Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL1996 33 borin. Hann var skjóthuga og vafð- ist ekki fyrir honum að taka mikil- vægar ákvarðanir. Greiðvikni Ing- ólfs var viðbrugðið og var hann ætíð reiðubúinn að rétta vinum og vandamönnum hjálparhönd. Þurfti sjaldnast eftir að leita því að engu var líkara en hann skynjaði hvar þörfin var. Og háaldraðri móður sinni sinnti hann af mikilli natni. Saknar nú margur vinar í stað því að skarð er fyrir skildi. Ovenju einlægur og gegnheill maður er genginn. Fari hann vel. Innilegar samúðarkveðjur. Ingvi Þorkelsson og fjölskyldan Lindar- hvammi 3. Kæri Ingólfur. Mig langar að senda þér nokkur kveðjuorð. Mikið brá mér þegar ég frétti um andlát þitt, því þrátt fyrir veikindi þín hélt ég alltaf að þú myndir ná heilsu á ný því þú varst, í mínum augum, ímynd hreystinnar. Það eru tæp 18 ár síðan við hitt- umst fyrst, er þú byijaðir að kenna í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Við náðum strax vel saman, jafnvel svo að við urðum samferða heim fyrsta daginn. Þetta var samstilltur hópur á listasviðinu í FB undir for- ystu Gunnsteins Gíslasonar. Við fórum nokkrum sinnum í vorhelgar- ferðir upp í Brekkuskóg svo fjöl- skyjdur okkar kynntust. Árið 1980 byijuðum við nokkrir kennarar við FB í uppeldisfræði í KHÍ. Það var ágætur tími. Við héld- um saman nokkur en allan tímann lásum við tvö saman. Eftir tæpt ár í náminu eignuðumst við hjónin dóttur svo það breytti auðvitað tímatöflu minni, svo ég flutti mig í annan hóp _sem hentaði mínum tíma betur. Ég var 2-3 vikur í þeim hóp og kom þá til baka vegna þess að (eða hvað heldur þú) ég saknaði samvinnunnar við þig (nú hefðir þú hlegið). Þú varst ljónheppinn. Þú áttir yndislega eiginkonu, Helgu Guð- mundsdóttur, og fjögur myndarleg börn. Helga er frábærlega greind og ljúf og þið voruð afskaplega samhent í að móta umhverfið innan- húss og utan. Þið höfðuð líka þekk- ingu til þess, þar sem þið voruð bæði innan- og utanhússarkitektar. Gróðurinn í kringum ykkur er ótrú- legur. Handbragð þitt, Ingólfur, lif- ir í umhverfi fjölskyldu þinnar. Að lokum þakka ég þér góðan vinskap og samfylgdina og við hjón- in biðjum þér blessunar á nýjum leiðum. Þinni elskulegu eiginkonu, börnum og aldraðri móður vottum við okkar innilegustu samúð. Borghildur Jónsdóttir. Það er hringt og rödd í símanum segir: Hann Ingólfur Gísli dó í gær. Fyrir örfáum dögum höfðum við hist og spjallað lengi saman. Ég hafði fylgst með veikindum Ing- ólfs en ekki kom þó í hugann að kallið kæmi svo fljótt. Hugurinn reikar til baka til okkar fyrstu kynna: Það var um sumarið 1963 að ég flutti tímabundið í Kópavog og lá þá beinast við að ganga í frjálsíþróttadeild Breiðabliks þar sem Ingólfur var formaður. Þarna hófust góð kynni sem aldrei bar skugga á. Ingólfur var ágætur íþróttamaður sem keppti í mörgum greinum. Ingólfur hóf keppnisferil sinn fyrir Aftureldingu í Mosfells- sveit en eftir að hafa flutt í Kópa- vog nokkrum árum fyrr lá leiðin í Ungmennafélagið Breiðablik. A þessum árum var mikill uppgangur í fijálsíþróttastarfinu í Kópavogi. Ingólfur hafði staðið fyrir því að fá ungverskan þjálfara, Gabor, til starfa og þar sem hann var bíllaus sótti Ingólfur hann á allar æfingar og skilaði honum síðan að æfingum loknum. Ekki var um greiðslur fyr- ir það að ræða enda hefði það ekki verið í anda Ingólfs. Á þessum árum tókum við þátt í mörgum mótum bæði milli einstakra héraðs- sambanda og öðrum hefðbundnum meistaramótum. Uppúr stendur Jró glæsileg ferð á Landsmót UMFI á MINNINGAR Laugarvatni 1965 þar sem íþrótta- fólk úr Kópavogi stóð sig með glæsibrag og þar náði Ingólfur hvað lengst á sínum ferli. En þó Ingólfur væri ágætur íþróttamaður er félagsstarfið _þó það sem eftir- minnilegast er. Áhuginn var