Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þjónusta Reykjavíkur og Mosfellsbæjar Ráðgjöf fyrir barnafj ölsky ldur BORGARYFIRVÖLD í Reykjavík og bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ hafa komist að samkomulagi um að setja á stofn og reka sameiginlega opna fjölskylduráðgjöf fyrir barnafjöl- skyldur í sveitarfélögunum, sem til- raunaverkefni til tveggja ára. Reykjavíkurborg greiðir á tveimur árum 23,5 milljónir til verkefnisins og Mosfellsbær greiðir 4,5 miiljónir. Félagsmálaráðuneytið hefur nú þeg- ar lagt fram tveggja ára framlag sitt til verkefnisins, 13 milljónir. Aðdraganda tilraunaverkefnisins má rekja til ársins 1994, þegar ver- ið var að endurskipuleggja starfsemi Unglingaheimilis ríkisins og leggja drög að samræmingu og einföldun á verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga í þjónustu við börn og unglinga og fjölskyldur þeirra. Niðurstaðan varð sú að rekstur sérhæfðra með- ferðarúrræða fyrir börn og unglinga á stofnunum væri á verksviði ríkis- ins, en aftur á móti ráðgjöf og opin þjónusta hlutverk sveitarfélaganna. I framhaldi af þessari niðurstöðu ákvað stjóm Unglingaheimilis ríkis- ins og félagsmálaráðuneytið að leggja niður opna göngudeildarráðg- jöf sem það hafði rekið fyrir ungl- inga og fjölskyldur þeirra. Jafnframt bauð félagsmálaráðuneytið öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæð- inu til samstarfs um að yfírtaka umrædda ráðgjafarþjónustu gegn ákveðnu fjárframlagi á tveimur árum. Einungis tvö sveitarfélög, Mosfellsbær og Reykjavíkurborg, ákváðu að ganga til þessa samstarfs. í frétt frá aðstandendum kemur fram að með fjölskylduráðgjöf er átt við forvarnarstarf fyrir íjöiskyld- ur með börn að 18 ára aldri. Um er að ræða opna fjölskylduráðgjöf án tilvísana, sem ekki á að ein- skorða við fyrirfram skilgreind vandamál. Þessari starfsemi er ætl- að að sinna meðferð, ráðgjöf og stuðningi við fjölskyldur með börn. Hjá fjölskylduráðgjöfinni mun starfa 5-6 manna sérhæft starfslið ásamt forstöðumanni undir faglegri yfírumsjón stjómar sem skipuð er fulltrúum beggja sveitarfélaga. For- maður hennar er skipaður af borg- arstjóra og er það Jón Bjömsson, framkvæmdastjóri menningar-, uppeldis- og félagsmála. Aðrir í stjóminni era Guðrún Ögmunds- dóttir, formaður félagsmálaráðs Reykjavíkur, Pétur Hauksson, for- maður félagsmálaráðs Mosfellsbæj- ar, Ellý A. Þorsteinsdóttir, yfírmað- ur fjölskyldudeildar Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar og Helga I. Ágústsdóttir, yfirmaður fjölskyldudeildar í Mosfellsbæ. Tekið verður vægt gjald fyrir þjónustuna, svipað gjaldi hjá heilsu- gæsiulækni. Aðsetur fjölskyldráð- gjafarinnar verður á Laugavegi 103, 2.hæð, en einnig verður starfsmaður með aðstöðu í Mosfellsbæ. Forstöðu- maður hefur verið ráðinn, Rannveig Guðmundsdóttir félagsráðgjafi. Síldarfund- ur í Moskvu Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Stíft æft fyrir stórsýn- ingu í Reiðhöllinni Fáksmenn og aðrir hestamenn á suðvesturhorninu leggja nú dag við nótt í undirbúning fyr- ir stórsýningu hestamanna sem haldin verður í Reiðhöll- inni í Víðidal um helgina. í gær þegar ljósmyndari átti leið um voru tíu vaskar konur úr hestamannafélaginu Herði í Kjósarsýslu að æfa sitt fram- lag til sýningarinnar en Hafl- iði Halldórsson sýningarstjóri sagði að æfingar myndu standa langt fram yfir mið- nætti. Fyrsta sýningin verður á föstudagskvöld, önnur á laugardag og síðasta sýningin síðdegis á sunnudag. ÍSLAND, Rússland, Noregur og Færeyjar halda í dag áfram viðræð- um um stjórn veiða úr norsk-ísienzka síldarstofninum á embættismanna- fundi