Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 16
I KATEL nijfniir, inttrömmufl u BÍÓ-SELEM UMB, SÍMI557 6610 [x. 568 0969] Gallerí " í. SS3 2336 16 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 URVERINU MORGUNBLAÐIÐ ERLENT URTE PENSIL Sólarhattur-Propolis Steinefnaríkar jurtir sem auka úthald og vellíðan. BIO-SILICA fyrir hárið, neglumar, húðina, bandvefi og beinin. SKALLIN PLUS vinur magans, hreinsandi og grennandi. Veturinn erfiður rússneskum drykkjumönnum LISTHUS tAUGARDAL Opið laugard. kl. 10-16, virka daga kl. 10-18. s. 568 3750 Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson ANTARES siglir fánum prýtt inn á höfnina í Eyjum. Moskvu. The Daily Telegraph. VIÐ einn innganginn að neðan- jarðarlestinni í Moskvu liggur maður í krapaelgnum og bærir ekki á sér. Vegfarandi gýtur til hans augunum og ber síðan aðra hönd upp að hálsi og smellir sam- an fingrunum. I Rússlandi táknar það „drukkinn". Flestir gefa manninum engan gaum enda er farið að vora í Moskvu og líklega tekst honum að brölta á fætur og koma sér heim. Á þessum vetri hafa 600 Moskvubúar sofnað svefninum langa úti undir berum himni og þar af 120 konur. Yfirvöldin segja, að allt hafi fólkið verið drukkið og yfirleitt oltið út af í einhveijum snjóskaflinum. Er mannfallið meira nú en áður enda hefur vetur- inn í Moskvu og í Evrópu almennt verið sá harðasti um áratugaskeið. Húsnæðislausum fjölgar Það bætir heldur ekki úr skák, að þeim, sem hvergi eiga höfði sínu að halla, hefur stórijölgað en í þessari 10 milljón manna borg er aðeins að finna eitt einasta at- hvarf fyrir húsnæðislaust fólk. Dr. Jevgení Tolkatsjov, sérfræð- ingur í áfengissýki, segir, að fiest- ir þeirra, sem urðu úti í vetur, hafi samt ekki verið flækingar eða forfallnir drykkjumenn. „Alkóhó- listarnir eru harðir af sér og hafa langa reynslu af því að bjarga sér. Hins yegar er oft um að ræða fólk sem er tiltölulega nýlega lagst í drykkjuskap og má þá rekja ógæfu þess til þeirra erfiðleika sem við er að etja í Rússlandi. Það eru erfiðir tímar. Gleggsta dæmið um það er sú mikla fjölgun sem orðið hefur í röðum ofdrykkju- manna á undanförnum árum.“ Sagt hefur verið að áfengissýk- in sé þjóðarsjúkdómur í Rússlandi og margir eiga í erfiðleikum með að gæta hófs enda getur það reynst erfitt í landi þar sem það er talin hrein móðgun að skála ekki margsinnis í vodka við gest- gjafann í kvöldverðarboðum. Mislukkuð herferð Samkvæmt opinberum tölum er tíundi hver Rússi alkóhólisti. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ákaft reynt að draga úr drykkjunni er engin þjóð sem misnotar áfengi jafn herfilega og Rússar. Fyrir um tíu árum reyndi Míkhaíl Gorbatsjov, þáverandi leiðtogi Kommúnista- flokks Sovétríkjanna, að fáþjóðina ofan af þessum ósköpum með mik- illi herferð gegn áfengisneyslu. Áróðursvél Kommúnistaflokksins var sett í gang og alþýðan vöruð við „Djöflavodka". Settar voru skorður við framleiðslu og sölu áfengis og vakti það litla hrifn- ingu. Áætlun Gorbatsjovs varð að engu er alþýða manna tók að drekka „samogon", heimabrugg- aðan landa, sem getur reynst stór- hættulegur. Allt drukkið Á sjúkrahdúsi númer 17 í Moskvu segja ofdrykkjumenn sem leitað hafa sér aðstoðar að auð- velt sé að komast í vímu þó svo að vodkað sé ekki fáanlegt. Þessir menn hafa drukkið allt sem flýt- ur; allt frá frostlegi til skóáburðar og ilmefna. Hins vegar er það svo að stund- um breytir engu hvort menn eru drykkjusjúkir eða fordæma með öllu neyslu áfengis. Enginn er al- gjöriega öruggur í vetrarríkinu í Moskvu. Á þessum vetri hafa grýlukerti banað tveimur mönnum og slasað 56. RÚSSNESK kona dregur útúrdrukkinn eiginmann sinn heim á vagni í þorpinu Semíjonkovo um 30 km. frá Moskvu. Hún heldur á gervifæti hans, sem hann hefur misst undan sér. Áfengissýkin er talin þjóðarböl Rússa. í. 553 1580 BRETTALYFTUR ÓTRÚLEGT VERÐ! Fermingargjafir Afmælisgjafir Brúðkaupsgjafir CML