Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 11 Friðjóns Skarphéð- inssonar minnst FRIÐJÓNS Skarphéðinssonar fyrrverandi ráðherra og yfir- borgarfógeta var minnst á Alþingi í gær en Friðjón lést 31. mars á 87.^ aldursári. Ólafur G. Einarsson forseti Al- þingis minntist Friðjóns við upphaf þingfundar í gær og sagði að hann hefði verið reglumaður í embætti, starfsamur og réttlátur og haldið uppi góðum anda í fjölmennu starfsliði. Friðjón fylgdi Alþýðuflokknum að málum en Óiafur sagði að á vettvangi stjórnmála hefði Friðjón notið mannkosta sinna, verið vel metinn af samheijum sínum og fylgismönnum annarra stjórn- málaflokka. „I umræðum var hann hógvær og gerði málefnum góð skil án málalenginga. A Alþingi var hann tíðum í forsetastól og honum lét vel að stjórna fundum. Hann var bókamaður, fékkst nokkuð við rit- störf, einkum um lögfræðirit frá liðnum öldum, gerði það skilmerki- lega eins og annað sem hann hug- aði að,“ sagði Ólafur. Málflutnings- réttindi í Bandaríkjunum •ÍSLENSKUR lögfræðingur, Jón Ögmundsson, hefur fengið málflutningsréttindi í Flórídafylki. Lögmannsréttindi í Bandaríkjunum veita rétt til að flytja mál fyrir fylkisdómstólum í Flórída og aðgang til að stunda lög- mannsstörf fyrir alríkisdómstólum Bandaríkjanna. I fréttatilkynningu segir að Jón sé einnig að sækja um máflutn- ingsréttindi fyrir alríkisdómstólum í Washington D.C. og að hann sé fyrstur íslendinga sem lýkur fullu námi í Bandarískum lögum. Hann brautskráðist með Jurist Doctor- gráðu frá Háskólanum í Miami í desember 1994. Meðal sérgreina Jóns voru vinnuréttur, alþjóða við- skiptaréttur og háfréttur. Lokarit- gerð Jóns var í Evrópurétti og fjallaði um verndunarþátt sjávar- útvegsstefnu Evrópubandalagsins. Jón útskrifaðist sem lögfræð- ingur frá Háskóla Islands árið 1985 og starfaði í mörg hjá al- þjóðahreyfingunni Junior Cham- ber International í Coral Gables, Flórída. Foreldrar Jóns eru Ögmundur Kristgeirsson, rafverktaki í Kópa- vogi, og kona hans, Sesselja G. Jónsdóttir. Jón starfar á lög- mannsstofu Harold Braxton, P.A. í Suður-Miami. Hann býr jafn- framt á Miami ásamt eiginkonu sinni, Alba Maffessanti. JfL FLÍSASKERAR OG FLÍSASAGIR T ÍT in i Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 FRETTIR Frederico Mayor til Islands í boði Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra Yfirmaður UNESCO í opinbera heimsókn AÐALFRAMKVÆMDASTJÓRI Menningarmálastofnunar Samein- uðu þjóðanna, UNESCO, Federico Mayor, kemur í opinbera heimsókn til íslands dagana 11.-14. apríl nk. í boði menntamálaráðherra. í fylgd með Mayor er eiginkona hans, Maria Angeles Mayor, og Horst Dödicke, deildarstjóri hjá UNESCO. Dagskrá heimsóknarinnar er í stórum dráttum sem hér segir samkvæmt fréttatilkynningu menntamálaráðuneytisins. Föstu- daginn 12. apríl mun aðalfram- kvæmdastjórinn ávarpa málþing sem haldið verður í Viðeyjarstofu kl. 10-15 um sáttmála UNESCO um verndun menningar- og nátt- úruminja heims. ísland gerðist aðili að sáttmálanum í desember 1995. Á málþinginu verður sátt- málinn kynntur og fulltrúi frá „World Heritage Centre" hjá UNESCO í París og frá „Nordic World Heritage Centre“ í Osló munu segja frá starfsemi þessara miðstöðva. Að loknum hádegis- verðarboði forseta íslands að Bessastöðum heimsækir aðalfram- kvæmdastjórinn Háskóla íslands þar sem hann heldur fyrirlestur um Hlutverk háskóla í nútímasam- félagi. Fyrirlesturinn, sem er öllum opinn, verður í stofu 101 í Odda og hefst kl. 15.30. Kl. 16.15 verður blaðamanna- fundur í Odda en síðan mun hr. Mayor og fylgdarlið heimsækja Þjóðarbókhlöðuna. Laugardaginn 13. apríl verður heimsókn í Árnastofnun en síðan verður farið í skoðunarferð til Nesjavalla og Þingvalla. Á Þing- völlum mun prófessor Sigurður Líndal segja gestum frá sögu staðarins en Þingvellir er einn þeirra staða sem væntanlega verður óskað eftir að komist á heimsminjaskrá UNESCO um merka menningar- og náttúru- minjastaði. Hinir erlendu gestir munu þennan dag snæða hádegis- verð í Þingvallabænum í boði for- sætisráðherra. Einnig bjóöum viö önnur bandarísk toppmerki á borö við GARY FISHER fjallahjól frá sjálfum „fööur fjallahjólanna", GREG LEMOND sporthjól frá margföldum heimsmeistara og sigurvegara í Tour De France og síöast en ekki síst aðalmerkið í hátæknihjólum úr áli: KLEIN fjallahjól. Gary Fisher, Greg LeMond og Gary Klein eru allir lifandi goösagnir og fylla hóp fremstu reiðhjólahönnuða í dag. Þaö er því sama hvaða hjól þú kaupir hjá okkur, þú færð aðeins það besta fyrir peningana. þjónusta. al fylgihlu tEBBIÍr Opið laugardaga kl. 10- H RAÐGREfÐSLUfí R e / ð h / ó / a verslunin iðSÁ m fBB BSL R5 i&Œk jajmMBMB i 11, sími 588 9890 Verkstæði, sími 588 9891 TREí Iusa gary fisher ^KLGIN ueivioimd CíUP SHIFH------- CATEYE® VistaLite ImIMMMÍíMhM*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.