkju þriðju- daginn 2. apríl en tónleikar Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands og kórs Glerárkirkju í Glerárkirkju sl. mið- vikudagskvöld bára með sér að unn- ið hafði verið af þeirri virðingu fyrir Kraftur og leik- gleði viðfangsefninu sem því hæfði. Kór og hljómsveit voru vel samstillt og jafnvægi í styrk var sérstaklega vel heppnað. Leikur hljómsveitarinnar var í flestum tilfellum mjög góður og áberandi hversu leikgleðin sat í fyrirrúmi. „Orkestrasjón“ verksins er nokkuð sérstök fyrir þá sök að Mozart sleppir flautum og óbóum en notar basset-hom (af klarinett-ætt) og fagott, sem gefur verkinu nokkuð dökkan lit, ennfremur yfirtaka bás- únur og trompettar hlutverk horna sem er sleppt. Eins og gefur að skilja mæðir töluvert á þessum hljóðfær- um, en ekki var að heyra annað en hljóðfæraleikarar sinntu hlutverki sínu af fyllsta öryggi. Eins og segir í efnisskrá er Sálu- messan eitt viðamesta tónverk sem kór Glerárkirkju hefur tekist á hendur en undanfarin ár hefur kórinn einkum einbeitt sér að flutningi verka án undirleiks. Ekki virtist það standa í kómum sem náði sér oft vel á strik, sérstaklega vora upphafskaflarnir Introitus, Kyrie og Dies Irae kraft- miklir og vel fluttir og einnig Lacrim- osa. Það var helst á þeim stöðum í verkinu þar sem hver og ein rödd kórsins stendur sér sem- veikleika mátti fínna, t.d. í Confutatis þar sem karlaraddir vora veikar og kvenraddir örlítið óöraggar. í heild var flutning- urinn góður og rétt að óska stjóm- anda hans Jóhanni Baldvinssyni til hamingju með gott starf. Signý Sæmundsdóttir, Þuríður Baldursdóttir, Guðlaugur Viktorsson og Michael Jón Clarke sungu ein- söngshlutverk messunnar af mikilli prýði. Má t.d. nefna söng Signýjar í upphafskaflanum og þeirra allra í Tuba Miram. Ekki tókst þeim full- komlega að ná því jafnvægi í styrk sem er nauðsynlegt í.Recordare og var einsog vantaði stundum meiri alt og tenór, hér er mikið að gerast í hljómsveitinni og ekki laust við að leikið hafi verið aðeins of sterkt. Flutningi Sálumessunnar stjómaði aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands, Guðmundur Óli Gunnarsson, af festu og röggsemi, hann mótaði verkið, án allrar tilgerð- ar, á skýran og áhrifamikinn hátt og leyfði krafti og leikgleði flytjenda að njóta sín til fullnustu. Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson ANNA G. Torfadóttir: Símon frá Kýrene hjálpar Jesú að bera krossinn. takist á við trúarleg efni með jafná- kveðnum hætti. Þessar myndir Magnúsar hafa síðan verið sýndar á Spáni við góðan orðstír. Því er vel við hæfí að þau séu nú einnig sýnd í kirkju á þeim tíma árs sem þau tengjast svo glögglega. í anddyri Hallgrímskirkju hefur verið komið fyrir tveimur af stóru málverkunum (225 x 350 sm hvort) og sex af þeim vatnslitamyndum sem eru hvort tveggja í senn, sjálfstæð myndverk og frumdrög að stóru myndunum. Þetta er mikilvæg staðsetning; með henni hljóta allir kirkjugestir að sjá þessi verk þegar þeir ganga inn í kirkjuskipið. Er það mikiivægt fyrir það samhengi sem þar getur að iíta, einkum í stóru málverkunum, þar sem táknmynd þjáninga píslar- göngunnar er sett á kunnuglegt svið fyrir íslendinga. Þetta baksvið felst fyrst og fremst í stórri byggingu áKirkjusandi, sem hýsti skrifstofur SÍS, áður en spila- borg þess mikla veldis hrundi, en þjónar nú sem aðalstöðvar einnar stærstu fjármálastofnunar landsins. í sýningarskrá er sterklega vísað til þessa samhengis: „Þetta stóra skrifstofuhús með turnspíru og tómum gluggum er hér orðið að tákni sem vísar til mannlegr- ar fírringar í borgarsamfélagi nútím- ans.