ódrep- andi og alltaf var líf og fjör í kring- um hann. Skemmtileg frásagnar- gáfa og hnittin tilsvör voru honum eiginleg. Ég held að engum hafi leiðst í návist hans. Ýmsar af þeim sögum er hann sagði að loknum æfingum eða á keppnisferðum eru mér enn í minni. Aðstaða til að stunda íþróttaæfingar í Kópavogi á þessum árum var ótrúlega léleg. Aldrei var þó neinn uppgjafartónn í fólki og ég er sannfærður um að bjartsýni og leikgleði Ingólfs áttu sinn þátt í því. Á vetrum þegar minna fór fyrir æfingum var komið saman á fjölmennum skemmti- kvöldum. Fyrir utan formennsku í fijálsíþróttadeild Breiðabliks var Ingólfur um tíma í stjórn Breiða- bliks og eitt ár formaður UMSK, og um tíma í stjórn Fijálsíþrótta- sambands íslands. Á íþróttavellin- um fann Ingólfur mestu gæfu lífs síns en þar kynntist hann sinni ágætu konu, Helgu. Leið þeirra lá til langrar námsdvalar erlendis upp úr 1970, fyrst til Sviss í eitt ár en síðan lá leiðin til Noregs þar sem þau voru í 5 ár. Eftir að þau hjón komu heim voru gömul kynni oft rifjuð upp og þá kynntist ég Helgu betur og þeim mannkostum sem hún er búin. Við Ingólfur höfum síðustu tvo áratugina hist býsna oft þó oft hafí það verið stuttar samverustundir. Það hefur engu að síður verið ánægjulegt, því sami hressleikinn var sem forðum, af- dráttarlausar skoðanir settar fram á lifandi og skemmtilegan máta. Þeir fundir verða því miður ekki fleiri en minningin lifir og ég veit ég tala fyrir munn þeirra fjölmörgu sem unnu að íþrótta- og félagsmál- um í Kópavogi frá 1962-1970 að þar hafi farið maður sem öllum þótti vænt um og gaman var að starfa með. Ég sendi Helgu og börnunum fjórum innilegustu sam- úðarkveðjur og vona að Guð muni styðja þau nú á erfiðum tímum. Minningin um góðan dreng mun lengi lifa. Pálmi Gíslason. Við viljum með nokkrum orðum kveðja látinn samkennara, Ingólf Gísla Ingólfsson, lektor við Kenn- araháskóla íslands. Þrátt fyrir að við vissum að Ingólfur hefði átt við vanheilsu að stríða síðustu ár þá vonuðum við alltaf að hann fengi bata og gerðum ekki ráð fyrir að kallið kæmi svona fljótt. Ingólfur hafði mikinn metnað í starfi, hann var stórhuga og átti sér drauma um aukið vægi hönnun- ar og handverks í skólastarfi. Hann gerði allt sem í hans valdi stóð til að búa sem best að sínum kennara- nemum. Hann leitaðist við að temja þeim öguð vinnubrögð og taldi ekki eftir sér að eyða ómældum vinnu- stundum í að leysa þeirra vanda- mál. Við samkennarar hans í list- greinum munum sakna hans sárt, en ósjaldan þurftum við á aðstoð hans að halda. Hann var bóngóður og ósérhlífinn og taldi ekki eftir sér að hlaupa með okkur um allan bæ til að finna það sem á þurfti að halda hveiju sinni. Ingólfur var vandvirkur og útsjónarsamur sem kom sér vel þegar leysa þurfti flók- in -verkefni. Ingólfur talaði oft um fjölskyldu sína og það fór ekki fram hjá nein- um sú mikla ást og umhyggja sem hann bar fyrir konu og börnum. Við biðjum góðan Guð að styrkja Helgu og börnin í þeirra miklu sorg. Ásrún Tryggvadóttir, Hallfríður Tryggvadóttir. TORFILYÐUR TORFASON + Torfi Lýður Torfason var fæddur 20. nóvem- ber 1907 á Bakka í Hnífsdal. Hann lést í sjúkrahúsinu á Akranesi 31. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Torfi Magnús Björnsson, hóndi og sjómaður, f. 5. febr- úar 1863 í Fremstu- húsum í Dýrafirði, d. 1. október 1911 í Hnífsdal og seinni kona hans, Jónína Anna Ólafsdóttir, f. 29. apríl 1867 í Kirkjubólssókn. Börn þeirra voru: Rósa, f. 15. júlí 1903, d. 3. júlí 1904. Guðmunda, f. 22. apríl 1905, d. 27. septem- ber 1983 og Sigríður Guðlaug, f. 28. júlí 1909, d. 29. mars 1911. Fyrri kona Torfa M. Björnsson- ar var Vilborg Guðmundsdóttir, f. 21. júlí 1853, á Grafargili, d. 12. maí 1896 á Grafargili. Börn þeirra voru: Guðmundur, f. 