Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓN SIGURÐSSON + Jón Sigurðsson fæddist í Reykjavík 8. marz 1949. Hann varð bráðkvaddur 28. marz síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður E. Jónsson, verkstjóri, f. 24. september 1921, d. 17. nóvem- ber 1966, og Re- bekka Stella Magn- úsdóttir, f. 2. nóv- ember 1923. Bræð- ur Jóns eru Ásgeir Sigurðsson, f. 15. marz 1944, og Magnús Sig- urðsson, f. 2. október 1952. Jón var vélstjóri að mennt og starf- aði lengi hjá Eimskipafélagi íslands en síðastliðin fjögur ár vann hann sem ráðgjafi hjá SÁÁ. Útför Jóns fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Ótímabært og vissulega að óvör- um barst mér sú frétt að Jón Sig- urðsson, vinur minn, væri látinn, bráðkvaddur á vinnustað. Orð Ás- geirs, bróður Jóns, hljóma mér enn í eyrum. Traustur, hjálpsamur og tryggur eru þau orð sem lýsa Jóni best allra orða. Á skipum Eimskips var Jón vélstjóri til margra ára, en þar hófust okkar kynni, okkar samstarf, okkar vinátta og okkar rökræður um menn og málefni. Rökföst frásögn með glettnislegu ívafi voru hans sterku einkenni. Eftir um fjögurra ára starf sem ráðgjafi hjá SÁÁ var aftur komið að vélstjórastarfinu til sjós, en aðeins í nokkra daga. Þá kom kall- ið stóra til æðri máttarvalda. Að- eins viku fyrir andlátið spjölluðum við um framtíðardrauma fullir áhuga, framtíðardrauma sem ekki rætast á þessu jarðríki. Á kveðjustund minnumst við félagarnir til sjós og lands vinarins góða sem ævinlega reyndist „for- inginn“ þar sem hann var hveiju sinni. Blessuð sé minning Jóns Sig- urðssonar og megi styrkur Guðs vera með móður, bræðrum og öðr- um aðstandendum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ragnar Valdimarsson. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög Vinur minn og fyrr- um _ samstarfsfélagi hjá SÁÁ, Jón Sigurðs- son, varð bráðkvaddur fimmtudaginn 28. mars sl. Það er með miklum söknuði sem ég kveð hann, sem burt var kvaddur svo ungur. Margar góðar minn- ingar á ég um Jón, minningar sem munu fylgja mér um ókomna framtíð. Ég er þakk- látur fyrir þann tíma og þær góðu stundir sem við áttum saman. Þú félagi, vinur, þín för enduð er á framandi ströndu að landi þig ber. Við syngjum og gleðjumst hér saman um stund. en seinna við mætumst á annarri grund. Sá líknandi faðir er lífið gaf þér hann leiðir þig áfram um eilífðar veg. En minningin lifir oss mönnunum hjá á meðan að dveljumst við jörðinni á. Þó leiðir hér skilji og lund okkar sár þú læknað það getur og þerrað hvert tár. Þú bæn okkar kenndir við biðjum þig nú að breyta þeim harmi í eilífa trú. (E.B.V.) Fjölskyldu og aðstandendum sendi ég mínar innilegustu og dýpstu samúðarkveðjur. Eymundur. Sagt er að tíminn lækni öll sár. Þetta kann að vera rétt svo langt sem það nær. Þó er mér til efs að sú und sem nú er fram komin með ótímabæru andláti Jóns Sigurðs- sonar nái að gróa hjá vinum hans og fjölskyldu. Jón var vinur minn. Þótt ekki séu ýkja mörg ár síðan leiðir okkar lágu saman stóð vinátta okkar traustum fótum. Ég kynntist Jóni fyrst í gegnum Magnús, bróður hans, sem ég hafði lengi verið í vinfengi við og það var sameiginlegur áhugi okkar Jóns á tölvum sem sem varð til þess að með okkur tókust kynni og síðar vinátta. Er ég hitti Jón fyrst hafði ég ekki.rætt við hann lengi þegar mér ljós mikill áhugi hans á töivum og þekking sem tók minni langt fram. Ekki skemmdi það fyrir að báðir