Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.04.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Landssambandsfundur Soroptimista FRÉTTIR Morgunblaðið/Júlíus Bjórkrúsir með hvíta kolla NEMENDUR framhaldsskólanna hafa lagt nótt við dag undanfarið, til að dimmitering þeirra verði sem glæsilegust. Búningar verðandi stúdenta eru af 1 ýmsum toga og mikil vinna liggur að baki mörgum þeirra. Þessar freyðandi bjórkrúsir voru á vappi við Morgunblaðshúsið í Kringlunni í gær og virtust nemendurnir, sem Ieyndust í froðunni, ekki hafa þungar áhyggjur af komandi próflestri. Alvara lífsins tekur þó við í dag og að nokkrum vikum Iiðnum verða bjórkrúsirnar komnar með hvítan koll á ný. Vistrænar hliðar ferðamennskunnar Starf í anda vin- áttu o g einingar SALOME Þorkelsdóttir var fyrir skömmu kosin forseti Soroptimista- sambands íslands. Hún tekur við embættinu í haust. Fráf- arandi forseti er Kristín Ein- arsdóttir lyflafræðingur úr Hafnarfirði. Soroptimista- hreyfíngin á 75 ára afmæli í haust, enn er í undirbúningi hvernig afmælisins verður minnst. _ í Soroptimistasam- bandi íslands eru sextán klúbbar víðs vegar um landið, í þeim eru 415 systur. Árleg- ur landsfundur sambandsins verður haldinn í dag í Öldu- selsskóla í boði Soroptimis- taklúbbs Bakka- og Selja- hverfis í Reykjavík. Á fundin- um fara, að sögn Salome, fram hefðbundin fundarstörf, svo sem stjórnarkjör og aðrar kosningar. „Þetta eru mjög skipulögð samtök sem starfa eftir alþjóðlegum reglum Sorop- timista, félagsskapurinn starfar víða um heim en er upprunninn í Bandaríkjunum." Hvað skyldi vera helst á döfinni á iandssambandsfundinum? „Flutt verður skýrsla stjórnar, þar verður meðal annars gerð grein fyrir húsnæðismálum sam- bandsins, en við erum um þessar mundir að koma okkur fyrir í eig- in húsnæði sambandsins í Kópa- vogi. Innan sambandsins starfa verkefnastjórar í ákveðnum mála- flokkum, sem eru eftirfarandi: Al- þjóðleg vinátta og skilningur, efnahags- og félagsmál, heilbrigð- ismál, mannréttindi/staða konunn- ar, mennta- og menningarmál og umhverfismál. Eins og sjá má á þessari upptalningu eru verkefnin fjölbreytt og sinna klúbbarnir þessum verkefnum hver fyrir sig. Klúbbamir ráða hvað þeir vilja gera sérstaklega á sínum heima- slóðum og svo sinna þeir líka sam- eiginlegum verkefnum bæði innan- lands og utan.“ Hvaða verkefni eru það? „Við höfum einkum verið að fjalla um vímuefnavandann og reyna að styðja þá sem eru að vinna að þeim málum. Meðal ann- ars Jafningjafræðsluna, sem er verkefni sem framhaldsskólanem- endur hafa tekið upp. Þetta er átak þeirra til þess að vinna gegn vímuefnaneyslu jafnaldra sinna eða eins og þau orða það sjálf: „Við viljum hugarfarsbreytingu,“ og benda m.a. á að lífið getur verið hratt og spennandi án vímu- efna. Auk þess styðjum við fjöl- mörg önnur máiefni sem lúta bæði að líknarmálum og menningarmál- um.