Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 11. APRÍL1996 37 Jón var einstaklega gáfaður og skemmtilegur maður, sem hafði góða frásagnargáfu og það var sama um hvað var rætt, aldrei var komið að tómum kofunum hjá hon- um. Matar- og kaffipásur voru afskaplega líflegar og skemmtileg- ar þegar Jón var nálægur, hann hafði sínar skoðanir á hlutunum og var ófeiminn við að láta þær í ljós, en hann bar líka virðingu fyr- ir skoðunum annarra og var góður hlustandi. Það sem mér finnst minnisstæð- ast við Jón er að ólíkt svo mörgum öðrum sem þarna störfuðu reyndi hann aldrei að vera neitt annað en hann sjálfur. Hann tók ekki þátt í „leikritinu“, sem þarna fór fram, með aðeins eitt hlutverk fyr- ir alla, skrifað af „leikstjóranum“ sjálfum. Skömmu áður en ég hætti störfum á Vogi fór Jón til starfa að Staðarfelli í Dölum. Matar- og kaffipásumar voru tómlegar á Vogi án hans, en það var líka glatt á hjalla þegar hann kom í heim- sókn á Vog í fríunum sínum. í síðastliðnum mánuðum hitti ég Jón nokkrum sinnum á núver- andi vinnustað mínum, þar sem hann átti í fasteignaviðskiptum. Síðast hitti ég hann u.þ.b. hálfum mánuði áður en hann dó og þá sagði hann mér að hann væri ekki lengur í starfi hjá SÁÁ, hann væri að fara á sjóinn. „Við sjáumst“ sagði ég þegar við kvöddumst. Ég frétti að hann hefði aldrei farið á sjóinn, hann var skyndilega kallað- ur til starfa á æðri stað. Kæri vin- ur, við sjáumst síðar. Aðstandendum og vinum Jóns votta ég mína dýpstu samúð. Megi minningin um góðan dreng lifa í hjarta ykkar og vera ykkur huggun í sorginni. Jónína Þrastardóttir. Elskulegur vinur og fyrrum starfsfélagi er látinn langt um ald- ur fram. Það var sannkallað reiðar- slag þegar okkur bárust þau hörmulegu tíðindi að Jón, eða Nonni eins og við kölluðum hann, hefði orðið bráðkvaddur þar sem hann var við vinnu sína í Slippstöð- inni á Akureyri. Okkur langar með þessum fá- tæklegu orðum að þakka honum þá vináttu og aðstoð á vinnustað sem hann veitti okkur. Við minnumst ótal stunda sem við áttum saman ýmist heima hjá Nonna eða á ónefndum kaffi- og pizzahúsum borgarinnar þar sem mikið var hlegið og rökrætt. Við lítum á það sem mikil for- réttindi að hafa kynnst Nonna því það sem helst einkenndi hans per- sónu var trygglyndi og greiðvikni sem hann veitti svo ríkulega. Ometanlegt í minningunni er kveðjustund sem við áttum heima hjá honum kvöldið áður en hann fór norður til að takast á við nýtt starf sem vélstjóri á rækjubát. Sátum við þar í góðu yfirlæti og gæddum okkur á uppáhalds bakk- elsi Nonna sem við færðum hon- um. Það lýsir e.t.v. Nonna best að daginn áður en hann lést hringdi hann í okkur til að láta vita að hann væri búinn að leggja peninga inn á heftin okkar fyrir páskaeggj- um til að gæða okkur á. Um leið og við flytjum Nonna þakkir fyrir samskipti okkar á liðn- um árum viljum við senda fjöl- skyldu og vinum einlægar samúð- arkveðjur og biðjum þeim blessun- ar Guðs. Heimsins vegur hulinn er huga manns og vilja, enginn þarf að ætla sér örlög sín að skilja. Trúin hrein og hugsun djörf hjálpa mest í raunum, þakkir fyrir fögur störf flyt ég þér að launum. (Sveinbjörn Beinteinsson.) Hvíl í friði, kæri vinur. Þuríður Aradóttir og Ásthildur Pétursdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KAMILLA ÞORSTEINSDÓTTIR, Víðilundi 20, Akureyri, sem lést 31. mars, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudag- inn 12. apríl kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, vinsamlegast láti styrktar- sjóð Kristnesspítala eða önnur líknarfélög njóta þess. Edda Eiriksdóttir, Auður Eiríksdóttir, Jóhann Halldórsson, Þorsteinn Eiríksson, Arndís Baldvinsdóttir, Guðríður Eiríksdóttir, Gunnar