hrifumst við af samskonar búnaði og urðu samskipti okkar fljótlega allmikil á þessu sviði. Jafnan voru þau þó á annan veginn, ég naut leiðsagnar hans, þekkingar og að- stoðar, sem reyndar var ósjaldan þörf. Furðaði mig oft hve glöggur hann gat verið við greiningu ýmissa vandamála og hve fljótur hann var að leysa úr þeim. Sérstaklega eru mér minnisstæð ýmis atvik þegar Jón reyndi að útskýra fyrir mér gangverk forrita sem ég var kominn í strand með. Reyndi þá oft á skiln- ing minn og stundum kom það fýr- ir að ég gat ekki fylgt honum eft- ir. Bar þá gjaman nokkuð á óþolin- mæði í minn garð, því hann gerði þá kröfu að ég skildi það sem sagt var, án þess að það væri endurtek- ið. Var þó alltaf stutt í kímnina hjá honum þótt hvessti andartak. Aldr- ei var Jón svo tímabundinn að hann gæfi sér ekki tóm til að aðstoða mig er eftir því var leitað. Jón var vélstjóri að mennt og þekktur sem slíkur, enda hafði hann frá unga aldri það orð á sér að vélar lékju í höndum hans. Hygg ég að þessir eiginleikar hans hafi notið sín vel við tölvur síðar. Jón lagði stund á fleira. Hann var lengi ráðgjafi hjá SÁÁ og leið- beindi og studdi þá sem halloka höfðu farið í glímunni við áfengi og önnur vímuefni. Hygg ég að þar hafi hann hjálpað mörgum manninum, enda bar hann sjálfur þess fagurt vitni að hafa má sigur í þeim átökum. Við fráfall Jóns Sigurðssonar eiga margir um sárt að binda. Það er ekki einasta fjölskylda- hans sem sér nú honum á bak, heldur einnig fjölmargir vinir og sam- starfsmenn fyrr og síðar. Ekki síst á þetta við um ýmsa þá sem nutu leiðsagnar hans hjá SÁÁ, en mér er kunnugt um að þeir sem vildu áttu stuðning Jóns vísan, þótt meðferð viri lokið og hann hættur störfum fyrir samtökin. Urðu ýmsir til þess að leita til hans þegar á bjátaði. Jón Sigurðsson var drengur góð- ur. Ég mun sakna hans. Ég votta móður hans og stjúpa, bræðrum hans, fjölskyldum þeirra og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Olafur E. Jóhannsson. í dag þegar ég kveð góðan fé- laga og fyrrum samstarfsmann skiptast á sár söknuður og góðar minningar. Ég kynntist Jóni fyrst þegar ég fór í áfengismeðferð á Staðarfell í Dölum 1993. Ég átti því láni að fagna að hafa hann sem ráðgjafa mest allan tímann. Eins og fleiri laðaðist ég strax að sterkum persónuleika hans og dáðist að þessum ráðgjafa mínum fyrir hversu létt honum veittist að fá fólk til að vinna með sér. Fáa menn hef ég hitt eins for- dómalausa og Jón. Fordómaleysi hans kynntist ég afar vel þegar kom að ákveðnu persónulegu uppgjöri sem ég ætla ekki að rekja hér en varð til þess að ég fór að líta líf mitt öðrum og mildari augum. Það átti síðan fyrir mér að liggja að starfa með Jóni þegar ég fór læra áfengisráðgjöf hjá SÁÁ. Við unnum saman á Staðarfelli í þijá mánuði eða þar til Jón „lét skyndilega af störfum" og var það mikill lærdómstími fyrir mig. En Jón var ekki bara góður vinnufé- lagi. Ekki var hann síðri utan vinn- unnar því hann var afskaplega skemmtilegur og bjó yfir ríkri kímnigáfu. Var ævinlega glatt á hjalla þar sem hann var og mikið hlegið og spjallað um heima og geima. Þótt Jón væri ekki lengur vinnu- félagi minn naut ég áfram tryggð- ar hans og vináttu. Það var því sannkallað reiðarslag þegar ég frétti að hann hefði orðið bráð- kvaddur við vinnu sína fyrir norð- an. Að lokum vil ég þakka honum samfylgdina sem rofnaði allt of fljótt og votta ég fjölskyldu og vin- um