24. júlí 1885, d. 9. júní 1886. Guð- björg, f. 13. september 1886, Vilborg, f. 7. febr- úar 1889, d. 2. nóv- ember 1972, Guð- mundur Jóhannes, f. 25. júní 1890, og Guðrún Rósa, f. 14. nóvember 1891, d. 11. júlí 1892. Torfi giftist árið 1952, Höllu Hjálmsdóttur f. 12. maí 1910, d. 2. september 1988, þau voru barnlaus. Torfi var 14 ára að aldri er hann hóf sjómennsku frá Isafirði. Hann flutti 1930 til Vestmannaeyja og reri þaðan til stríðsbyrjunar, þá stundaði hann siglingar til Bret- lands öll stríðsárin. Eftir stríð var hann í útgerð og stundaði sjómennsku í sex ár, en fór síð- an í land og vann við skipavið- gerðir til 1973 og flutti þá til Akranes og var þar við ýmis störf. Síðustu árin bjó hann á Dvalarheimilinu Höfða. Útför Torfa fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00 Torfi frændi er látinn í hárri elli. Mig langar að minnast hans í fáum orðum. Ævistarf hans var búið að vera langt og mikið. Búinn að lifa í rúm 88 ár. Hann var skírður í heimahúsum 29. desember 1907 og ólst upp frá 3ja ára aldri á Grafar- gili í Valþjófsdal. Fylgdi síðan um fermingu Vilborgu, hálfsystur sinni, er hún flutti til Hnífsdals. Hann hóf sjómennsku 14 ára og byrjaði á útilegu hjá Jóni Kristjánssyni, eigin- manni Vilborgar, á Sæfaranum frá Súðavík. Þegar samvinnufélagið var stofnað á ísafirði fór hann með Jóni yfir á Valbjörninn ÍS 13. Hann fluttist til Eyja 1930 og reri lengi með Sighvati Bjarnasyni, mági sín- um, á Þorgeiri Goða. í stríðsbyijun fór hann á línuveiðarann Bjarka frá Siglufirði og stundaði siglingar í tvö ár, síðan réðst hann sem kyndari á fraktskipið Sæfell og sigldi til Grimsby, Hull og Fleetwood í 3 ár. Eftir stríð hóf hann útgerð með Jónasi Bjarnasyni og Elíasi Sveins- syni í Varmadal er þeir félagar keyptu Ölduna VE. Torfi var háseti í mörg ár á bátum Sighvatar, Erl- ingi I, II og III. Árið 1951 fór hann í_ land og hóf vinnu í slippnum hjá Ársæli Sveinssyni, en fór síðan til Gunnars Marels í austurslippinn og vann þar fram að gosinu á Heima- ey. Torfi steig sitt stærsta gæfu- spor er hann giftist Höllu Soffíu Hjálmsdóttur frá Akranesi, þau bjuggu í hamingjusömu hjónabandi í 36 ár, fyrst í Vestmannaeyjum og síðan á Akranesi. - Torfi var sérstaklega vandaður maður, góðmenni til orðs og at- hafna, honum var ætíð létt í geði og stutt í hláturinn. Aldrei vissi ég til að hann skipti skapi. Sérstakt dálæti hafði hann á börnum og vék oft að þeim góðu. Ég kynntist hon- um fyrst fyrir alvöru eftir að hann var orðinn ekkjumaður. Ég hafði samband við Torfa og spurði hvort hann væri til í að skreppa næsta ' dag vestur á Snæfellsnes og fara síðan til baka samdægurs. Hann var nú til í það þótt á níræðisaldri væri og þótti það ekki mikil fyrir- höfn. A leiðinni varð honum tíðrætt um stríðsárin og hætturnar sem steðjuðu að í siglingunum til Bret- lands. Aldrei sagðist hann hafa ótt- ast um líf sitt, enda var hann sér- staklega jákvæður maður og bjó yfir mikilli hugarró. Þótt hann væri orðinn ekkjumaður átti hann hægt með að bjarga sér og hjá honum var sérlega heimilislegt í herberginu á dvalarheimilinu Höfða. Þar leið honum einstaklega vel og vildi hvergi annars staðar vera. Hann brá sér stundum til Reykjavíkur til að hitta vini og skyldmenni, nú síð- ast kom hann í vetur á afmælisdag- inn sinn og gisti hjá okkur. Heldur fannst mér að farið væri að draga af honum þó hann að öðru leyti væri eins og honum var tamt, léttur í skapi og ánægður. Lögð voru drög að ferðalagi næsta vor og átti að halda í austur, undir Eyjafjöllin, og heimsækja bændur þar og skoða þeirra búskap. En nú er kallið kom- ið og verður sú ferð ekki farin í þessu lífi. Blessuð sé minning þín, elsku Torfi. Sighvatur, Steinunn og Jón. PETRA ÁSMUNDSDÓTTIR + Petra Ásmunds- dóttir fæddist á Seyðisfirði 15. nóvember 1912. Hún lést 31. mars siðastliðinn á Hrafnistu í Hafnar- firði. Foreldrar hennar voru hjónin Emma Pétursdóttir og Ásmundur Sveinsson, sjómað- ur á Seyðisfirði. Eiginmaður Petru var Arnór S. Gísla- son skipsljóri, f. 6.1. 