í Moskvu. Margir fundir hafa verið haldnir undanfarna mánuði. Norðmenn hafa einhliða ákveðið heildarkvóta og út- hlutað sjálfum sér og Rússum af honum. Island og Færeyjar hafa tek- ið sér kvóta einhliða og ESB hyggst taka sér kvóta, náist ekki samningar. Sérfræðinganefnd Evrópuráðsins telur íslenzka vinnumálalöggjöf bijóta gegn félagsmálasáttmála Gagnrýni á skyldu- aðild og einkarétt á verkfallsboðun Sérfræðinganefnd Evrópuráðsins telur ísland brjóta sum ákvæði félagsmálasáttmála Evrópu. Nefndin gagn- rýnir m.a. að á Islandi sé ekki tryggður réttur til að standa utan stéttarfélaga og að stéttarfélög hafí einka- rétt á að boða til verkfalls. Olafur Þ. Stephensen gerir grein fyrir athugasemdum Evrópuráðsins og við- brögðum íslenzkra stjómvalda. SÉRFRÆÐINGANEFND á vegum Evrópu- ráðsins telur að nokkur atriði í íslenzku vinnu- málalöggjöfínni bijóti í bága við félagsmála- sáttmála Evrópu, sem ísland hefur fullgilt. Nefndin gerir athugasemd við að rétturinn til að standa utan stéttarfélaga sé ekki tryggður í íslenzkum lögum. Þá gagnrýnir hún að verkfallsréttur opinberra starfsmanna sé háður fleiri takmörkunum en sáttmálinn leyfí og að á íslandi hafí verkalýðsfélög einka- rétt á að boða til verkfalls. Fimmtán af 20 aðildar- ríkjum gagnrýnd Félagsmálasáttmáli Evrópu var undirritað- ur árið 1961 og tók gildi 1965. Sáttmálinn á að tryggja ýmis réttindi, sem einkum tengj- ast samskiptum á vinnumarkaði. Tuttugu af 39 aðildarríkjum Evrópuráðsins hafa fullgilt hann, þar á meðal ísland. Sjö Evrópuríki til viðbótar hafa undirritað sáttmálann en ekki fullgilt hann. Sérfræðinganefndin er skipuð níu óháðum sérfræðingum. Þeir hafa það hlutverk að fylgjast með hvort aðildarríki Evrópuráðsins haldi sáttmálann. Sérfræðingunum til aðstoð- ar er áheyrnarfulltrúi frá Alþjóðavinnumála- stofnuninni, ILO. Sérfræðinganefndin gefur skýrslu til emb- ættismannanefndar félagsmálasáttmálans, en þar eiga öll aðildarríki sáttmálans fulltrúa. Samtök vinnumarkaðarins hafa áheymarfull- trúa í nefndinni. Embættismannanefndin met- ur athugasemdir sérfræðinganna og ákveður hvort ástæða sé til að beina tilmælum til aðild- arríkis, sem ekki hefur uppfyllt ákvæði sátt- málans, um að breyta löggjöf eða framkvæmd hennar. Á gmndvelli tillagna embættismannanefnd- arinnar getur ráðherranefnd Evrópuráðsins loks beint slíkum tilmælum til aðildarríkja. Sérfræðinganefndin birti í fyrradag niður- stöður um framkvæmd félagsmálasáttmálans í aðildarríkjum hans á árinu 1995. Fimmtán af tuttugu ríkjum, sem fullgilt hafa sáttmál- ann, eru gagnrýnd fyrir að uppfylla ekki ákvæði hans að öllu leyti. Einu ríkin, sem sleppa við athugasemdir, eru Finnland, Þýzkaland, Belgía, Lúxemborg og Portúgal. Ákveðið að sleppa ákvæðum um neikvætt félagafrelsi í þeim kafla niðurstaðna nefndarinnar, sem fjallar um ísland, kemur fram að nefndin hafí athugað framkvæmd á tólf ákvæðum félagsmálasáttmálans og komizt að þeirri niðurstöðu að ísland uppfyllti sjö þeirra. Nefndin hefur beðið um frekari upplýsingar um framkvæmd þriggja ákvæða til viðbótar. Tvö ákvæði félagsmálasáttmálans telur hún hins vegar að séu brotin. Annars vegar er um að ræða ákvæði 5. greinar um frelsi til að stofna hagsmunafélög og „til að ganga í slík félög“. Sérfræðinga- nefndin telur að í íslenzkum lögum sé ekki tryggður rétturinn til að standa utan stéttar- félaga. Athugasemdir við skylduaðild að stéttarfé- lögum hafa áður heyrzt úr sömu átt, þ.e. frá Mannréttindadómstóli Evrópu, sem starf- ræktur er á vegum Evrópuráðsins í Strass- borg. Hann úrskurðaði í júní árið 1993 að 11. grein mannréttindasáttmála Evrópu, um