Morgunblaðið - 11.04.1996, Page 19

Morgunblaðið - 11.04.1996, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 19 ERLEiMT Mikil heift í kappræðum stjórnmálaleiðtoga á Italíu Létu brigslyrði fjúka og töluðu allir í einu Róm. Reuter. LEIÐTOGAR fimm flokka á Ítalíu tóku þátt í sjónvarpskappræðum í fyrrakvöld sem þóttu einkennast af mikilli heift og ringulreið. Hitinn var mikill í umræðunum, leiðtogarnir skiptust á brigslyrðum og töiuðu hver í kapp við annan. Þetta voru fyrstu sjónvarpskapp- ræðurnar á Italíu fyrir þingkosning- arnar 21. þessa mánaðar. Leiðtog- arnir létu móðan mása í tvær og hálfa klukkustund og kappræðurnar voru sýndar í beinni útsendingu rík- issjónvarpsins RAI. Tónninn var settur nokkrum mín- útum eftir að kappræðurnar hófust þegar Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtogi banda- lags mið- og hægriflokka, og Mass- imo D’Alema, leiðtogi bandalags mið- og vinstriflokka, tóku að skatt- yrðast og reyndu að tala hvorn ann- an í kaf. Berlusconi sagði að efnahagsum- bætur væru nauðsynlegar áður en hægt yrði að lækka skattana og D’Alema greip fram í fyrir honum: „Loksins hefur Berlusconi viður- kennt að skattalækkanir eru ekki mögulegar sem stendur". Leiðtog- arnir töluðu síðan hvor í kapp við annan en stjórnandi kappræðnanna, Bruno Vespa, reyndi að þagga niður í þeim. „Ég hafði vonað að í kvöld gætum við rætt málin í rósemd og án yfir- gangs og ofsa,“ sagði D’Alema. „Ég veit að hér eru ekki staddir neinir stuðningsmenn til að trufla kapp- ræðurnar með gjammi, þannig að Berlusconi vill bæta það upp með því að hindra að viðmælandinn kom- ist að.“ „Þú ert sérfræðingur þegar blekk- ingar eru annars vegar," hreytti þá Berlusconi út úr sér þungur á brún. Fini og Bossi munnhöggvast Kappræðurnar einkenndust af því að leiðtogarnir töluðu allir í einu, hrakyrtu hver annan og minntu á þátt andstæðinga í spillingarmálun- um sem hafa tröllriðið ítölskum stjórnmálum síðustu misseri. Gianfranco Fini, leiðtogi Þjóðar- bandalagsins, sem er lengst til hægri í ítölskum stjórnmálum, minnti kjós- endur á að Umberto Bossi, leiðtogi Norðursambandsins, hefur verið fundinn sekur um mútuþægni. „Þú ert sá eini hérna sem hefur tekið 200 milljónir líra [7,9 milljónir króna] í vasann," sagði hann. Bossi kvaðst hafa verið sakfelldur af pólit- ískum ástæðum og sagði Fini hald- inn „andlegum óheiðarleika". Margir kjósendanna á Italíu eru enn óákveðnir og samkvæmt skoð- anakönnunum standa kosninga- bandalögin tvö jöfn að vígi. Margir stjórnmálaskýrendur telja að hvor- ugt þeirra fái meirihluta í þriðju þingkosningunum á Italíu á fjórum árum. Afram gýs á Montserrat ELDGOS hafa haldið áfram með hléum í eldfjallinu Soufriere á eynni Montserrat frá því á mið- vikudag í síðustu viku og var svo enn í gær. Eldfjallafræðingar hafa spáð miklu sprengigosi í fjallinu. Um 4.000 íbúar í höfuð- borginni Plymouth á suðurhluta eyjunnar hafa verið fluttir að heiman og hafast þeir við í neyð- arskýlum og á heimilum fólks á norðurhluta hennar. Póstur & sími býður til Samnetssýningar þar sem eftirtaiin fyrirtœki kynna vörur og þjónustu: 0 Apple-umboðið SÍNSMIRKINN PÓSTUR OG SÍMI Heimilistæki hf TÆKIMI-OC TOLVUDEILD OPIN KERFIHF Wfipl hewlett mL'rim packard iS Tæknival SMITH & NORLAND Sístel 0 Sýningin er opin t'ró kl. 10.00 til 17.00 bóða dagana Aðgangur er ókeypis VerO stgr. 29.995 GR 1400 H: 85 B: 51 D: 5Ó cm Kælir: 140 I. Verðstgr. 44.5QOy-J iil Verö stgr. 48.000,- GR 1860 • H:1 17 B: 50 D: 60 cm • Kælir: 140 Itr. • Fryslir: 45 Itr. Verðstgr. \ 1.900,-] (Verð stgr. 59.980,-. GR 2260 H:140 B: 50 D: 60 cm Kælir:180 Itr. • Frystir: 45 Itr. GR2600 H:152 B: 55 D: 60 cm ■ Kælir: 187 Itr. 1 Frystir: 67 Itr. GR 3300 H:170 B: 60 D: 60 cm Kælir: 225 Itr. Frystir: 75 Itr. Oíndesíl .../ eldhúsið og sumarbústaðinn. BRÆÐURNIR Lá g m ú S í m i 8820 Umbo&smertn um land allt Vesturland: Málnlngarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðlnga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Búðardal Vestflrölr: Geirseyrarbúöin, Patreksfiröi. Rafverk.Bolungarvík.Straumur.ísafirði. Norðurland: Kf.Steingrímsfjarðar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúð.Sauðárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Siglufiröi.Ólafsfiröi og Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urö, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstööum. Kf.Vopnfiröinga.Vopnafiröi. Stál, Seyðisfiröi. Verslunin Vlk, Neskaupsstaö. Kf.Fáskrúösfiröinga, Fóskrúösfiröi. KASK, Höfn Suðurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rós, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell.Keflavík. Rafborg, Grindavík. ^______________

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.