Ragnars, Hafsteinn Andrésson, barnabörn og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JAKOB SIGMARSSON lögregluvarðstjóri, Miðvangi 35, Hafnarfirði, er lést á páskadag, 7. apríl, verður jarð- sunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn 12. apríl kl. 15.00. Sóley Marvinsdóttir, Kristjana Jakobsdóttir, Páll Sigurðsson, Maria Jakobsdóttir, Bjarni Magnússon, Stefán Ómar Jakobsson, Hanna María Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR ÁSGEIRSSON fyrrverandi verkstjóri hjá Vatnsveitu Reykjavíkur, vistheimilinu Seljahlfð, (áður Eskihlíð 12A), lést í Landspítalanum fimmtudaginn 4. apríl. Útförin verður frá Fríkirkjunni Reykjavík föstudaginn 12. apríl kl. 13.30. Margrét Þórðardóttir, Eysteinn Einarsson, Sigriður Sigurðardóttir, Ásgeir Einarsson, Björg Sigurðardóttir, Ingibjörg Einarsdóttir, Jóhann G. Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÚN REBEKKA SIGURÐARDÓTTIR, lést í Landspítalanum fimmtudaginn 4. apríl. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ.í dag, fimmtudaginn 11. apríl kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Ólafur J. Einarsson, Sjöfn Ólafsdóttir, Eyjólfur Sigurðsson, Einar S. Ólafsson, Inga Jóna Andrésdóttir, barnabörn og langömmubörn. Foreldrar okkar, tengdaforeldrar, afi, amma, langafi og langamma, ÓLAFUR ÞÓRIR JÓNSSON og ÁSA SIGURBJORG ASGEIRSDÓTTIR, Grettisgötu 75, verða jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast þeirra, er bent á Barnaspítala Hríngsins. Fyrir hönd tengdabarna, annarra barnabarna, barnabarnabarna og annarra vandamanna, Jóhanna Ólafsdóttir, Hrefna Maren Ólafsdóttir, Ásgeir Þór Ólafsson, Jón Kristinn Bragason. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGNHILD KONRÁÐSSON, Hagaflöt 5, Garðabæ, sem lést f Vífilsstaðaspftala 3. apríl, verður jarðsungin frá Garðakirkju föstu- daginn 12. apríl kl. 13.30. Ragnheiður Björnsdóttir, Borgþór Björnsson, Grétar Karlsson, Signhild B. Borgþórsdóttir, Stefán Halldórsson og aðrir ástvinir. + Elskulegur ástvinur minn og faðir okkar, SVEINN BJÖRNSSON stórkaupmaður, lést að morgni páskadags. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 12. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Sjúkrahús Akraness. Rannveig Böðvarsson, Kristfn Sveinsdóttir, Björn Sveinsson, Guðbjörg Sveinsdóttir, Ólafía Sveinsdóttir, Ingvar Sveinsson, tengdabörn og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn og faðir, ÞÓRARINN ALEXANDERSSON, Stigahlfð 20, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 12. apríl kl. 13.30. Sigríður María Sigurðardóttir, Hanna Þórarinsdóttir. + Elskuleg amma okkar, langamma og tengdamóðir, JÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Vitastíg 4, Hafnarfirði, sem andaðist 30. mars, verður jarð- sungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudag- inn 12. apríl kl. 13.30. Jón Gestur Armannsson, Ásta Birna Ingólfsdóttir, Steinunn Eir Ármannsdóttir, Hermann Ármannsson, Ármann Eiríksson og barnabarnabörn. + Alúðar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts og útfarar ÞURIÐAR DALRÓSAR HALLBJÖRNSDÓTTUR. Sérstakar þakkirtil starfsíólks Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun. Guðmundur Jóhannsson, Elísabet Vigfúsdóttir, Ingvar Jóhannsson, Halla Einarsdóttir, Ásthildur Jóhannsdóttir, Helga Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + móðir okkar, Ástkær eiginkona mín, tengdamóðir og amma, KRISTÍN GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR, Arnarhrauni 30, Hafnarfirði, andaðist á heimili sínu 9. þ.m. Viihjálmur G. Skúlason, Karólína M. Vilhjálmsdóttir, Steinar Gíslason, Gísli Eiríksson, Inga Rósa Guðjónsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.