Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ F'IMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 13 LANDIÐ Ráðsfundur ITC á Húsavík Laxamýri - Fundur II. ráðs ITC var haldinn á Húsavík á dögunum. Mætt var frá öllum deildum innan ráðsins en það voru félagar Yrpu og Kvists í Reykjavík, írisar í Hafn- arfirði, Hnotu á Þórshöfn og Flugu í S-Þingeyjarsýslu. Auk venjulegra fundarstarfa var haldin ræðukeppni en sigurvegari hennar var Guðbjörg Jóna Magnús- dóttir frá ITC-Yrpu. í öðru sæti varð Guðrún Sigurðardóttir frá ITC-Flugu, en hún hafði áður unnið ræðukeppni innan sinnar deildar. Þá hélt Anna María Vilhjálmsdótt- ir, forseti ITC-írisar, fræðslu um sjálfsmat og Sara Hólm fræddi um ilmvötn í aldanna rás, uppruna þeirra og stöðu sem gjaldmiðils. Farið var í skoðunarferðir í sveitasafnið á Mánárbakka og Safnahús Þingeyinga. Fyrirtækið Stöplafiskur bauð félögum upp á harðfisk og grillaða loðnu, einnig var basar Kvenfélags Tjörness heimsóttur í félagsheimilinu Sól- vangi. Umsjónarmaður ráðsfundar- ins var Ása Kristín Jónsdóttir. Morgunblaðið/At!i Vigfússon FRÁ ráðsfundi II. ráðs ITC á Húsavík. F.v. Kristín Kristjánsdótt- ir, ritari II. ráðs, Kristin Dagbjartsdóttir þingskapaleiðari, Guð- mundur H. Magnússon, 1. varaforseti, Kristín Arinbjarnardótt- ir, 2. varaforseti, og Sigurlaug Þórðardóttir gjaldkeri. Héraðsskjalasafn A-Húnavatnssýslu Bókaskápar fyrir fé frá Islandsbanka Blönduósi - Menningarsjóður ís- landsbanka afhenti á dögunum Héraðsskjalasafni A-Húnavatns- sýslu 250.000 kr að gjöf til minn- ingar um Pétur Sæmundssen bankastjóra. Það var Valur Valsson bankastjóri sem fyrir hönd menn- ingarsjóðsins afhennti Jóni ísberg formanni stjórnar safnsins gjöfina. Að sögn Jón Isbergs þá verður þessi peningagjöf notuð til að kaupa bókaskápa sem eru sérhannaðir til að nýta vel húsrými. Ekkja Péturs Sæmundssen, Guðrún Sæmundssen flutti ávarp og þakkaði þann sóma sem minningu manns hennar var sýndur. Safnið sem nú er liðlega þrítugt er til húsa í kjallara Sýsluskrifstof- unar. Auk skjala opinberra aðila eru á safninu merk einkaskjalasöfn. Má þar nefna safn handrita Magn- úsar Bjömssonar frá Syðra - Hóli, Bjarna Jónssonar frá Blöndudals- hólum og bréfasafn Halldóru Bjarnadóttur. Skjalavörður héraðs- skjalasafns Austur - Húnavatns- sýslu er Þórhildur ísberg „ , Morgunblaðið/Bjöm Blöndal I APOTEKI Suðurnesja. Frá vinstr: Una Kristin Stefánsdóttir afgreiðslumaður, Þorvaldur Árnason lyfjafræðingur, Hildur Thorarensen lyfjafræðingur, Sigrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur og Þuríður Árnadóttir afgreiðslumaður. Apótek Suðurnesja Fyrsta apótekið eftir gildistöku nýrra lyfsölulaga Of hraður akstur Hvammstanga - Harður árekstur þriggja bifreiða varð við vegamót Norðurlandsvegar og Hvammstangabrautar síð- degis á skírdag. Tvær fólksbif- reiðir komu að sunnan og ætl- aði ökumaður þeirrar fyrri að beygja inn á Hvammstanga- brautina. Jeppabifreið kom hins vegar að norðan og hægði öku- maðurinn því mjög ferðina. Aft- ari fólksbifreiðin lenti aftan á þeirri fyrri og hratt henni í veg fyrir jeppann. Hann fór út af veginum og vait að minnsta kosti tvær veltur. Mikil mildi þykir að fólk í þessum bifreiðum skyldi sleppa með smávægileg meiðsl. Ung- barn var í öryggisstól í aftur- sæti jeppans og virðist alheilt þrátt fyrir flugferðina. Lög- reglumaður í Húnavatnssýslu, Sigurður Sigurðsson, segir að akstursskilyrði hafi verið góð, hálkulaust og bjart veður. Því sé ekki öðru til að dreifá en of hröðum akstri. Keflavík - Apótek Suðurnesja, nýtt og glæsilegt apótek, var opn- að í Keflavík á laugardag og er það fyrsta apótekið sem tekur til starfa eftir gildistöku nýrra lyf- sölulaga þann 15. mars s.l. Stofn- endur apóteksins eru Þorvaldur Árnason lyfjafræðingur og Auður Harðardóttir. Þorvaldur Árnason starfaði áð- ur hjá Apóteki Keflavíkur í 15 ár og hefur hann mesta starfsreynslu starfandi lyfjafræðinga á Suður- nesjum. Hann sagði að áhersla yrði lögð á að veita viðskiptavinum góða lyfjafræðilega þjónustu og ráðgjöf, um lyf og hjúkrunarvör- ur, bæði hjá lyfja- og hjúkrunar- fræðingi sem starfa við apótekið. Undirbúningur að stofnun hins nýja apóteks, sem stendur við Hringbraut 99 í Keflavík, hefur staðið frá því í desember og eru starfsmenn fjórir auk Þorvaldar Árnasonar lyfjafræðings. TJAKKAR Bílavörubúðin FJÖDRIN. Skeifunni 2 — Sími 588 2550 S"**® * . pvotca^ ®,k®á9-9°° fis.'cob-r.. -5 LMJGAVEGI 172 05 REYKJAVIK SÍMl 569 5773
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.