“ Persónur og leikendur verða næsta smáir og ómerkir í því um- hverfi sem þannig er mótað. Hér er einnig djarflega mælt til gesta, en það kann að orka tvímælis; þeir eru á sýningunni staddir í stórri byggingu með turnspíru og tómum gluggum. í hugum margra er þessi stóra kirkja ekki síður táknmynd svipaðrar firringar staðnaðrar trú- arstofnunar frá því mannlega sam- félagi, sem hún á að þjóna. Þannig reynast þessi málverk í raun óbund- in tíma, og halda áfram að vera virk áminning til allra trúaðra sem skort- ir boðaða auðmýkt og setja sig á háan hest gagnvart þeirri sýn, sem þar kemur fram. Stóru málverkin koma þessu sam- hengi við umhverfið vel til skila, en vatnslitamyndirnar eru í raun sterk- ari miðill hinnar persónulegu þján- ingar Krists, þar sem djúpur rauður litur gegnir mikilvægu hlutverki. Þessi persónulega nánd fyllir út í myndflötinn, og gefur gestum tæki- færi til sterkrar upplifunar píslarsög- unnar. Til þess var leikurinn gerður. Er vonandi að sem flestir nái að njóta þessara myndverka áður en þau hverfa af vettvangi, því óvíst er hve- nær þau koma til sýningar að nýju. Eiríkur Þorláksson Fyrirmæli dagsins Vertu heima og íhugaðu hvemig á að breyta hlutunum EFTIR LIAM GILLICK ÞAÐ sem á að gera er að íhuga eftirfarandi texta og finna síðan út hvemig hægt er að umsemja hann, bæta við hann og leika sér að honum. Niðurstaðan á að verða söngleikur, með lög- um, leiktjöldum og búningum. Kvöldverður er í aðsigi. Á morgun verður allt breytt. Við flökkum á milli ofanverðrar 19. aldar og ársins 1997. Fyrir þá sem eru fastir í fyrra tímabilinu verður almenningur að verka- lýð. Árið 1997 tekur verkalýð- urinn á sig fyrra gervi. Hópi manna hefur verið boðið í mat. Robert McNamaravar varnar- málaráðherra í stjórn Kennedys og seinna stjórnandi í alþjóða- bankanum. Massru Ibuka var einn af stofnendum Sony-sam- steypunnar. Elsie McLuhan, móðir Marshalls McLuhans, var fyrirlesari sem einkum lét sið- ferðismál til sín taka. Murry Wilson var faðir Brians Wil- sons. Hann var lagasmiður eins og sonurinn, en ferill hans mis- heppnaðist. Seinna reyndi hann að láta drauma sína rætast gegnum Beach Boys, hljómsveit sonarins. Þetta virðist semsé vera afar sérstæður hópur fólks. Erasmus er seinn, og hann er gestgjafínn. Hann var eldri bróðir Charles Darwins, mak- ráður lífsnautnamaður, frí- þenkjari og ópíumneytandi á upplýsingaöld. Við fylgjumst með honum á reiki um miðborg Lundúna. Erasmusi dvelst í bænum þótt hann ætli sér alls ekki að bregðast gestum sínum, því að á leið sinni gengur hann uppi ýmsa helstu sögustaði frí- hyggjunnar. Hann er með flog- um af svefnleysi vegna ópíums- ins og uppgötvar að hann getur talað við gestina og þeir svara honum. Hefði nú bara allur hóp- urinn getað hist augliti til aug- lits þetta merkilega kvöld! Þótt sú Lundúnaborg sem Qallað er um í þessum texta kunni að vera sú sama og í reyndinni er hugsanlegt að hún hafí breyst og jafnvel batnað. Á nokkurn hátt er þetta leið- sögn um Lundúnir á ofanverðri 19. öld í fylgd samtímamanns. Þó er þetta einnig athugun á félagslegri afstöðu fyrri tíma Marx, vanbúin rannsókn á kenningum bjartsýnna stað- leysuleitenda sem kepptust við að segja fyrir um framtíðina, tilraun til að hrista af sér fortíð- arþrá eftir tímabili sem í raun- inni getur ekki orðið okkur neinskonar fyrirmynd. Hér hófst upplausn þess sainfélags sem við aldrei þekktum, og lauk hér líka; við þetta urðu til þær aðstæður sem sköðuðu sósíalis- mann og einnig grundvöllurinn að breyttum samfélagsskilningi okkar. Það er líka mikilvægt að kynna til sögunnar Harriet Martineau. Hún er eldri en Erasmus og viðhorf um siðræn- an samfélagsgrunn hamla henni síður. Ekki skulu vanmetin áhrif hennar á hugmyndaheim hans. •Fyrirmælasýning í samvinnu við Kjarvalsstaði og Dagsljós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.