Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.04.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 23 Morgunblaðið/Egill Egilsson FYRIR framan netið standa f.v. Gunnar Jónsson, Jóhann Hj. Emilsson, Þorsteinn Arnberg Jónsson. Myndlistarsýning á Flateyri Flateyri. Morgunblaðið. FLATEYRINGAR létu ekki sitt eftir liggja um páskahelgina og héldu áfram sínu striki á mynd- listarsviðinu. Heilmikil myndlistarsýning var haldin í Vagninum þar sem boðið var upp á bæði myndlist og skúlptúra, ljóðalestur og söng. Góð aðsókn var að sýningunni. Sérstaka athygli vakti net sem var búið að strengja yfir Vagninn að utan. Sýnendur voru á öllum aldri, allt frá grunnskólanem- anda upp í eldri menn og konur. Hamagangur í Hollywood KVIKMYNPIR Laugarásbló NÁIÐ ÞEIM STUTTA „GETSHORTY" ★ ★ ★ Leiksljóri: Barry Sonnenfeld. Hand- rit: Scott Frank. Aðalhlutverk: John Travolta, Gene Hackman, Rene Russo, Danny DeVito, Dennis Fárina. MGM. 1995. KVIKMYNDAFÓLKIÐ í Holly- wood liggur vel við höggi ef menn vilja grínast með útblásin egó og hégómagirnd. Glæpasagnahöfund- urinn Elmore Leonard gerði það með góðum árangri í bókinni Náið þeim stutta og leikstjóranum Barry Sonn- enfeld og handritshöfundinum Scott Frank, ásamt einvalaliði leikara með John Travolta í fararbroddi, hefur tekist að ná anda bókarinnar í sam- nefndri kvikmynd sem frumsýnd hefur verið í Laugarásbíói. Myndin er fyrst og fremst grimmilega háðs- leg lýsing á því hvernig bíómynd verður til í Hollywood með hjálp dugandi og ákveðins utanbæjar- manns en inní það ferli dragast hin mestu ólíkindatól og undirheimalýð- ur. Náið þeim stutta er helíumlétt gamanmynd með glæpsamlegu ívafi og hin besta skemmtun fyrir þá sem hafa gaman af safaríkum Holly- woodsögum. Víða má finna skírskot- anir í aðrar bíómyndir; takið eftir Moe Green í nuddi. Leikaraliðið stendur sig allt með sóma. Travolta er eilíft svalur sem utanbæjarmaðurinn Chili Palmer er kemur til Hollywood að rukka skuld fyrir mafíuna en fær áhuga á að framleiða bíómynd byggða á verk- efni hans í kvikmyndaborginni. Hann er dugandi rukkari og þeir hæfileikar nýtast honum einkar vel; enginn sleppur frá honum án þess að borga eitthvað. Það er Gene Hackman sem stelur senunni í hlut- verki B-mynda framleiðanda sem er jafn heimskur og kvikmyndirnar sem hann býr til eru heimskulegar. Slím- verurnar III er ein þeirra. Hackman nýtur sín svo augljóslega í hlutverk- inu að maður glottir að honum allan tímann og hans fáguðu smásál. Atr- iðið þegar hann er búinn að tileinka sér stælana í rukkaranum og kallar yfir sig mafíuna með einu fíflalegu símtali er óborganleg kómedía. Rene Russo er líka góð sem B-mynda leik- kona, hverrar hæfileikar liggja í góðu öskri. Hún sér auðveldlega í gegnum Hollywoodglamúrinn enda áður gift stórstjörnu. Hennar fyrr- verandi eiginmaður er Danny De Vito og „sá stutti“ í sögunni, smá- vaxna stórstjarnan sem allir verða að skríða fyrir en auðvelt er að hanka með auvirðilegu skjalli. Loks er það gráðugi mafíósinn sem hefur sérstaka unun af skepnuskap og Dennis Farina leikur með ágætum. Fleiri skrautlegir aðilar koma við sögu en skipta minna máli. Sonnenfeld stýrir þessu liði af kunnáttusemi og list þess sem þekk- ir kvikmyndaborgina nógu vel til að geta hitt í mark. Náið þeim stutta er besta myndin sem gerð hefur verið eftir sögum Elmores Leonards. Það er engin spurning. Arnaldur Indriðason VERK eftir Erlu. „Yetrar- lok - vor- koma“ ERLA Sigurðardóttir opnar mynd- listarsýningu í Listasetrinu Kirkju- hvoli, Akranesi laugardaginn 13. apn'l kl. 14. Á sýningunni verða 29 vatnslita- myndir og er yfirskrift „vetrarlok - vorkoma". Að auki sýnir Erla 28 frummyndir úr barnabókinni „Veislan í barna- vagninum" eftir Herdísi Egilsdóttur en þær Erla hlutu íslensku barna- bókaverðlaunin 1995 fyrir þá bók. Erla er fædd á Akranesi 1939, hún lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Islands 1988 úr mál- aradeild. Hún var við nám í Trier í Þýskalandi sumarið 1991 og hefur haldið einkasýningar hér heima og erlendis, auk þess að hafa tekið þátt í samsýningum. Frá 1991 hefur hún myndskreytt barnabækur, einnig starfar bún sem kennari við Myndlistaskóla Kópa- vogs. Sýningunni lýkur 27. apríl og er Listasetrið opið virka daga frá kl. 16-18 og um helgar frá kl. 15-18. I LÍFEYRISSJOÐUR VERZLUNARMANNA 40) HEFUR ÞÚ FENGIÐ IÐGJALDAYFIRLITIÐ? Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur sent sjóðfélögum yfirlit yfir móttekin iðgjöld á tíma- bilinu 1. september 1995 til 29. febrúar 1996. Ekki er óeðlilegt að greiðslur fyrir mánuðina desember 1995 til febrúar 1996 vanti á yfirlitið. Hafir þú ekki fengið yfirlit, en dregið hafi verið af launum þínum í Lífeyrissjóð verzlunar- manna, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, þá vinsamlegast hafið samband við innheimtudeild sjóðsins hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. maí nk. Verði vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð geta dýrmæt réttindi glatast: ELLILÍFEYRIR - ÖRORKULÍFEYRIR - MAKALÍFEYRIR - BARNALÍFEYRIR GÆTTU RÉTTAR ÞÍNS! í lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðarsjóðs launa vegna gjaldþrota skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tíma- marka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna. SKRIFSTOFA SJÓÐSINS ER OPIN FRÁ KL. 9.00 - 17.00. HÚSI VERSLUNARINNAR, 4. HÆÐ, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 581 4033, FAX 568 5092. HEIMASÍÐA: HTTP://WWW.SKIMA.IS/LIFVER. Hitachi Kraftur öiyggi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.