Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 19 ERLEiMT Mikil heift í kappræðum stjórnmálaleiðtoga á Italíu Létu brigslyrði fjúka og töluðu allir í einu Róm. Reuter. LEIÐTOGAR fimm flokka á Ítalíu tóku þátt í sjónvarpskappræðum í fyrrakvöld sem þóttu einkennast af mikilli heift og ringulreið. Hitinn var mikill í umræðunum, leiðtogarnir skiptust á brigslyrðum og töiuðu hver í kapp við annan. Þetta voru fyrstu sjónvarpskapp- ræðurnar á Italíu fyrir þingkosning- arnar 21. þessa mánaðar. Leiðtog- arnir létu móðan mása í tvær og hálfa klukkustund og kappræðurnar voru sýndar í beinni útsendingu rík- issjónvarpsins RAI. Tónninn var settur nokkrum mín- útum eftir að kappræðurnar hófust þegar Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtogi banda- lags mið- og hægriflokka, og Mass- imo D’Alema, leiðtogi bandalags mið- og vinstriflokka, tóku að skatt- yrðast og reyndu að tala hvorn ann- an í kaf. Berlusconi sagði að efnahagsum- bætur væru nauðsynlegar áður en hægt yrði að lækka skattana og D’Alema greip fram í fyrir honum: „Loksins hefur Berlusconi viður- kennt að skattalækkanir eru ekki mögulegar sem stendur". Leiðtog- arnir töluðu síðan hvor í kapp við annan en stjórnandi kappræðnanna, Bruno Vespa, reyndi að þagga niður í þeim. „Ég hafði vonað að í kvöld gætum við rætt málin í rósemd og án yfir- gangs og ofsa,“ sagði D’Alema. „Ég veit að hér eru ekki staddir neinir stuðningsmenn til að trufla kapp- ræðurnar með gjammi, þannig að Berlusconi vill bæta það upp með því að hindra að viðmælandinn kom- ist að.“ „Þú ert sérfræðingur þegar blekk- ingar eru annars vegar," hreytti þá Berlusconi út úr sér þungur á brún. Fini og Bossi munnhöggvast Kappræðurnar einkenndust af því að leiðtogarnir töluðu allir í einu, hrakyrtu hver annan og minntu á þátt andstæðinga í spillingarmálun- um sem hafa tröllriðið ítölskum stjórnmálum síðustu misseri. Gianfranco Fini, leiðtogi Þjóðar- bandalagsins, sem er lengst til hægri í ítölskum stjórnmálum, minnti kjós- endur á að Umberto Bossi, leiðtogi Norðursambandsins, hefur verið fundinn sekur um mútuþægni. „Þú ert sá eini hérna sem hefur tekið 200 milljónir líra [7,9 milljónir króna] í vasann," sagði hann. Bossi kvaðst hafa verið sakfelldur af pólit- ískum ástæðum og sagði Fini hald- inn „andlegum óheiðarleika". Margir kjósendanna á Italíu eru enn óákveðnir og samkvæmt skoð- anakönnunum standa kosninga- bandalögin tvö jöfn að vígi. Margir stjórnmálaskýrendur telja að hvor- ugt þeirra fái meirihluta í þriðju þingkosningunum á Italíu á fjórum árum. Afram gýs á Montserrat ELDGOS hafa haldið áfram með hléum í eldfjallinu Soufriere á eynni Montserrat frá því á mið- vikudag í síðustu viku og var svo enn í gær. Eldfjallafræðingar hafa spáð miklu sprengigosi í fjallinu. Um 4.000 íbúar í höfuð- borginni Plymouth á suðurhluta eyjunnar hafa verið fluttir að heiman og hafast þeir við í neyð- arskýlum og á heimilum fólks á norðurhluta hennar. Póstur & sími býður til Samnetssýningar þar sem eftirtaiin fyrirtœki kynna vörur og þjónustu: 0 Apple-umboðið SÍNSMIRKINN PÓSTUR OG SÍMI Heimilistæki hf TÆKIMI-OC TOLVUDEILD OPIN KERFIHF Wfipl hewlett mL'rim packard iS Tæknival SMITH & NORLAND Sístel 0 Sýningin er opin t'ró kl. 10.00 til 17.00 bóða dagana Aðgangur er ókeypis VerO stgr. 29.995 GR 1400 H: 85 B: 51 D: 5Ó cm Kælir: 140 I. Verðstgr. 44.5QOy-J iil Verö stgr. 48.000,- GR 1860 • H:1 17 B: 50 D: 60 cm • Kælir: 140 Itr. • Fryslir: 45 Itr. Verðstgr. \ 1.900,-] (Verð stgr. 59.980,-. GR 2260 H:140 B: 50 D: 60 cm Kælir:180 Itr. • Frystir: 45 Itr. GR2600 H:152 B: 55 D: 60 cm ■ Kælir: 187 Itr. 1 Frystir: 67 Itr. GR 3300 H:170 B: 60 D: 60 cm Kælir: 225 Itr. Frystir: 75 Itr. Oíndesíl .../ eldhúsið og sumarbústaðinn. BRÆÐURNIR Lá g m ú S í m i 8820 Umbo&smertn um land allt Vesturland: Málnlngarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðlnga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Búðardal Vestflrölr: Geirseyrarbúöin, Patreksfiröi. Rafverk.Bolungarvík.Straumur.ísafirði. Norðurland: Kf.Steingrímsfjarðar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúð.Sauðárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Siglufiröi.Ólafsfiröi og Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urö, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstööum. Kf.Vopnfiröinga.Vopnafiröi. Stál, Seyðisfiröi. Verslunin Vlk, Neskaupsstaö. Kf.Fáskrúösfiröinga, Fóskrúösfiröi. KASK, Höfn Suðurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rós, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell.Keflavík. Rafborg, Grindavík. ^______________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.