Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AUSTURSTRÆTI 9 Einkar hefur mér fundist hvimleiður sá ávani fólks að ræða eingöngu aðra veitingastaði á veitingastöðum. Kosturinn við þennan vilmjúka stað var einkum sá að hér talaði enginn um aðra staði. Einhvernveginn var það svo. Að líkindum var það maturinn sem gerði menn orðlausa. Morgunblaðið/Áki Guðmundsson Hrakinn svanur leitar skjóls Bakkafirði. Morgunblaðið. Tómas Ingi Olrich greiðir atkvæði gegn óbreyttu stjórnar- frumvarpi Gengur gegn hagsmun- um kvóta- bata EKKI eru allir stjórnarþingmenn á eitt sáttir um ágæti stjórnarfrum- varps um stjórnun veiða smábáta sem byggt er á samkomulagi Þor- steins Pálssonar sjávarútvegsráð- herra við Landssamband smábáta- eigenda. Tómas Ingi Olrich, þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra, seg- ist í samtali við Morgunbiaðið ætla að greiða atkvæði gegn frumvarp- inu verði það lagt óbreytt fyrir þingið. „Ég tek afstöðu gegn þessu frumvarpi, en mun reyna að vinna að því að frumvarpinu verði breytt,“ segir hann. „Mér líst illa á frumvarpið. Ég mótmælti því í þingflokknum og tel það ganga gegn því fiskveiði- kerfi sem hér hefur ríkt og menn hafa treyst. Það gengur gegn hags- munum kvótabáta.“ Fjárfest í kvóta á röngum forsendum Hann segir að kvótaskip af öllum stærðum, allt frá smábátum til tog- ara, hafi orðið að þola niðurskurð á kvótanum, en menn hafi treyst þeim yfirlýsingum stjórnvalda að þegar aðstæður leyfðu yrði kvótinn aukinn á ný og menn fengju því bætta skerðinguna. „í ljósi þessa hafa eigendur kvótabáta varist niðurskurðinum með því að kaupa sér kvóta, að sjálfsögðu í góðri trú um að þegar kvótinn yrði aukinn þá fengju þeir fullan arð af fjárfestingu sinni,“ segir Tómas. „Nú er hins vegar ljóst að ef þetta mál gengur eftir og er sam- þykkt óbreytt þá hafa þessir aðilar verið að beijast í sinni varnarbar- áttu á röngum forsendum. Það má því segja að fjárfestingar í kvóta sem gerðar voru í góðri trú reynist nú hafa verið gerðar á röngum forsendum.“ Trúnaðarbrestur Tómas segir að menn hafi treyst stjórnvöldum. Nú hafi orðið trún- aðarbrestur milli stjórnvalda og þeirra sem hafi átt kvótabáta og stundað útgerð á grundvelli þeirra reglna sem hér hafi verið í gildi. „Það er alvarlegur hlutur að kippa þannig grundvellinum undan þeirri fjárfestingarstefnu sem hefur verið í gildi í sambandi við sjávarútveg- inn,“ segir hann. „Sú stefna var byggð á stefnu stjórnvalda og gildandi lögum um stjórn fiskveiða. Nú blasir við óvissa í málefnum þeirra útgerða sem leikið hafa eftir settum reglum. Þetta kemur til með að draga úr tiltrú manna á íjárfestingu í ís- lenskum sjávarútvegi og skaða stórlega þá fjölmörgu aðila sem hafa verið að fjárfesta í sjávarút- vegi, en þar á meðal eru lífeyris- sjóðir.“ ÁLFT sem virðist hafa hrakist undan veðri og vindum leitaði sér skjóls undir húsvegg á Kötlunes- vegi 1 á Bakkafirði, fyrir nokkru. SKIPURIT fyrir Fræðslumiðstöð Reykjavikur gerir ráð fyrir þremur meginsviðum, rekstrarsviði, þjón- ustusviði og þróunarsviði. í yfirlýs- ingu borgarstjóra sem lögð hefur verið fram í borgarráði er tekið fram að skilningur borgaryfirvalda sé sá, að í tilkynningu um uppsagn- ir starfsmanna á skólaskrifstofu felist tilboð til allra starfsmanna um ráðningu hjá fræðslumiðstöð- inni. Gert er ráð fyrir að ráðið verði án auglýsingar og gildir það sama um starfsmenn á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Samkvæmt tillögu skólamálaráðs um starfsemi fræðslumiðstöðvar, sem lögð hefur verið fram í borgar- ráði, er gert ráð fyrir að stöður forstöðumanna verði auglýstar lausar til umsóknar svo fljótt sem „SKÍÐASVÆÐINU hefur nú ver- ið lokað vegna snjóleysis og verð- ur ekki opnað fyrr en næsta vet- ur. Við þökkum fyrir veturinn og vonum að næsti vetur verði ívið betri.