hans einlæga samúð. Ég vil gjaman lítið ljóð, láta af hendi rakna. Eftir kynni afar góð, ég alltaf mun þín sakna. (G.V.G.) Hvíl í friði, kæri vinur. Auður Þorgeirsdóttir. góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÓfEL LÖFTLEIDIR rU< LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 - sími 587 1960 Gildi vináttunnar er mér efst í huga, þegar kvaddur er góður vin- ur og fyrrum samstarfsfélagi hjá SÁÁ, Jón Sigurðsson. Kom andlát hans mér í opna skjöldu, enda hitt- umst við á Akureyri síðasta kvöld- ið sem hann lifði. Ég vil á kveðju- stundu minnast hans örfáum orð- um og kveðja hinstu kveðju. Jón hafði nýverið ráðið sig sem fyrsta vélstjóra á skip frá Olafs- firði. Hann varð bráðkvaddur í slippnum á Akureyri þar sem hann vann við endurbætur á skipinu, sem halda átti til úthafsrækjuveiða á Flæmska hattinum. Sjálf vann ég sömu daga tímabundið sem ráðgjafi á göngudeild SÁÁ á Akur- eyri. Miðvikudaginn 27. mars sl. hringdi síminn hjá mér á Akur- eyri. Jón var á línunni og spurði hressilega að venju hvort „ráðgjaf- ar væru ekki hressir“ og hvort ekki væri tímabært að fá sér kaffi- bolla. Leið okkar um kvöldið lá fyrst á fund og síðan var sest nið- ur í kaffihúsi við Ráðhústorgið og spjallað um stund. Jón ræddi m.a. um vinskap og gildi vináttunnar á þeim krossgöt- um, sem hann kvaðst standa á. Hann talaði um okkur, vini sína hjá SÁÁ, og þýðingu vináttunnar fyrir sig á erfiðum stundum und- anfarnar vikur. Hann talaði einnig um nýju vinnuna og horfði til já- kvæðra þátta, tiltók m.a. að nú væri hann að vinna við það fag sem hann hefði upphaflega lært til. Jón orðaði það sjálfur svo, að nú væru „menn komnir í alvöru- vinnu og sætu ekki bara á rassin- um, reyktu og drykkju kaffi“. Jón skóf ekki af hlutunum er hann lýsti skoðunum sínum á mönnum og málefnum. Frásagnar- gleðin var ódulin og kímnigáfan sérstök. Að baki bjó hlýja og næm- leiki, sem ég fékk fljótt að kynn- ast þegar ég hóf störf hjá SÁÁ. Óteljandi eru þau skiptin sem hann leiðbeindi og taldi kjark í nýliðann. Var ég þar ekki ein á báti því ósjaldan sóttu nýliðar til Jóns í hvíldartímanum á Vogi, þar sem mátti ganga að honum vísum í hornstóli í „Sælunni". í framhaldi byggðist upp vinskapur sem oftast var ræktaður í símtölum á milli meðferðarstaða SÁÁ. Auk vinn- unnar áttum við sameiginlegt áhugamál sem „rétttrúaðir" Mac- intosh-tölvueigendur, en fáir- stóð- ust Jóni snúning, þegar borið var niður í tölvufræðum. Mannkostir Jóns Sigurðssonar nutu sín vel í störfum hans sem áfengisráðgjafi. Skjólstæðinga okkar kallaði hann „okkar menn“ og aldrei heyrði ég hann tala um þá öðruvísi en með virðingu, vænt- umþykju og af skilningi. Engan úr hópi „okkar manna“ hefi ég enn þann dag í dag heyrt leggja Jóni annað en gott til. Það fór ekki fram hjá mér síð- ustu kvöldstund Jóns, að hann var þreyttur. Hann hafði unnið mikið og lengi síðustu daga og hafði sjálfur orð á því. Við bundumst fastmælum er við kvöddumst um að fara saman út að borða, áður en hann færi til Ólafsfjarðar og þaðan í langa útiveru til rækju- veiða. Þá ætlaði hann að segja mér nánar af væntanlegu sjó- mannslífi. Með því síðasta sem hann sagði mér var að „makkinn" væri þegar kominn um borð, þann- ig að hann óttaðist ekki langa úti- veru. Jón stóð á veigameiri krossgötum en bæði ég og hann gerðum okkur grein fyrir umrædda kvöldstund. Leiðir skilja að sinni. Við ferðaiok vil ég þakka Jóni vini