“ Hver eru markmið Soroptimista? „Markmið Soroptimista um all- an heim er í fyrsta lagi að gera háar kröfur til siðgæðis á sviði viðskiptastarfa og annarra þátta mannlífsins. í öðru lagi að vinna að mannréttindum og einkum að því að auka réttindi kvenna. I þriðja lagi að efla vin- áttu og einingu Sorop- timista allra landa. I fjórða lagi að auka hjálpsemi og skilning meðal manna. í fímmta lagi að stuðla að auknum skilningi og vináttu á alþjóða vettvangi. Við eigum okkur hvatningarorð: Sýn- um drenglyndi og verum einlægar í vináttu. Verum reiðubúnar til hjálpar og þjónustu. Sýnum í verki skilning og friðarvilja. Setjum markið hátt og vinnum störf okkar með sæmd og ábyrgðartilfinningu. í þessum anda finnst mér Sorop- timistar starfa, enda segir nafnið svo mikið, því nafnið þýðir í raun: Besta systir.“ Eru réttindi kvenna mjög ofarlega á baugi í starfí Soroptimista? Salome Þorkelsdóttir ►Salome Þorkelsdóttir er fædd árið 1927 í Reylgavík og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi árið 1945. Hún vann skrif- stofustörf í tvö ár þar til hún giftist Jóel Kr. Jóelssyni garð- yrkjubónda í Mosfellssveit. Salome hóf þátttöku í sveitar- stjórnarmálum árið 1962 sem varamaður í hreppsnefnd Mosfellssveitar og var kosin í hreppsnefndina árið 1966. Hún átti sæti í hreppsnefnd, síðast sem oddviti, til ársins 1982, en var kosin á þing árið 1979 og var þingmaður Reykj- aneskjördæmis til ársins 1995. Þau Salome og Jóel eiga þrjú uppkomin börn, eina dóttur og tvo syni. Eitt markmiða að styðja mál- stað kvenna „Vissulega. Það er eitt af meg- inmarkmiðum Soroptimista um allan heim að styðja málstað kvenna um víða veröld. Við hér á íslandi höfum lagt lið ýmsum verk- efnum af þessum toga. Við höfum til dæmis stutt konur í Accra í Ghana. Einnig má nefna að einn Reykjavíkurklúbburinn hefur stað- ið fyrir Afríkusöfnun, þar sem safnað var fyrir ekkjur og börn í Rúganda. Fleira mætti nefna, svo hjálparstarf við blinda í Bangla- desh, en of langt mál yrði að telja upp öll viðfangsefni klúbbanna og sambands þeirra." Hafa íslensku klúbbarnir mikið samstarf við erlenda klúbba? „Já, íslenska Soroptimistasam- bandið heyrir undir Evrópusam- bandið. Innan íslenska sambands- ins starfa sendifulltrúar sem auk forseta sækja fundi á vegum er- lendu sambandanna og fylgjast þannig með starfí þeirra og láta jafnframt vita hvað við erum að starfa hér á íslandi. Mjög náið .samstarf er milli forseta klúbb- anna á Norðurlöndum. Jafnvel er skipst á heim- sóknum milli þessara klúbba. Til dæmis eru ________ haldnir Norrænir vina- dagar og skipst er á að halda þá á hinum ýmsu Norður- löndum." Hve iengi hefur þú starfað í þess- um samtökum? „Eg hef starfað í Soroptimista- klúbbi Kjalarnesþings frá stofnun hans árið 1977. En vegria annríkis á öðrum vettvangi hef ég verið þar afar lítið virk þar til nú síðasta ár. Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni sem „systur mínar“ í Soroptimistasambandinu hafa verið svo góðar að fela mér, þ.e. að vera forseti sambandsins næstu tvö árin.“ HANSRUEDI Muller, prófessor við há- skólann í Bern í Sviss, er meðal ræðu- manna á ráðstefnu um græna ferða- mennsku sem haldin er á Flúðum um helgina. Að ráðstefnunni standa ferðar- áðgjafafyrirtækið Landnáma í samvinnu við Goethe Institut og Flugleiðir. Muller kveðst hafa heyrt mikið talað um ísland á sínum heimaslóðum og hann hafi haft mikinn áhuga á því að kynna sér land og þjóð. Muller kennir við auð- lindastofnun háskólans í Bern en sú stofnun var sett á laggimar árið 1941. Auk þess veitir stofnunin