“ Þannig hljóðaði sím- svarinn í Skálafelli á þriðjudag enda voru starfsmenn önnum kafnir við að ganga frá tólum og tækjum. „Lækirnir eru byrjaðir að koma upp úr og snjórinn á hröðu undanhaldi. Það er örlítill snjór í giljunum en alls ekki nóg til að hafa opið,“ segir Grétar Þóris- son upplýsingafulltrúi í Skála- Álftin þáði veitingar úr lófa hús- bóndans á heimilinu, Njáls Hall- dórssonar, þegar hún lenti og drakk mikið vatn. Einnig reyndi Stöður forstöðu- manna auglýstar kostur er og að forstöðumanni mið- stöðvarinnar verði falið að ráða í stöðurnar í samráði við skólamála- ráð. Þá er gert ráð fyrir að forstöðu- manni í samráði við starfsmanna- hald verði falið að bjóða starfs- mönnum skólaskrifstofu önnur störf hjá fræðslumiðstöðinni án þess að skylt sé að auglýsa þau. Jafnframt verður heimilað í fam- haldi að ráða starfsmenn Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur án þess að skylt sé að auglýsa aðrar stöður en stjórnunarstöður. Þær stöður sem ekki verður ráðið í verða aug- lýstar lausar til umsóknar. felli. Jafnframt er búið að loka í Oddsskarði að hans sögn. Skíðasvæðið er venjulega opið til 1. maí og því verið að loka þremur vikum fyrir tímann að sögn Grétars. „Við höfum reynt að hafa opið fram í maí en það hefur ekki gengið vegna lélegrar aðsóknar,“segir hann. Grétar segir veturinn hafa verið „mjög lélegan" það sem af er og ekki bæti tíðarfar páskanna úr skák. „Við fáum ekki að klára vertíðina og erum ekki búin að ná nema fjórðungi af áætluðum íekjum," segir Grétar og vill ekki tilgreina hver sú upphæð er. Lokað árið 1990 og opið í átta daga árið 1991 Reykjavíkurborg tók við rekstri svæðisins fyrir sex árum og segir Grétar að lyfturnar í Skálafelli hafi ekki verið opnaðar veturinn 1990 vegna snjóleysis. „Þannig að við höfum svo sem séð annað eins. Næsta vetur á eftir var opið í átta daga, fuglinn að sníkja mat af gangandi vegfarendum. Álftin er enn á Bakkafirði og unir sér þar vel og virðist ekkert fararsnið á henni. Tilboð til allra í yfirlýsingu borgarstjóra í tilefni uppsagna starfsmanna á skólaskrif- stofunni kemur fram að skilningur borgaryfirvalda hafi verið sá að í uppsagnabréfi til starfsmanna felist tilboð til allra um ráðningu. Tilboð- ið miðist við að starfsmenn haldi þeim launakjörum sem þeir búi við. Hins vegar sé ekki unnt að gefa fyrirheit um tiltekin störf fyrr en að loknum viðræðum sem nýráðinn forstöðumaður og starfsmannahald borgarinnar muni eiga við starfs- menn í apríl. Fyrir lok apríl og upphaf þriggja mánaða uppsagnarfrests yrði unnt að gera starfsmönnum endanleg tilboð um skilgreind störf í þágu fræðslumiðstöðvar. held ég. Ég myndi segja að fyrsta árið hafi snjóað álíka mikið og í vetur en við erum búnir að slétta landið mikið og sefja upp girðingar til að fanga snjó sem breytir talsverðu," segir hann en ársúrkoma á Skálafellssvæðinu er talsvert minni en í BláfjöIIum að sögn Grétars. Einnig snýr svæðið á móti suðri og því gætir sólbráðar fyrr þar. Aðspurður hvort borgi sig að reka skíðasvæðið segir Grétar að spyrja verði hvað eigi að miða við langt tímabil. „Síðustu sex ár hafa auðvitað ekki verið góð en skíðasvæði eru rekin með tapi alls staðar á landinu. En það er gerð ákveðin kostnaðaráætlun sem við höfum ekki getað uppfyllt nema fjórðung af. I fyrra höfðum við hins vegar meiri tekjur og vorum nálægt spánni árið þar áður. Þá var nægur snjór en of hvasst. Ef við tökum mið af síðustu þremur árum hefur þetta verið allt í lagp,“ segir hann að lokum. íbúð nálægt miðbænum Vantar strax nýja eða nýlega fallega 3ja-4ra herb. íbúð með bílskúr eða bílgeymslu á svæði 101 í Reykjavík. Fjársterkur kaupandi. Fasteignasalan Sef, sími 588 0150. 3 nieginsviö í Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur Mjög lélegri skíðavertíð í Skálafelli er lokið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.