mínum veg- ferðina og allt það sem hann miðl- aði mér af vináttu og velvilja. ERFIDRYKKJUR Naeg bílastæði P E R L A N sími 562 0200 Eftirlifandi móður, tveimur bræðrum og fjölskyldum þeirra, votta ég samúð mína. Missir ást- vina er ætíð sár en minningin um traustan og mætan mann græðir. Blessuð sé minning Jóns Sig- urðssonar. Fríða Proppé. Ég kynntist Jóni haustið 1993 þegar ég hóf störf hjá SÁÁ. Það kom m.a. í hlut hans að sjá um „nýliðann" sem kominn var til starfa. Ég fann strax, að þarna fór maður sem vissi hvað hann var að gera. Hann leiddi mig örugglega í gegnum dagskrána á Vogi og fljótlega varð okkur vel til vina. Hann talaði gjarnan um „frímerk- ið“ þegar ég elti hann um gangana og ég hefði ábyggilega móðgást við það ef einhver annar hefði sagt þetta um mig. En Jón var þannig að hann hafði lúmskt gaman af þessu og því hversu áköf ég var í að tileinka mér hvað þarna fór fram. Það sagði hann mér síðar. Jón bjó yfir miklum sannfæring- arkrafti, sem gerði hann að heill- andi og skemmtilegum persónu- leika, eiginleiki sem er ákaflega mikilvægur í þessu starfi. Þennan kraft notaði hann til að hafa já- kvæð áhrif á skjólstæðinga sína. Einn þeirra er sonur minn, en hann minnist hans með hlýhug og virð- ingu, þakklátur fyrir allt sem hann hefur gert fyrir hann og veit ég að þannig er um marga. Jón var ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum, hvorki á mönnum né málefnum. Hann sagði það sem hann meinti og meinti það sem hann sagði. Síðast þegar ég talaði við Jón lá vel á honum. Hann var jákvæð- ur og virtist ekki láta mótlæti undanfarinna vikna buga sig. Ekki óraði mig fyrir að þetta yrði okkar síðasta samtal. Ég verð örugglega lengi að átta mig á að Jón sé nú allur en efst í huga mér núna er þakklæti fyrir að hafa kynnst hon- um, þakklæti fyrir kennsluna, og síðast en ekki síst þakklæti fyrir vináttuna. Fjölskyldu hans vottum við, ég og fjölskylda mín, samúð. Hvíl þú í friði. Valdís S. Larsdóttir. Ég átti því láni að fagna að starfa með Jóni Sigurðssyni á meðan hann vann hjá SÁÁ. Ég laðaðist að hlýjum persónuleika hans og sterkum séreinkennum. Við unnum vel saman og skarð er fyrir skildi þar sem hann var. Hann hafði mikla reynslu og mikla per- sónulega ögun sem nýttust honum vel í starfi. Það kom mér mjög á óvart er hann hætti hjá SÁÁ. Staða áfengisráðgjafans er oft vanmetin og gjarnan veik er að kreppir. Hún er ekki sjálfkrafa réttindi eins og þau sem sumt sérnám skapar án tillits til hæfni. Hæfni ráðgjafans byggist að miklu leyti á kröfum og krafti ákveðinnar reynslu, á auðmýkt og ábyrgð gagnvart skjól- stæðingnum. Þeirri hæfni bjó Jón Sigurðsson yfir. Hann var laginn og þolinmóður en um leið ákveðinn og öruggur við að hjálpa, einkum þeim veikustu sem þurfa mestan stuðning. Ég lærði mikið af því að vinna með Jóni og saknaði þess að missa hann út fyrir sjóndeildar- hring starfsins. Ég hlakkaði til að heimsækja hann í íbúðina sem hann flutti í nýlega og tala við hann um sameiginleg áhugamál okkar. Nú er hann horfinn en minningin um góðan dreng lifir. Ég bið Jóni Sigurðssyni blessunar og ástvinum hans huggunar í sorg þeirra. Pétur H. Snæland. Það getur ekki verið satt, hugs- aði ég með mér, þegar ég fékk fréttirnar um að Jón væri dáinn. Kynni mín af Jóni hófust á sjúkrahúsinu Vogi, sem þá var vinnustaður okkar. Hann starfaði þar sem ráðgjafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.