1911, d. 24.10. 1992. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Arnórsdóttir og Gísli Jónsson, verslunar- maður á Seyðisfirði. Dætur Petru og Arnórs eru: 1) Mar- grét Eggrún, við- skiptafræðingur, f. 23.3. 1948, maki Árni Gunnarsson, verkfræðingur, f. 18.8. 1948. Barn þeirra: Arnór Sig- urður, f. 18.12. 1968. 2) Emma, skrifstofumaður, f. 14.4. 1951, maki Kjartan Aðalsteins- son, lyfjafræðing- ur, f. 6.1. 1951, d. 21.12. 1991. Börn þeirra: Davíð Orn, f. 31.3. 1976, Petra Björg, f. 6.7. 1978, og Bjarni Þór, f. 7.8. 1984. Útför Petru fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. • Fleiri minningargreinar um Ingóif Gísla. Ingólfsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Þá ertu komin til hans afa aftur. Afa sem þú elskaðir svo mikið. Með þessum fátæklegu orðum langar okkur til að kveðja þig og þakka þér fyrir alla þá umhyggju og ástúð sem þú sýndir okkur í gegnum árin. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú raeð Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Arnór, Davíð Örn, Petra Björg og Bjarni Þór. Hinn 31. fyrra mánaðar lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mágkona mín, Petra Ásmundsdóttir, og henn- ar langar mig til að minnast hér nokkrum orðum. Petra var fædd austur á Seyðisfirði 15. nóvember 1912 og hafði hún því lifað lengst- an hluta þeirrar aldar sem nú er senn liðin, aldar sem skilur eftir sig meiri breytingar á lifnaðarháttum fólks sem búið hafa í þessu landi frá því að það byggðist. Petra var dóttir hjónanna Emmu Pétursdóttur og Ásmundar Sveins- sonar, sjómanns og verkamanns á Seyðisfirði, og þar ólst hún upp ásamt systkinum sínum tveimur, Kristínu og Sveini, sem bæði lifa. 17. október 1942 giftist hún Arnóri Gíslasyni sem einnig hafði alist upp á Seyðisfirði. Þau settu saman bú í Reykjavík, enda höfðu bæði sest þar að. Árnór var sjómaður, þá orðinn stýrimaður á Goðafossi Eimskipafélags íslands. Á þeim árum var erfítt að fá hús- næði í Reykjavík. Stríð geisaði í heiminum, landið hersetið og fólk flykktist af landsbyggðinni í þétt- býlið til þess að nýta tækifærin sem það ástand bauð uppá. Ungu hjónin stóðu uppi húsnæðislaus. Goðafoss var um það bil að leggja af stað í Ameríkuferð og Arnóri fannst hann ekki geta skilið brúði sína eftir við svo búið. Hann varð því að taka sér frí næsta túr til að finna lausn á húsnæðismálum þeirra og skipið sigldi án hans. Goðafoss kom aldrei aftur úr þeirri ferð, hann var skotinn niður við Garðskaga þegar aðeins var eftir klukkutíma sigling til heima- hafnar. Margir týndu þar lífi. Arnór hélt áfram því starfi sem hann hafði búið sig undir. Vett- vangur hans var á sjónum. Það gefur því augaleið að mikið var hlutverk Petru. Það kom í hennar hlut að greiða úr húsnæðismálun- um. Leigusamningar voru ekki gerðir til langs tíma í senn á þeim árum og eigið húsnæði var fjarlæg- ur draumur. Allar útréttingar, stór- ar og smáar, komu í hennar hlut sem og rekstur heimilisins, sem allt- af bar af vegna snyrtimennsku og smekkvísi og síðast en ekki síst, uppeldi dætranna tveggja, þeirra Margrétar Eggrúnar og Emmu. Þegar aldur færðist yfir, og Arn- ór þá fyrir nokkru kominn í land, fluttu þau á Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Gott til þess að vita að þar nutu þau dvalar, umönnunar og hjúkrunar á þeirri stofnun sem þau bæði höfðu tekið þátt í að byggja upp. Arnór lést í október 1992. Blessuð veri minning þeirra beggja. Aðalsteinn Gíslason. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.