Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 9 FRÉTTIR Hafbeitarár hverfa úr fióru vegna kýlaveiki ARI Einarsson t.v. og Guðmundur Hreinsson með fallega sjóbirt- inga, allt að 9 punda, úr Vatnamótunum á dögunum. ÞARNA má sjá nýjan grunn að „Hótel Vatnamótum". OFANKOMAN um páskana og vatnavextir í kjölfar hennar komu í veg fyrir að menn gætu beitt sér sem skyldi við sjóbirtingsveiðar á Suðurlandi. Nú er vatn tekið að sjatna aftur og veiðimenn bíða spenntir. Jóhann Bergmann, sem var með- al þeirra sem opnuðu Vatnamótin með 38 sjóbirtingum á þurru landi eftir törnina, sagði í samtali við Morgunblaðið að næstu holl í Vatnamótum og Geirlandsá hefðu verið ofurseld veðurguðunum. „Maður sem þarna er þaulvanur og fór um á leið frá Austurlandi sagði mér t.d. að hann hefði aldrei séð Breiðabalakvíslina í öðrum eins ham og vinir mínir sem fóru til veiða í Geirlandsá um páskana fóru varla út úr húsi. En það er farið að sjatna í ánum aftur og ný holl eru mætt til veiða. Menn eru eðli- lega bjartsýnir á góðan árangur með tilliti til þess hve vel veiddist fyrstu dagana,“ sagði Jóhann. Færa veiðihúsið Veiðihúsið í Vatnamótunum er frægt í hópi þeirra sem þar hafa dvalið. Þar er reimt og sérstaklega hefur verið ófriðlegt að leggjast til svefns í ákveðinni koju. Hefur mönnum þá þótt sem ókennileg vera hafi lagst ofan á þá af þvílíkum þyngslum að menn hafa varla náð andanum, brotist um og loks ætt upp úr svefni með andfælum. Er frásögn allra eins og vakandi menn 'hafa tíðum horft á bægslaganginn í sofandi félögum sínum og jafnvei átt í vandræðum með að vekja þá. Minna hefur þó borið á þessum óskunda síðustu ár, því ný svefn- álma var smíðuð við húsið og síðan fæst varla nokkur maður til að leggja sig í draugakojunni. Og þeir sem það hafa gert hafa ekki orðið fyrir neinu, utan að draumfarir hafa stundum verið ónotalegar. Veiðihúsið, sem kallað hefur ver- ið „Hótel Vatnamót“, hefur þótt vera illa staðsett og vatn safnast að því í vorleysingum. Því stendur til að flytja það aðeins og er undir- búningur hafinn eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Verður þá trú- lega enn vistlegra á „Hótel Vatna- mótum“. Hafbeitarár úr sögunni Fisksjúkdómanefnd hefur fyrir sitt leyti lagst gegn því að leyfi verði veitt til að menn geti flutt hafbeitarlaxa frá stöðvum til lax- lausra veiðiáa eins og gert hefur verið síðustu árin. Stafar það af tilkomu kýlaveikinnar í Elliðaánum, Hellisá og Kollafirði á síðustu laxa- vertíð. Það er því sýnt að nokkrar ár detta úr úr flórunni, t.d. efri hluti Brynjudalsár og Reykjadalsár, Norðlingafljót, Hellisá, Núpaá og Laxá í Miklaholtshreppi. Tvær síðastnefndu árnar eiga sér dálitla náttúrulega laxastofna auk þess sem í þær gengur bleikja og sjóbirtingur. Leigutakar beggja ánna íhuga nú að sleppa stórbleikju í stað laxa til að halda veiðinni við eins og frekast er kostur, en bleikju- eldi er í næsta nágrenni þeirra. Leiðrétting í þættinum Eru þeir að fá ’ann? í Morgunblaðinu á skírdag var ranghermt að SVFR hefði leigt Norðurá í 40 ár. Rétt er að árin verða frá og með komandi sumri 50 talsins og leiðréttist það hér með. Vorið komið og hjól hverfa SJÖ reiðhjólum var stolið í Reykja- vík í fyrradag. Ómar Smári Ar- mannsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn, segir að lögreglan merki vorkomuna af því að þá fari reið- hjólaþjófnuðum ávallt ört fjölgandi. Miðað við þau sannindi sé vorið greinilega komið. Ómar Smári segir að fyrst á vor- in eftir að hjólin eru tekin úr geymslum séu margir reiðhjólaeig- endur kærulausir um frágang og viðskilnað hjóla sinna. Jafnskjótt séu reiðhjólaþjófar mættir og fjar- lægi fararskjótana. Hjartans þakkir til vina og vandamanna sem glöddu mig á 90 ára afmœlinu 3. apríl sl. Ingibjörg Jónsdóttir, Vesturberg 103. Dnral af fágætum smámunum og fallegum antikhúsgögnum Antikmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977. Hresstu upp á minni húðar þinnar. Nýtt frá Clinique Moisture On-Call Það sem húðin gerði einu sinni getur hún gert aftur. Ef hún gleymir, þá er svarið Moisture On-Call. Það betrum bætir hæfileika þurru húðarinnar til að halda rakanum. Einnig ver það húðina gegn skaðlegum - áhrifum umhverfisins. Gefur raka, sefar og styrkir húðina. 100% ilmefnalaust. CLINIQUE Kynningartilboð verð kr. 3.065 Kynning í versluninni Brá Moisture On-Call 50 ml^ dagana 1 1. og I 2. apríl. • Hreinsikrem 30 ml . • Rakakrem 15 ml TpB*( ^ • Varalitur. F£GURÚP>R&f)mEPm R£YKJf)OÍKUk föstudaginn 12. apríl Húsið opnað kl. 19.00 — Matseðill — Ostasalat í kryddpönnuköku vinegrytte Innbakaðir sjávarréttir með Basmati. hrísgrjónum og hvítvínssósu Desert-súkkulaðiterta með ferskjusósu Kynnir: Benidikt Elvar Fjöldi glæsilegra skemmtiatríða Söngur, dans og tískusýningar Hljdmsveitin Tvist og bast leikur fyrir dansi. Fegurðarsamkeppni Reykjavíkur - aldrei glæsilegrí Miðaverð kr. 4.500 fyrir matargesti. Eftirkl. 21.00 kr. 1.500 / Sérstakar þakkir fá: xn:oxhr30x OMEEL JÖFUR H oroblu World-Class HANSPETERSENHF 0 KjÁíkn’i 7 NH SPAKMANNSSPJARIR x^x Face HÁR EXPÓ ESSO Olíuféiagið hf S: .O Sólbaðsstoía. Grrafarvogs Hanna Kristín Nudd- og snyrtistofa Fordrvkkur í boði Asti Martini Borðapantanir ísíma 568 7111 vorsala á íþróttaskóm Hirmnm fimir riVrinm conHíntfnm +il Rýmum fyrir nýjum sendingum 30 - 50% afsláttur Opið laugardag kl. 10 -14 til 13. april Skóverslun Kópavogs Hamraborg 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.