ráðgjöf víða um heim um ferðaþjónustumál. „Ferðaþjónusta var þegar orðin mikil- væg atvinnugrein í Sviss á stríðsárunum. í fyrstu var fjallað um hana einvörðungu út frá hagrænu sjónarmiði. Síðan hefur áherslunum verið breytt og vistræn sjón- armið í tengslum við ferðaþjónustu komið meira inn í myndina," segir Muller. Hann segir að síðastliðin tuttugu ár hafi stofnunin sérhæft sig í vistrænni hlið ferðamannaþjónustunnar án þess þó að efna- hagslegir þættir hennar yrðu nokk- um tíma útundan. Græn ferðamennska í tísku „Það er mjög mikilvægt að rætt sé um vistrænar hliðar ferðamanna- þjónustunnar en því miður hefur það ekki virst jafn áríð- andi að ákvarðanir séu teknar í sam- ræmi við það. Flug- samgöngur aukast ár frá ári um 6-8% og þar með tvöfald- ast flutningsgetan á 8-10 árum. Reyndar hafa þotu- hreyflar verið gerð- ir vistvænni en áður og mengunarvarnir em meiri en engu að síður hafa aukin ferðalög valdið auknum vanda, ekki síst þegar litið er til breytinga á veður- fari,“ segir Muller. Þó segir Muller að ýmislegt hafí verið gert á sviði grænnar ferðamennsku, eink- um í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. En á heimsvísu hafí breytingarnar ekki orðið miklar þrátt fyrir miklar umræður. Muller segist gera skýran greinarmun á grænni ferðamennsku og vistrænum hliðum ferðamennsku. „Græn ferða- mennska er orðin tískubylgja. í Suður- Afríku og víðar er boðið upp á græna ferðamennsku sem er í raun eingöngu orðin ein tegund ferðamennsku sem skeytir í ra,un ekkert um hin vistrænu vandamál. Ég fjalla fremur um vistræn vandamál sem fylgja ferðamennskunni, þ.e. mengun, orkunotkun, úrgangur, vatnsnotkun og fleira," segir Muller. Hann segir að hann nálgist þessi vandamál meðal annars með áætlana- gerð. „Til þess að ráða bót á þeim vist- rænu vandamálum sem fylgja ferðamennsku verður að takmarka ferðamannastrauminn. íslendingar gætu auðveldlega gert þetta. Þeir þurfa að leggja mat á það hve marga ferðamenn þeir vilja fá til lands- ins og hvernig dreif- ingin á þeim á að vera um landið.' Þarna koma inn í hlutir eins og sam- göngur, gistirými og fleira. Mér sýnist að óhætt sé að ferða- mönnum til íslands fjölgi enn sem komið er en eðlilegast væri að hefja umræður um það strax hve marga ferðamenn íslendingar vilja fá til landsins. Sam- ræma þarf ýmsa þætti sem lúta að ferðaþjónustunni, eins og stærð flug- valla, gatnakerfi, gistirými, skemmti- garða og fleira því annars geta mynd- ast flöskuhálsar í framtíðinni sem eru mjög varasam- ir í ferðaþjónustu. Slíka hluti er aðeins hægt að sam- ræma ef vitað er hver hámarksfjöldi ferðamanna verður,“ segir Muller. Morgunblaðið/Sverrir Hansruedi Muller prófessor Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Græn ferðamennska UM fimmtíu manns sóttu ráð- stefnu um græna ferða- mennsku sem sett var á Flúð- um í gærmorgun. Hugi Ólafs- son, deildarstjóri í umhverfis- ráðuneytinu er hér í ræðustól. Vinstra megin situr Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra, og hægra megin Ingiveig Gunnarsdóttir, ráðstefnusljóri og dr. Hansru- edi Muller, frá Forschungsinst- itut í Bern í Sviss. Ráðstefn- unni lýkur síðdegis í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.