brettalyftur eru úrvalsvara á flnu verði. Þær eru á einföldum eða tvöföldum mjúkum hjólum, sem ekki skaða gólf. Verð m/vsk frá kr. 35.990 stgr. Hringás ehf. Langholtsvegi 84, Rvk. S. 533 1330 Antares VE18 komið tíl heimahafnar í Ejrjiun Vestmannaeyjum. Morgnnblaðið. NYTT_ skip, Antares VE 18 sem er í eigu Isfélagsins, bættist í flota Eyja- manna um páskana er það kom til heimahafnar i Eyjum eftir siglingu frá Hjaltlandi. Antares var byggt í Noregi árið 1980. Skipið er 9 metra breitt og 58 metra langt og lestar- rými er 1070 tonn þar af er 930 tonna rými í kælitönkum. í skipinu er 2600 hestafla Alpha vél sem var sett ný í skipið fyrir tæpu ári. Grímur Jón Grímsson, skipstjóri, sagði í samtali við Verið að hann væri mjög ánægður með skipið. Það væri ágætlega búið tækjum og bún- aði og geysilega vel hefði verið geng- ið um það alla tíð. Skipið hefur lengst af verið í eigu sömu aðilanna og var gert út frá Leirvík. Grímur sagði að þeir hefðu fengið bræiu á heimsigl- ingunni og hefði skipið í alla staði reynst mjög vel.. Búið til veiða í troll og nót Floti Isfélags Vestmannaeyja stækkar stór og öflug spil, 25 tonn hvert, og hægt er að vera með tvær nætur og flottroll um borð í einu og lítið mál er að skipta á milli veiarfær- anna að sögn Gríms. Antares mun halda til síldveiða þegar veiðar hefjast í maí. 15 manna áhöfn á skipinu og verður Viðar Hjálmarsson yfirstýri'maður og Jón Þór Geirsson yfirvélstjóri. Skærasta stjarnan í sporðdrekamerkinu Nafn skipsins Antares er sama nafn og var á skipinu áður en Isfé- lagið keypti það. Antares er nafn á skærustu stjörnunni í sporðdreka- merkinu og sagði Grímur að skipinu hefði fylgt gæfa með þessu nafni og því hefði ekki þótt ástæða til annars en að láta það halda óbreyttu nafni enda þó mörgum fyndist nafn- ið skrýtið væri það jafn íslenskt og nöfnin Júplter og Mars. Grímur sagði að það hefði gefist vel hjá ísfé- laginu að láta þau skip sem það hefur keypt halda nafninu, til dæm- is hefðu Guðmundur og Gígja haldið nöfnunum eftir að ísfélagið hefði keypt þau og hefði gengið mjög vel hjá þeim skipum í eigu Isfélagsins. Sigurður Einarsson, fram- kvæmdastjóri ísfélagsins, sagði í samtali _við Verið að Antares kæmi í flota ísfélagsins í stað Bergeyjar VE sem seld yrði úr landi en auk þess ætti ísfélagið einhveija úreld- ingu sem dygði með úreldingunni af Bergey fyrir Antares. Antares er búið bæði til troll og nótaveiða. Skipið hefur nær ein- göngu stundað tveggja báta flott- rollsveiðar síðustu árin og var því afstöðu á spilbúnaði breytt áður en skipið kom heim þannig að það get- ur nú bæði stundað flottrollsveiðar eitt eða með öðru skipi á svoköliuðu tveggja báta trolli. í skipinu eru sex Frekari samdráttur boðaður í Helsinki. Morgunblaðið. SAULI Niinistö, hægrimaður og nýskipaður fjármálaráðherra Finna, boðar frekari niðurskurð í ríkisfjár- málum verði hagvöxtur á þessu ári ekki samkvæmt bjartsýnustu spám. Kom þetta fram í viðtali hans við Helsingin Sanomat, stærsta dagblað Finna. Þykir stefnumörkun fjármálaráð- herra boða versnandi tíma í þjóðar- búskapnum. Opinberlega hafði verið verið spáð að hagvöxturinn yrði 3,8 prósent á þessu ári og að atvinnu- leysi minnkaði í 16 prósent. Raunin hefur verið önnur og telja menn Finnland ekki ólíklegt að hagvöxturinn ver-ði um einu prósentustigi lakari en spáð var. Atvinnuleysið mun varla minnka á þeim hraða sem gert var ráð fyrir. Á meðan fjármálaráðherra var önnum kafinn í viðtalinu frestuðu embættismenn fjármálaráðuneytis- ins enn einu sinni útgáfu á nýjustu hagspá ríkisins. Hún var væntanleg i síðasta lagi um páskana en nú er helst talað um Jónsmessuna. Seink- unin er talin benda til þess að tölurn- ar séu verri en stjórnmálamenn hafa þorað að viðurkenna. SIGURÐUR Einarsson, út- gerðarmaður og Grímur Jón Grímsson, skipstjóri. Með þeim á myndinni er Kristín Alda, dóttir Gríms Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.