Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 56
& <Q> AS/400 er... ...með PowerPC 64 bita örgjörva og stýrikerfi OPIN KERFIHF. Simi: 56" 1000 ^pVectr* MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMJ 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: UAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 11. APRIL1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Bjargað út ábrún FILTI var bjargað út á þakbrún, þegar eldur kom upp í risherbergi húss við Melhaga um kl. 15 í gær. Pilturinn króaðist inni í herbergi sínu, þar sem gangur fyrir framan það var fullur af reyk. Samkvæmt heimildum Morgunbiaðsins var yngri bróðir piltsins með logandi kerti í herbergi sínu, en eldur varð laus og breiddist hratt út. Yngri bróðirinn náði að fara niður á neðri hæð, en sá eldri króaðist inni í herbergi sínu. Þegar neyðar- bíll slökkviliðsins kom á vettvang fóru slökkviliðsmenn út á svalir á annarri hæð og þaðan upp á þak- brúnina, opnuðu risglugga og náðu piltinum út. Hann var þrek- aður eftir að anda að sér reyk og var gefið súrefni. Eldurinn var fljótslökktur og urðu ekki miklar skemmdir á íbúðinni. Sérfræðinganefnd Evrópuráðsins gagnrýnir íslenzka vinnulöggjöf Réttur til að standa utan félags ekki tryggður SÉRFRÆÐINGANEFND Evrópuráðsins, sem sinnir eftirliti með framkvæmd félagsmálasátt- mála Evrópu, gerir athugasemd við að réttur launþega til að standa utan stéttarfélaga sé ekki tryggður í íslenzku vinnulöggjöfinni. Nefndin átelur einnig að verkfallsrétti opin- berra starfsmanna séu settar þrengri skorður hér á landi en félagsmálasáttmálinn leyfi. Þá gagnrýnir hún að stéttarfélögum sé fenginn einkaréttur til að boða til verkfalls. Mannréttindadómstóll Evrópu, sem starfar á vegum Evrópuráðsins, hefur áður úrskurðað að mannréttindasáttmáli Evrópu tryggi svokallað neikvætt félagafrelsi, þ.e. réttinn til að ganga úr félagi eða standa utan félaga. Neikvætt félagafrelsi ekki tryggt í vinnumálafrumvarpi Við undirbúning lagafrumvarps um stéttarfé- lög og vinnudeilur, sem Páll Pétursson félags- málaráðherra hefur lagt fyrir Alþingi, var rætt um hvort setja bæri í frumvarpið ákvæði um rétt til að standa utan stéttarfélags. Frá því var hins vegar fallið. Páll Pétursson segir í samtali við Morgunblað- ið að ástæða þessa sé sú að í lögum sé ekkert, sem banni mönnum að standa utan stéttarfélaga. „Það er því óþarfi fyrir okkur að blanda okk- ur inn í það. Forgangsréttar- eða skylduákvæði eru öll tilkomin í kjarasamningum og menn geta bara samið sig frá þeim ef þeim sýnist. Ekkert neyðir atvinnurekendur til að samþykkja skyldu- aðild eða forgangsrétt,“ segir félagsmálaráð- herra. ■ Skylduaðild og einkaréttur/6 Morgunblaðið/Jón Stefánsson Forsætisráðherra ítrekar yfirlýsingar um lífeyrisréttindi kennara KI endurmetur af- stöðu til grunnskóla Nefnd til Kína vegna álvers ÍSLENSK sendinefnd fulltrúa frá markaðsskrifstofu iðn- aðarráðuneytisins og Lands- virkjun verður í Kína 22.-29. apríl vegna hugsanlegrar byggingar 40.000 tonna kín- versks álvers hér á landi. Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra átti fund með fyrsta varaforseta kín- verska þingsins, Tian Jiyun, og föruneyti í gær. Finnur sagði að hlutverk sendinefnd- arinnar yrði að kynna sér þá tækni sem starfsemi 40.000 tonna álvers byggðist á og hvort hún samrýmdist kröfum íslendinga í umhverfismálum. ■ Kínveijar áhugasamir/29 DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að við breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins verði að búa svo um hnútana að réttindi, sem opinberir starfsmenn hafa væntingar um, samkvæmt núverandi reglum, verði ekki skert. Eiríkur Jónsspn, formaður Kenn- arasambands íslands, fagnar þess- ari yfirlýsingu og segir að stjórn KI verði boðuð til fundar í næstu viku til að endurmeta fyrri afstöðu til flutnings grunnskólans. A fundi forystumanna launþega- hreyfingarinnar með forsætisráð- herra, fjármálaráðherra og félags- málaráðherra í gær var m.a. rætt um lífeyrismál opinberra starfs- manna. Davíð Oddsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hann teldi enga ástæðu til annars en að kenn- arar kæmu á ný að vinnu við flutn- ing grunnskólans. „Ég ítrekaði á fundinum við formann KÍ, að það stæði ekki til að gera breytingar í lífeyrismálum sem væru í ósátt við þá, sem myndi leiða til þess að núverandi starfsmenn væru sviptir áunnum réttindum eða réttindum, sem þeir mættu hafa væntingar um,“ sagði Davíð. Eiríkur sagðist fagna mjög þess- ari yfirlýsingu. „Þarna er fólki lofað því að það haldi öllum sínum rétt- indum og að áunnin réttindi verði ekki skert í framtíðinni. Hingað til hafa menn ekki viljað vinna eftir þessu í samráðsnefndinni um lífeyr- ismál. Á fundi í lífeyrismálanefnd- inni nk. þriðjudag mun ég taka þetta mál upp undir þessum for- merkjum og mun væntanlega boða stjórnarfund í KÍ á miðvikudaginn. Ef menn eru tilbúnir að vinna eftir þessum leikreglum metum við okk- ar stöðu upp á nýtt.“ ■ Ákvæði laga/4 Seðlabanki lækkar vexti um0,75% SKÖRP vaxtalækkun varð á verð- bréfamarkaði í gær í kjölfar þess að Seðlabankinn lækkaði vexti á ríkisvíxlum um 0,75%. Að sögn Birgis ísleifs Gunnarssonar seðla- bankastjóra er hér um óvenju mikla lækkun af hálfu bankans að ræða. Hann segir að lækkunina megi rekja til þróunarinnar á gjaldeyris- og peningamörkuðum að undan- förnu, sem hafi m.a. leitt til bættr- ar gjaldeyrisstöðu bankans. Vaxtalækkun Seðlabankans leiddi til nokkurrar lækkunar á ávöxtunarkröfu húsbréfa og spari- skírteina. Sögðust viðmælendur Morgunblaðsins á verðbréfamark- aði jafnvel reikna með frekari lækk- unum á næstu dögum. Bankarnir héldu þó að sér höndum í gær og sögðu talsmenn þeirra að vaxtamál- in yrðu skoðuð á næstu dögum. ■ Skörp lækkun/Bl -----» » ♦---- Plastprent hf. Hlutabréf seldust upp á einum degi HLUTABRÉF Plastprents hf. seld- ust upp í útboði félagsins strax á fyrsta degi í gær. Boðin voru út bréf að nafnvirði 29,2 milljónir króna á genginu 3,25 þannig að söluandvirði þeirra var alls um 95 milljónir. Að sögn Jóhanns Ivarssonar, for- stöðumanns hjá Kaupþingi, seldist upp sá hluti útboðsins sem ætlaður var stofnanafjárfestum strax að loknum kynningarfundi hjá fyrir- tækinu í hádeginu gær. Smærri pantanir bárust jafnt og þétt yfir daginn og sá hluti útboðsins seldist einnig upp skömmu fyrir lokun. „Þetta er talsvert betri árangur en við bjuggumst við. Það vinnur með Plastprenti að fyriitækið er fyrst til að ráðast í hlutafjárútboð á þessu ári fyrir utan Þormóð ramma. Þetta er góðs viti fyrir fyrir- tæki sem eru að velta fyrir sér að fara á hlutabréfamarkað.“ ■ Plastprentsbréfin/B2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.