Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTU DAGUR 11. APRÍL1996 49 FÓLK í FRÉTTUM Skemmtun Aðeins 50 rúm. Bara seld í: Verð a dýnum með ramma: Millistíf Mjúk Queen 152x203 56.000 61.000 King 193x203 77.000 82.000 Höfðagaflar á tilboðsverði. HAGKAUP fyrir fjölskylduna L 5 V,SA W'MEEl í allt að 24 mánuði Póstverslun Grænt númer 800 6680 • Sími 568 2255 • Fax 588 9330. Morgunblaðið/Sverrir Damon áritar Valsfána SEM KUNNUGT er var Dam- on Albam, söngvari bresku hljómsveitarinnar Blur, stadd- ur hér á landi við lagasmíðar nýlega. Hann fór meðal annars á úrslitaleik Vals og KA í fyrstu deildinni í handknattleik og þar áritaði hann ýmiss kon- ar flíkur og fána. Hér sjáum við hann árita fána ungs Vals- ara. Eitruð kímni Síðast seldust rúmin upp á svipstundu. LEIKSTJÓRANUM Ben Ross er mikið í mun að fólk skiyi að kvikmynd hans „The Young Poisoner’s Handbook" er ekki aðeins enn ein gamanmyndin krydduð svartri kímni, heldur gangi hún skrefi lengra í ágengni og gálgahúmor. Ross neitar því ekki að honum finnst hlutirnir vel eiga heima úti á jaðri og að öfgarnar séu hans svæði. Ross er þekktur fyrir kvikmyndir sínar „Shallow Grave“ og „Priest“ sem báðar hafa verið sýndar hérlendis við góðan orðstír. Nýja myndin segir sanna sögu Grahams Young sem lifir og hrærist í heimi vísindanna. Hann er settur í fangelsi fjórtán ára fyrir að eitra fyrir fjölskyldu sinni. Átta árum síðar er hann látinn laus eftir góðan árangur í endurhæfingu fangelsisins. Endurhæfingin nær þó ekki Iengra en það að Graham Young notar fyrsta tækifæri til að eitra fyrir samstarfsmönnum sinum. Ross segir að Graham Young sé að framkvæma leyndan draum um hefnd sem allir hljóti að kannast við að hafa einhvern tíma átt. „Á einhvern hátt fær áhorfandinn vissa samúð með Gra- ham Young í byrjun þar sem fjöl- skylda hans er hræðileg. Smám saman kemst áhorfandinn þó að því að hann hefur verið tældur til að samþykkja fléttu myndarinnar. Tilgangurinn helgi ekki meðal Gra hams Young heldur sé verknað- urinn það eina sem skipti hann máli. Og það er hræðileg upp- götvun.“ Ekki skilja allir tilgang Ross að segja slíka sögu, og myndin hefur vakið umtal í Bretlandi, sérstaklega eftir að fyrirhugað fórnarlamb Youngs mótmælti í blöðunum. Ross segir að ætlun hans hafi aldrei verið sú að hefja persónu Youngs á stall, en það fari þó í taugarnar á honum að vandamál sem eiga rætur sinar í illsku séu alltaf yfirfærð á eitthvað óþekkt. Illska sé þáttur sem til sé í hveijum manni og það sé tilvist hennar sem skapi siðferðilegar spurningar og spennu í hverj- um manni. Hvort slíkar hugmyndir eiga hcima í gamanmynd er vafamál en Ross segist ekki sjá neina aðra leið til að reyna að nálg- ast þetta efni öðruvísi en í gegn- um svört gleraugu kímninnar. ÞRAINN Valdimarsson, Sigrún Jónsdóttir, Jóhanna Arnórsdóttir, Kristinn Hjartarson, Ólafur Júlíusson og Elíse Valdimarsson. Morgunblaðið/Jon Svavarsson HÓLMFRIÐUR Jóhannes- dóttir, Helga Siguijóns- dóttir, Guðný Sigurð- ardóttir, Guðdís Sigurðar- dóttir, Ása Sigurðardóttir, Aðalheiður Bergsteins- dóttir, Ragna María Sigurðardóttir og Baldur Sveinsson. Eldri borgarar skemmta sér VEL HEPPNAÐ skemmtikvöld var haldið í Hreyfilshúsinu fyrir skömmu. Þar var Úrvals- fólk á ferð, klúbbur eldri borgara innan Úr- vals-Útsýnar. Húsfyllir var á skemmtuninni, en Sigurður Guðmundsson spilaði og söng auk þess sem danshópur frá Dansskóla Sigvalda sýndi dansa og Kvennakór Reykjavíkur söng undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Þá var haldið happdrætti og kvöldið endaði á því að hljómsveitin Miðaldamenn frá Siglufirði lék ifyrir dansi fram á nótt. FJOLMENNT var á skemmtuninni. Amerísku númin komin aftur! Hagkaupi, Kringlunni, Akureyri, Njarðvík og í Póstverslun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.