félagafrelsi, verndi einnig hið neikvæða fé- lagafrelsi, þ.e. réttinn til að ganga úr félagi eða vera utan félags. í framhaldi af þessu urðu íslenzk yfirvöld að breyta lögum, sem skyldað höfðu leigubílstjóra til að vera í stétt- arfélagi. Ágreiningur hefur hins vegar verið um fordæmisgildi dómsins og hafa stjómvöld ekki viljað setja skýr ákvæði í íslenzk lög um rétt til að standa utan stéttarfélaga. Þetta atriði kom til umræðu við undirbúning frumvarpsins um stéttarfélög og vinnudeilur, sem nú er til meðferðar á Alþingi, og var ákveðið af hálfu ríkisstjórnarinnar að hafa ekki slíkt ákvæði í frumvarpinu. Of þröngar skorður við verkfallsrétti opinberra starfsmanna Hitt ákvæðið, sem sérfræðinganefndin tel- ur að ísland uppfylli ekki að fullu, er 4. málsgrein 6. greinar félagsmálasáttmálans, en þar er fjallað um verkfallsrétt. Nefndin telur að meiri hömlur séu á verkfallsrétti opinberra starfsmanna en sáttmálinn leyfi. Lagaákvæðin, sem hér eru gerðar athuga- semdir við, em væntanlega einkum í III. kafla laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna frá 1986, en þar eru ýmsir „þrö- skuldar“, þ.e. strangari skilyrði en gilda á almennum vinnumarkaði, t.d. um fyrirvara verkfallsboðunar, hlutfall félagsmanna í stéttarfélagi sem verða að samþykkja hana og fleiri atriði. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var á sínum tíma samkomu- lag um þessa þröskulda milli opinberra starfs- manna og ríkisins þar sem ríkið féllst á að falla frá rétti til verkbanns. Þá telur sérfræðinganefndin að einkaréttur stéttarfélaga á verkfallsboðun, sem kveðið er á um í 14.-15. grein núverandi laga um stéttarfélög og vinnudeilur, sé ekki í sam- ræmi við sáttmálann. Eins og áður er getið er niðurstaða sér- fræðinganefndarinnar einungis fyrsta stig í eftirliti Evrópuráðsins með félagsmálasátt- málanum. Líklegt er að íslenzk stjórnvöld taki til varna í embættismannanefndinni, en Gylfi Kristinsson, deildarstjóri í félagsmála- ráðuneytinu, er þar fulltrúi íslands. Ekkert sem bannar að standa utan stéttarfélags Páll Pétursson félagsmálaráðherra segir að athugasemdum sérfræðinganefndarinnar verði svarað, og ekki er á honum að heyra að tekið verði tillit til þeirra. „Hvað varðar réttinn til að standa utan stéttarfélaga er það mál sem lengi hefur verið á döfinni. Það kom til greina að taka á því í frumvarpinu um stéttarfélög og vinnudeilur, en frá því var horfið vegna þess að það er ekkert í lög- um sem bannar mönnum að standa utan stéttarfélaga. Skylduaðild er einungis í lög- mannafélaginu. Það er því óþarfi fyrir okkur að blanda okkur inn í það. Forgangsréttar- eða skylduákvæði em öll tilkomin í kjara- samningum og menn geta bara samið sig frá þeim ef þeim sýnist. Ekkert neyðir atvinnu- rekendur til að samþykkja skylduaðild eða forgangsrétt," segir Páll. Myndi veilga stéttarfélög að svipta þau einkaréttinum Félagsmálaráðherra vill lítt tjá sig um kja- rasamninga opinberra starfsmanna, þar sem það heyri undir fjármálaráðuneytið. Um einkarétt stéttarfélaga á verkfallsboðun segir hann hins vegar að þær ábendingar hafi heyrzt að stéttarfélög séu hér of sterk og einstakir starfsmenn eða hópar þeirra geti ekki farið í verkfall án fulltingis stéttarfélags síns. „Mér finnst þetta nú í fyrsta lagi vera nokkuð mikil íhlutun í innri málefni stéttarfé- laga og það myndi veikja þau mjög sem slík ef þau væru gerð núll og nix og einstakir félagsmenn gætu tekið sér fyrir hendur a'ð fara í verkfall ef þeim sýndist. Ég sé ýmsa annmarka á að verða við þessum hugmynd- um,“ segir Páll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.